Morgunblaðið - 11.11.1964, Síða 10
10
MORGU N BLAÐIÐ
Miðvikudagur 11. nóv. 1964
Lovísa og Lárus Fjeldsted
SVIPLEG var fregnin, sem út-
varpið flutti s.l. sunnudag, er
sagt var að þau hjónin Lovísa
og Lárus Fjeldsted hefðu látizt
daginn áður með örfárra klukku
stunda millibili. En hefðu þau
ekki sjálf, eftir fagra sambúð í
meira en fimm áratugi, einmitt
- kosið þessa lausn? Ég held, að
allir, er þau þekktu til nokkurr-
ar hlítar, greiði þessari spurn-
ingu jákvætt svar.
Lárus Fjeldsted var fæddur
7. september 1879 á Hvítárvöll-
um í Borgarfirði. Hann lauk
stúdentsprófi í Reykjavík árið
1800 og lagaprófi frá Kaup-
mannahafnarháskóla árið 1908.
Að loknu námi var hann um
skeið settur sýslumaður í Gull-
bringu- og Kjósarsýslu og bæj-
arfógeti í Hafnarfirði. Árið
1909 'hóf hann málflutningsstörf
í Reykjavík og varð hæstarétt-
arlögmaður árið 1922. Hann rak
umfangsmikla málflutningsskrif
stofu, frá 1923 í félagi við
Theódór B. Líndal* en síðar
ásamt Ágústi syni sínum og
Benedikt Sigurjónssyni.
Eiginkona Lárusar Fjeldsted,
frú Lovísa, var fædd hér í
Reykjavik 8. júní 1885. Þau
gengu að eigast haustið 1912.
Börn þeirra eru: Ágúst hæsta-
réttarlc'gmiaður, fyrsit kvsentur -
Jónínu Thorarensen, er lézt árið
1958, en síðar Hjördísi Þorleifs-
dóttur, Lárus stórkaupmaður,
kvæntur Jórunni Einarsdóttur
Viðar og Katrín, sem dvelst í
Bandaríkjunum. Einn son,
Andrés, misstu þau hjónin árið
1927, en hann var þá barn að
aldri.
Lárus Fjeldsted stundaði mál-
flutnings- og lögmannsstörf
lengur en nokkur annar íslenzk-
ur lögfræðingur. Hann var sér-
lega góður samningamaður, og
þeir voru margir, er til hans
leituðu. Samhliða erilsömu og
erfiðu lögmannsstarfi hlóðust á
hann margvísleg trúnaðarstörf.
Hann sat lengi í bankaráði Út-
vegsbanka íslands, í stjórn Sjó-
t vátryggingarfélags íslands, í
merkjadómi Reykjavíkur og
styrjaldarárin var hann for-
maður brezk-íslenzku leigumats
nefndarinnar, sem var mikið
starf og vandasamt. Honum var
margvíslegur sómi sýndur. Varð
heiðursfélagi í Lömannafélagi
íslands árið 1951, og held ég, að
honum hafi þótt vænna um þá
viðurkenningu, en nokkra aðra,
er honum hlotnaðist á lífsleið-
inni.
Lárus Fjeldsted var hár vexti,
vel limaður og bjartur yfirlit-
um. Hvar sem hann fór vakti
hann á sér athygli. Hann var
viðldvæmur í lund, en kunni vel
að stilla skap sitt'. Hann tók
æðrulaust hverjum þeim vanda,
sem lífið bar honum að höndum,
og allt starf hans mótaðist af
réttsýni og drengskap. Og nú,
er hann er fallinn, lætur hann
eftir sig ljúfar minningar um
sannan og heilsteyptan dreng-
skaparamann.
Sömu minningar um andlegt
ög líkamlegt atgerfi geymast
um frú Lovísu. Hún stóð við
hlið manns síns í blíðu og stríðu,
og helgaði honum og börnum
þeirra starfskrafta sína óskipta,
svo sem títt er um hinar beztu
íslenzku konur. Hún stjórnaði
glæsilegu rausnarheimili, sem
öllum vinum þeirra hjóna stóð
jafnan opið. Þangað var gott að
koma og þar leið öllum vel.
Sambúð- þeirra hjónanna var
öðrum til sannrar fyrirmyndar.
Voru þau svo samhent að af
bar.
Nú að leiðarlokum flytja hin-
ir mörgu vinir þeirra þeim
alúðarþökk fyrir samfylgdina.
Þeirra verður lengi minnst.
Einar Baldvin Guðmundsson.
