Morgunblaðið - 23.12.1964, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.12.1964, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLADIÐ Miðvikudagur 23. des. 1964 Niðurgreiðslur nauðsynlegar til að hindra verðbdlgu Úrræði ríkisstjornarinnar eina færa leiðin r 0 Ulvarpsræða Gunnars Thorrodd- sen fjármálaráðherra í Nd. í fyrrakvöld Gunnar Thoroddsen, íjármálaráðherra. Herra forseti. í þeim ræðum. sem hér hafa vnrið haldnar af tveim hv. þm. Framsóknarflokksins voru mörg mishermi. Ég ætla að láta nægja í upphafi þessa máls míns að leiðrétta fjögur þeirra. Annar hv. þm. sagði, að ég hefði upplýst, að tekjuskattur yrði í ár a.m.k. millj. hærri en fjárlög gerðu ráð fyrir. Þetta er misskilningur. Fjárlögin gera ráð fyrir, að tekju- og eignar- •kattur nemi 2&5 millj. og það er gert ráð fyrir, að hann verði 11—12 millj. hærri í reynd. í öðru lagi, síðasti hv. ræðumaður •agði, að ríkisstjórnin hefði gef- ið vilyrði um að lækka hin álögðu gjöld. tekjusk-att og út- •var, á þessu ári. Þetta er ekki rétt. >að hafa aldrei verið gefin nein slík vilyrði. Að tillögu ríkisstjórnarinnar var sett 4 manna nefnd í ágústmánuði, til þess að kanna möguleika á slíku. Alþýðusamband íslands tilnefndi einn mann í þessa nefnd og Bandalag opinberra stavfsmanna •nnan. I þessari 4 manna nefnd varð eftir rækilegar athuganir sameiginleg niðurstaða, ágrein- ingslaust. Hún gerði ékki tillögu um lækkun á útsvörurn eða tekju •katti, sem búið var að leggja á. Hitt er svo annað mál, hvort þessi tvö bandalög síðar hafa viljað afneita þessum fulltrúum, •em þau sjálf tilnefndu. í þriðja lagi sagði hv. siðasti ræðumaður. að stóreignaskatts- greiðendum væri hlíft og jafnvel endurgreitt. Þetta mál hefur verið skýrt hér áður og þessar •taðhæfingar hraktar. í rauninni er það furðulegt, að framsóknar- menn skuli sjá sóma sinn í því að rifja upp þetta stóreignaskatts- mál, annað eins hneyksli eins og það er allt. Á tímum vinstri •tjórnaririnar voru sett lög um •vokallaðan stóreignaskatt, sem þá var þegar Ijóst eða allar líkur tiþ að ekki fengist staðizt •amkv. stjórnarskrá landsins. Sú varð líka raunin á. Álagður stór- eignaskattur var í upphafi yfir 130 millj., en þegar dómstólar og •kattayfirvöld höfðu fjallað um •kattinn, var búið að ógilda meira en helming af þessum skatti. Hann á því algera sérstöðu hér og er einsdæmi í íslenzkri skatta- •ögu. Varðandi innheimtu þessa skatts, hefur hann ýmist verið greiddur í reiðufé eða í skulda- bréfum, eins og lögin sjálf igerðu ráð fyrir. Lögtök hafa verið gerð fyrir öllum eftirstöðv- itm hans, þannig að ríkis- ejóður er að fullu tryggður varðandi þá hluta skattsins, sem dómstólarnir að endingu telja, að geti staðizt. Hitt vita svo allir, að þar sem þessi skattur á að renna m.a. til húsnæðismálastjórnar og veðdeildar Búnaðarbankans og lánaður þaðan út, er eogum greiði gerður með því að inn- heimta þann skatt, sem þyrfti ■vo' að endurgreiða kannske í anir, eða þá aðilja, sem væru búnar að fá þessar greiðslur. Hér fer því fjarri. að einhverjum hafi verið hlíft, heldur er inn- heimta þessa skatts bein afleið- ing og óhjákvæmileg af þeim stjórnarskrárbrotum, sem vinstri stjórnin stofnaði til með þessari löggjöf. I fjórða lagi er svo það mis- hermi hjá hv. síðasta ræðumanni, að opinber gjöld hafi í tíð þess- arar stjórnar hækkað hlutfalls- lega meira en