Morgunblaðið - 08.12.1964, Síða 8
8
MORCU N BLAÐIÐ
Þriðjudagur 8. des. 1964
- ALÞINGI
Framhald af bls. 1
snemma í desember. í þessum
umraeðum hafi komið fram öll
þau sjónarmið, sem máli skipta,
m.a. það, að því var þá þegar
lýst af hálfu ríkisstjórnarinnar,
að hún teldi sig hafa óyggjandi
heimildir til þess að gera slíkan
samning, sem nú hafi verið gerð-
ur og hún mundi gera samning-
inn, ef hún teldi það rétt, að at-
hugun málsins lokinni. Nú er
» þeirri athugun lokið og ríkis-
stjórnin hefur í samræmi við
fyrri yfirlýsingar gert þetta sam-
komulag. Því er haldið fram, eink
anlega af Ragnar Arnalds, að
þessi samningagerð stangist á
við ákvæði stjórnarskrárinnar.
Þetta er misskilningur, því að
ljóst er, og ótvírætt með öllu, að
heimild til slíkrar samningsgerð-
ar er í varnarsamningnum frá
1951, sem lögfestur hefur verið
með 1. nr. 110 frá 19. des. 1951,
en þar segir m.a. í 1. gr.:
„í þessu skyni og með varnir
á því svæði, sem Nörður-Atlants-
hafssamningurinn tekur til, fyr-
ir augum, lætur ísland í té þá
aðstöðu í landinu, sem báðir að-
ilar eru ásáttir um, að sé nauð-
synlegt“. Þegar í þessu ákvæði
_ og raunar fleiri ákvæðum samn-
ingsins, er ótvírætt, að heimild
er fyrir hendi, til þessarar samn-
ingsgerða, enda hefði Ragnar
Arnalds sagt, að þvílíkir samn-
ingar hefðu áður átt sér stað.
Honum hefði skilizt, að Ragnar
teldi veru varnarliðsins á Kefla-
víkurflugvelli vera fyrsta dæmi
þvílíkrar samningsgerðar af
hálfu ríkisstjórnarinnar.
En þar fyrir utan, eru mörg
dæmi þess, að óátalið af Alþingi
hefur varnarliðið fengið stöðvar
tfl afnota með samþykki ríkis-
ítjórnarinnar og þetta hlyti
Ragnari að vera kunnugt.
Sem dæmi þess nefndi ráð-
herrann loranstöðina á Snæfells-
nesi og þess væru einnig fleiri
dæmi, sem utanríjdsráðherra
hefði gert rækilega grein fyrir í
umræðum, sem orðið hefðu um
málið í fyrra.
Varnarliðið hefði þegar í mörg
ár haft svipaða aðstöðu í Hval-
firði og hér væri ráðgerð. Ey-
steinn Jónsson hefði talað um
það, að ef þessi samningsgerð
færi fram, ættu menn e.t.v. von
á því að sjá varnarstöð við aðal-
þjóðveginn um Hvalfjarðar-
strönd. Forsætisráðherra kvaðst
hafa farið þarna um mörg und-
anfarin ár og hefði þá séð varn-
arstöð á þessari leið og sér þætti
það mjög furðulegt, ef Eysteinn
Jónsson hefði ekki séð þessa
varnarstöð, sem þarna er á leið-
inni.
Eysteinn hefði sjálfur áður
verið fjármálaráðherra, þegar
rikið keypti a.m.k. eina jörð í
Hvalfirði til þess að leggja und-
Jr þessa varnarstöð, og hann væri
nú orðinn léttúðugri um meðferð
fjármála, heldur en hann var áð-
nr, ef hann væri nú búinn að
gleyma því, að hann greiddi tölu-
vert fé úr ríkissjóði til þess að
þessari stöð yrði komið upp.
Það væri ekki nýtt, að varnar-
stöð væri í Hvalfirði. Samþykki
ríkisins hefði legið fyrir um
hana og tiltekinn félagsskapur
hefði leigt varnarliðinu mjög
sambærilega aðstöðu og notkun
á olíugeymum og nú væri ráð-
gert.
Þrjár radarstöðvar undir her-
gæzlu hefðu verið leyfðar af rik-
isstjórniinni á mismunandi tím-
un, frá því að samningurinn var
geeður og án þess að leitað hefði
verið til Alþingis um samþykki
Jk þeim leyfum, þar af væru tvær
enn í notkun, önnur nærri Horna
firði, hin á Langanesi og ein á
Vestfjörðum, þótt hún sé nú nið-
ur lögð.
Þessu til viðbótar kemur svo
lóran-stöðin á Snæfellsnesi, sem
Raignar Arnalds hefði minnst á.
