Morgunblaðið - 23.12.1964, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.12.1964, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 23. des. 1981 MORGUN BLAÐIÐ 11 Sveinn Benediktsson: Ný Grettissaga SAMTAL þeirra Jóhannesar i Borg og Stefáns fréttamanns Jónssonar, í tilefni af áttræðis afmæli Jóhannesar fyrir nærri einu og hálfu ári, var endurtekið i útvarpinu nú fyrir hálfum mán- uði. Var það ekki að ástæðu- lausu, því að þetta samtal er eitt hið skemmtilegasta, sem nokk- urntíma hefur heyrzt þar. Nú er komin út saga Jóhannes- •r á Borg, skráð af Stefáni frétta- manni, með þeim hætti, sem Jó- hannes hefur mælt fyrir um og vildi sagt hafa. Það er skemmst •f að segja, að saga þessi er í •enn fróðleg og skemmtileg, þótt nokkuð gæti þar ónákvæmni. Þegar lesin er saga Jóhannesar «ins og hún er skráð af Stefáni, kemur manni ósjálfrátt í hug Grettis saga Ásmundssonar, sem •kráð var af Sturlu lögmanni og eagnaritara Þórðarsyni, bróður- •yni Snorra í Reykjaholti. Það væri þó ofrausn og háð að telja Stefán jafnoka Sturlu í frásagnarsnilli. En Stefán hefur það umfram Sturlu, að hann •tyðst við frásagnir kempunnar éjálfrar. Jóhannes greinir ekki einungis frá einstæðum afrekum í glímu og fangbrögðum við fræknustu og harðsvíruðustu kraftajötna stórþjóðanna, í austri og vestri, heldur segir hann einnig af mikilli hreinskilni frá uppvexti sínum og niðurlægingu þjóðarinnar fyrir og eftir alda- mótin síðústu. Hann greinir frá því, hvernig hann átti sjálfur drjúgan þátt í því að. hrinda ungmennafélags- hreyfingunni af stokkunum 1906. Ungmennafélagshreyfingin var mjög öflug um skeið og átti veru- legan þátt í framgangi fánamáls- ins og sigri íslendinga í sjálf- •tæðisbaráttunni. Jóhannes var einn af sjö þátt- takendum íslendinga í Ólympíu- leiknum í London 1908, en þá eýndu þessir fræknu ungu menn íslenzka fánann á erlendri grund, í 'fýrsta sinn. Keppendur voru auk Jóhann- eSar, Hallgrímur Benediktsson, Sígurjón Péturssón, Guðmundur Sigurjónsson, Pétur Sigfússon, J'ón Pálsson og Páll Guttormsson Þormar. Nokkru eftir Ólympíuleikana fékk Jóhannes tilboð frá Bret- landi um að sýna íslenzka glímu þar í landi. Fór hann þá utan við fjórða mann og hófu þeir glímu- •ýningar á erlendum vettvangi. Varð þetta upphaf að sýning- um Jóhannesar hjá erlendum fjölleikahúsum um tveggja ára- tuga skeið. Glímdi Jóhannes þar við tröll og oflátunga eigi síður en Grettir forðum daga. Eftir að Jóhannes varð fullþroska hafði hann nær •etíð sigur í glímukeppni hér- lendis, en tapaði þó i fyrstu keppninni um Grettisbeltið, sem Ólafur V. Davíðsson hreppti 1906. Einnig tapaði hann konungsglím- unni á Þingvöllum 1907 fyrir Hall grími Benediktssyni og varð ann- ar af keppendum. Loks meiddist hann f 4, grísk-rómversku glím- unni, sem hann háði á Ólympíu- leikunum í London, svo að hann varð að hverfa úr leik. Þessir ósigrar og óhapp sýnast hafa stafað af óaðgæzlu og ofur- kappi Jóhannesar, sem taldi sér •igurinn of visan. Þetta varð hon- um samt nauðsynlegur skóli og víti til varnaðar. Síðar, þegar hann átti miklu harðari og hættulegri andstæð- ingum að mæta, kynnti hann sér eftir föngum fyrirfram aðferðir ©g brögð mótstöðumannanna og •igfaði þá Jöfnum höndum með ráðkænsku og kröftum. Þegar mést la við svall