Morgunblaðið - 11.11.1964, Blaðsíða 12
12
MORCU NBLAÐIÐ
Miðvikudagur 11. nóv. 1964
Útgefandi:
Fr amkvæmdastj óri:
Ritstjórar:
Auglýsingar:
Útbreiðslust j óri:
Ritstjórn:
Auglýsingar og afgreiðsla:
Áskriftargjald kr. 90.00
í lausasölu kr.
Hf. Árvakur, Reykjavík.
Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthias Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Sverrir Þórðarson.
Aðalstræti 6.
Aðalstræti 6. Sími 22480.
á mánuði innanlands.
5.00 eintakið.
SKRYTNAR SKATTA-
MÁLA UMRÆÐUR
púns og menn minnast var4
^ árið 1960 gerð gagnger
endurbót á skattalögum og
leiðrétt langvarandi ranglæti
í skattheimtu ríkisins, sem
keyrði svo úr hófi að segja
má að skattsvik hafi bein-
línis verið lögboðin.
Með lögunum 1960 voru al-
mennar launatekjur gerðar
-skattfrjálsar og mátu menn
mikils þessa breytingu, þótt
hins vegar bæri lítið á stuðn-
ingi stjórnarandstöðunnar
við þessa merku löggjöf. Það
kemur þess vegna kynlega
fyrir sjónir, þegar stjórnar-
andstæðingar eiga nú ekki
nógu sterk orð til að lýsa
ágæti þessarar löggjafar.
Eins og kunnugt er hafa
miklar verð- og kauphækkan-
ir orðið hér síðan skattalögin
voru sett 1960, og þess vegna
hafa breytingar verið gerðar
á þeim til þess að lækka
skatta miðað við óbreyttar
tekjur. Sl. vor var síðast gerð
slík breyting, sem mjög var
til umræðu í blöðum nú í
sumar.
Enda þótt þessar lagfæring-
ar hafi verið gerðar á lög-
unum frá 1960 er það vafa-
laust rétt að í ýmsum tilfell-
um hafi þær ekki nægt til
þess að skattabyrðin yrði ekki
þyngri en hún var fyrir fjór-
um árum, þótt heildarupp-
hæð skattanna sýni raunar að
meira hafi verið úr þessu gert
en efni stóðu til.
En vissulega furðar menn
á því, að flokkar, sem bein-
línis hafa á stefnuskrá sinni
sem víðtækasta ríkisforsjá og
opinber yfirráð yfir sem
mestu af fjármagni þjóðar-
innar, skuli nú þykjast ein-
lægir málsvarar hóflegrar
skattheimtu. Eðli málsins
samkvæmt eru þeir menn,
sem kenna sig við vinstri
stefnu eða sósíalisma á móti
því að einstaklingarnir hafi
rúm yfirráð yfir fjármagni
þjóðfélagsins; þeir vilja að
það sé í sem ríkustum mæli
í höndum ríkisvalds. Þar af
leiðir að þeir geta ekki verið
.. baráttumenn einstaklings-
réttar á þessu sviði fremur en
öðrum.
Menn taka því ekki alvar-
lega fullyrðingar stjórnar-
andstöðunnar um það að hún
vilji hlífa borgurunum við
álögum og Munchausen-frum
vörp þeirra verða þeim til lít-
ils framdráttar.
VÆNTANLEG
SKATTALAGA-
BREYTING
T fjárlagafrumvarpinu fyrir
áriðl965 er gert ráð fyrir,
að heildarupphæð tekju-
skatts og eignarskatts verði
375 millj. kr. Miðað við nú-
gildandi lög mætti áætla
þessar tekjur ríkisins 480—
500 millj. kr. En þessum áætl-
unarlið er svo í hóf stillt,
vegna þess að ríkisstjórnin
hefur boðað breytingar á lög-
um um tekju- og eignaskatt
til þess að lækka skattana.
Þegar sú breyting hefur
verið gerð á skattalögunum,
sem þegar hefur verið boðuð,
má gera ráð fyrir að þau
verði jafn hagstæð og þau
voru 1960 eða jafnvel hag-
stæðari skattborgurunum. Þau
skattalög, sem þá voru sett
voru óumdeilanlega þau lang-
beztu, sem íslendingar hafa
búið við, svo að menn þurfa
sannarlega ekki að óttast
neina skattaáþján hér í fram-
tíðinni.