Það er þes vegna ekki um það
að villast, að bæði orðalag varn-
arsamningsins, sjálft efni hans
alH saman og óslitin framkvæmd
«Ut frá því að hann var gerður,
heimilar slíka samningagerð eins
og nú hefur verið ákveðin af
ríkisstj. Atþingi hefur þagar með
1. gr. varnarsamningsins og varn-
arsamningnum í heild, samþykkt
á honum, lofað að veita þá að-
stöðu, sem nauðsynleg er, og
síðan er það á mati ríkisstj. að
kveða á um, hvernig — hversu
mikil og hvers eðlis sú aðstaða
skuli vera hverju sinni.
Um þetta verður ekki deilt, þó
að hitt sé svo eðlilagt, að menn
greini á um það, hvort ríkistj.
haldi rétt á valdi sínu í þessu
efni eins og ótalmörgum öðrum.
Það orkar allt tvímælis þá gert
er, og það er ósköp skiljanlegt,
að þeir sem eru sannfærðir um
það, að varnir séu hér óþarfar
og beinlínis skaðlegar eins og
Ragnar Arnalds telur, að þeir
eru auðvitað á móti því, að varn-
irnar séu í skaplegu horfi. Það
er eðlilegt, þeir vilja varnirnar
burtu, þeir eru á móti öllum
þeim ráðstöfunum, sem til þess
horfa, að þeir komi að notum.
Hitt verður að telja merkilegra
að þeir menn, sem að megin-
stefnu segja, að þeir séu vörnum
samþykkir, lýsi því yfir, að þeir
séu þessari ákveðnu ráðstöfun
ósamþykkir.
Ráðherrann kvaðst vera Ey-
steini Jónssyni algerlega sam-
mála um það, að það væri alger-
lega á valdi íslendiniga sjálfra,
hvort þessi samningur er gerður,
hvort þetta leyfi er veitt. Það er
auðvitað ekki nein herforingja
samkunda suður í París eða nein-
ir aðrir aðilar, sem um þetta eiga
að ákveða, heldur eru það rétt
íslenzk stjórnarvöld, í þessu til-
felli ríkisstj. í samráði við sína
fylgismenn á Alþingi, meiri hluta
þm. sem hún vitanlega fullviss-
ar sig um, að séu henni sammála
í þýðirngarmiklum málum, jafnt
þessu sem öðru. Það er ríkistj.
að kveða á um þetta. Nú, ef Al-
þingi telur, að ríkisstj. hafi mis-
farið með sitt vald, þá getur það
veitt henni vantraust, látið hana
hverfa frá störfum, það má
segja, að ríkisstj. hafi gert samn-
ing ,sem sé bindandi og þess
vegna illviðunandi fyrir ísland,
að slíkt sé gert. Hættan því sam
fara er þó sáralítil, vegna þess
að ef Alþingi veitti ríkisstj. van-
traust af þessum sökum og vildi
losna við samningagerðina, væri
það einfalt mál að segja varnar-
samningum upp, svipað eins og
ráðgert var að gera hér 1956, en
raunar varð þar minna úr heldur
en stóru orðin stóðu til.
Allþingi hefur því endanlega
þetta mál í hendi sér, ef það vill,
og vitanlega mundi ekki verða
farið að reisa þessa nýju olíu-
geyma í Hvalfirði, ef það lægi
fyrir, að meiri hluti Aliþingis
vildi, að varnarsamningurinn
mssti sitt gildi, þá mundu þær
framkvæmdir verða látnar eiga
sig, svipað eins og var um ýms-
ar framkvæmdir á árinu 1956.
Tíminn taldi það óvinskapar-
bragð af hálfu þáverandi ráða-
manna vamarliðsins eða í
Washington, þegar ákveðið var
að draga úr varnarframkvæmd-
um hér á landi vorið 1956 eftir
að samþykktin hafði verið gerð
í marz, og mátti af því marka, að
ekki hefur nú alltaf verið talið,
að þessar varnarframkvæmdir
væru engum til óþurftar, úr því
talið var, að það væri beinlínis
fj and.sk aparbragð að draga úr
þeim.
Vitanlega er það svo matsat-
riði, hvaða framkvæmdir hverju
sinni eru nauðsynlegar og æski-
legar, en þegar á það er litið nú,
að þessir oliugeymar, sem nú eru
í notkun handa varnarliðinu og
jar sem geymdur er forði handa
flota Atlantshafsbandalagsins, ef
í hart fer, að þar sem þessir
geymar eru nú meira en 20 ára
gamlir og öll aðstaða umhverfis
þá miðuð við það, sem þá tíðkað-
ist, þá sé engan veginn óeðlilegt
heldur einungis mjög skiljanlegt,
að þessi mannvirki þurfi 'endur-
nýjunar við ekki síður heldur en
önnur mannanna verk og á þetta
hljóti þeir að fallast, sem á annað
borð telja að það sé til góðs, að
varnir séu á íslandi.