þjóðartekj- urnar. Þetta er ekki rétt. Ég sýndi fram á það við 1. umr. fjárl. að hluti opinberra gjalda eða skatta af þjóðarframleiðslu og þjóðartekjum eru lægri nú en áð- ur en núv. ríkisstjórn tók til starfa og ennfremur lægri en í okkar nágrannalöndum. Leiðréttingu á þessum 4 mis- hermum læt ég nægja hér, þó að af mörgu fleira væri að taka, sem tími leyfir þó ekki að sinni. Efni þess frv., sem hér ligigur fyrir, er það að hækka söluskatt úr 514 % í 714% og afla þannig rikissjóði tekna, sem áætlað er, að nemi 246 millj. kr. á næsta ári. Þessar tekjur eru að áliti ríkisstjórnarinnar nauðsynlegar, til þess að standa á næsta ári undir kostnaði við þær auknu niðurgreiðslur á vöruverði, sem ákveðnar voru fyrr á þessu ári og til þess að mæta þeim út- gjöldum, sem leiða af væntan- legri 3% hækkun launa og al- mannatrygginga snemma á næsta ári. Þar sem niðurgreiðslur úr ríkissjóði til lækknar á vöru- verði, eru nú einn stærsti vandi ríkisfjármálanna og aðalorsök þessa frv., tel ég rétt að gera hér nokkra grein fyrir niðurgreiðsl- unum. Hvaða vörur eru greiddar niður. Nú eru greiddar niður þessar vörur: Dilkakjöt, nýmjólk, smjör, saltfiskur, nýr þorskur, ný ýsa. Hvað kosta nú í smásölu þessar vörur, hver er niðungreiðslan á hverja einingu og hvað mundi verðið á þessum vörum verða, ef niðurgreiðslurnar væru felldar niður? Ég vil taka það fram. að ég rek þetta ekki vegna þess, að nokkrar till. liggi fyrir um að fella niðurgreiðslur riiður með öllu, heldur til þess að sýna myndina, því að einn ann- rnarki á niðurgreiðslum á vöru- verði er sá, að þær leyna og fela fyrir almenningi, hvað þessar vörur í raun og veru kosta, þar sem fólkið borgar hluta þessara vara óbeint með sköttum. Hér þarf að hafa það í huga, að hækkun á verði niður- greiddra vörutegunda, mundi verða meiri en svarar niður- greiðslum í krónum og vöruein- ingu, vegna þess að bæði smá- söluálagning og söluskattur kem- ur á hækkunina. Og að því er snertir nýjan fisk, er þessi mis- munur tiltölulega mikill vegna mikillar rýrnunar fisksins hjá smásala. Dilkakjöt kostar nú 1 smá- sölú 51.20 kr. kg. Það er hækka I útsölu upp í 73,75 kr.. ef niðurgreiðslan væri felld niður. Flöskumjólk kostar nú 6 kr. 1., niðurgreiðslan er 4,77 kr. Ef niðurgreiðslan væri felld nið- ur, mundi 1. hækka upp í 10,77 kr. Smjör kostar í útsölu 90 kr. Niðurgreiðsla á hvert kg er 84,96 kr. Smjör kg. myndi hækka upp í 190. kr., ef niðurgreiðsla er niðurfelld. Smjörlíki kostar 17,80 kr. Niðungreiðslan er 9,15 kr. Það mundi hækka upp í 28,90 kr. Saltfiskur kostar 17 kr. kg. niðurgreiðslan er 9,15 kr. Hann mundi hækka upp í 29,50 kr. Nýr þorskur kostar 5,60 kr kg. Niður- greiðslan er 2.30., hann mundi hækka í 9 kr. kg. Ný ýsa kostar 7,50 kr., niðurgreiðslan er 2 kr., mundi hækka í 11 kr., ef burt væri felld niðurgreiðslan. Hvað niðurgreiðslumar kosta. Þetta er aðeins lítil mynd af því, hversu þessar niðurgreiðslur eru stór og þýðingarmikill liður í_ verði þessara nauðsynjavara. Árskostnaður við niðurgreiðslur er nú samtals 543 millj. kr. Þar af kosta hinar auknu niður- greiðslur, sem hófust á þessu ári í framhaldi af júní-samkomulag- inu og sem ætlunin er að haldi áfram á næsta ári, 207 millj. kr. I heilt ár. Til þess að gera sér grein fyrir áhrifum þessara nið- urgreiðslna á vísitölu og kaup- gjald í landinu má geta þess, að væru allar niðurgreiðslur felld- ar niður, mundi vísitalan hækka um 19,4 stig og allt kaup í landinu hækka af þeirri ástæðu um tæp 12%. Ef hinsvegar hald- ið væri hinum eldri niðurgreiðsl- um, en aðeins hinar nýju eftir júní-samkomulagið felldar niður, mundi vísitalan þess vegna hækka um 714 stig og kaup um nær 5%. Af þessum 19,4 stigum, sem niðurgreiðsl- urnar alls nema, eru 16 stig vegna land'búnaðarvara. 