Morgunblaðið - 06.12.1964, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 06.12.1964, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 6. des. 1964 r JENNIFÍR AMES: Hættuleg forvitni v. — Er þér alvara, Grant^ Viltu gifast mér? stamaði hún og um leið hafði hann faðmað hana að sér. — Ó, Grant, ég hafði ekki hugmynd um að þér þætti nokk- uð til mín koma — svona. — Hvernig átti ég að geta tal- að um það, úr því að þú, varst sýknt og heilagt með þessum Brett Dyson? Ég hélt að þú elsk- aðir hann. Hann hafði svo margt að bjóða þér — peninga og skemmtanir og að njóta lífsins hérna. Og einu sinni sagðir þú mér, að þú ætlaðir að setjast að hérna_ eystra. — Ég veit það, Grant. — Hér er állt svo töfrandi og ginnandi á yfirborðinu. En undir yfirborð inu er margt, sem ég hef geig af. Hér gerist margt hryllilegt. >ú getur ekki hugsað þér hvað ég hef upplifað úm helgina! Ég er öll í uppnámi. — Ert þú í uppnámi? í>ú sem alltaf virðist svo huguð og róleg! En ég þóttist skilja að eithvað hefði komið fyrir þig — ég sá það á þér þegar þú komst inn. Viltu ekki treysta mér — og trúa mér fyrir því öllu saman? Gail sagði honum í sem fæst- um orðum frá öllu því sem gerzt hafði og hann hlustaði á með skelfingu. Hann hélt henni fast- ar og fastar að sér og hugleiddi hve litlu hefði munað að hann missti hana. SJONV ARPSSKOR margar gerðir Laugavegi 11 Blaðburðafólk óskast til blaðburðar í eítirtalin hverfi Laugavegur frá 1—32 Grettisgata frá 2-35 Fálkagata Grandaveg — Þingholtsstræti j Hringbraut frá 92-129 Sími 22-4-80 — Ef eitthvað hefði komið fyrir þig, elskan mín, þá held ég varla að ég hefði lifað það af, hvíslaði hann. — l>ú getur ekki gert þér í hugarlund hve mikið ég hef barizt við að láta þig ekki. sjá, hve heitt ég elskaði þig. Guði sé lof að þú ert heil á húfi. Ég verð að hitta þennan Ameríkumann til þess að þakka honum persónulega. Síðan sagði hún honum frá hvernig Tom Manning hefði með gengið að hann hefði svikið for- eldra hennar og sölsað undir sig fyrirtæki föður hennar. En nú var þetta fyrirtæki orðið hennar eign, og það var engum blöðum um það að fletta, að hún var orðin rík. — En hvað hefurðu þá við fá- tækan vísindamann að gera? sagði hann. — Þú, veizt að ég verð aldrei loðinn um lófana. — Vísindamennirnir vinna þrekvirkin samt, sagði hún alvar leg. — Ertu viss um að þú elskir ekki þennan Dyson-pilt? spurði hann eftir nokkra stund. — Ég hef verið svo hræddur við þig fyrir honum, en ég held að þetta sé allra bezta grey, og alveg hrekkjalaus. En þú, verðu? að fullvissa þig um, að þú verðir eklki hamingjusamari með hon- um en mér! Ég hef svo lítið að bjóða þér...... Gail hló — lágt og innilega, og þrýsti sér að honum. — Elsku bezti Grant, þú mátt aldrei láta þér um munn fara að ég geti orðið hamingjusöm með nokkrum öðrum manni en þér. Því að það er ekki hægt. Ég hef elskað þig frá fyrstu stund og ég hefði aldrei farið með þér hingað austur ef ég hefði ekki elskað þig. En þú varst að jafn- aði kuldalegur og fálátur og mér fannst þú fara með mig eins og ég væri vél. En samt sem áður var ekki nema einn maður til, sem ég vildi eiga — og það varst þú. Fyrsti kossinn þeirra varð langur og þau gleymdu bæði stund og stað. Svo var drepið varlega á dyrnar og Bobby Gordon rak hausinn inn í gætt- ina og var fljótur að sjá að hann mundi gera ónæði. — Já, þú truflar okkur óneit- anlega, sagði Grant og hló. — En komdu inn samt. Hún Gail var að lofa því að verða kionan mín. Eða gerðirðu það ekki? spurði hann eins og hann ætti erfitt með trúa því. Jú, ég hlýt að hafa gert þáð, svaraði hún og hló á móti, og svo sneri hún sér að Bobby. — Við erum svo sæl og rugl- uð að við vitum varla hvað við erum að segja. Vilt þú ekki gleðjast líka, okkur til samlætis? Það var öfundarsvipur á Bobby, en svo óskaði hann þeim til hamingju. — Þið getið treyst því að ég óska ykkur til hamingju af heil- um hug — þig eruð þær tvær manneskjur, sem mér þykir vænst um. Ég held að ég geti sagt með sanni að ég elski ykkur bæði. — Það er unaðslegt að vera alskaður, svaraði Grant. — Og hvernig ætti ég að geta skilað aftur jafn miklu og ég hef feng- ið — alveg óverðskuldað? Hann las svarið úr augurn Gail. ENDIR. m COSPEB, -33Vf —Og þér eruð kona. Það hefði mér aldrei dottið í hug Timbur — /órn Vil kaupa notað timbur og járn. — Upplýsingar í síma 23878 eftir kl. 6 í dag. Kaupmenn — Kaupfélög Linck's 2 minute Dry Cleaner Nýkohiið kemiskt blettahreinsiefni á sprautukönnum. — Áhrifaríkasta hreinsi efni á markaðinum. — Hreinsar rússkinn, föt og áklæði. — Skilur ekki eftir hringi. PÓLARIS h.f. Hólatorgi 2 — Sími 21085 Skrifstofan: Hallveigarstíg 10. Vöruafgreiðslan við Shellveg Sími 2-44-59. Spónaplötur Nýkomið: Mörplötur: 8, 12, 16, 18, 20 og 22 mm. Novopan: 8, 12, 13, 15, 19 og 22 mm. Gaboon: 16, 19, 22 og 25 mm. Stærðir 4x7’—4x8’ og 5x10’. Birkikrossviður: 5mm. Furukrossviður: 8mm. Gatað harðtex: y8” — 4x8’. Olíusoðið harðtex: y6” — 4x9’ Trétex %” — 4x8’ og 4x9’. Teakspónn Eikarspónn Hljóðeinangrunarplötur I.ím fyrir hljóðeinangrunarplötur Pattéx-lím (sem límir allt). Teakolía Plastlakk (glært) Plastplötur (vinyl) á gólf. Gólfflísalím Harðplast á borð og veggi. Slipimassi KALLI KUREKI Teiknari: J. MORA 1. Nú þetta er bara stykki, sem flot ánni. ið hefur margar mílur niður eftir 2. Eða er ég nálægt gullæðinni. Kannski hef ég fundið hana. 3. Þessi silla er full af gulli. AKUREYRI Afgreiðsla Morgunbtaðs- ins er að Hafnarstræti 92, sími 1905. Auk þess að annast þjón- ustu blaðsins við kaupend- ur þess í bænum, er Akur- eyrar-afgreiðslan mikilvæg- ur hlekkur í dreifingarkerfi Morgunblaðsins fyrir Norð- urland allt. Þaðan er blaðið sent með fyrstu beinu ferð- um til nokkurra helztu kaup staða og kauptúna á Norður- Iandi, svo og til fjölda ein- staklinga um allan Eyjafjörð og víðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.