honúm móður ©g rann þá á hann berserksgahg- ur og stóðst þá enginn fyrir hon- um. Jóhannes naut kennslu Matthi- asar Jochumssonar í uppvexti sínum og telur í sögunni, að þjóð- skáldið hafi mótað lífsferil sinn til þess er verða vildi. Snilldarandi Matthiasar „fló of heima alla“, óbundinn af tíma og rúmi. Hann kvað í Grettisljóðum fyrir munn völvunnar í Vöggu- spá: Jóhannes með GrettisbeltiS. „Háir hólmgang í huga þínum siður sigtíva og suðurþjóða; mun þér það mest að meini verða, og sefa þínum sundur deila. Niða sé ég nótt, fyrir nádyrum, megin myrkur — og mesta ljóma! — Sjá þú upp, sveinn, því að sé ég betra, dísir dynfúsar fyrir dagstjörnu, leiptra við laufar (sverð) lýsir af hjálmum, en brim brotnar fyrir brjósti jóa. — Fann ég eigi forlög furðu meiri mennskra manna fyrir mold ofan Síðustu erindin gætu eigi síður átt við Jóhannes, en Gretti. Gæfumunur Jóhannesar og Grettis var mikill, sem bezt kem- ur fram í því, að Jóhannes sneri heim til höfuðborgar íslands heill heilsu með gildan sjóð og óflekk- aðan skjöld eftir 20 ára „útlegð“, þar sem baráttan hafði stundum verið háð upp á líf og dauða við mestu kraftajötna veraldar. En útlegð Grettis endaði þann- ig, að hann og Illugi bróðir hans voru ofurliði bornir í Drangey og felldir með fjölkynngi. Skapferli og atgervi Jóhannes- ar og Grettis sýnist hafa verið líkt. Foreldri og umhverfi beggja í uppvexti einnig áþekkt og báð- ir háðu marga hildi og tvísýna. Eftir heimkomuna 1927 lagði Jóhannes fé sitt og fyrirhöfn fram, til þess að koma upp stærsta og glæsilegasta gisti- og veitingahúsi landsins, Hótel Borg, fyrir Alþingishátíðina 1930 og rak það síðan um 30 ára skeið. Frásögn þeirra Jóhannesar og Stefáns hefur tekizt merkilega vel. Hvert atriði sögunnar verð- ur eðlilegt og efnisskipan góð, þannig að sagan verður að sam- felldri heild. Sönn hetju- og af- rekssaga, sem er allt í senn læsi- leg, lærdómsrík, skemmtileg og fróðleg. Á einstaka stað mætti þó málfar vera vandaðra. Einnig hefði verið skylt að bera söguna saman við óyggjandi heimildir til þess að koma í veg fyrir rang- hermi. Spái ég því, að saga garpsins Jóhannesar á Borg muni verða talin meðal merkustu bóka, ís- lenzkra, sem út hafa komið á þessari öld og eigi fyrir sér að verða prentuð í mörgum útgáf- um. Mundu þá verða leiðréttar þær villur, sem slæðzt hafa inn í frá- sögnina, en skipta engu höfuð- máli. En skylt er að hafa það heldur, er sannara reynist. Ekki voru það gamlar pönnu- kökur, sem frægar urðu hjá Magnúsi á Grund, heldur „gaml- ar lurnmur". Ekki hefur merkis- maðurinn Júlíus bankastjóri Sig- urðsson verið nefndur „Júlli gamli Sigurðar“ laust eftir alda- mót, þá liðlega fertugur, en rétt mun það, að hann væri stundum í glensi kallaður Júlli banki. Síðasta línan í kvæði Björnsons á bls. 86 á að vera þannig sbr. Bjömsons Samlede Værker IV, bls. 88. Útg. 1932: „ifra grænsen og ut til de drivende garn.