Morgunblaðið - 17.11.1964, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.11.1964, Blaðsíða 31
ÞriðjudagUr 1T. nóv. 1964 MORGUNBLAÐIÐ 31 Nýr forsætisráðherra Japans EINN af eldri bræSrum Ei- saku Sato, hins nýja for- sætisráðlierra Japans, sagði eitt sinn um hann, að hann væri fæddur tii að verða stjórnmálamaður. Þessi bróðir var Nobusuke Kishi, sem var forsætisráðherra frá 1957-1960. í embættistíð Kishi, var það mál manna, að yngri bróðir hans, Sato, ætti einnig eftir að verða forsætisráðherra. (Bræðurnir hafa ekki sama ættarnafn vegna þess að Kishi var ættleiddur. Þeir voru báðir fæddir Sato). í raun og veru hefur Sato verið talinn meiri stjórnmála- maður en eldri bróðir hans. Hann var í broddi fylkin,gar þeirra maijna innan stjórnar- flokksins, Frjálslynda-demó- krataflokksins, sem studdi Kishi í baráttunni milli flokksmannanna um forsætis- ráðherraembættið 1957. Stefna Satos er jafnvel íhaldssamari en stefna Kishis og hann telur, að sýna eigi hinni vinstrisinnuðu stjórnar- andstÖðu mikla hörku. Sato, sem er góður vinur Hayato Ikeda, fráfarandi forsætisráð- herra, gagnrýndi hann oft fyrir að sýna stjórnarandstöð- unni of mikla tilhliðrunarsemi og vægð. Þótt Sato sé talinn mjög and vígur kommúnistum, en Eisaku Sato. hlynntur Vesturveldunum, vill hann, eins og margir aðrir framámenn í Japan, auka viðskiptin við Kínverska Al- þýðulýðveldið. Einnig má gera ráð fyrir því, að hann krefjist þess af Bandarikja- mönnum, að Japanir fái yfir- ráð yfir Okinawa. Hinn nýji forsætisráðherra Japans fæddist 27. marz 1901 í Yamaguchi í Suður Honshu. Faðir hans Hidesuke Sato var af. þekktri fjöl- skyldu. Eisaku stundaði nám í barna og unglingaskóla fyrir æðristéttar fólk, en hóf siðan lögfræðinám við háskólann í Tókíó. Eftir embættispróf reyndi hann að fá stöðu í fjár- málaráðuneytinu, en það tókst ekki og hann hóf störf í ráðu- neytinu, sem fjallar um járn- brautir og 1945 varð hann yfirmaður járnbrautanna í Japan. Þegar unnið var að endurskipulagningu jap- anskra stjórnmála eftir síðari heimsstyrjöldina, vildi Shig- eru Yoshida, sem þá var verð- andi forsætisráðherra, gera Sato að ráðuneytisstjóra í for- sætisráðuneytinu. En þá var verið að rannsaka mál Kishi bróður hans, sem grunaður var um stríðsglæpi og banda- rísku hernámsyíirvöldin komu í veg fyrir að Sato yrði ráðinn þá, en hann tók við embættinu 1948. Stjórnmálaferlill Satos hófst sama ár, en þá gekk hann í flokk Yoshida, Frjáls- lyndaflokkinn, sem er nú hluti af Frjálslynda-dómó- krataflokknum. Hann var skömmu síðar kjörinn á þin.g og hefur haldið þingsætinu síðan og einnig hefur hann gegnt ýmsum embættum inn- an flokksins, þótt nafn hans hafi verið flækt í hneykslis- mál í sambandi við skipa- smíðar 1954. Sato var í framboði við for- setakjör innan stjórnarflokks- ins í júlí s.l., en helzti and- stæðingur hans, Ikeda, fór með sigur af hólmi, þótt litlu hefði munað. En svo varð Ikeda að segja af sér vegna veikinda, hann þjáist af krabbameini í hálsi — og þá tók Sato við. Ikeda og Sato hafa verið vinir frá bernsku, en Sato lét það ekki standa í vegi fyrir framboði sínu við forseta- kosningarnar í flokknum. Hann hefúr sagt, að menn eigi ekki að láta vináttu koma í veg fyrir að þeir geri það, sem þeim leikur hugur á, þég- ar um persónulegan frama þeirra sé að ræða. Líklegt er að * utanríkis- stefna Satos mótist af sama hugarfari. Vitað er, að hann er hlynntur nánu sambandi við Bandaríkin, en hann hefur sagt ,að Japanir verði að reka sjálfstæða stefnu, óháða óskum Bandaríkjamanna ef hagsmunir þjóðarinnar krefj- ist þess. Sato er kvæntur og á tvo syni, Ryotaro, 36 ára, sem er starfsmaður japansks olíu- félags og Shinji, 32 ára, sem starfar við stáliðnaðinn. Hinn nýji forsætisráðherra Japans hefur mörg áhugamál og í tómstundum sínum þykir honum skemmtilegast að leika golf éða fara á fuglaveiðar. Hann hefur einnig kynnt sér kvikmyndatökur og horfir á kvikmyndir með áhuga gagn- rýnandans. 