Morgunblaðið - 23.12.1964, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.12.1964, Blaðsíða 31
Miðvikudagur 23. des. 1964 UORGUNBLADIÐ 31 Akureyringar iurðulosinir yfir iiugferðum FÍ AKTJREYRINGAR kvarta yfir þjónustu Flugfélags íslands þessa dagana. í gær sögðu þeir að auglýstar hefðu verið tvaer flugferðir til Akureyrar en hvorug farin. Hins vegar fóru véiar félagsins bæði til Húsavíkur og Sauðárkróks og lenti Sauðárkróksvélin á Akur- eyri þótt tilkynnt hefði verið frá afgreiðslunni í Reykjavík að «fært væri til Akureyrar. Afgreiðslumaður Mbl. á Akur- eyri sagðist hafa hringt til af- greiðslunnar í Reykjavík og hún *agt ólendandi á Akureyri eftir að Sauðárkróksvélin hafði nýlega lent þar. Kaupmenn og aðrir er h?ifa átt von á sendingum með flugvél- um til Akureyrar, sem legið hefir á fyrir jólin, hafa sömu sögu að segja og afgreiðslumaðurinn. Hins vegar hafa þessir aðilar tekið fram að öllydfgreiðsla fé- lagsins á Akureyjn sé hin bezta, en hafi þeir leitað til afgreiðsl- unnar í Reykjavík hafi þeir feng ið upplýsingar, sem vísvitandi hljóti að hafa verið rangar. Vonandi er að úr rætist með Akureyrarflugið í dag. — Flugvélin Framh. af bls. 1. lýðveldinu segja, að engin flug- áætlun hafi nokkru sinni borizt þeim í hendur og staðhæfa, að vélin hafi ekki hlýtt skipun um að lenda. Egypzkar orustuþotur skutu vélina niður skammt frá Alexandríu og fórust bæði flug- maður vélarinnar Hayt Williams, jem var Bandarikjamaður og að- stoðarflugmaðurinn, Sviinn Kjell Grupp. Vélina, sem var tveggja hreyfla Fairchild-vél, átti John W. Mecom olíufélagið í Houston í Texas. McCloskey sagði, að víst hefðu egypzk yfirvöld ekki stað fest móttöku flugáætlunarinnar, en það væri heldur ekki venja. Auk þess hefði vélin oft áður farið þessa leið og allt verið tíð- indalaust til þessa. Aðspurður hvort Bandarikin myndu ekki formlega mótmæla árás þessari sagði McCloskey að enn væri of snemmt að segja Guðbjartur bryti — ÞEGAR gamall heimilisvinur bernskuheimilis míns Guðbjart- ur Ásgeirsson bryti Lækjargötu 12 B, Hafnarfirði, fyllir sjötug- esta og fimmta ár ævi sinnar í dag, get ég ekki stillt mig um að eenda honum og heimili hans heillaóskir mínar og fjölskyldu. Guðbjartur Ásgeirsson er um margt mikilhæfur maður. Sjó- sókn gerði hann að lífsstarfi sínu, og stóð þar vel og dyggi- Jega í sinni stöðu, sem matsveinn og vita þeir það þó vel sem til sjós hafa verið og ekki sízt á togurum að oft er það verk ekki heiglum hent. Á sjónum undi Guðbjartur sér vel. Gjarnan hafði hann ljós- jnyndavélina sína með og tók myndir af sjómannslífinu, mynd- ir sem nú eru viðurkennd afrek á sínu sviði og hafa borið hróð- ur sjómannastéttarinnar utan- lands og innan. Er það verk, sem Guðbjartur vann á þesu sviði, svo merkt og geymir það merkan þátt íslenzkr ar atvinnusögu, að vert er, að því sé á lofti haldið og það virt sem skyldi. Það varð hlutskipti Guð- bjartar vinar míns, eins og svo margra annarra sjómanna fyrr og síðar, að starfa fjarri heimiii sínu, konu og börnum megin hluta æfinnar. Þegar heim kom tók elskuleg kona hans Herdís til um það, slíkt yrði aðeins gert að undangenginni ítarlegri rannsókn á öllum málavöxtum. Sendiráðsstarfsmenn eru sagð- ir mjög áhyggjufullir vegna þessa hörmulega atviks, einkum þar sem það siglir í kjölfar ann- ars, sem varð fyrir tæpum mán- uði, er hópur afrískra stúdenta réðist á John F. Kgnnedy bóka- safnið í Kairó. „Þetta er samt miklu alvarlegra mál en bóka- safnsbruninn" sagði sendiráðs- starfsmaður Bandarikjanna í einkaviðtali. „Það sem mestan óhug vekur er það, hversu grimmileg árás þetta var og hve egypzka stjórnin hefst lítið aö í máliniu. Fulltrúi olíufélagsins í Texas kom til Cairó í gærkvöldi og hefur átt viðræður við sendi- herra Bandaríkjanna þar í borg. Munu þeir báðir eiga fund með egypzku stjórninni síðar í dag. Engin óleyst vandamál Helsinigfors, 22. desernber, URHO Kekkonen, Finnlandsfor- seti átti í dag viðræður við Anastas Mikoyan, forseta Sovét- ríkjanna, sem kom til Finnlands fœrandi hendi og sæmdi Kekkon- en æðsta heiðursmerki Rússa, Lenin-orðunni. Annars var er- indi Mikoyans að ræða viðskipti Rússa og Finna