Morgunblaðið - 23.12.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.12.1964, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLADIÐ Miðvíkudagur 23. des. 1964 UM BÆKUR Um ársins hring Sigurbjörn Einarsson biskup: XJM ÁRSINS HRING. Úr stól — Frá altari — Yfir moldum. 277 bls. Setberg, Reykjavík 1964. MEÐAL eigulegri bóka á mark- aði jólakauptíðarinnar í ár er tvímælalaust prédikanasafn eft- ir Sigurbjörn Einarsson biskup, sem ber heitið „Um ársins hring“ og hefur að geyma prédikanir og minningarræður frá liðnum ára- tug. Setberg gefur bókina út og hefur vandað vel til hennar. Pappír, prentun, prófarkalestur og bókband er allt til hreinnar fyrirmyndar. Þó er að sjálfsögðu mest vert um sjálft inntak bók- arinnar, boðskapinn sem hún flytur, og þá ekki sízt hvernig hann er fluttur, því boðskapur sem ekki grípur athygli áheyr- anda eða lesanda er til lítils fram borinn. Það fer naumast milli mála, að Sigurbjörn Einarsson sé mesti og snjallasti kennimaður þessa lands, að öðrum ágætum klerkum ólöstuðum. Ber margt til þess: óvenjufagurt og myndríkt tungu- tak, örugg og listræn tök á hver ju umræðuefni, skáldlegt hugarflug og næmt auga fyrir því mann- lega í hverjum viðburði, víðtæk menntun og mikil yfirsýn, sann- færingarkraftur, skaphiti og trú- arvissa. í bókinni koma allar þess ar eigindir ljóslega fram. Blæ- brigðin eru margvísleg. Sigur- björn slær á marga og ólíka strengi, og þeir hljóma flestir snjallt og eftirminnilega. Það er vandaverk og sennilega óvinnandi að gera upp á milli beztu kaflanna í þessari bók. Þeir eru hver með sínum hætti listasmíðar, sem unun er að njóta, og mann undrar það eitt hve margir góðu kaflarnir eru og sundurleitir. Þegar biskupinn prédikar er það fyrst og fremst útlegging textans sem fyrir hon- um vakir, og þar kemur hann manni sannarlega oft á óvart. Hann hefur fágætt lag á að gera fjarlæg efni nákomin, flókin efni einföld, torræð efni ljós, hvers- dagsleg efni háleit og eftirminni- leg. Þegar hugleitt er, hve oft við erum búin að hlusta á guðspjöll hinna ýmsu drottinsdaga ársins og útleggingar þeirra, sætir það í rauninni allmikilii furðu, þegar inntak þeirra glæðist fersku lífi, fær nýja og nærgöngula merk- ingu. Ég þekki engan íslenzkan kennimann sem þessi list er jafn- lagin og Sigurbirni Einarssyni, enda er hann ótvírætt á heims- mælikvarða sem prédikari, ef út í þá sálma væri farið. Eins og kunnugt er talaði Kristur margt I dæmisögum og gerði boðskap sinn með þeim hætti aðgengilegri öllum þorra manna, gerði hann næstum á- þreifanlegan þeim sem til hans heyrðu. Þessi prédikunaraðferð er Sigurbirni Einarssyni einkar töm. Hann kryddar mál sitt gjarna ljósum dæmum úr dag- lega lífinu eða bókmenntunum og er sérkennilega fundvís á sögur og atvik sem varpa skæru ljósi á viðfangsefnið sem hann er að fjalla um. Stólræðurnar í bókinni eru 24 talsins, flestar fluttar á stórhá- tíðum og öðrum helgidögum kirkjuársins, en allmargar fluttar af sérstökum tilefnum, á sumar- daginn fyrsta, á landsþingi Slysa- varnafélagsins, á sjómannadegi, á samkomu í tjaldi, á fullveldis- degi o. s. frv. Sigurbjörn Einars- son hefur undravert lag á að tengja hverja prédikun tilefninu, sem hún er helguð, einatt með þeim árangri að tilefnið sjálft stækkar og fær nánast sögulega þýðingu. Góð dæmi um þetta eru stólræðurnar „Þegar tjaldið fýk- ur“ (flutt á samkomu í tjaldi), „Með köldu blóði“ (flutt á þingi Barnaverndarfél. '59), „Tröllska — mennska“ (flutt á fullveldis- degi), „Vakna þú!