8 ára drengur fyrir bíl í Kópavogi ÞAÐ SLYS varð kl. 2 á sunnu- dag á gatnamótúm Kársnesbraut ar og Reykjanesbrautar í Kópa- vogi, að 8 ára drengur varð fyrir bíl og hlaut slæmt fótbrot. Hann var fluttur á Slysavarðstofuna og síðar á sjúkrahús. Drengurinn heitir Kristinn Bjarnason, til heimilis að Digra- nesvegi 111, Kópavogi. Keflavík Sjálfstæðiskvennafélagið , Sókn“, Keflavík, heldur skemmtifund í kvöld kl. 9 í Sjálfstæðishúsinu. Dagskrá: Kaffidrykkja, skugga myndasýning, Bingó, góðir vinn- ingar. Sjálfstæðiskonur eru hvattar til að fjölmenna. — Brynjólfur Framh. af bls. 32 nokkrir SÍA-menn í samvinnu við Lúðvík Jósefsson uppreisn, og tókst þá að sparka Brynjólfi Bjarnasyni og nokkrum fylgis- mönnum hans úr miðstjórn kommúnistaflokksins. Einari Ol- geirssyni tókst þó fljótlega að komast upp á milli Lúðvíks og SÍA-manna og hafa hinir síðar- nefndu síðan lítt haft sig í frammi. En Brynjólfur Bjarnason, Jón Rafnsson, Eggert Þorbjarnarson og félagar þeirra úr röðum harð- sviruðustu Moskvukommúnista hafa hugað á hefndir og ekki set- ið auðum höndum þau tvö ár sem liðin eru. Þeir hafa nú að líkindum tryggt sér öll ráð á flokksþing- inu og munu væntanlega hreinsa rækilega til í miðstjórn komm- únistaflokksins og kjósa í hana trygga stuðningsmenn sína. Baráttan um framtíð Alþýðubandalagsins Baráttan um framtíðarskipu- lag Alþýðubandalagsins mun nú vafalaust harðna til muna. Enn er ekki hægt að segja til um, hver stefna verður mörkuð í þeim efnum á flokksþinginu, en fullyrða má, að barátta Moskvu- kommúnista gegn Hanníbal Valdimarssyni og stuðningsmönn um hans mun færast í aukana og raunar erfitt að sjá hvernig form leg samvinna þessara aðila í sama þingflokki getur varað mik- ið lengur. NÍU FÓRUST, FJÓRIR SÆRÐUST Herakleion, Krít, 11. nóv. AP Tveggja hreyfla flugvél frá franska flotanum rakst á hæð nálægt flugvellinum í Hera- kleion á grísku eyjunni Krít i dag, er vélin var að koma inn til lendingar: Kviknaði í vélinnni og fórust niu menn en fjórir aðrir hlutu bruna- sár. Með vélinni voru ein- göngu franskir hermenn. Áttu þeir að mynda heiðursvörð við hátíðahöldin í Herakleion á mánudag, en þá átti m.a. að gefa götu einni í borginni nafn fransks hermanns er lét lííið í bardögum þar í síðustu heimsstyrjöld. Eldur í p;eymslu- bragga ELDS varð vart um 5 leytið í fyrrinótt í bragga í Bústaða- hverfi. Bragginn hefur verið not- aður sem geymsla og kaffiskáli. Eldsins varð vart í skúr sem byggður er við braggann. Slökkviliðið * varð að rjúfa þakið á bragganum til að komast að eldinum. Er talið að kviknað hafi í út frá kynditæki. Talsvert tjón varð. Ræðismaður skip- aður í Lagos NORÐMAÐURINN Knut Torleif Solberg var hinn 31. ágúst si. skipaður ræðismaður islands í Nígeríu ag hafa þarlend stjórnar- völd þegar veitt honum viður- kenningu. Þennan sama dag var Jacques Tasiaux vararæðismaður íslands í Bruxells skipaður þar ræðis- maður íslands. Hafa belgisk stjórnarvöld fallizt á skipun hans. Bjarni Forberg, bæjarsímastjóri og Jóhann Björnsson yfirsím- virkjaverkstjóri. Fyrir aftan þá sést hluti af hinum nýja hluta Grensásstöð varinnar. 