Morgunblaðið - 23.12.1964, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.12.1964, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 23. des. 1964 <Cád~. Áraskip Jóhann Bárðarson: Áraskip. Sjósókn og fiskveiðar í Bolungarvík um aldamót. Önnur útgáfa. Ægisútgáfan Rvík 1964. ÁRIÐ 1940 kom út bókin Áraskip eftir Jóhann Bárðarson. Jóhann var á yngri árum formaður á ára- •kipi frá Bolungarvík, en fékkst síðar á ævinni við verzlunar- störf og varð kunnur maður. Hann fékkst nokkuð við ritstörf og var mjög vel ritfær, svo sem þessi bók ber með sér. Fyrri út- gáfa bókarinnar seldist upp á skömmum tíma, en nú hefur hún verið gefin út að nýju. Allur frágangur bókarinnar er ágætur, og hún er prýdd mörgum mynd- um af mönnum, bátum og lands- lagi. Á þessari öld hefir orðið gerbreyting í atvinnuháttum hér á landi, bæði til sjávar og sveita. Hihir fyrri atvinnuhættir eru teknir að fyrnast í minningunni og ýmslegt í sambandi við þá er í hættu að falla algerlega I gleymsku. Það er því mikils virði, þegar þaulkunnugir menn halda til haga fróðleik um þessa hluti. Og þessi bók er mikilsvert tillag til slíkra fræða. Hér eru ýtarlegar lýsingar á íslenzkum fiskveiðum áður en vélbátarnir komu til sögunnar. Hér er sagt frá áraskipunum gömlu. búnaði þeirra öllum og veiðarfærum. Hér er lýst lífi sjómannanna, bæði á sæ úti og í landlegum. Hér er sagt frá svaðilförum á sjó, slysum og afrekum íslenzkra sjómanna á hættunnar stundum. Þessar lýsingar og frásatgnir eru að vísu miðaðar við eina ver- stöð, Bolungarvík, sem ef til vill er elzta verstöð íslands, og bókin er mikilvægur skerfur til 'byiggðasögu Bolungarvíkur. En flestar lýsingarnar hafa almennt gildi, svona var í stórum dráttum bátaútgerð íslendinga á síðari helming nítjándu aldar. Þessi bók er í tölu merkustu otg fróð- legustu rita, sem skrað hafa Verið um sæfarasögu íslendinga. Ólafur Hansson. Innilega þakka ég öllum þeim, sem heiðruðu mig á áttræðisafmæli mínu með gjöfum og heillaóskum. Soffia Jóhannesdóttir. með merki: (BLAZERS) enskir ullarjakkar TEDD Y-f oam jakkar. FALLEG JÓLAGJÖF. Aðalstræti 9. Sími 18860. Móðir okkar og tengdamóðir, JÓNÍNA GUÐNADÓTTIR Grenimel 5, lézt mánudaginn 21. desember síðastliðinn. Börn og tengdabörn. Móðir okkar ÓLAFÍA EIRÍKSDÓTTIR Hverfisgötu 104, lézt aðfaranótt 22. desember 1964. Börnin. Móðir okkar ELÍN FRIÐRIKSDÓTTIR Helgamagrasfræti 9, Akureyri, lézt aðfaranótt 21. des. — Útför hennar verðuT gerð Margrét Kröyer, frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 30. des. kl. 13:30. Áslaug Guðiaugsdóttir, Arnaldur Guðlaugsson. Innilega þökkum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og vinarhug við útför GUÐNA GÍSLASONAR frá Krossi. Sérstaklega þökkum við U. M. F. Dagsbrún og öðrum Landeyingum, sem heiðruðu minningu hans. Helga Þorbergsdóttir og böm. Þeim er á einn eða annan hátt sýndu ÓSKARI ÁRMANNI GUÐMUNDSSYNI klæðskera, vináttu og tryggð í veikindum hans og við andlát hans hinn 9. des., sendum við innilegar þakkir og óskir um gleðiríka jólahátið. Vandamenn. Athugun á tonlistarflutn- ingi í Hallgrímskirkju NÝVERIÐ var efnt til ráð- stefnu hjá Húsameistara rí'kisins í Borgartúni, þar sem arkiteikt Hallgrímskirkju í Reykjavík, Jörundur Plálsson, ráðgaðist við sérfróða menn um það, hvernig tryggja megi sem bezt aðstöðu í Hallgrknskirkju til flutnings þar á stærri og minni kirkjulegum tónverkum, Rætt var um stærð og stað- setningu á fuUtoomnu orgeli, fyr- irkomulag á sönglofti