Morgunblaðið - 17.11.1964, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.11.1964, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 17. nóv. 1964 r JENNIFER AMES: Hættuleg forvitni 'w.. — Bara að tollverðirnir fari nú ekki að rífast út af litla minjagripnum, sem við tókum með okkur frá Spáni. Brett var fljótur að kyrrast. — Fyrirgefðu mér, sagði hann mýkri. — Ég hef lofað þér að haga mér sk.ynsamlega. En svo maður víki að öðru: hann fóstri minn ætlar sér að gera stór-sam- kvæmi úr þessu. Ég vona að þér líki vel við vinina hans. — Já, ég hlakka líka til, sagði Gail í fulri hreinskilni. — Ég hef gaman að kynnast nýju fólki. Henni flaug í hug að ýmsir vinir Toms Manning mundu vera á aldur við hann sjálfan, og þess vegna gat vel hugsast, að ein- hverjir þeirra hefðu þekkt föður hennar og gæti gefið henni upp- lýsingar. Hún hafði gert sér miklar vonir um Wong, en þegar hún reyndi betur við hann, var það eins og að berja höfðinu við steininn. En svo var það Tom Manning sjálfur. Hún hafði ekki spurt hann beinlínis, hvort hann hefði þekkt föður hennar, en ef svo hefði verið, mundi hann minnast á það að fyrra bragði. Nú sveigðu þau af aðalveginum og út í Djúpuvík. Þarna var töfr andi útsýni. Fjörðurinn glitraði í sólsfcininu, sjórinn var dimm- blár og þarna var lítill hólmi fyrir landi, eins og gimsteinn í hring. Nokkrir sampanar vögg- uðu sér á bárunum, og það glampaði á hvít segl á skemmti bátnum. Sumarhús Toms Mann- ings var með nýtízku sniði, sól- svalir meðfram veggjunum og fagur garður með stólum og borð um og sólhlífum. Garðurinn var ekki í fullum blóma ennþá, en þó var þar sægur litskrúðugra blóma, asaleur og kaprifolum og önnur ilmgóð blóm. Gestirnir voru farnir að koma og höfðu sest í tágastóla á svöl- unum. Flestir þeirra heilsuðu Gail vingjarnlega, en sumar frúrnar urðu toginleitar í and- litinu, eins og þær gætu sér þess til ,að Gail gæti orðið hættuleg- ur keppinautur. Enda leyndi það sér ekki að hún var afar heill- andi, í látlausum, rósóttum sum arkjólnum sínum. Tom Manning tók báðum höndum um höndina á henni og þrýsti að. — Velkomin hingað, sagði hann alúðlega. — Enginn getur verið velkomnari hingað en þér. Þetta virtist koma svo beint frá hjartanu að Gail hrærðist. Var það kannske ímyndun, að henni hafði sýnst hann svo fúll, þegar hún sá hann síðast — fyrir utan húsið hjá Wong? Kannske hafði hann aðeins orðið hissa. Og svo hafði hún misskilið allt. — Ég hef aldrei séð svona fallegt hús, sagði hún, og hún meinti það líka. — Það var gaman að þér skylduð segja það Gail. — Nú ætla ég að sýna yður hérna í kring áður en við setjumst og fáum okkur glas. Húsið var nýtízkulegt í alla staði. Herbergin stór, og sum þeirra í röð og opnar dyr á milli, svo að allt sýndist stærra en það var. Húsgögnin voru öll úr léttum og ljósleitum viði og bambus, gólfin gljáandi og dýrir dúkar á þeim. 23 — Þetta er verulega fallegt, sagði hún með aðdáun og klapp- aði saman lófunum af hrifn- ingu. — Það er gaman að yður skuli lítast vel á það, sagði hann. •— Ég er ánægður með húsið sjálf- ur. Ég hef ætlazt til að það yrði aðallega notað um helgar. Annars á ég heima inni í borg- inni, eins og þér kannske vitið. Þetta er hvíldarhemiilið mitt, og ég hef gaman af að gera það eins fallegt og hægt er. Ég hef hugsað mér að Brett fái það í brúðkaupsgjöf þegar hann gift- ist. Finnst yður það ekki lag- leg gjöf? Eitthvað var það í hreimnum og augnaráðinu, sem Gail kunni ekki við, og hún fann, sér til sárra leiðinda, að hún roðnaði. — Ég get ekki hugað mér veg legri brúðkaupsgjöf, sagði hún. — Gaman að heyra það, sagði Manning — eins og hann talaði bæði í gamni og alvöru. — Ég veit að Brett er mjög hrifinn af yður, Gail, og ég skil það mjög vel. Og hvernig líst yður á drenginn minn? — Ég kann mjög vel hann, sagði hún í hreinskilni. En henni létti þegar þau komu inn