Morgunblaðið - 23.12.1964, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.12.1964, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MiSvifcudagUT 23. des. 1964 22. /2. /9U H // c'Ji T* •>K /oa» Lægðardragið mi'lli íslands bjartviðri er nær dró Græn- og Grænlands var á ihreyfingu landi. Hitinn var rétt við fnost SA í gær. Á SA-hlið þess var mark vestan lands, en 4—7” á vestanátt og éljagangur, en Austurlandi. SUdarbáLuruir aX au»iuruiiðiuu í Uei r>u íiuiu uiu juim. Ný ljóðabók efiir Gnnnar Da) Aðalfundur r Armanns AÐALFUNDUR glímufélagsins Ármanns verður haldinn mánu- daginn 28. des. í félagsheimilinu við Sigtún og hefst kl. 21. Á dag- skrá eru venjuleg aðalfundar- , störf. Armann ivr. biriarsson |________________________________________ flrmann Kr. Einaisson hlýtni nonæn unglingabókaiveiðíaun í SKEYTI frá NTB í gær var frá því skýrt að Ármann Kr. Ein arsson hefði hlotið hin svo- nefndu sólflugsverðlaun að upphæð 2.000.00 kr norskar fyrir unglingabók, en verðlaun þessi eru veitt úr bókmenntasjóði Johan Yttre yfirlæknis fyrir unglingabækur. Blaðið hafði í gær tal af Ár- nva-n.ni og kvaðst hann hafa sent handrit af bók sinni „Víkiniga- ferð til Surtseyjar" tiil sam- keppni þeirrar, er fram fer um þessi verðlaun. Bar handrit hans þá nafnið „Eyjan rís úr hafi“ og eru verðlaunin veitt fyrir hand- ritið m<eð því nafni. Nýlega er komin út á norsku bók eftir Ár- mann „Hættulegt sjúkraflug" og er hann því ekki óþekktur meðal norrænna unglingabóka- höfunda. Bókin um Surtsey mun kpma út hjá Noregs boklag eftir því senx segir í NTB-fréttinni. Mynd þessa tók Sv. Þormóðsson á Hafnarfjarðarvegi í gærmorgun, en þar var þá mikil hálka og töfðust bilar mjög af þeim sökum. Þannig varð stanzlaus bilaröð nærfellt alla ieið frá Hafnarfirði til Reykjavikur. Kínver jar og Egyptar taka upp samvinnu Cairo, 22. desember, AP. í GÆR var undirritaður í Pe- king samningur milli Kína og Arabiska sambandslýðveldisina um efnahags- og tæknisamvinnu. Tekur samningur þessi til upp- hæðar, sem nemur 50 milljón- um dala, en greiðsla fer frana eftir 1970 og vextir eru engir. Einnig voru undirritaðir samn- ingar um framlengingu á áðuc gerðum viðskiptasamningum. Ný bók eftir Kára Tryggva^osi HINN vinsæli barnabókahöfund- ur Kári Tryggvason hefur nii setit frá sér sína sextándu bók, sem nefnist „Ævintrýaleiðir". — Bókin er myndskreytt af Þórdísí Tryggvadóttur og hefur vel tek- izt. Sagan gerist á Kanarí-eyj- um og er einstaklega geðsleg og skemmtileg bæði fyrir börn og unglinga. Kári er sagnamaður, hann kann ágætlega að segja sögu og rekja atburðarás og ekki skortir hann ímyndunarafl. Það er ábyrgðarhluti að fást við sam- antekningu barnabóka, mörgum hættir til þess að álíta að barna- bækur þurfi að vera sniðnar fyr- ir fáráða, en allir sæmilegir höf- undar, sem leggja fyrir sig slík skrif, vita betur, börn eru engir fáráðlingar, þau eru nokkuð klók, og skilja fyrr en skellur 1 tönnum. Bækur Kára eru lesnar bæðl af börnum og fullorðnum aí ánægju, en það er einkenni góðra barnabóka, að fullorðnir hafa einnig yndi af lestri þeirra. Þetta er með skemmtilegri