Hitt gera menn sér vænt-
anlega ljóst, að opinberar
framkvæmdir takmarkast af
þeim fjármunum, sem ríkis-
valdið getur tekið af borgur-
unum í einni mynd eða ann-
arri. Þess vegna er heldur
ekki úr vegi að menn hug-
leiði heilindi stjómarand-
stæðinga, þegar þeir heimta
hvort tveggja í sama orðinu,
stóraukin útgjöld og minnk-
andi tekjur.
VIÐRÆÐURNAR
í MOSKVU
17' ommúnistaleiðtogar hafa
^ að undanförnu. setið á
ráðstefnu í Moskvu, þar sem
reynt er að samræma sjónar-
miðin og skapa á ný einingu
kommúnistaríkjanna, en eins
og kunnugt er hefur óeining
þeirra vaxið ár frá ári og í
sumum tilfellum hefur verið
um hreinan fjandskap að
ræða.
Leiðtogaskiptin í Sovét-
ríkjunum gera það að verk-
um að Kínverjar og Rússar
geta nú ræðzt við. Ef Krús-
jeff hefði áfram verið ein-
valdsherra Sovétríkjanna
hefðu slíkar viðræður sjálf-
sagt verið óhugsandi.
En þótt kommúnistafor-
ingjarnir geti nú talazt við,
er ekki þar með sagt að þeir
geti orðið á eitt sáttir. Ekki
er þó ólíklegt að á yfirborð-
ALLIR þeir, sem mikið hafa
ferðazt með flugvélum úti
um heim, minnast þess með
ama eða hryllingi, allt eftir
burðum hvers og eins og því
hvernig á stóð hverju sinni,
hvílík ósköp þurfti alltaf að
ganga, berandi börn sín og
allt annað hafurtask á öllum
þessum nýtízkulegu og glæsi-
legu flughöfnum erlendra stór
borga. Og yfirleitt var það
segin saga, að því stærri, nýrri
og glæsilegri sem flughöfnin
var, þeim mun meira þurfti að
ganga, oft gegnum óskapa
ranghala með steingólfum og
flísalögðum veggjum, rétt
eins og sauðir á leið til slátr-
unar. Ófáir flugfarþegar, ekki
sízt þeir sem eitthvað eru
komnir til ára sinna eða kon-
ur með smábörn, hafa óskað
þess heitt og innilega, að hin-
um tæknifróðu skipuleggj-
endum flugvallanna dytti í
hug eitthvert ráð til þess að
bæta úr þessu.
Og viti menn, nú er farið að
rofa til í þessum málum. I
Bandaríkjunum er farið að
setja upp færibönd á flugvöll-
unum, ekki ósvipuð hreifistig-
unum í stórverzlunum, fyrir
fótsára flugfarþegana, að
Fólk á færiböndum
flytja þá áleiðis frá afgreiðslu
sal út að flugvélunum. Lengst
þeirra sem sett hafa verið upp
til þessa er talið færibandið
á flugvellinum í San Franc-
isco, sem getur flutt 7.200 far-
þegar í hvora átt á hverri
klukkustund, og af því er
meðfylgjandi mynd.
Færibönd þessi eru úr
gúmmíi, um 600 metra löng,
skörðuð og renna á smáum,
þéttum rúllum. Þau eru tvö
saman hlið við hlið og handrið
á milli, en til hliðar er gangur
fyrir þá sem einhverra hluta
vegna kjósa heldur gamla lag-
ið. Auðvitað er heldur ekkert
því til fyrirstöðu, að sá sem
er einhver ósköp að flýta sér
gangi líka sjálfur á færiband-
inu og auki þar með við hraða
sinn, en færibandið fer eina 36
metra á mínútu. Vegalengdin,
sem færibandið flytur menn
um, er 135 metrar.
Þess er óskandi, að flugfar-
þegarnir í San Francisco verði
ekki lengi einir um hituna og
við eigum eftir að fá svona
færibönd á sem allra flestum
hinna glæsilegu og þreytandi
alþjóðaflughafna um allan
heim.
