Morgunblaðið - 17.11.1964, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.11.1964, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 17. nðv. 1964 MORGU N BLAÐIO 17 ManncaskiptS í miðstjórninni Skipað í sæti Krúsjeffs, Kuusinens og Kozlovs Moskvu, 16. nóvember. — NTB — AP: — MIÐSTJÓRN kommúnistaflokks ins kom saman til skyndifund- er í dag og voru þar m.a. kjörn ir nýir félagar í stað þeirra sem frá hafa fallið síðan síðast, en það eru Nikiita Krúsjeff, Kuus- inen hinn finnski og Frol Koz- lov, sem lengi var talinn einn líklegasti arftaki Krúsjeffs, en mun hafa fengið hjartaslag fyrir ári og ekki náð sér fyllilega síð- an. Sæti í Æðstaráðinu taka nú Pyotr Shelest flokksleiðtogi úr Úkraníu og Alexander Shelepin, fyrrum yfirmaður sovézku leyni- þjónustunnar, sem báðir hafa áður átt aukaaðild að ráðinu. Þá var Pyotr N. Demichev einnig skipaður aukameðlimur í Æðsta- ráðinu. Tengdasonur Krúsjeffs, Alex- ei Adsjúbei, fyrrum ritstjóri Iz- vestia var sviptur stöðu sinni í miðstjórninni „fyrir skyssur, sem honum hafa orðið á í starfi“ að því er sagði í frétt frá Tass- fréttastofunni. Tatsverðar bruna- skemmdir á íbuðarhúsi EI.IH R kom upp í gærmorgun um 6 leytið í húsinu nr. 44B við Lindargötu, sem er timburhús, kjallari, hæð <vr ris. Talsvert tjón Varð af hrunanum. Talið er að eldurinn hafi kviknað í skáp í þvottahúsinu í kjallara, en þar voru föt geýmd, líklega sjálfsíkveikja. í kjallar- anum búa hjón með 8 ára syni. Vaknaði maðurinn um 6 leytið og varð þá var við eldinn. Vakti !hann aðra íbúa í húsinu. Á aðal- hæðinni býr eigandinn, Snæ- björn Þorláksson, ásamt syni 25 aura hækkun á kartöflum FRAMtiEIÐSLURÁÐ landbún- aðarins hefur auglýst 25 aura verðhækkun á kíló af seldum kartöflum. Stafar hækkun þessi af geymslukostnaði og kemur á aila verðflokka. Gildir hún til bænda og einnig í heildsölu og smásölu. Mörg undanfarin ár hafa kart- öflur hækkað tvisvar á vetri vegna geymslukostnaðar, í nóv- ember-desember, og janúar- febrúar. Hækkunin nú verður 50 aurar, 25 aurar í hvort skipti. sínum, en í risinu var leigjandi, sem rétt slapp út á nærfötunum. Eldurinn breiddist fljótt út og læsti sig í gegn um loftið í stiga og í eldhús og herbergi á aðal- hæð. Slökkviliðinu tókst fljótlega að kæfa eldinn, en talsverðar skemmdir urðu af eldinum, vatni og reyk. Kristnihoðsvika KRISTNIBOÐSSAMBANDIÐ gengst árlega fyrir samkomu- viku til þess að kynna starf það, sem unnið er á íslenzku kristni- boðsstöðinni í Konsó, svo og ann- að kristniboðsstarf, eftir því sem tök eru á. Kristniboðsvika þessi stendur nú yfir og eru samkomur í húsi K.F.U.M. og K. hvert kvöld kl. 8.30. Tvö kvöld vikunnar eru sýndar litmyndir frá Konsó. Mið- vikudagskvöld sýnir Halla Bach- mann, kristniboði, litmyndir frá Fílabeinsströndinni og á laugar- dagskvöldið sýnir Jóhann Guð- mundsson litmyndir frá Saudi- Arabíu. Öll kvöldin er sagt frá kristniboðsstarfinu og einnig er hugleiðing. Margs konar söngur er á samkomum þessum. Á þessari mynd sjást nokkrir a f fulltrúum Sjómannasambands íslands svo og nokkrir fulltrúar Landssambands íslenzkra verzl unarmanna, sem nú sitja Alþýðusambandsþing í fyrsta sinn með fullum réttindum. - Þihg ASÍ Framh. af bls. 1 hann þingin orðin allt of fjöl- menn og því lítt til þess fallin að brjóta mál til mengjar á skömmum tíma auk þess sem þinghaldið kostaði offjár. Síðan ræddi forseti ASÍ skipu- lagsmál samtakanna og kvað þau komin í hina verstu flækju. Taldi hann aukinnar samræm- ingar þörf milli hinnan einstöku landssambanda, sem stofnuð hafa verið, þannig, að sömu regl- ur gildi fyrir þau öll. Hannibal lýsti sig andvígan hlutfallskosn- ingu til stjórna einstakra verka- lýðsfélaga en hlynntan hlut- fallskosningum til stjórnar ASÍ. Að lokum kvaðst Hannibal Valdimarsson þakka þann vísi að samstarfi, sem tókst með sam- komulagi ríkisstjórnarinnar og Alþýðusambandsins í vor. Að lokinni ræðu Hannibals tók til máls forseti norska Alþýðu- sambandsins, Konrad Nordahl. Flutti