2000 númerum bæH við Grenásstöðina Lögreglubíll í árekstri UM FIMMLEYTTÐ á laugardag- inn varð árekstur á mótum Laugavegar og Nóatúns, milli lögreglubíls, sem ók yfir gatna- mótin á rauðu ijósi og með sí- renu, og lítils einkabíls, sem numið hafði staðar á gatnamót- unum er ökumaðurinn heyrði í sírenunni. í einkabílnum var Kristmund- ur Sigurðsson, varðstjóri í um- ferðardeild rannsóknarlögregl- unnar, og var hann á leið heim úr vinnu. Ók hann upp Nótatún, og er hann nálgaðist gatnamótin við Laugaveg sá hann að grænt ljós var á götuvitanum. Hélzt græna ljósið og ætlaði Krist- mundur að aka yfir gatnamótin. en heyrði í sömu andrá í sírenu. Hemlaði hann þegar og nam billinn staðar um metra innan við gangbrautina yfir Nóatún. Rétt á eftir skall lögreglubíllinn á frambretti og framhjóii bíls Kristmundar. Bíll hans skemmd ist nokkuð, en litlar skemmdir munu hafa orðið á lögreglubíln- um. Fyrr um daginn hafði sjúkra- bíll ekið yfir sömu gatnamót á rauðu ljósi, og lent saman við stóran flutningabíl, með þeim afleiðingum að tveir menn í sjúkrabílnum slösuðust, og sjúkrabíllinn sjálfur er ónýtur talinn. SL. LAUGARDAG var 2000 nýj- um símanúmerum bætt við sjálf virku símstöðina að Grensási, þannig að nú rúmar stöðin 8500 númer. Hefur sú viðbót bætt all- mikið úr símaþörfinni. Hin nýju númer verða í tveim- ur reitum, frá 30000 í 31500 og frá 38500 til 39000. Hin síðari númeraröð er með þannig bú.n- aði að þeir er vilja geta fengið fleiri en eina línu undir sama númeri. Uppsetning hinna nýju númera hófst um sl. áramót. Hefur Jó- hann Björnsson yfirsímvirkja- verkstjóri haft verkstjórn með hendi. Kl. 14 sl. laugardag opnaði Bjarni Forberg, bæjarsímastjóri hinar nýju línur. Flutti hann síð an stutt ávarp og sagði m.a.: — „Með stækkun þessari ætti að yera búið að leysa símaþörf bæj arbúa að mestu fram að næstu stækkiun, er fram fer árið 1966, en þá verður símakerfi Reykja- víkur og nágrennis stækkað um 2600 númer“. Bjarni gat þess, að í Reykja- vík og nágrenni væri nú síma- tækjafjöldi 33—34 á hverja 100 íbúa og tæp 23 nímasúmer á hverja 100 íbúa. Sagði hann að þessar tölur vær ifyllilega sam- bærilegar við nágrannalöndin. Golda Meir í sjúkrahús vegna orðaskaks á stjórnmálaíundi Jerúsalem, 16. nóv. NTB: FRÚ GOLDA MEIR, utanrík- isráðherra Israels, sem nú er 66 ára gömul, var í dag lögð inn á sjúkrahús til rannsókna. Hafði frúin verið á stjómmála fundi á sunnudagskvöld og átt þar í miklu orðaskaki, einkum við David Ben Guri- on, fyrrverandi forsætisráð- herra og orðið svo mikið um, að hún féll í yfirlið. Vegna þessa mun frúin ekki flytja mál lands síns fyrir Ör yggisráðinu, sem tók í kvöld til umræðu gagnkvæmar kær ur ísraels og Sýrlands um árás ir á landamærum ríkjanna nú fyrir helgina. U Thant skýrði frá því á fundi ráðsins í ltvöld að hann hefði beðið formann Vopnahlésnefndar SÞ í Pal- estínu Odd Bull hcrshöfðingja að rannsalta málið og sagði að skýrsla hans yrði lögð fyrir Öryggisráðið innan skamms. Haustmót Sjálfstæðis- manna í Kjósarsýslu HAUSTMÓT Sjálfstæðismanna í Kjósarsýslu verður haldið að Hlégarði, föstudaginn 20. þ. m. kl. 21. Ingólfur Jónsson, landbún- aðarráðherra, og Sverrir Júlíusson, alþingismaður, flytja ávörp. Karl Guðmundsson, leikari, skemmtir. Að lokum verður dansað. Sverrir Ingólfur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.