ÞEGAR menn eru orðnir aldur-
hnignir má alltaf búast við því
að andlátsfregn þeirra berist. Þó
er það svo að þrátt fyrir allt kem
ur manni fregnin oft á óvart.
Svo varð mér þegar ég frétti
andlát þeirra hjóna frú Lovísu
og Lárusar Fjeldsted, hæstarétt-
arlögmanns. Manni hnykkir þá
ekki minna við er í ljós kom að
andlát þeirra bar að með nokk-
urra stunda millibili. Það fer
kannske ekki með öllu vel á því
að segja að gott var sem fór, en
þeim sem kunnugir voru þeim
hjónum og þekktu til hinnar frá
bæru samfylgdar þeirra á lífs-
leiðinni, mun eigi finnast óeðli-
leg samfylgd þeirra í dauðanum.
Ég átti því láni að fagna að
þekkja þau hjónin frá unglings-
árum mínum og allt fram á efri
ár. í fyrstu var kunningsskapur
okkar Lárusar nánast vinsamlegt
samband eldra manns og yngra,
því að hann varð fjárhaldsmað-
ur minn er ég kom í 4. bekk
hlýjum hug. Það er ekki mitt
að dæma um hvernig skrifstof-
unni tókst að rækja hlutverk
sitt útávið. Hins má geta, að
ýmsa góða viðskiptamenn átti
skrifstofan þegar ég kom þangað
fyrst, og margir þeirra munu enn
leita þangað um mál sín. Ég held
að það verði ekki sagt um Lárus
Fjeldsted, að hann hafi verið sér
stakur fræðimaður í lögfræði. En
hann var maður raunhæfra
gáfna, vitur maður og manna-
sættir. Hann var ekki alltaf að
hugsa um, hve mikið starfið gæfi
af sér, heldur hvernig það yrði
bezt leyst. Hann var meiri ráðu-
nautur en málafylgjumaður, þótt
hann hins vegar héldi vel á hlut
sínum, ef til kom. Ég minnist
ýmissa gamalla andlita — og
yngri reyndar líka, — sem brá
Menntaskólans. Þeir faðir minn
og Lárus voru skólabræður og
vinir. Sýnir það traust föður
míns á þessum gamla vini er
hann fól mig ungan og óreynd-
an forsjá hans. Þessu trausti
brást Lárus ekki. Og hið, allt að
því föðurlega samband okkar
í fyrstu var, varð síðar að vin-
áttu, sem ég alltaf hef metið
mikils. Ég kom oft á heimili
þeirra hjóna og geymi í góðri
minningu þann yfirlætislaUsa
hefðarbrag er þar ríkti. Allir,
sem sáu Lárus Fjelsted munu
hafa fundið að þar fór hefðarmað
ur bæði ytra og innra, og hvort
heldur var á götum úti eða inn-
an veggja, jafnt á skrifstofu, í
réttarsal eða á heimili.
Frú Lovísa var eins og gerist
og gengur um húsfreyjur og mæð
ur sem góðar eru, fyrst og
fremst heimilismanneskja, þótt
hún hefði bæði menntun og getu
til þess að láta að sér kveða
annars staðar, ef hún hefði kos-
ið. En sá minnisstæði heimilis-
bragur, sem ég áðan vék að, var
vissulega mótaður af þeim hjón-
um báðum. Það var þó ekki hinn
menningarlegi þroski heimilisins
einn, sem minnisstæðastur er.
Öllu fremur var það hinn inri
samhljómur, sem maður fann.
E.t.v. var það hið áreynslulausa,
sameiginlega átak tveggja mann
vera, til þess að leysa hlutverk
lífsins á sem beztan hátt, sem
hér gerði mest vart við sig og
mótaði umhverfið.
Hjón, sem þannig lifa lífinu
eru hamingjubörn, jafnvel þótt
hretviðri lífsins steðji að. Þau
hjónin nutu velgengni og mann
hylli, en komust ekki heldur hjá
ýmsu andstreymi, enda er það
hlutskipti flestra manna. Missir
efnilegs sonar á unglingsaldri,
langvarandi heilsubrestur þeirra
hjóna beggja og náinna ættingja.
o.fl. voru þung áföll, en þeim
var mætt af þreki og æðruleysi
slíku, að af bar.
Lárus Fjeldsted var lögmaður
nær alla ævi og einn hinn fyrsti
hæstaréttarlögmanna hérlendra.
Ég ætla að enginn maður hafi
stundað lögmannsstörf lengur
hér á landi. Eftir að ég lauk prófi
í lögum árið 1923, rákum við lög
mannsskrifstofu i félagi, þar til
ég tók við núverandi starfi mínu.