Þeir Ragnar Arnalds <»g Ey-
steinn Jónsson hefðu báðir minnst
á það, að nú væri ófriðarhætta
mun minni í heiminum heldur
en oft áður. Það er rétt, að á yfir
borði horfir friðvænlegar heldur
en stundum áður. En af hverju
kemur það? Það kemur fyrst og
fremst af því, að Atlantshafs-
bandalagið hefur í þessum heims
hluta komið á svo sterkum og
öruggum vörnum, að hér hefur
ekki nú lengi komði til stórá-
taka, og menn vona að svo rnuoi
enn haldast. Hinsvegar þurfi
ekki annað heldur en að líta til
Suður-Asíu, svo að sleppt væri
Afríku og svo að sleppt væri
bollaleggingum um hvað býr í
huga Kínverja, hvað verður ofan
á í öðru stórveldi. Kína ekki
fjarri. Okkur nægir að líta á
þann ófrið, sem þegar er til í
heiminum til þess að sjá, hversu
fjarri því fer, að enn sé kominn
á sá Fróðafriður, sem við óskum.
Enn er því miður fullkomin ó-
vissa um hvað verða vill, og það
er styrkleikinn einn, styrkleiki
lýðræðisaflanna, sem hinigað til
hefur tryggt friðinn, og nægir
þá að minna á átökin út af Kúbu
haustið 1962, og sá friður, sem
í skjóli þessa styrkleika 'og þess-
arar einbeittni býr, hann helzt
því aðeins, að ekki sé slakað á,
þangað til aðrar örxrggari stoðir
fyrir friðnum fást.
íslendingar eiga, ekki síður en
aðrir að leggja sitt af mörkum
til þess að reyna að koma í veg
fyrir, að á ný horfi ófriðlegar í
heiminum, að á ný verði vegna
vangæzlu, vegna þess að menn
vilji láta aðra taka á sig óþæg-
indi, en skjóta sér undan sjálf-
ir, verði vakin von árásaraðila
um, að þeir, þrátt fyrir allt séu
ekki fyrirfram vonlausir um sig-
ur, ef þeir leggi í ævintýri. Um
friðarvarnir má segja nokkuð
svipað og um eldvarnir, að það
er of seint að grípa til þeirra eða
að fara að smíða þær réttar sagt,
safna þeim saman eftir að elds-
voðinn hefur brotizt út. Það verð
ur að hafa slökkviliðið til áður,
það verður að vera viðbúið til
þess að geta kæft eldinn strax
í byrjun, ef eldsvarnirnar eiga
að koma að gagni. Með sama
hætti þá verður vitanlega að bú
ast við því fyrirfram að geta
staðið á móti árás, ef hún brýzt
út, vegna þess að það er eina
vonin til þess, að af slíku glap-
ræði verði látið, og með því
litla framlagi, sem hér er ætlazt
til að af hálfu íslands verði unn
ið, sé sízt til of mikils fram á
farið við íslendinga, enda hefði
það komið glögglega fram hjá
Eysteini og Ragnari, að þeir við-
urkenndu, að hér væri einungis
um smáræði að tala, þetta væri
í sjálfu sér lítilvægt, þeir óttuð
ust að eitthvað annað meira og
verra komi á eftir. Ráðherrann
sagðist ekki vita, hvað þeir hefðu
í huga með þeim efnum, en
kvaðst vita það eitt, að þessi
samningsgerð af hálfu ríkisstjórn
arinnar væri hrein og skýr. Hér
hefur ekki verið farið dult með
neitt, eins og sést á því, að það
var þegar skýrt frá aðalatriðum
þessa máls fyrir meir en ári síð-
an, og allir sem fylgzt hafa með
og hafa viljað fylgjast með, hafa
vitað, að síðan hefur málið verið
I undirbúningi og ríkisstjórnin
hefur talið að þessa aðstöðu ætti
að veita, ef athugun sýndi, að
hún gæti orðið veitt án þess að
valda íslendingum verulegum
trafala, en þó komið að gagni,
til þess sem mikið er á sig leggj-
andi fyrir, og það er að styrkja
friðarvonir mannkynsins.
★
Ragnar Arnalds kvaddi sér
hljóðs utan dagskrár í upphafi
fundar Neðri deildar og fer hér
á eftir útdráttur úr ræðu hans.