“ (einnig flutt á fullveldisdegi), „Upp, upp mín sál“ (flutt við minningarguðs- þjónustu í Hallgrímskirkju 1952), og fleiri slíkar. Allar eru þessar hugvekjur snilldarverk, sem greypast í hug lesandans og kalla hann til sín aftur. Sigurbirni Einarssyni lætur vel að mæla á upphöfnu, skáldlegu máli í leiftrandi líkingum og lit- ríkum svipmyndum, en ekki er hann síðri þegar honum hitnar í hamsi og orð hans fá hárbeittar eggjar sem tæta sundur blekk- ingahjúpinn, hræsnina, hégóm- ann og sjálfsánægjuna, sem flest okkar una svó vel við. f slíkum prédikunum minnir hann stöku sinnum á meistara Jón Vídaiín að því er tekur til snjalls tungu- taks, sem er innblásið af eldlegri vandlætingu og einlægri trúar- vissu. Mér eru í þessu sambandi einVnrn minnisstæðar ræðurnar ^ Hættulegur keppinautur Kunningjakona mín, sem fór niður í miðbæ til að verzla á dögunum, sagði mér, að hún hefði komið þar að sem menn voru að tæma einn af þessum nýju og fallegu ruslakössum, sem hjálpa bæjarbúum að halda götunum hreinum. Þeir stóðu ráðþrota við kassann og voru að velta innihaldinu fyrir sér. Og hvað haldið þið, að þeir hafi verið með í höndunum? — Jú, einhver hafði greinilega komizt að þeirri niðurstöðu, að jafn- fallegir og vel myndskreyttir kassar gætu ekki verið ætlaðir undir rusl og annan úrgang. — Síðan hefur þessi ágæti maður eða kona stungið jólapóstinum til vina og kunningja í kassann — og vafalaust fyrir 17. desem- ber. Þarna hefur póstþjónustan fengið hættulegan keppinaut. Sigurbjörn Einarsson „Með köldu blóði“, „Vakna þú!“ og „Hvaða flokk viltu fylla?“ (flutt við vígslu Kópavogskirkju 1962). Altarisræðurnar í bókinni eru sex talsins og bera yfirskriftina „Rastir í daganna rás“. Tvær þeirra eru fluttar við biskups- vígslur, ein við vígslu Skálholts- kirkju, ein á tveggja alda afmæli Hóladómkirkju, ein við Alþingis- setningu og sú síðasta við vígslu Kópavogskirkju. f sumum þess- um ræðum kemur hvað skýrast fram sá eiginleiki sem mér hefur alla tíð fundizt einna mest til um hjá Sigurbirni Einarssyni: hin næma og sívökula tilfinning hans fyrir íslenzkri sögu og hefð, skyn hans á samhengi sögunnar og það hlutverk sem kristin kirkja hefur gegnt í íslenzku þjóðlífi í meir en þúsund ár. Hann virðist vera svo samofinn þessari hefð, að maður fær stund um þá kynlegu tilfinningu, að hann hafi verið handgenginn ýmsum svipmestu forverum sín- um á biskupsstóli, verið í per- sónulegum tengslum við þá og lifað samtíð þeirra. Og samt eru fáir íslendingar meiri samtíma- menn en hann. Um það vitna Annars gefur þetta tilefni til þess að koma því á framfæri við póststjórnina, að ekki sakaði að hafa ögn fleiri póstkassa á göt- um og gatnamótum höfuðstað- arins. •jc Óskalög sjúklinga Kona ein hringdi í fyrradag og sagðist yfirleitt ekki hafa nema gott eitt að segja um út- varpið. En hún sá ástæðu til að kvarta yfir því, að jólaauglýs- ingar útvarpsins kæmu niður á óskalagaþætti sjúklinga, en það gerðist á laugardaginn. Sagði hún, að þátturinn hefði ekki haft nema níu mínútur til um- ráða, þegar auglýsingalestrin- um lauk. Þessi kona sagðist þekkja töluvert til lífsins á sjúkrahús- unum hér — og margir sjúkl- ingar hefðu ekki tök á að senda kunningjum sínum jólakveðjur ýmsar hugvekjur hans, ekki að- eins um íslenzk samtíðarefni, heldúr einnig og ekki síður um þá atburði sem sett hafa sterkast svipmót á þessa öld úti í heimi. Hann er í senn íslenzkastur og alþjóðlegastur kennimanna kirkj unnar, ef ég er ekki með öllu glámskyggn. Síðustu fjórar ræðurnar eru eftirmæli eftir látna afreksmenn, þrjá íslenzka, einn bandarískan. Minningarræðan um Kennedy forseta er flestum íslendingum í svo fersku minni, að óþarft mun að rifja hana upp, en þar sagðist biskupi að mínum dómi svo vel, að hver góður fslendingur hlaut að vera stoltur af slíkum kirkju- höfðingja. Ég hef hvergi annars staðar rekizt á lýsingu sem segi með jafn gagnorðum hætti það sem flestum mun hafa fundizt um hinn látna forseta eins og eftirfarandi orð biskups: „Og ég hygg, að ég tali hér fyrir margra munn, þegar ég segi, að einnig vér, hinir mörgu, sem höfðum aldrei litið Kennedy forseta aug- um og vorum víðsfjarri hans vett vangi í öllu tilliti, bárum til hans eitthvert það þel, sem er ekki ópersónulegt og ekki einber virð- ing fyrir yfirburðum, aðdáun á glæsileik, hæfileikum og manna- forráðum, heldur nálgast hitt, sem vér lýsum, þegar vér segj- um, að oss þyki vænt um ein- hvern. Það var eitthvað svo satt við manninn, ekta, drengilega opið og tært, viðbrögðin mann- leg, vitsmunirnir hvorki stærð- fræðilegur svali né dúðuð klók- indi, hann hafði þá náðargáfu fyrirliðans að vera sannfærandi, ekki út af fyrir sig um