Við vorum að ýmsu ólikir menn,
en engu að síður var samvinnan
góð og ég minnist hennax með
fyrir á einkaskrifstofu Lárusar.
Stundum vissi ég hvað á seyði
var, stundum ekki. En þess var
ég viss, að ekki voru það alltaf
stranglögfræðileg vandamál, sem
rædd voru, heldur vandamál
miklu víðfeðmari. Ýmsir telja að
sú hlið lögmannsstarfsins, sem
hér hefur verið vikið að, sé mikils
verðasti þáttur þess. Ég held að
það sé rétt þótt síst skuli fræðin
löstuð.
Lögmannafélag íslands kaus
Lárus Fjeldsted heiðursfélaga
sinn að verðleikum og margur
annar sómi var honum sýndur.
En þessi fáu orð eru skrifuð
sem þakklætisvottur til míns
gamla ráðgjafa og vinar um ára
tugi, þakklætisvottur til þeirra
hjóna beggja frá konu minni og
mér.
Börnum þeirra hjóna og öðrum
ástvinum sendum við og innileg
ar samúðarkveðjur.
Theodor B. Líndal.
Saman í lífi. '■— Saman í dauða.
Þessi orð komu mér fyrst í
hug, er ég spurði lát öðlings-
hjónanna Lovísu og Lárusar
Fjeldsted, er bæði létust sl.
laugardag, 7. þ,m.
Einhvern veiginn gat ég ekki
hugsað mér líf annars þeirra án
hins, — svo órofa var sambúð
þeirra og líf allt, — og svo mild
og miskunnsöm getur forsjónin
verið, að þau fengu að verða
samferða yfir móðuna myrku,
yfir á hina ókunnu strönd.
Frú Lovísa lézt að morgni
laugardagsins, en Lárus maður
hennar er kvöldskuiggarnir færð-
ust yfir þann sama dag. Þannig
lauk fagurri ævi, — fögru lífi
þessarra hjóna. Saman í lífi,
saman í dauða. —
Stundum verða orð svo óum-
ræðilega ónóg, svo ófullnægj-
andi, að þau megna ekki að tjá
neitt af því, sem manni býr í
hug oig vildi segja.
Ég finn, að mig brestur allt til
þess að skrifa um þessi ógleym-
anlegu hjón, en samt festi ég
þessar línur á blað, sem geta
ekki orðið annað en fátækleg
þakkargjörð fyrir að hafa þekkt
þau otg notið vináttu þeirra og
elskusemi allt frá því að ég man
eftir mér.
Frú Lovísa og móðir mín voru
æskuvinkonur, og ég veit, að
enga vinkonu átti móðir mín
tryggari. Með föður mínum og
Lárusi Fjeldsted var traust vin-
átta alla tíð, og engan mann, er
hann kynntist á meira en hálfri
öld, sem hann bjó hér, mat hann
meira en Lárus Fjeldsted.
Um árabil bjuggu Fjeldsteds-
hjónin í rausnargarði í Tjarnar-
götu 33. Þar var ég heimagangur
ungur sveinn, og þaðan eru endur
minningarnar bjartastar um
þessi einstæðu hjón. Yfir þessu
heimili hvíldi sérstakt andrúms-
loft: Góðvild, samofin frábærri
gestrisni og þeirra höfðinglegu
reisn, sem ekki þekkir tilgerð
eða sýndarmennsku.
í mínum augum táknaði þetta
heimili höfðinigsskap og dreng-
lund.
Sonum þeirra Fjeldstedshjóna,
æskuvinum mínum, sem báðir
hafa tekið í arf hina traustu
eiginleika foreldra sinna, þeim
Ágústi og Lárusi yngra, Katrínu
dóttur þeirra, sem í fjarlægu
landi syrgir nú foreldra sína, og
öðrum vandamönnum færi ég
dýpstu samúðarkveðjur.
En minningin um þessi dásam-
leigu hjón, Lárus og Lovisu
Fjeldsted, varpar mildum
bjarma á vegferð okkar, sem
eftir lifum. Þau gleymast aldrei
þeim, sem voru svo lánsöm að
þekkja þau og eignast vináttu
þeirra.
Thorolf Smith.
'X
ÚTFÖR Lárusar Fjeldsteds
hæstaréttarlögmanns og Lovísu
konu hans fer fram í dag frá
Dómkirkjunni. Létust þau hjón-
in bæði s.l. laugardag hinn 7.
þ.m., hún að morgni, en hann
að kveldi. Höfðu þau átt við
vanheilsu að stríða undanfarin
ár, enda bæði orðin náöldruð,
hann 85 ára og hún 79 ára.
