Morgunblaðið - 23.12.1964, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.12.1964, Blaðsíða 1
32 siður 51. árgangur. 291 tbl. — Miðvikudagur 23. desember 1964 Prentsmiðja Morgunblaðsíns. ■■m Jólaboðskapur Páls páfa: Friður á jörðu og sátt með öllum þjóðum U.óm, 22. desemiber, (NTB-AP) PÁLL. PÁFI VI flutti í kvöld jóla boðskap sinn Qg bað öllum heims lýð friðar á jörðu. Kvað páfi br.vna nauðsyn bera til að binda rndí á kynþáttamisrétti og of- ptaeki ©g lýsti áhyggjum sín- um vegna vopnabúnaðarkapp- hlaups stórveldanna. Bað páfi Jvess, að menn mættu sjást fyrir í þessum efnum, draga úr víg- húnaði, e»g nota heldur eitthvað «i fé því, sem til hergagnafram- leiðslunnar gengi, til aðstoðar við þá sem hrjáðir væru af fátækt og hungri og einkum þjóðir þróun- arlandanna. Saigði páfi, að kynþáttahatrið spillti sambúð þjóða heims og eitraði út frá sér, svo hleypi- dómar, þjóðernisrembingur, of- stæki og misrétti ýmisskonar ættu greiðan gang að hugum manna Og þá væri hætt hinni gagnkvæmu virðingu og samúð sem tengja ætti hinar ýmsu þjóð- ir traustum böndum rétt eins og þær væru ein fjölskylda. „Menn eru beizkir í lund“, sagði páfi, Slæleg framganga stjórnar Egyptalands í nmáli bandarískti fltigvélariviiiar Washington, 22. desember, AP. BANDARÍSKA uíanrikisráðu- neytið sagði í dag, að bandariska flugvélin, sem skotin var niður yfir Egyptalandi á laugardag Jhefði skilað flugáætlun eins og vera bar áður en hún lagði npp frá Anunan í Jórdaníu áleiðis til Lihýu. Sagði hlaðafulltrúi ráðuneytisins, Robert MeClos- key, að flugáætlunin sefði verið send simleiðis til Cairó klukku- tíma áður en vélin lagði upp í ferðina. Yfirvöld í Arabiska Sambands Fnamhaild á bis. 31. .vegna þess að þeir lifa ekki eins oig bræður“. Það var til nýlundu í jólaboð skap Páls páfa, að hann drap á gagnrýni þá, er rómversk-kaþólsk kirkja stundum sætti. „Menn þeir er á mál vort hlýða“. sagði páfi, „kunna að spyrja: En er ekki einmitt trúin eitt af því sem skilur milli manna og þá ekki sízt kaþólsk trú, eins kreddubundin og kröfuhörð og hún er. Er hún ekki einmitt hindrun á vegi auk- ins skilnings mill þjóðanna? — Því er til að svara, að vist er trú manna. rétt eins og tunga þeirra, menning, list og störf, eitt af því sem skilur í milli þeirra en það er ekki eðli trúarinnar að sundra ........trúin er ljós í mykri.“ Þá lýsti páfi hryggð sinni vegna þess er mönnum væru meinaðar trúariðkanir og sagði að kirkjan héldi á loft trúfrelsi og styddi „virðingu fyrir öllu því sem gott er og satt í pllum trúar- bröigðum heims og öllum lifsskoð unum manna“. Sagði páfi, að kirkjan væri mjög á móti því að reynt væri að ,,kippa stoðunum undan trú annarra. þegar hún brýtur ekki í bága við almenn- ingsheill“ og ynnni gegn öllum til raunum til þess að þröngva mönn um til að taka einhverja þá trú er þeir ekki aðhylltust af fúsum vilja. Páfi lauk boðskap sínuom með þvi að höfða til allra þeirra, sem „valdið hafa og getuna — að sam einast um að bæta böl hinna hrjáðu og snauðu 1 heiminurru“ Forsetolaust er a Ítaííu enn Róm, 22. des. — NTB. ENN gengur hvorki né rekur um val forseta í stað Antonio Segnis. í dag fór fram 12. at- kvæðagreiðsla í ítalska þing- inu og hlaut þá Giovanni Leone, frambjóðandi Kristi- legra demókrata 401 atkv., — fleiri en nokkru sinni fyrr, en vantaði þó enn 81 atkv. til þess að ná tilskildum einföld Framihald á bls. 31. ÞESSAMYND tók frétta- ritari blaðsins Markús Jóns- son á Borgareyrum í Eyja- fjallahreppi. Hún er tekin fyrir rúmri viku, þegar hretiff gekk yfir landið og frost og fannkoma var mikil. Útigangs hesturinn hefir klæðzt vetrar- feldi sinum. Snjókleprar eru á búk og faxi og mjöllin rýk- ur undan hófunum. Islenzki hesturinn hefir oft átt haröa vist á útigangi. Nú er sá tími sem betur fer að mestu lið- inn. Þaff er þróttur og líf í þess- um útigangshesti þar sem hann veður mjöllina. Brasílízkur herréttur dæmir níu kínverska komm- únista í 10 ára fangeSsi Rio de Janeiro, 22. desember, NTB, AP. HERDÓMSTÓLL í Rio 'de Jan- eiro dæmdi í dag níu kínverska kommúnista í 10 'ára fangelsi fyrir njósnir og undirróðursstarf semi. Niu Brasiliumenn mættu fyrir rétti ásamt Kínverjunum, sakaðir um samstarf við þá. Þrír þeirra hlutu einnig 10 ára fang- elsi þar á meðal einn fyrrverandi þingmaður. Lögfræðingur Kín- verjanna kvaðst myndu áfrýja dómnum. Kinverjarnir voru teknir hönd um í april sl., þegar steypt hafði veríð af stóli binni vinstrisinna stjórn Joao Goularts. Tveir þeirra komu til Brasilíu sem fréttamenn, tveir voru túlkar og fimm sátu í verzlunarnefnd Peking-stjórnarinnar, sem Goul- art og stjórn hans höfðu boðið til Brasilíu. Kínverjarnir níu neituðu öll- um ásökunum og báru aftur þær sakir á brasilísk yfirvöid, að þau hefðu pyntað þá tii sagna, en alþjóðleg nefnd sem tilkvödd var að rannsaka málið, taldi ekkert hæft í þeirri ásökun. Lögfræðingur Kínverjanna er Heraclito Sobral Pinto, einn frægasti lögfræðingur Brasilíu. Réttarhöldin hafa vakið mikla athygli og sótti fjöldi lögfræð- inga frá ýmsum löndum vestur til Brasilíu að vera við þau.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.