skoðanir sínar, heldur um sjálfan sig“ (bls. 267—68). Líkræðan um Stein Steinarr er einnig að mínu viti meðal þess nærfærnasta sem ságt hefur ver- ið um þann stórbrotna og tor- skilda mann, um líf hans og list, hlutverk hans og örlög á þyrni- braut lífsins: „Og á þessari kveðjustundu hér er það ekki fyrst og fremst skáldið Steinn Steinarr, sem vér hugsum til, hann eigum vér áfram allir jafnt, svo framtíð sem nútíð. Vér hugs- um um manninn sem er horfinn. Skáldið, sem í ljóðinu óf líf anda síns inn í líf bessarar bíóðar, í pósti. Þess vegna væri það aldrei jafnvel þegið og fyrir jólin — að geta komið kveðju á framfæri til allra vina og kunningja — með einu bréfi. Og aldrei biðu sjúklingarnir eftir óskalagaþættinum með jafnmikilli óþreyju og einmitt fyrir hátíðarnar. Sú, sem hringdi, sagðist ekki ætla að gagnrýna auglýsinga- flutninginn. En hún spurði hví útvarpið gerði ekki það sama og dagblöðin, þegar mikið væri um auglýsingar: Lengdi dag- skrána á sama hátt og útgef- endur stækkuðu blöðin. Vel mætti flytja óskalaga- þáttinn til í dagskránni, en frekar ætti að lengja hann en stytta. Áfengið Enn hafa komið óskir um að þess væri farið á leit við fyr- hann var einnig til sem barn móður sinnar, vinur vina sinna. Hann var einnig til sem sá Steinn, sem vér mættum til og frá á förnum vegum og hneyksl- uðumst á honum og dáðum hann, smáðum hann og elskuðum hann, veikbyggður maður að sjá og hrösull í spori, en flestum hug- aðri, flestum geiglausari, alltaf hreinskiptinn, alltaf sjálfum sér samkvæmur, alltaf „ekta“ “ (bls. 257). Við sem þekktum séra Friðrik Friðriksson munum víst flestir samdóma um, að þessi lýsing biskupsins á honum sé frábær: „Að vera í senn jafn gagntekinn af lífsköllun og hann var og þó svo hátt hafinn yfir allt persónu- legt, verður þeim einum auðið, sem komast næst því að deyja sjálfum sér og lifa Kristi, og það var leydnarmál séra Friðriks*4 (bls. 263). Um Davíð Stefánsson fórust biskupi m.a. svo orð í Akureyr- arkirkju á liðnum vetri: „Hann þurfti ekki að berjast til ríkis, hann var borinn til þess og auð- kenndur erfingi um leið og hann birtist, þjóðin gaf honum hjarta sitt á sömu stundu og hann snerti það með sprota sínum......Hann var barnungur, þegar hann tók flugið. Hann hefði átt sinn sesa vísan sem tímamótaskáld og fals- laus listamaður, þótt hann hefði engu aukið við hæð sína síðan'* (bls. 272—73). Þessi dæmi ættu að nægja til að leiða í ljós, hve sýnt Sigur- birni Einarssyni er um að draga í fáum dráttum upp auðkenni- legar myndir af mönnum, sem honum hafa verið hugleiknir. Það er ein af mörgum náðargáf- um sem hann hefur orðið að- njótandi, og ber þessi fagra bók því mælskt vitni, að í honum á íslenzk kirkja sinn stórbrotnasta og málsnjallasta son. Það sem ég hef út á bókina að setja er einungis það, að textar guðspjallanna skuli ekki vera prentaðir með stólræðunum, sem fluttar voru á helgum dögum kirkjuársins, og að ræður sem vísa til tímabundinna atburða, eins og Alþingissetningarræðan, skuli ekki vera dagsettar. í öðru tilliti er bókin kjörgripur. irtæki, að þau sendu starfs- mönnum sínum og viðskipta- vinum ekki áfengi með jóla- kveðjunni. Til þess að koma 1 veg fyrir allan misskilning, þá eru það hvorki starfsmenn fyr- irtækja eða aðrir, sem von eiga á slíkum jólaglaðningi, sem beðið hafa fyrir þessa orðsend- ingu. En gamanlaust. Ef það er eitthvað, sem áreiðanlega svipt- ir börnin jólagleðinni, þá er það áfengisneyzla foreldra yfir hátíðarnar. Margra vikna til- hlökkun og undirbúningur get- ur breytzt í grát, ef ekki er hægt að stilla sig um að taka tappann úr flöskunni rétt yfir jólin. Þorláksmessa í dag er Þorláksmessa, einn mesti annadagur ársins. Von- andi tekur fólk ekki það nærri sér við innkaup, þvotta, bakst- ur og saumaskap — að hátíð- inni verði að verja eingöngu til þess að hvílast eftir átökin. BO S C H rafkerfi er í þessum bifreiðum: BENZ SAAB DAF TAUNUS NSU VOLVO OPEL VW Við höfum varahlutina. BRÆÐURNIR ORMSSON HF. Vesturgötu 3. — Sími 11467. Sigurður A. Magnússon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.