an um hina gestina á svölunum. Henni fannst hann vera að fleygja henni í fangið á Brett. En hvers vegna? Hann hafði ekki hitt hana nema einu sinni áður, og henni fannst þetta full mikið bráðlæti. Hún vildi fá næði sjálf, til þess að vita hvað hún vildi. Þetta varð skemmtilegur dag- ur. Gestirnir fengu eins mikið og þeir vildu, af svalandi drykkj um, hádegisverðurinn var lost- ætur og aliir skemmtu sér. Gail spurði ýmsa hvort þeir hefðu þekkt foreldra hennar, en það kom á daginn, að flestir höfðu ekki komið til Hong Kong fyrr en eftir stríðið, Einstaka gestur hafði lifað hernámið af í fanga búðunum. Tom Manning hafði verið fangi líka? Hún hafði ekki komið sér að Því að spyrja Brett að því, en nú notaði hún tæki- færið, er þau voru ein saman um stund. — Hann var ekki beinlínis fangi, sagði Brett. •— Hann var svo veikur, að ekki var hægt að senda hann í fangabúðirnar, og þessvegna fékk hann að vera heima^ en hann var í gæzlu samt. — Ég hélt ekkí að Japanar hefðu spurt um hvort maður- inn væri veikur eða heilbrigður, sagði Gail beisk. — En fóstri minn var alvar- lega veikur, sagði Brett óða- mála. — Þeir héldu að hann mundi deyja, ef þeir færu með hann. Annars var hann hepp- inn líka. Hann hafði verið í Jap- an fyrir stríðið, og þekkti einn af hershöfðingjunum, sem voru sendir hingað til þess að her- nema Hong Kong. — Skyldi hann hafa þekkt hann föður minn spurði Gail með varfærni, eins og hún væri hrædd við svarið. — Ég hef spurt hann að því, svaraði Brett, — og hann sagði, að sér finndist hann kannast við nafnið. Hann hélt að þeir hefðu hitzt einu sinni eða tvisvar, en bara fyrir tilviljun, og hann gat ekkert sagt mér um hann. Hon- um þykir leitt að hann skuli ekki geta hjálpað þér til að fletta ofan af þorparanum, sem sveik foreldra þína. En finnst þér ekki hyggilegast að reyna að gleyma þessu, elskan mín, sagði Brett og það var ástúð- legur bænarhreimur í röddinni. — Þú ert of ung og yndisleg til þess að vera í hefndarhug. — Ég vildi óska að ég gæti gleymt, sagði hún alvarleg. — En það er svo að sjá, sem ég geti það ekki. Síðdegis, eftir að margir gest- irnir voru farnir, stakk Brett uppá því, að þau færu út í eyj- una og færu í sjó. — Það er yndislegt þarna úti, sagði hann. — Og fjaran svo ljómandi góð. Viltu ekki koma? Gail fannst þetta freistandi til laga, því að einhver óeirð var í henni og hún hélt að taugarn- ar róuðust ef hún færi að synda. Það var óvenjulega heitt, af vor degi að vera. Það yrði notalegt að finna salt vatn leika um kroppinn á sér eftir þennan dag, sem hafði verið erfiður að ýmsu leyti. Þau tóku lítinn vélbát og komust á svipstundu ú.t í eyjuna. Brett festi bátinn og svo léku þau sér eins og kraMkar. Þau fóru í kapphlaup og byggðu virki og hallir úr sandi. Þau áttu fjöruna ein. Brett var í baðskýlu undir fötunum, og nú tíndi hann af sér hverja spjörina eftir aðra. Hann stóð brosandi fyrir fram- an hana. Hún gat ekki varist að sjá hve íturvaxinn hann var. Og nú fann hún aftur þennan undarlega hita í æðunum, en reyndi að láta ekki á því bera. Hún spurði Brett hvar hún gæti afklæðst og farið í sundfötin, og hann svaraði: — Þarna eru hellisskútar. En vertu fljót. Ég dýfi mér x meðan þú ert að þessu. Gail var fljót að finna skúta og þótti gott að geta haft fata- skifti í næði. Það var svalt og gott þarna inni í skútanum. Þegar hún var tilbúin, sá hún að Brett stóð og beið eftir henni í fjörunni. Hann rétti fram hend urnar móti henni og sagði: — Þú getur ekki ímyndað þér hve góður sjórinn er! Við ættum að synda meðfram landi, og svo segir þú til, þegar þú þreytist. Brett var mesti sundgarpur, en Gail fann fljótt að hún var ekki úthaldsgóð á sundinu. Hún spurði innan slsamms hvort þau ættu ekki að fara í land aftur. Brett var nærgætinn og minntist eitthvað á, að hún hefði ekki haft æfingu í þessu undanfarið. — Ja, það segirðu