Hann sagði, að þeir atburðir
hefðu nú igerzt er Alþingi
hlyti að láta sig nokkru skipta,
með því að ríkisstjórnin hefði
gert sámninga um oliustöð fyrir
h-ersikip Atia-ntshafSbandalagsins
í Hvalfir’ði.
Hér væri um stórmál að ræða,
sem væri stórháskalegt, en varð
aði Alþingi einnig vegna þess, að
m-eð þessu væri ríkiss-tjórnin að
svipta Alþingi vaildi, sem því
bæri ótvírætt samkvæmt stjórn-
arskránni.
Rifjaði Ragnar Amalds upp
mótmæli frá Framsóknarfl. og
Alþýðubandalaginu strax eftir a'ð
rilkisstjórnin tilkynnti í fyrra
sumar, að samningaviðræður um
Hvalfjörð væru hafnar. Taldi
h-ann, að lýðræði og þingræði
hiefði verið misn-otað í meðferð
þessa máls og bar forseta Neðri
deildar það á biýn, að þings-
ályktunartillaga, sem komið
hefði fra-m í fyrra varðandi heim
ild stjórnarinnar til að gera samn
inga við NATO, hefði verið
stungið un-dir stól og eikki fengið
þinglega afgreiðslu.
Ríkisstjórnin hefði múlbundið
Alþingi, en fengið herforingja-
ráði NATO í hendur það hlut-
verk, sem Alþingi bar. Með þessu
væri ekki aðeins um að ræða
móðgun við Alþingi, held-ur lög-
leysu og alvarlegt lögbrot. Samn
ingurinn um Hvalfjörð væri ó-
gildur, vegna þess að sá aðili,
sem undirritaði samninginn fyrir
íslands hönd, hefði ekkert um-
boð til að semja um slík mál,
nema Alþingi hefði áður veitt
honum heimild.
Skírskotaði Ragnar sfða-n til
21. gr. stjórnarskrárinnar, ura
kvaðir á landi, og sagði, að þetta
atvi-k félli undir þessa gr., enda
hefði því ek-ki verið mótmælt áð-
ur af utanríkisráðherra, þegar
samningar um Hvalfjörð voru til
umræðu, að þar væri um kvaðir
á landi áð ræða. Ríkiss-tjórnin
teldi auðsjáanlega, að með her-
verndarsa-mningnum 1951 hefði
ihún fengið vald til þess í eitt
skipti fyrir öll að gera slíka samn
inga. Þetta hefði komið í ljós í
sambandi við lóransstöðna á Snæ
fellssnesi, en sú samningsgerð
hefði einnig veriö stjórnarskrár-
brot.
Rædidi Ragnar síðan um her-
verndarsam-ninginn frá 1951 og
sagði, að í honum væri hvergi
að finna ákvæði um, að Alþingi
afsali sér sl-íkum rétti. Spurði
hann, hvort ríkisstjórnin áliti
engin ta-kmörk fyrir því, hve
miklar kvaðir á la-rxdi megi semja
um við NATO og Bandaríkin á
grundivelli herverndarsa-mnings-
ins.
Hann sagði enn fremur, að
þingmenn væru raunverulegir
hiisbændur ríkisstjórnarinnar, en
nú hefði það gerzt, að þjónninn
hefði stolið húsbóndaréttinum.
Ríkisstjórnin hefði gert samning,
sem hún hefði enga heimild til
að gera. Kvenfélag Hallgríms-
kirkju hefði alveg eins getað
gert þennan samning við NATO
eins og ríkisstjórnin. Engum ís-
lendingi bæri skylda til að virða
þennan samning eða afleiðingar
hans, hvorki nú né síðar.
Með þessum ráðstöfunum væri
vísvitandi verið að gera ráðstaf
anir til þess að íslendingar drægj
ust inn í hugsanlega styrjöld og
þá sem mest inn í styrjaldarátök
in. Þróunin á undanförnum ár-
um hefði stefnt beint í þá átt
að gera Hvalfjörð að voldugri
flotastöð, enda ættu Bandaríkin
um tvær leiðir að velja gag-nvart
íslendingum. Volduga herstöð í
landinu eða enga herstöð.
Að lokum spurði Ragnar, hve
nær framkvæmdir myndu hefj-
ast í Hvalfirði.
— Wilson
Framhald af bls. 1
urnar yrðu til þess að styrkja
Atlantshafsbandalagið.
Talið er að Wilson hafi aðal-
lega tvennt í huga í þessu sam-
bandi:
1) Að láta Atlantshafsbandalagið
ið fá yfirumsjón með kjarn-
orkuútbúnaði Breta.
