Morgunblaðið - 06.12.1964, Page 6

Morgunblaðið - 06.12.1964, Page 6
€ MORGUNBLADIÐ .Sunnuílaítur UM BÆKUR Sól dauðans Pandelis Prevelakis: Sól dauðans. Skáldsaga. Sig- urðar A. Magnússon þýddi. Útgefandi: ísafoldarprent- smiðja h.f. Reykjavík 1964. Sigurður A. Magnússon rithöf- undur er einn fárra íslendinga, sem numið hefur til fulls gríska tungu nútímans. Það er þakk- lætisvert a'ð hann skuli nú láta almenning á íslandi njóta góðs af lærdómi sínúm í þeirri grein imeð því að þýða á okkar mál gríska skáldsögu eftir einn fremsta höfund, sem nú er uppi með Grikkjum, Pandelis Prevela- kis. Hann er fæddur á Krit 1909. Um þessa skáldsögu, Sól dauð- ans, segir svo í formála þýðanda, að hún hafi komið út í Aþenu 1959, hlotið æðstu bókmennta- verðlaun gríska ríkisins, verið þýdd á mörg Evrópumál og kjör- in „bók fri'ðarins 1962“ af Al- þjóðlega friðarbókásafninu í Oájó. Sigurður A. telur Prervelak is aðeins eiga sér einn jafningja meðal núlifandi grískra sagna- skálda. En mesta sagnaskáld Grikkja á þessari öld er að flestra ctómi Nikos Kazantzakis, sem lát- inn er fyrir örfáum árum, og stóð mjög nálægt því að hreppa Nóbelsverðlaunin um þær mund- ir. Tvær af skáldsögum hans hafa verið þýddar á íslénzku: „Frelisið eða daúðanin“ og „Grikk inn Zorba" — áð mig minnir. Sól dauðans gerist á tímum /fyrri heimsstyrjaldarinnar á eynni Krít, í nákvæmlega sama umihverfi óg höfundurinri bjó við í uppvextinum, ýmislegt bendir jáfnvel til, að Jorgakis, drengurinn í sögunni, sé að ein- hverju leyti sjálfsmynd höfund- arins. Sagan gerist á einu ári éða svo. Hún er sögð í fyrstu persónu, lögð í munn drengsins, •sem er 14—15 ára að aldri. í upphafi sögunnar berst sú fregn inn á heimili hans í kaup- staðnum, að skip sem faðir hans er á, hafi verið skotið í kaf og farizt með allri áhöfn. Móðir drengsins háifsturlast af sorg, og nokkru seinna gengur hún í háfið tíl fundar við ástvin sinn. Drengurinn veikist og liggur um tíma helju nær. Þá kemur frænka hans úr þorpinu að sækja hann og ganga honum í móðurstað, ekkjan Rúsakí. Hann aðhyllist hana samstundis og fer með henni. Rúsakí á son á vígstöðvun um við Saloníki, ungmennið Lefteris, sem er glæsiieg hetja í meðvitund drengsins. Næst lifir drengurinn hamingjudaga í nýja heimkynninu undir handleiðslu fóstru sinnar, sem elskar hann og býr yfir óþrjótandi lífsvísidómi og þekkingu á náttúrunni, þó hún sé fátæk og ólæs erfiðis- kona. Þangað til einn daginn að sú fregn berst, að Lefteris hafi í slagsmálum drepið Mika lis, æskuvin sinn úr heimaþorp- inu. Ættingjar Mikalis verða hel- teknir sorg, heift og hefndar- þorsta. Nú skuldar Rúsakí þeim blóð, sem þeir heimta að fá greitt í sama. örlögin haga því svo, að ekki verður blóðíhefndinni fram komið á Lofteris, því að hann fellur á vígstöðvunum norð ur í Grikklandi. Þar með er drengurinn, Jorgakis, orðinn höf- uð ættarinnar og blóðhefndin vofir yfir honum. Allir vita að nú er hann dauðadæmdur, en einhver frestur hlýtur að gefast, -því bróðir Mikalis er bundinn her þjónustunni á fjarlægri slóð. Eftir þetta magnast spenna sög unnar. Dauðinn vedður í æ rík- ara mæli aðalpersóna hennar, þögull og ósýnilegur förunautur drengsins í leik og starfi, alls staðar nálægur. í skugga hans, ógnandi og seiðandi í senn, nýt- ur drengurinn lífsins af sivaxandi ástríðu. Lífsmögnin taka vaxtar- kipp, verða fljótvaxin og snemm- sprottin, af því að tíminn er naumur. Ástin blómstrar í holdi og önd, manndómurinn, kjarkur- inn, æðruileysið, skáldskapurinn. Annars er öll bókin barmafull af skáldskap. Einhver töfratrumba ymur bak við sérhverja máis- grein. D-auðinn og lifið, harkan og mildin, Ijótleikinn og fegurð- in, ha-trið ’og ástin, fáfræðin o*g vísdómurinn: andstæðurnar miklu, það er eins og þær fail- ist allar í faðma á síðum þess- arar bókar, gangi hver upp í annarri. Því að allir lúta valdi örlaganna og eru að takmörkuöu leyti sjálfstæðir gérða