Lárus Fjeldsted var fæddur 7.
september 1879 að Hvítárvöll-
um, sonur hjónanna Andrésar
óðálsbónda Fjeldsteds og Sess-
elju Kristjánsdóttur frá Geitar-
eyjum Sigurðssonar. Var Lárus
einn fjögurra bræðra Kristjáns
yfirlögregluþjóns í Peace River,
Alberta í Kanada, sem flutti
ungur til Ameríku, Andrésar
augnlæknis og Sigurðar bónda
í Ferjukoti. Voru þau systkin
fleiri, en þeir bræður voru þeir
einu, sem upp komust.
Árið 1908 lauk Lárus prófi í
lögum frá Kaupmannahafnarhá-
sk.óla. Gerðist hann málaflutn-
ingsmaður fyrst við Landsyfir-
réttinn og síðar Hæstarétt árið
1922.
Lárus varð strax sem ungur
maður í tölu hinna mest metnu
málafærslumanna. Hann gerðizt
lögfræðilegur ráðunautur og
umboðsmaður margra innlendra
og erlendra aðila og var jafnan
talinn meðal fremstu og virðu-
legustu lögfræðinga landsins.
Flutti hann jafnan mál sitt
með virðuleik og prúðmennsku.
Forðaðist hann fullyrðingar eða
kröfugerð umfram það, sem
málefni stóðu til.
Lögfræðiskrifstofu rak hann
fyrst á eigin spýtur til 1923 og
síðar í félagi við Theodór B.
Líndal, þar til Theodór varð
prófessor í lögum við Háskóla.
íslands og síðast í félagi við
Ágúst son sinn og Benedikt
Sigurjónsson hrl. Lárus átti m.a.
sæti í bankaráði Útvegsbankia ís
lands frá stofnun bankans og í
stjórn Sjóvátryggingarfélags ís-
lainds hf. frá 1926 þar til s.l.
sumar, að hann sagði af sér
störfum sökum vanheilsu.
Lárus var maður hár vexti, en
grannur og vel á sig kominn.
Hann var hinn virðulegasti í fasi
og allri framkomu. Mjög tillögu-
góður og vann hann sér traust
samstarfsmanna sinna og þeirra,
sem af honum höfðu nokkur
kynni. Er söknuður að slíkum
mönnum, en bót í máli, þegar
þeim hefur auðnazt að leysa af
hendi mikið og farsælt ævistarf.
Frú Lovísa hét fullu nafni
Guðrún Jakobína Lovísa og var
dóttir Ágústs Þorsteinssonar
kaupmanns og konu hans Kat-
rínar Þorsteinsdóttur. Ágú.st
verzlaði lengi á Grettisgötu 1 og
síðar á Grundarstíg. Lét Ágúst
mála íslenzku fánalitina á verzl-
un sína á Grettisgötu 1, þegar
sjálfstæðisbaráttan stóð sem
hæst á stríðsárunum fyrri. Frú
Lovísa annaðist á unga aldri
skrifstofustörf í Thomsen Maga-
síni og hjá Garðari stórl.j up-
manni í Leith.
Var jafnræði með þeim Lárusi
um lipurð, prúðmennsku og
gestrisni.
Þau hjónin eignuðust 4 börn:
Andrés, er lézt af slysförum,
Ágúst hrl., formann Lögmanna-
félags íslands. Fyrri kona hans
var Jónína Skúladóttir Thorar-
ensen, er andaðist 1858, og síðari
kona Hjördís Þorleifsdóttir ljós-
myndara Þorleifssonar. Lárus
stórkaupmaður, kVæntur Jór-
unoni Einansdóttur Viðar. Katrín,
sem nú er búsett í New York.
Þeir sem kynntust þeim Lár-
usi og frú Lovísu eiga einungis
ljúfar minningar frá þeim kynn-
um. Við fráfall þeirra eiga Reyk
víkingar ó bak að sjá sæmdar-
fólki, sem var meðal þeirra,
sem settu svip á borgina um
meira en hálfrar aldar skeið.
Sveinn Benediktsson.
/ Garbahreppi!
Afgreiðsla Morgunblaðsins í Garðahreppi,
vill ráða dreng eða stúlku til að bera
Morgunblaðið til kaupenda í Hraunholts
hverfi (Asarnir og Ásgarður). — Afgr.
Mbl. Hoftúni við Vífilsstaðaveg. — Sími
51-247.
NYTT!
NYTT!
Geri við skóna meðan beðið er
SKÓVIIMIMUSTOFA
SIGURBJÖRS ÞORGEIRSSONAR
TÓMASARHAGA 46