hann þinginu kveðjur norska Alþýðusambandsins og sömuleiðis kveðjur frá alþýðu- samböndunum í Danmörku og Svílþjóð, en fulltrúar þeirra áttu ekki heimangengt til að sitja þingið. Nordahl kvað vandamál verkalýðsfélaga á íslandi og í Noregi vera mjög áþekk. í báð- um löndunum væri næg atvinna fyrir alla. Hækkandi kaupgjald og verðlag væri aðalvandamálið. Færði hann Allþýðusambandinu að gjöf víkingaskip úr silfri. Er nánar sagt frá því á bls. 32. Að loknu ávarpi Konrad Nor- Hannibal Valdimarsson, setur 29. þing ASÍ dahls fluttu ávörp Kristján Thorlacius, form. Bandal. starfs- manna ríkis og bæja, Kristján Karlsson, fulltrúi Stéttarfélags bænda, Böðvar Steinþórsson full- trúi Farmanna- og Fiskimanna- sambands íslands og Gylfi Magn- ússon, fulltrúi Iðnnemasambands íslands. Því næst lýsti Hannibal Valdi- marsson skipun í nokkrar nefnd- ir. f dagskrárnefnd eru: Hanni- bal Valdimiarsson, Jón Sigurðs- son og auk þeirra væntanlegur þingforseti. f nefndanefnd: Eðv- arð Sigurðsson, Jón Guðmunds- son, Ragnar Guðleifsson, Berg- steinn Gúðjónsson og Hanni'bal Valdimarsson. Þessu næst var gengið til af greiðslu kjörbréfa. Mælti kjör- bréfanefnd samhljóða með sam- þykkt kjörbréfa fyrir 362 full- trúa. Óskar Hallgrímsson ha'fði þó þann fyrirvara á um einn fulltrúa, að um formgalla hefði verið að ræða við kosningu hans. Urðu um það nokkrar umræður, en að lokum voru öll kjörbréfin samþykkt einróma, sem er algert einsdæmi um langt árabil í sögu ASÍ. Fundi var frestað kl. 7 og hefst hann aftur í dag kl. 2 e.h. Á dagskrá verður þá m.a. kjör þingforseta og ritara. — Kjarnorkufloti Framhald af bls. I teknar í Genf í dag og samvinna NATO-ríkjanna yfirleitt. Einnig er gert ráð fyrir almennum um- ræðum um utanríkismál. Auk Couve de Murville töl- uðu á fundinum í dag þeir Ly- man L. Lemnitzer, yfirmaður hers Bandaríkjanna í Evrópu og Manlio Brosio, aðalritari banda- Jagsins. Lemnitzer varaði fundar menn við því, að láta af vöku 6inni þó svo virtist sem eitthvað hefði batnað samibú'ð austurs og vesturs og sagði að vestrænum Jöndum stafaði jafn mikil ógnun ef hernaðarmætti Sovétríkjanna og áður og Atlanshafsbandalagið yrði að vera við öllu búið. Manlio Brosio, aðalritari banda lagsins sagði í setningarræðu 6inni að alvarlegur ágreiningur væri nú með aðildarríkjum NATO og tekið gæti langan tíma að komast að viðunandi lausn. Brosio tók ekki afstöðu til hins fyrirhugaða kjarnorkuflota NATO, en sagði að þeir sem fram kæmu með nýjar tillögur yrðu a'ð leiða rök að mótmælun- um og leggja fram gagntillögur. iBætti Brosio því við að of mikið væri rætt um að endurskipu- Jeggja þyrfti Atlantshafsibanda- lagið. Lauslegar tillögur um elíkt væru til þess eins fallnar að rugla menn í ríminu og vekja með þeim efasemdir í garð NATO og einingar aðilidarríkj- aruicu MÁLFUNDAKLÚBBUR. í kvöld verður annar fundur í hinum nýstofnaða Málfundaklú.bb. Verð ur hann í Valhöll við Suðurgötu og hefst kl. 20:30. Umræðuefni fundarins er: „Handritamálið“. Frummælandi verður Ásgeir Eiríksson, verzl- unarskólanemi. Nýir þátttakendur eru alltaf velkomnir. SKRIFSTOFA Heimlallar er í Valhöll við Suðurgötu og er op- in kl. 3—7 alla virka daga. — Sími skrifstofunnar er 1-71-02. Félagar, eldri sem yngri. Lítið inn og kynnið ykkur starfsem- ina. GÓÐ GJÖF Princeton, New Jersey, 11. nóv. — (AP) — Princeton háskóiinn í Banda ríkjunum fékk í dag kær- komna gjöf frá einum fyrri nemenda sinna. Afhenti Shel- oy Cullon Davis, verðbréfa- sali í New York, háskólarekt- or ávisun að upphæð $5.306. 903,17 (rúmlega 215 milljón- ir króna), og á upphæðin að renna til sögudeildar skólans. Þaðan útskrifaðist Davis árið 1930. A þessari mynd eru m.a. nokkrir af fulltrúum Verkamannafélag sins Dagsbrúnar og Verkakvenna félagsins Framsóknar í Reykjavík. Hér eru m.a. fulltrúar Flugfrey jufélags íslands, Flugvirkjaféla gs Islands og nokkrir af fulltrú um Iðju, félags verksmiðjufólks i Reykj avik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.