á sviði viðskipta og menningarmála o.g létu for- setarnir báðir vel yfir vi'ðræðun- um. í opinberri tilkynningu, sem gefin var út eftir fund þeirra í dag, sagði að engin óleyst vanda- mál biðu úrlausnar í samibúð So- vétríkjanna og Finnlands. * Asgeirsson 75 ára Guðmundsdóttir á móti maka sínum með barnahópinn stóra. I þessum hópi og með fjölda heimilisvina naut Guðbjartur sér bezt — þá var hann heima. Nú er hann hættur sjósókn af heilsufarsástæðum, en nýtur yndis í hópi ástvina sinna, sem öll virða hann og dá. Guðbjartur hefir verið sæmd- ur heiðursmerki Sjómannadags- ins enda vel til þess unnið fyrir dáðríkt starf á togurum og milli- landaskipum. Eitt er þó ótalið og þó miklu fleira, en þá á ég við hina miklu fyrirmynd sem Guð- bjartur var ungum mönnum, sem með honum voru í skiprúmi, bæði með vinnusemi sinni og framkomu allri og því, hve óþreytandi hann var með for- dæmi sínu, að efla sundkunnáttu sjómanna. Ef til vill hefir sá þáttur í lífi Guðbjartar bjargað mörgum mannslífum, því óneitanlega var það ungum manni mikil fyrir- mynd til eftirbreytni, að sjá Guð- bjart stinga sér til sunds á opnu hafi og synd knálega um sollin sæ. Á þessum stóra degi Guð- bjartar sendi ég og fjölskylda mín honum og heimili hans beztu hamingjuóskir og þakka fyrir störf og viðkynningu alla. Matthías Á. Mathiesea. Eshkol aftur Jerúsalem, 22. desember, NTB. LEVI Eshkol forSætisráðherra, lagði í dag fyrir ísraelsþing ráð- herralista sinn. Eru á honum allir þeir sömu menn og fyrir sátu í stjórninni í fyrri viku, þegar upp risu úfar með Eshkol forsætisráðherra og fyrirrennara hans í starfinu, David Ben Guri- on, vegna þess að Ben Gurion vildi láta fara fram nýja rann- sókn í 10 ára gömlu „ríkisörygg- is“-máli, sem á sínum tíma vakti miklar deilur í Israel og hat- rammlegar og var kennt við myndar stjórn þann mann sem þar kom mest við sögu og kallað Lavon-málið. Leiða menn nú allar getur að því að hin nýja stjórn Eshkols muni vísa kröfunni um upptöku máls þessa algerlega á bug. Hin nýja stjórn hlaut trausts- yfirlýsingu ísraelsþings í dag og féllu atkvæði þannig að 59 þingmenn greiddu henni atkvæði on 3S þinigimenn voi’U á móti henni. Níu þingmenn Mapai- flokksins sátu hjá við atkvæða- greiðsluna. Stjórnin vann em- bættiseið sinn þegar eftir að at- kvæðagreiðlu lauk. — Italia Framhald af hls. 1 um meirihluta, 482 átkv. Horf ur Leone vænkuðu að mun við 11. atkvæðagreiðsluna, er keppinautur hans og ftókks- félagi, Amintore Fanfani, dró sig í hlé. Næstur Leone var frambjóðandi kommúmsta, Umberto Terracini, sem fekk 250 atkv. og þriðji var Pietro Nenni, leiðtogi sósialista, sem fékk 104 atkvæði. Við elleftu atkvæðagreiðslu féllu alls þrjú atkv. í hlufc öldungadeildarþingmannsiins Ludovico Montini, bróður PáU páfa VI. Aftur verður gengið bil at- kvæðagreiðslu á morgun, mil5 vikudag. Jólahelgileikurinn á Eyrarba kka. Nokkrir flytjenda í kór. Jólah elgileilcur á Eyrarhakka Eyrarbakki, 22. des. SÍÐASTLIf>INN sunnudag var sýndur hér í kirkjunni helgileik urinn „í Betlehem er barn oss fætt“. Leikurinn er þýzkur, en frú Rut Moen hefur þýtt hann á íslenzku og fært Eyrarbakka- kirkju að gjöf. Eins og nafnið ber með sér fjallar leikurinn um jólaguðspjallið. en hin ýmsu .at- riði eru: 1. Raddir spámanna 2. í leit að næturstað; 3. Boðskapur englanna; 4. Hjá jötunni í Betle hem; 5. Vitringarnir frá Austur löndum; 6. Lofsöngur Maríu. Að lokum söng allur söfnuð- urins „Heims um ból“. Organisti kirkjunnar, Kristinn Jónasson, lék undir söng kórsins, en Snæbjörn Árnason lék undir helgileiknum. Sýningin þótti tak- ast mjög vel og voru kirkjugestir á einu máli um að iþessi stund væri með þeim hátíðlegustu, er þeir hefðu átt í kirkju sinni. Uppsetningu leiksins önnuðust þau frú Rut Moen og sóknarprest urinn séra Magnús Guðjónsson, ásamt prestsfrúnni frú Öenii Sigurkarlsdóttur. Flytjendur munu alls hafa verið u*» 40. Þetta mun fyrsti helgileikur, sem fluttur er í tilefni jóla hér 4 landi. Óskar. Séra IVtagnús Guðjónsson prestur á Eyrarbakka, lengxfc t.h., frú haas Aana Sigurkarlsdófcfc ir, og þýðandi leiksins frú Rut Moen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.