5. júní sl.. var undirritað samkomúlag milli ríkisstjórnar- innar, A.S.Í., Vinnuveitenda- sambandsins og Vinnumálasam- bands samvinnufélaganna. Með því var stefnt að stöðva verð- bólgu og kjarabótum fyrir verka- fólk. Samið var til eins árs. Grunnkaup skyldi í meginatrið- um óbreytt nema hækka nokkuð til þeirra lægst launuðu. Verð- trygging kaupgjalds skyldi upp tekin að nýju þannig að kaup skyldi breytast ársfjórðungslega, ef vísitala hækkaði eða lækkaði um 1 stig eða meira. Jafnframt var ákveðið, að með niðurgreiðsl- um úr ríkissjóði skyldi vísitöl- unni haldið óbreyttri fyrst um sinn fram á haust, er þing kæmi saman. Það er gert ráð fyrir, að þessar auknu niður- greiðslur í ár kosti ríkissjóð um 68 millj. kr., en muni á árs- grundvelli kosta 207 millj. Júní-samkomulaginu var fagn- að, enda mikilvætgt spor stigið með eins árs samningi um vinnu- frið. En það fól einnig í sér vissar hættur, m.a. þá, að þyngja injög byrðar ríkissjóðs vegna aukinna niðurgreiðslna. Það hlaut hverjum manni að vera ljóst, sem eitthvað fylgdist með þessum málum. að tekna yrði að afla, ef ætti að halda þessum niðurgreiðslum áfram eða í stað tekjuöflunar skera niður út- gjöld ríkisins sem þessum kostnaði svarar. Það eru því látalæti, þegar stjórnarandstæð- ingar láta eins og þeim hafi kortiið þetta frv. algerlega á óvart. Nú er því haldið fram af stjórnarandstæðingum, að tekju- öflun sé óþörf. Þessi staðhæf- ing er rökstudd þannig, að árin 1962 og 1963 hafi tekjur ríkis- ins farið laogt fram úr áætlun. Þess vegna hljóti ríkistekjurnar einnig að fara fram úr áætlun í ár. Ríkisstjórnin hafi það fyrir sið að áætla tekjurnar í fjárl. miklu lægri en rétt er, til þess að fá sem mestan greiðsluafgang. Þessi er rökfærslan í stórum dráttum. Við skulum nú athuga hana nokkru nánar. Tekjuáætlun fjárlaiga er þann- ig undirbúin, að unnið er vand- lega úr þeim gögnum. sem fyrir hggja um afkomu ríkissjóðs á yfirstandandi árum, horfum framundan í atvinnu- og efna- haigslífi. Tekjuáætlunin er byggð á margvíslegum upplýsingum frá Hagstofu, ríkisskattstjóra, Efna- hagsstofnun og Seðlabanka. Lang stærsti tekjuliður ríkissjóðs er aðflutningsgjöld eða tollar, en upphæð þeirra veltur á því. hve innflutningurinn verður mikill á næsta ári. í megin atriðum er stuðzt við innflutningsáætlun Seðlabankans, en vitanlega get- ur enginn fullyrt fyrirfram, hvernig þróunin verði á næsta ári. í tíð núv. ríkisstj. hefur tekju áætlun fjárl. verið gerð af sam- vizkusemi og meiri nákvæmni en áður. Til glöggvunar og því til sönnunar, er rétt að líta yfir það, hvernig tekjuáætl- anir fjárl. hafa staðizt und- anfarinn hálfan annan áratug. Síðustu 5 ár eða frá 1959-1963 að báðum meðtöldum hafa tekjur reynzt fyrsta árið 3% umfram fjárlög, annað árið 1% undir áætlun fjárl., þriðja árið 5% yfir, 4. árið 18% yfir, 5. árið 15% yfir áætlun fjárl. Ef við tökum meðal tal þessara 5 ára er útkoman sú. að tekjurnar hafa farið til jafn- aðar um 