■
inu verið reynt að forðast
deilur fyrst um sinn og láta
líta út fyrir að um sæmilega
einlægni sé að ræða.
En skoðanaágreiningurinn
er miklu djúpstæðari en svo
að hann verði upprættur.
Raunar er meginundirrótin
þjóðernisstefna Kínverja, en
þeir munu ekki láta af landa-
kröfum á hendur Rússum,
þótt kyrrt kunni að vera látið
liggja að sinni.
Kínversku leiðtogarnir
þurfa á aðstoð að halda til
að styrkja veldi sitt. Þeir eiga
ekki í annað hús að venda en
til Rússa. Þeir mundu sjálf-
sagt gjalda aðstdð frá þeim
því verði að leggja deilurnar
niður að sinni, en þeim mun
afdrifaríkari verða þær án
efa síðar, þegar aðstoð Rússa
hefur verið notuð til að
styrkja veldi kínversku
kommúnistanna.
Þetta vita leiðtogar rúss-
neska kommúnistaflokksins
áreiðanlega líka og þess
vegna verður stirt um sam-
búðina héðan í frá eins og
hingað tiL
— Stúdentaráð -
Framhald af bls 6.
sem núverandi Stúdentaráð tók
fyrir, *var húsnæiðsmál ssúdenta.
Ákvað Stúdentaráð að kjósa
fimm manna nefnd, er kanna
skyldi húsnæðismál stúdenta við
Háskóla íslands og afla upplýs-
inga um þær leiðir, sem farnar
hafa verið til lausnar sömu mál-
um á Norðurlöndum. Kaus ráðið
fjóra menn í þessa nefnd, og
fyrir tilmæli þess kaus Garðs-
stjórn þann fimmta.
Þótti Stúdentaráði sýnt, að að-
gerða var þörf til úrbóta í hús-
næðismálum og þá sérstaklega
fyrir stúdenta í hjúskap, þar sem
þeim er nú engin fyrirgreiðsla
látin í té hér. Skyldi því könnun
nefndarinnar aðallega beinast að
aðstæðum þeirra stúdenta og var
nefndin samkvæmt því kölluð
„hjónagarðsnefnd“. Leit Stúd-
entaráð svo á, að slíkar frum-
rannsóknir væru nauðsynlegur
grundvöllur fyrir frekari að-
gerðir í þessum málum.
Nefndin hóf störf sin þegar á
síðastliðnu vori, og hefur hún
nú lokið athugunum og lagt fyr-
ir Stúdentaráð allýtarlega
skýrslu um áðurnefnd atriði.
Segir þar í upphafi frá aðdrag-
anda þessa máls og þeim verk-
efnum, sem nefndinni lágu, og á
hvaða grundvelli og innan hvaða
takmarka nefndin framkvæmi
athuganir sínar.
Könnunin við Háskóla fslanda
nær til alls 600 stúdenta — eða
allra skráðra stúdenta nema i
heimspekideild — þó nær hún
til stúdenta í íslenzkum fræð-
um. — Birtir nefndin síðan nið-
urstöður könnunar við hverja
deild fyrir sig.
Beindust rannsóknirnar aðal-
lega að fjölda stúdenta í hjú-
skap og trúlofaðra, barnafjölda
þeirra og húsnæði. Gerði nefnd-
in greinarmun á þrenns konar
húsnæði:
1) eigin húsnæði,
2) leiguhúsnæði,
3) á heimilum foreldra eða
tengdaforeldra.
Helztu niðurstöður rannsókn-
ana eru þær, að rúmlega 33%
allra stúdenta við nám eru i
hjúskap og rúmlega 6% trúlof-
aðir eða samtals ca 40%, — að
65% þeirra eiga börn, eitt, tvö
eða þrjú, — að meira en helm-
ingur þeirra býr í leiguhúsnæði.
Á eftir kaflanum um ísland
gerir nefndin grein fyrir þeim
upplýsingum, sem hún hefur afl-
að sér frá hverju hinna Norð-
urlandanna, og eru þar, auk
upplýsinga um stúdenta í hjú-
skap, upplýsingar um húsnæði
og aðstöðu einhleypra stúdenta,
í sjálfum niðurstöðum nefnd-
ariinnar segir meðal ananrs, a8