satt, svar- aði Gail. — Þegar maður vinnur í sjúkrahúsum verður sjaldan tómstund til að synda. — Ég skal svei mér æfa þig, meðan ég verð hérna útfrá, sagði Brett. — Við getum farið í sjó saman á hverjum einasta degi. Við getum yfirleitt gert allan fjárann saman. Ansi eru bað- fötin þín falleg. Þið eruð alltof falleg, bæði þau og þú . . . . það gæti orðið hættulegt. Hann faðmaði hana og þrýsti henni að sér. Svo fast að hún gat ekki veitt neina mótspyrnu, þó hún hefði viljað. Blóðið foss- aði í æðum hennar og hjartað hamaðist, upp við brjóstið á hon um. Þau stóðu þegjandi og hreyfðu hvorki legg né lið. Svo beygði hann sig og kyssti hana. — Elskan mín! hvíslaði hann. — Ég get ekki beðið. Láttu mig ekki þurfa að bíða lengur! Ég elskja þig, Gail, og ég vil eiga þig alia. Segðu að þú viljir gift- ast mér — undireins — í þessari viku! Þú mátt ekki kvelja mig lengur- — Það er ekki hægt, Brett, hvíslaði hún og reyndi að losa sig úr faðmlögúnum. — Ég hef gefið drengskaparheit um að giftast ekki næstu tvö árin. Gail reyndi að gera Brett skilj anlegt hversvegna hún gæti ekki hugsað til hjónabands um sinn, en hann varð reiður: — Þessháttar loforð hefurðu rétt til að rjúfa, sagði hann. —■ Ég stend við að þú verðir að giftast mér — og það strax í þessari viku- — Það er mér ómögulegt, svar aði hún og varð hrædd. — Og ég vil það ekki heldur! Brett brosti og þóttist hafa töglin og halgdirnar. — Ég heyri svo illa á þessu eyranu, sagði hann. — Og nú vil ég fá drengskaparheit þitt, um að «þú giftist mér í næstu viku — eða í síðasta lagi næstu viku á eftir. Þér er nauðugur einn kostur að lofa því. Annars hleypi ég þér ekki í land aftur. Ég fer einn á bátnum og skil þig eftir hérna! En nú varð Gail alvarlega reið. — Þú hefur engan rétt til að beita þvingunarráðstöfunum við mig, sagði hún. — Hvorki í næstu viku né næsta mánuði. Aldrei! Og ef þér er alvara, að ætla að skilja Tnig eftir hérna, þá ger þú það! Þú skalt aldrai geta hótað mér til að gefa lof* orð. En hinsvegar mundir þú ekki þora að skilja mig eftir hérna. . '. . Nú fer ég og klæði mig. Meðan hún var að fara í fötin heyrðist henn i ekki betur en verið væri að koma hreyfli í gang. Hún gægðist fram úr skút anum og sá nú litla bátinn þeirra á fullri ferð til lands. Hún gat ekki að því gert að hún hrópaði upp, af undrun og reiði. Brett hafði þá verið alvara, og látið verða úr þessari fáránlegu hót- un sinni! Hann var á leiðinni heim. En vitanlega mundi hann koma aftur og sækja hana. Hann var bara að hræða hana. Þegar honum rynni reiðin mundi hann koma og ausa yfir hana afsök- ununum og biðja hana auðmjúk- lega fyrirgefningar. KALLI KÚREKI —- *— ->f- Teiknari: J. MORA YOU TOLO US OL’ RJFFALO BATES WASM’TARMED t NEAR GOTUS yOU'BE SOMNA 5ET VOUE HAIR PARTED WITH MYSUN) SARRS., IP YOU MAKE OföE M02E MOVE 1. Þú sagðir okkur að Buffalo Bates 2. Jæja, við komumst að því. Veiztu væri óvopnaður. Hann drap okkur hvað skeður nú? Við ætlum að duglegir að koma því af stað. Við skulum sjá næstum því. Ónei. Ég sagði að hann hefði ekki byssu. Mér datt í hug að þið mynduð finna út sjálfir að hann hefur hníí í stígvélinu sínu. þið ætlið að skipta á ykkur hárinu með byssunni minni ef þið komið ná lægt mér, hvort sem það verður í gamni eða ekki. hvort þið getið tekið þvL Gjörið svo vel opnið ballið. Æ, við skulum takast í hendur. Við skulum ekki gera þér neitt meira. AKUREYRI Afgreiðsla Morgunblaðs- ins er að Hafnarstræti 92, sími 1905. Auk þess að annast þjón- ustu blaðsins við kaupend- ur þess í bænum, er Akur- eyrar-afgreiðslan mikilvæg- ur hlekkur í dreifingarkerfi Morgunblaðsins fyrir Norð- urland allt. Þaðan er blaðið sent með fyrstu beinu ferð- um til nokkurra helztu kaup staða og kauptúna á Norður- landi, svo og til fjölda ein- staklinga um allau Eyjaf jörð og víðar. I I I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.