sinna. En fórnarviljanum er reist miklð hof og veglegt í Sól dauðans. Fyrir hans mátt er frelsun möguieg. Konan Rúsakí fórnar sjálfn sér í sögulok, svo að aðrir megi lifa. Af skiljanlegum ástæðum er ég ekki dómbær um, hversu ná- kvæm þýðing bókarinnar er En til eru þær setningar i henni, að i Pandelis Prevelakis. ég þykist þess fullviss, að á grísku standi þær ekki þannig. Prevelakis talar varla um „hóf- för“ eftir bolakálf. Krítareyjar- nautpeningur hlýtur að marka klaufaför í svörðinn eins og hinn íslenzki. >á er á einum stað tal- að um mann, sem heidur á tík „ei-ns og hérna, s©m búið er að flá á kviðinn til að ná innyfiun- um út“. Hér ætti náttúrl-ega að standa: rista á kviðinn, því áð sögnin að flá merkir að losa skinnið frá holdinu, en ekki að kryfja. Ég á erfitt með að sætta mig við vissa sérvizku í stafsetningu Sigur’ðar, meðal annars þá að slengja saman í eitt orð for- setningu og fornaíni, svo sem: ánþess. Samræmisins vegna ætti þá. einnig að skrifa: ánhans, án- hennar, en það sá ég hvergi í bókinni. í ritdómum hefur Sigurður A. Magnússon oft vítt gallaðan próf- arkalestur á bókum, stundum jafnvel umfram sanngirni. Ég bjóst því við að bók hans, Sól dauðans, væri hrein af slíkum óþrifum, þar sem mér var kunn- ugt um að hann hafði sjálfur lesið prófarkir af henn. Og sat-t er það: venjulegar prentviJlur eru mjög fáar. En fleira er til, og ekki minnist ég þess að hafa í nokkurri bók sé'ð jafn stórfeng- legt línubrengl og í þessari. Það byrjar rétt fyrir neðan miðja blaðsíðu 234 og heldur áfram á næstu blaðsíðu kapitulann á enda. Ég votta Sigurði A. samúð mína vegna þessarar slysni! A'ð lokum vil ég undirstrika, að ég er mjög ánægður með þetta skáldverk Pandelis Preve- lakis og að Sigurður hefur unn- ið þarft og gott verk með því að þýða söguna. ísafoldarprent- smiðja hefur gefið henni mynd- arlegt útlit. Allir aðstandendur hennar verðskulda áð hún kom- ist í margra hendur og verði lesin. , Guðmundur Danielsson. ÞÆTTIR UIVI DOfVI SIVI A.L Um gjaldskyldu Múlalundui NYLEGA var kveðinn upp í Hæstarélti dómur í máli, er reis milli Gjaldheimtunnar i Reykja- vík og fyrirtækisins Múlalunds, sem rekið er á vegum S.f.B.S., en í máli þessu var deilt um gjald- skyldu Múlalundar. Samkvæmt spjaldskrá Gjald- heimtunnar í Reykjavík var Múlalundur talinn skulda fyrir opinber gjöld árin 1961 og 1962 samtals kr. 161.860.00. Upp í kröf ur þessar greiddi fyrirtækið 15. jan. sl. kr. 46.388.00 og samsvar- aði það, að greidd hefðu verið slysa-, líferyis- og atvinnuleysis- tryggingargjöld. Stóðu þá eftir ógreiddar kr. 115.472.00. Síðar felldu skattayfirvöldin niður álagt tekjuútsvar og kirkjugarðs- gjald fyrir árið 1962, samtals kr. 19.237.00. Stóðu þá eftir ógreidd- ar kr. 96.235,00, en sú fjárhæð samsvaraði tekjuskatti og eigna- skatti fyrir árið 1961 og tekju- skatti og aðstöðugjaldi fyrir 1962. Þessi gjold neitaði fyrirtækið Múlalundur að greiða á þeim for- sendum, að það teldi sig eigi gjaldskylt að því er þessi gjöld vörðuðu. Gjaldheimtustjórinn f.h. Gjald- heimtunnar í Reykjavík krafðist því þess, að lögtak yrði látið fram fara í eignum gjaldþola til tryggingar framangreindum kröf um. Gjörðarþoli mótmælti kröf- unum og gerði þær kröfur aðal- lega að synjað yrði um framgang lögtaksgerðarinnar gegn því að gjörðarþoli greiddi aðstöðugjald fyrir skattárið 1962. Báðir aðilar kröfðust málskostnaðar. Mótmæli sin og kröfur byggði fyrirtækið Múlalundur á því, að starfsemi fyrirtækisins væri þess eðlis, að tvímælalaust bæri að telja fyrirtækið líknarstofnun, en slíkar stofnanir væru að lögum undanþegnar sköttum með viss- um skilyrðum. Umrædd stofnun væri rekin af S.