2) Að fá Johnson til að breyta
tillögu sinni um sameiginleg-
an kjarnorkuflota NATO svo
tillagan verði aðgengilegri
fyrir hin aðildarríkin.
Ekkert er látið uppi um við-
ræðurnar á þessu stigi, en búast
má við sameiginlegri yfirlýsingu
þegar þeim lýkur.
EYSTEINN Jónsson talaði næst
á eftir Ragnari Arnalds, og sagð
ist vilja koma á
framfæri, að
Framsóknarfl.
væri algerlega
mótfallinn þess-
um nýju flota-
mannvirkjum I
Hvalfirði. Laa
hann síðan upp
ályktun, sexn
framkvæmda-
stjórn Framsóknarflokksins gerðl
á sínum tíma varðandi þetta mál,
þar sem Framsóknarfl. lýsti sig
andvígan auknum herbúnaði i
Hvalfirði.
Eysteinn sagði enn fremur, að
frásagnir stjórnarblaðanna at
þessu máli hefðu verið gerðar til
þess að villa fólki sýn. Þau
mannvirki, sem fyrir hendi væru
í Hval-firði væru fullnægjandi
fyrir það markmið, sem nú væri
sagt, að verið væri að vinna að
með því að koma upp nýjum
olíugeymum. Bygging hinna nýju
geyma stæði ekki í sambandi við
það, en hins vegar vantaði í Hval
firði aðstöðu til þess að athafna
sig með flota og það væri mark-
mið hinna fyrirhuguðu fram-
kvæmda að skapa hana.
Hér væri verið að hverfa frá
stefnu fyrri ríkisstjórna, því að
áður hefði oft verið léð máls á
þessu, en allta-f verið synjað.
Framsóknarfl. væri fylgjandi
þátttöku íslands í samstarfi vest
rænna þjóða og þátttöku íslanda
í Atlantshafsbandalaginu. Okkur
bæri samt engin skylda til þes*
að hafa her hér á landi og an-nan
varnarbúnað umfram það, sem
við teldum sjálfir nauðsynlegt.
Ekkert skuldbindi íslendinga til
slíks og ekkert hefði komið fram
sem gefið gæti bandamönnum Í9
lands tilefni til að álykta þannig.
— Gylfi Þ.
Framh. af bls. 28
ráðherra. Var það mál aillra að
þeir ha.fi staðið sig með mik-
illi prýði oig útskýrt þessar
aðgerðir Breta mjög vel. Þeir
lýstu því yfir að þetta væru
hrei-nar bráðabirgðaráðstaf-
anir, sem þeir miu-ndu afnemm
mjög fljótlega. Yrði það að-
eirns spu-rning um mámuði þar
ti-1 byrjað yrði að gera ráð-
staifainir þar að lútandi.
Hitt málið var stefnam t
viðsk ipta má l-u-m í samibarxdi
við aðstoð við þróunarlöndin
og rædd hvaða stefna væri
skynsa-milegust fyrir OECD
ríkin ti/1 að hún kæmi þróurv-
arlöndiunium að sem mets-t-u
gagni. Ályktanir varðarxdi
þessi má,l voru samiþykktar
sam-hljóða, sagði Gylfi Þ.
Gíslason.
Daginn eiftir að ráðherra-
furxdiinium lauk átti Gylfi Þ.
Gíslasom ásaimt Pétri Thorst-
einsson sendiberm, viðræður
í höfuðstöðvum Menninigar-
og vísindas-tlofniuniar S.Þ..
UNESCO, en íslendingar hafá
nýlega gengið í þau samtöte.
Ráðherrann kom svo heim á
la-ugardag. 1 flör með honiuru
var Þórhallur Ásgeirssom,
ráðuneytisistjóri.
Vinnustöðvun i
frystihúsi á
Skagaströnd
SKAGASTRÖND, 7. des. —
Fimm dekkbátar og 1 triliubátur
sækja.sjó héðan og hefur aflinn
farið í frystihúsin tvö. Aflinn
hefur verið heldur rýr og gæftir
stopular.
Frystihúsin hafa átt í erfið-
leikum og bæði skuldað vinnu-
laun. Á laugardag sendi verka-
lýðsfélagið bréf, þar sem sett var
stopp á vinnu í þeim báðum frá
deginum í dag að telja og er
stöðvun hjá frystihúsi Hólaness.
Kaupfélag Skagfirðinga setti
aftur á móti tryggingu fyrir þvi
að vinnulaun yrðu borguð fyrir
15. des. svo ekki kom til stöðv-
unar þar.