9% umfram áætlun fjárl. Berum þetta nú saman við reynsluna frá 1950-1958 eða þau nær 9 ár, sem núv. formaður Framsfl. fór með fjármálastjórn ríkisins. Þau árin fóru tekjur fram úr áætlun f járl. eitt árið um 5%, þrjú ár milli 14-17%, þrjú ár 20-27%, eitt árið 47% og eitt ár- ið 96% fram úr áætlun fjárl. Og ef við tökum meðaltal þess- ara ára, fóru tekjur 24% fram úr áætlun fjárl. að meðaltali, en undanfarin 5 ár 9% að meðaltali. Ef sú staðhæfing Framsfl. er rétt að tekjur séu oft áætlaðar of lág- ar af ráðnum hug, hefur hv. 1. þm. Austf., Eysteinn Jónsson, ver ið mér miklu slynigari í þeirri íþrótt. Ástæðan til þess, að tekjur fóru svo verulega fram úr áætl- un fjárl. árin 1962 og 1963, var fyrst og frernst sú, að innflutn- ingur var bæði árin talsvert miklu meiri heldur en hinar opm beru stofnanir höfðu gert ráð fyrir og áætlað, og skilaði þvl meiri tolltekjum í ríkissjóði ei» reiknað hafði verið með. Þessi tvö ár varð greíðsluafgangur hji ríkissjóði samtals nær 300 millj. kr. Nú er deilt á ríkisstj. fyrir þennan greiðsluafgang. í fyrsta lagi, að tekjurnar hafi verið af ráðnum hug áætlaðar allt of lágt, til þess að hafa nægum pen ingum úr að spila. Ég hef þegar svarað þessu. I öðru lagi er þvl haldið fram, að það sé óforsvar- anlegt og í rauninni fordæman- legt að hafa greiðsluafgang, sen» einhverju nemi, það sé skattpin- ing af versta tagi. Rí'kisstj. er þeirrar skoðunar, að þegar mikil þensla er í efnahagslífinu og hætta á verðbólgu sé það háska- legt, ef ríkissjóður væri rekinn með halla og í slíkum tilfellum væri æskilegra, að hann hefði greiðsluafgang, til þess að vinna á móti verðbólguhættunni. En það er ekki aðeins ríkisstj. og þeir hagfræðingar og aðrir sér- fræðingar, sem hún hefur sér til ráðuneytis, sem halda þessu fram. Ég vildi gjarnan leiða hér til vitnis fyrrv. fjármálaráðherra Eystein Jónsson. í fjárlagaræðu sinni 15. okt. 1954. fyrir um það bil 10 árum, ræddi hann sérstak- lega um nauðsyn þess, að ríkis- sjóður hefði greiðsluafgang og segir svo orðrétt með leyfi hæstv. forseta í fjárlagaræðu í B-deild stjórnartíðinda 1954, bls. 174. „Það verður að teljast mjög mikilsvert, að ríkissjóður hafði greiðsluafgang á þessu ári. Er augljóst að slikt vegur nokkuð á móti þeirri miklu þenslu ,sem nú er í öllu fjármálaltfi landsins og dregur úr þeirri hættu, að verðbólga myndist og ný verðhækkunar- alda skelli yfir. Síðan heldur hann áfram. Þá er ekki síður ánægjulegt og þýðingarmikið, ef ríkissjóður gæti í slí'ku góðæri, sem nú er, eignazt einhverja fjármuni, sem hægt væri að leggja til hliðar og nota til nauðsynlegra fram- kvæmda síðar, þegar þörf væri á ráðstöfunum af hendi þess opin- bera til þess að halda uppi nægi- legri atvinnu í landinu. Verður áreiðanlega seint metinn til fulls sá hagur, sern þjóðinni gæti af því orðið, ef ríkissjóður gæti haft greiðsluafgang í góðærum, sem nota mætti, þegar á móti blési, til þess að koma þá í veg fyrir samdrátt verklegra fram- kvæmda og til þess beinlínis að auka þær verklegar framkvæmd- ir ríkisins og tryggja sem jafn- asta atvinnu fyrir landsmenn. Fjármálastefna, sem á þessu væri byggð, mundi eirtnig að sjálfsögðu reynast öflugt tæki til Fnamhaild á bls. 23. •tórum stíl. Mundi það skap>a uikinn rand* fyrir þessar stofn- niðurgréitt um 1750 kr. og mundi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.