Í.B.S. í samráði við félagsmálaráðuneytið og und- ir eftirliti þess. Tilgangur stofn- unarinnar væri að veita öryrkj- um starf við þeirra hæfi og þjálfa þá svo í starfi, ef mögulegt væri, að þeir gætu orðið hlutgengir á almennum vinnumarkaði með tímanum. Það væri því eigi unnt að heimfæra starfsemi gerðar- þola undir atvinnurekstur í skiln ingi fyrrgreindra laga. Þar sem talað væri um, að atvinnurekstur, sem skattfrjáls félög hefðu með höndum, væri skattskyldur, yrði að skýra þau ákvæði á þann veg, að slíkur atvinnuresktur væri rekinn til framdráttar viðkom- andi félögum eða félagsmönnum, en ekki sem sjúkrahús eða ör- yrkjavinnustofur éins og Múla- lundur væri. Umboðsmaður gjörðarþola hélt því hins vegar fram, að enda þótt stofnun gjörðarþola væri rekin af S.Í.B.S., sem væri skattfrjálst, enda líknarstofnun, þá leiddi eigi af því að gjörðarþoli væri skatt- frjáls, þar sem hann hefði með höndum umfangsmikinn at- vinnurekstur, en samkvæmt laga- og regluget’ðárákvæðum þar um væru líknarfélög eigi skattfrjáls, ef þau rækju atvinnu. Til þess að slík félög eða stofnanir nytu Framhald á bls. 23 + Betri póstþjónusta Nýléga fenigium við bréf frá íslendingi í S-Afríku og hann segir okkur m.a., að það kosti 14-15 krónur að senda dagblað í flugpósti héðan að .heiman —• til hans. Hartn segist hinsvegar geta sent jafnþun.gt dagblað að sunnan og til Islands fyrir gjsi d, sem svarar tveimur krón um — líka í flugpósti. Svo spyr maðurinn auðvitað hvernig standi á því að það sé sjö sinn- um dýrara að senda póstinn suð ur á bóginn en að senda hann að suinnan, hingað norður. Mér finnst þetta harLa ein- kenniLagt, en ef s»tt er, ætti ekki að leika neinn vafi á því, að okkar póstþjónusta sé sjö sinnum betri en póstþjóniusita þeirra í S-Aríku. Með öðrum orð'um, að bréf, sem er póstlagt í Austurbænum í Reykjavík og er fjóra daga að koimast til við- takanda í Vesturbænum, ætti að vera tuttugu og átta daga að þvælast í innanbæuarpóstin um í jafnstórum bæ í S-Afríku. ^ Meiri síld Mikið er talað um auikningrr' fiskveiðanna — og aldrei hafi aí’linn verið meiri en á þessu ári. En ætli útflutningsverð- mæti aflans hafi aukizt að sama skapi? Höfuðáiherzla er lögð á að dad a síldinni úr sjón um. en ekki virðist jafnmikil á herzla lögð á að finna alilt of margar leiðir til nýtingar afl- ans. — Nú er talað um að senda (J Jgaran,a til síldveiða og væri gott, ef loksins væri hægt að finna þeim verkefni, sem ekki leiddu af sér tap. Æski- legt væri þó að saimitknis væru gerðar tilraunir til betri nýt- ingar aflains. ■jc Stórtíðindin Mönnum er tíðrætt uim furðu ljósið, sem sást fyrir austan land. Ekki er óeðlilegt þótt menn geri því á fæturna, að þarna hafi eitthvert, eða annað hvort Stórveldannia verið að verki og gert tiiraun, sem ekki er látið uppi um að svo komnu raáli, Svo getur líka verið, að þetta eigi sér aðrar skýringar, en ólíklegt er, að rnargir menn á mörgum stöðum hafi séð sama drauginm samtímis. Ein- hvem tíma hefði annað eins og þetta verið talið yfirnáttúrulegt og boða stórtíðindi. Kannski boðar þetta líka einhver tíð- indi, þótt ekki verði stærri en önnur. Nú á tímum er orðið svo mikið af stórtíðindum, að fói k er yfirleitt hætt að bregðast við stórtíðindum á sama hátt og eðlilegt væri. Stórtáðindi eru nefnilega ekki lengur neitt stór. Þróunin er orðin það ör, að oft er skammt á mildi stór- atburða — og stundum gerist margt samtímis. Fólk er líka í það góðri aðstöðu til að fylgj- ast með því sem gerist um ail- an heim, að almenningur er hættur að meilta hvert og eitt atriði á sama hátt og áður, þeg ar roenn gátu í ró og næði huig ‘leitt eitt eða annað án þegs að vera bagaðir af allri keðjuverk un nútímans. — Þeir, sem eru þjakaðir af þeisisari öru þróiuin, ættu að taka útvarpstæki úr sambamdi, segja upp símanum og fiytja upp í sveit. Og þrátt fyrir há póstgjöld mundu menn sennilega ekki vera þjafcaðir af of tíðum póstferðum þar frem ur en í S-Afríku. B O S C H rafkerfi er í þessum bifrelðum: BENZ SAAB DAF TAUNUS NSU VOLVO OPEL VW Við höfum varahlutína. BRÆDURNIR ORMSSON HF. Vestúrgötu 3. — Sími 11467.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.