“ Hlið- stætt kvæði á íslenzku er eftir Guðmund skáld Magnússon, sem tók sér skáldaheitið Jón Trausti, en ekki eftir Guðmund skóla- skáld Guðmundsson. Á bls. 89 er vitnað til „Sjálf- stæðisflokksins gamla“ á að vera „Landvarnarflokksins". Ekki er Stefán Jónsson. rétt að kalla Guðmund Hannes- son, prófessor, „landlækni", þótt hann hafi verið settur í það emb- ætti um nokkurra mánaða skeið, í fjarveru Guðmundar Björnsson- ar, landlæknis. Á bls. 209—210 er rætt um, að fundum þeirra Jó- hannesar og Einars skálds Bene- diktssonar hafi borið saman í New York „við lok fyrra heims- stríðsins,“ sem endaði svo sem kunnugt er 11. nóv. 1918. í því sambandi er þess getið, að Einar hafi þá verið að yrkja „Kvæðið mikla um Karlsefni" og hann muni í þessari Ameríkuvist hafa ort kvæðið um Fimmtutröð. Nú eru heimildir fyrir því, að Einar fór til New York haustið 1925 og var þar nokkra mánuði. Þá er talið, að hann hafi ort kvæðið „Vínland“, sem mun vera sama kvæðið og í sögu Jóhannes- ar er nefnt „Kvæðið mikla um Karlsefni" og birtist það fyrst vestan hafs í Lögbergi 11. febr. 1926. Frú Valgerður Benedikts- son telur í Minningum sínum, að það sé eitt þeirra kvæða, sem lengi var að mótast í huga Ein- ars, sbr. Minningar V. B. bls. 128. Kvæðið „Fimmtatröð" orti Ein- ar sumarið 1921, sbr. Minningar V. B. bls. 109. Það eru því allar líkur til þess, að þessir fundir Jóhánnesar og Einars hafi verið haustið 1925 og í býrjun árs 1026, en ekki við lok fyrri heimsstyrj- aldarinnar, og kemur það eirinig heim við frásögnina að öðru leyti. Á bls. 208—209 segir frá heim- sóknum Jóhannesar til E. Ben. í London 1910. Um þetta leyti (1910) mun Ein- ar Benediktsson hafa verið i fé- lagsskap við þekktan enskan fjár málamann, F. L. Rawson, promo- ter, er vann að stofnun og undir- búningi nýrra fyrirtækja og framkvæmda víðsvegar um heim. Höfðu þeir skrifstofur í City of London í Moorgate Street 7 eða 9, en Bank of England var and- spænis, þegar komið var á næsta götuhorn. Á skrifstofum þessum unnu 300—400 manns. Einar bjó þá á Hotel Metropole við Victoria Street, en mun aldrei hafa haft skrifstofu við Piccadilly Circus. Mr. Rawson var aðalmaðurinn í fyrrnefndu fyrirtæki, enda bar það nafn hans. (Heimild Sigfús Blöndahl fyrrv. aðalræðismað- ur). Piccadilly Circus er ekki í fjármálahverfinu City of London, eins og óbeint er sagt í sögunni. Hér er því um misskilning að ræða í frásögninni. Fleiri skekkjur mætti tína til, en ég læt hér staðar numið. Prentvillur eru fleiri en þyrfti að vera. Frásögnin er á köflum svo furðuleg, að Jóhannes segir, að hann myndi sjálfur efast um sann leiksgildi hennar, ef hann hefði ekki við að styðjast úrklippusafn úr erlendum blöðum límt á papp- írsspjöld í fjórum snjáðum doðri öntum. Komu úrklippurnar þann- ig í stað dróttkvæða og vísna forn sagnanna við skrásetningu sög- unnar. Ég hef sannreynt, að minni Jó- hannesar um gamla viðburði er oft ótrúlega gott t.d. getur hann um fund, sem hann boðaði til á ísafirði 1907 og lýsir Jónasi skáldi Guðlaugssyni í því sambandi þannig: „Ég man það eins og ég hefði séð hann í gær, þar sem hann gekk inn gólfið í fundar- salnum með háglóía og staf í hendi.