barnabók- um Kára, en hann hefur einnig sent frá sér tvær ljóðabækur, Yfir Ódáðahraun 1948 og Hörpur þar sungu 1951. Foreldrar ættu að stinga þess- ari bók í jólapakka barnanna. Bókin er gefin út af ísafoldar- prentsmiðju. Siglaugur Brynleifsson. Gunnar Dal. Fjárlög af- greidd i gær Á FUNDI Sameinaðs þings i gær fór fram atkvæðagreiðsla við 3. umræðu um fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár, en umræðum um frumv. lauk á mánud. og er nán- ar sagt frá þeim á Þingfréttasiðu blaðsins i dag. Við atkvæðagreiðsl una voru breytingartillögur', sem fram höfðu komið frá meirihl. fjárveitinganefndar samiþykktar, en breytingartlllögur stjórnar- andstöðunnar felldar að undan- skildum örfáum tillögum. Var frumvarpið siðan samþykkt í heild. • ‘A.\j zJÍJiMKHjmr cí? 3^tvaamrvalía A,'í(tfU\Aí>£ V&e Á myndinni má lesa í það Odda í Rangárvallasýslu í sem á handritinu stendur, en Austfyrðinga Fiorðunge á ís- það er: „Á þessa bók er skrif- lande Sem deide að Odda uð EDDA Sæmundar Sigfús- 1225.“ sonar fróða, sóknarprests að íslenzkt handrit falt á fornsölu í Kaupm.höfn BLAÐINU hafa borizt þrjár bækur frá Bókaútgáfu Menn- ingarsjóðs. Þá hefir blaðinu borizt bókin „Með huga og hamri“ eftir Jakob H. Líndal búfræðing og fræði- mann að Lækjamóti í Húnaþingi, sem einnig er gefin út af Menn- ingarsjóði. Bókin er rúmar 400 blaðsíður að stærð, prýdd fjölda mynda og teikninga og prentuð á vandaðan pappír. Efni bókarinnar eru dagbækur höfundar og ritgerðir. Jakob fékkst við jarðfræðirannsóknir einkum í Húnavatns- og Skaga- fjarðarsýslum og fjallar bókin um það efni bæði dagbækur og ritgerðir. Loks hefir blaðinu borizt ljóða bók eftir Gunnar Dal er nefnist „Raddir morgunsins", sem Eóka- útgáfa Menningarsjóðs gefur út. Er hér um að ræða einskonar Ijóðaflokk í 62 ljóðum. Bókin er 120 síður að stærð, prentuð í Prentsmíðjunni Odda og vönduð að öllum búnaði. Ljóðin eru ekki samin í hefð- bundnu formi. Eru það Rómaveldi eftir Will Durant, síðara bindi í þýðingu Jónasar Kristjánssonar. Höfuð- kaflar ritsins eru: Keisaraöldin. Síðari hluti, Heimsríkið 148 f. Kr. — 192 e. Kr. og Árdegi krist- indómsins. Bókin er 420 bls. að stærð prentuð í Prentsmiðju Hafnar- fjarðar h.f., hin smekklegasta að öllum búnaði. 1 BERLINGSKE Tidende á fimmtudag er sagt frá því, að nú gefist þeim sem áhuga hafi á íslenzkum handritum tækifæri tfl að eignast eitt slíkt. Sé það falt hjá Grönholt Pedersens Anti kvariat, pappírshandrit frá árinu 1762, letrað fögrum skrautstöf- um, gylltum og svörtum á titil- blaði, bundið inn í pappírsband í byrjun undangenginnar aldar og síðast en ekki sízt afritað af Árna Magnússyni sjálfum. Afril Arna af upprunalega handritinu gekk síðan til vinar hans og kollega Páls Jónssonar Vídalín, sem jók við bókartitli, efnisskrá og valdi hinum ein- stöku ljóðum heiti. Handrit Páls Jónssonar átti síðar Bernhard Vídalín og Halldór sonur hans gerði afskrift þá sem nú er föl hjá Grönholt Pedersens Anti- kvariat árið 1762 heima á ís- landi fyrir brezka fornbók- menntafx-æðingurinn Charles Bertram. ...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.