og svölum með tiUiti til áðstöðu og rýmis fyrir kór og hljómsveit, ýmis atr iði varðandi hljómburð í kirkj- unni o.fl. Sérstaklega var feng- inn hingað til ráðuneytis í þessu sambandi hr. Fritz Steinmeyer frá G.F. Steinmeyer & Co Org- elbau, Oettingen, Bayern. Mikill áhugi var á þessari ráð- stafnu fyrir þvi að leysa sem bezt úr öllum fyrrgreindum atr- iðum, sem varða söng og tónlist í framtíðinni í kirkjunni á Skóla vörðulhælð. Þess mó geta að mönn um kom saman um það, að í Hallgrímskirkju þyrfti að koma a.m.k. 70 radda orgel, en síðar verða teknar ákvarðanir um íhvaðan slíkt hljóðfæri verður fengið. Nú mun yfirleitt vera um 4(4 árs afgreiðslutómi í Þýzka- landi á stórum kirkjuorgelum. í þessu sambandi má einnig upplýsa a'ð HalLgrímskirkja í Reytojavílk á gamlan orgelsjóð, sem ber nafnið „HVAMMUR", og er hann í vörzlu Biskupssfcrif- stofunnar. Þann sjóð þarf að efla sem mest á næstu árum svo að hægt verði að kaupa fullkomið orgel I Hallgrímsskirkju, strax og hún verður fullgerð — vænt- anlega 1974. (Frá Bygigingamefnd Hall- grimskirkju). Jólablað Hamars HAFNARFIRÐI — Jólablað Hamars er komið út fjölbreytt að efni og prýtt fjölda myndia, nýrra og gamall Forsíðan er gerð hjá Litmyndum sf. Af efni blaðsins, sem er 40 s., má nefna: Séra Sænmmcfcur F. Vigfússon, Jófriðarstöðum, skrifár um jól- in. Jón Gestur Vigtfússom um Hatfnarfjarðarkirkju 50 ára, Sig urveig Guðmundsdóttir smá- sögu, sem hún netfnir Dalakof- ann, frásögn úr bókinni Fomum skuggum eftir Sigurð Arnaids, Matthias Á. Matlhiesen alþrn. um stutta heimsókn í brezka þingið, Sólveig Eyjóltfsdóttir garnlar minningar, prédilkun fiutt í Hafnarfjarðarkirkju 30. ágúst s.l. af iþrseta Lútherska heimssambanidsins, dr. Fredrik A. Schiotz, Þorgeir Ibsen um Viktoríu Guðmundsdóttur fyrr- um skólastjóra, og einnig er stutt frásögn etftir hana, sem hún nefnir Fyrsta jólatréð mitt. Auik þessa etfnis ræðir Ámi Grétar Finnsson um skólama í Hatfnartfirði og fylgir fjöidi mynda, jólagetraun, bamasögur, kvikmyndir, íþróttasíða, myndir og frásögn atf leik- og föndur- sikóla St_ Jósepssystra, og ýmis- legt fleira er í blaðinu. Útsvör í Kópa- vogi áætluð 34,5 millj. kr. FKUMVARP að fjárhagsáætlun fyrir Bæjarsjóð Kópavogs og önn ur fyrirtæki bæjarins var lögð fram til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar 18 þ.m. Niðurstöðutölur áætlunarinnar eru kr. 64,8 millj. en voru á áætl- un fyrir árið 1964 kr 41.850.000.00 Á áætlun næsta árs koma áætluð gatnagerðargjöld ekki inn í tekju lið, en eru færð til frádráttar k gatna- og holræsalið. Sé tekið tillit til þessarar breytingar hækkar áætlunarupphæðin ura 23,65%. Útsvör auk 5-10% álags fyrir vanhöldum eru áætluð 34,5 millj- ónir en voru áætluð á þessu ári 28.5 millj. Hækkunin nemur 21 af hundraði. Aðstöðugjöld áætlast 2 millj. Framlag úr jöfnunarsjóði 7.8 millj. Fasteignagjöld áætlast -2,2 millj. Hæstu gjaldaliðir eru: Til gatna- og holræsagerðar kr. 10.25i5.000,— auk áætlaðs gatnagerðargjalds kr. 2,5 milljóu ir. Til félagsmála kr. 9.678.000. — Til fræðslumála: 1) reksturs kr. 6.375.000,— 2) skóla'byggingar 4.250.000,— Sam- tals kr. 10.625.000.00. (Frá skriistofu bæjarstjóra) UátíðWtjétííVlÍMSt '0cmi£6aís y^VoOgtítíS r Skreyttar 'istertur Josðar&r/a/s úr vanillaís og súkkulaðisís /pö/zÆum Þriár stærðir: ’ 6 manna 9 manna 12 manna ístertur þarf að panta með i daga fyrirvara í útsölu- stöðum á Emmess ís. Mjólkursamsalan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.