“ Nú vill svo til, að foreldrar mínir áttu ljósmynd af Jónasi, frá þessum tíma, sem nú er i mínum vörzlum, þar sem hann er einmitt með umræddan staf og t glófa, svo ekki bregst Jóhannesi minnið, þótt langt sé umliðið, enda var Jónas hinn efnilegasti og eftirminnilegasti maður, en lézt 28 ára og hafði þá gefið út ljóðabækur og margar skáldsög- ur, bæði á íslenzku og dönsku. Ytra snið bókarinnar og frá- gangur er góður, að öðru leyti en því, sem fyrr er greint. Ég sakna þó nafnaskrár. Margar _ ágætar myndir prýða bókina. Ég er i engum vafa um, að þessi útgáfa bókarinnar selst fljótlega upp og hana fá færri en vilja. Sveinn Benediktsson. Auðnuríkir ævidagar Fáein orð um sjálfsævisögu Jóns á Laxamýri MARGAN lærdóm má draga af sögunni, og skemmtileg frásögn verður æ til yndisauka. Mér dettur þetta í hug nú, er ég hef nýlokið við aS lesa sjálfsævi- sögu Jóns bónda Þorbergssonai- á Laxamýri. Bókin er í senn skemmtileg og fróðleg, og er mér efst í hutga, að lestri loknum, að þakka Jóni fyrir alla fræðsl- una. Hér er saman kominn stór- mikill fróðleikur um þróunar- sögu íslenzks landbúnaðar, sem mér a.m.k. var alls ekki tiltækur áður. Á þetta ekki sízt við á sviði sauðfjárræktar og um félags- málastarfsemi bænda, bæði um bein hagsmunamál þeirra og menningarmál. Jón var á báðum þessum sviðum hinn merkasti brautryðjandi, og er bók hans ómissandi heimildarrit öllum þeim, sem huga hafa á að kynna sér þessi mál til nokkurrar hlít- ar. í sambandi við brautryðjenda- starf sitt á sviði sauðfjárræktar- innar gerðist Jón ótrúlega víðför- ull um landið, svo að hann kynntist fjölda bænda í nær öllum sveitum landsins. Frá kynnum sínum af bændum, búa- liði og búskaparháttum. hvar sem hann kom, segir Jón í bók sinni á skemmtilegan og líflegan hátt, svo að minnilegt verður hverjum, sem les. Ætla ég því, að bókin verði víða aufúsugestur. Enda þótt bók Jóns sé stór- fróðleg um sögu íslenzks land- búnaðar, er hún ekki síður að öðru leyti lærdómsrík, og á ég við, hvernig hann og bræður hans hófust úr litlum efnum og fákostum til þroska. vegs og virðingar. Mun þar margt hafa lagzt á eitt: góð ætt, hollt upp- eldi, hugsjónir og þrek og fórnar- lund til að vinna fyrir þær og hrinda þeim í framkvæmd. Eink- ar hugstætt verður mér eftir lest- ur bókarinnar, hversu oft og mikið Jón vann með öllu kaup- laust að hugðarmálum sínum í þágu þjóðarinnar og þá framar öðru bændastéttarinnar. Slíkt mætti margur hugleiða nú, En það kom Jóni ekki að sök, nema síður væri, enda hefur hann haft starfsþrek og framkvæmdahug umfram marga aðra, og má ekki sízt marká það af því, er hann réðist ungur af litlum efnum í að menntast erlendis. kaupa síð- an höfuðbölið, Bessastaðr' á Álftanesi, og gerast jáfhframt búskapnum þar forystumaður og leiðbeinandi íslenzkra bænda á mörgum sviðum. Sannarlega á íslenzk bændastétt Jóni á Laxa- mýri mikla skuld að gjalda. Þessi bók er saga manns, sem hafizt hefur af sjálfum sér og átt því lífsláni að fagna að eiga drauma, er hann gat gert að veruleika með fórnfúsu atfylgi, Það er og lífslán hans að hafa átt góða konu, menningarlegt heim- ili og efnileg börn. Sjálfur segist hann hafa sett sér það mark að vinna landi sínu gagn og verða Jón á Laxamýri. guði þóknanlegur. Þess munu margir vænta, að honum hafi tekizt hið síðara engu miður hinu fyrra. Saga Jóns er gefin út á forlaigi Odds Björnssonar og smekkleg að öllum frágangi, svo sem væntj má. Margar myndir prýða hana og auka gildi henar stórum. Ég er þess vís. að bók þessi véi’ður lesin með athygli á ófáum sveita- heimilum næstu vikurnar. Hún á það líka fyllilega skilið. Hafi Jón bóndi heila þökk fyrir verk sitt Gisli Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.