Morgunblaðið - 23.12.1964, Blaðsíða 17
Miðvikudagiír 23. des. 1964
MORGUNBLADIÐ
Treystum Jiví a*ð gæfa Islands endiist til þess
að á ný verði leStað 'sameiginlegrar latisnar
á vanda sem steðjar að afllri þjóðínni
tltvarpsræða Bjarna Benedikts-
sonar forsætisráðfli. í fyrrakvöld
FLESTIR minnast þess, að ekki
var vænlegt um að litast í efna-
hagslífi landsins rétt fyrir jólin
í fyrra. Þá hafði að vísu tekizt
að ná samningum — og þó ein-
ungis til skamms tíma í víðtæk-
ustu verkföllum, sem hér hafa
verið háð, en með þeim árangri,
að almennt kaupgjald hafði
hækkað um nær 30% á árinu,
Var það langt umfratn gjaldgetu
atvinnuvega og munu fæstir hafa
búizt við að komist yrði hjá verð
falli á íslenzku krónunni og nýj-
um stórátökum á þessu ári. Allt
snerist þetta á betra veg. Vinnu-
friður hefur verið að mestu og
krónan haldið gildi sínu.
Hér hafa ýmsar orsakir verið
að verki. Góð aflabrögð, ýmsar
ráðstafanir stjórnvalda og síðast
en ekki sízt júní-samkomulagið.
Til að ná því lögðu ýmsir aðilar
sig alla fram og hafa þeir hlotið
loí flestra fyrir. Af mismunandi
ástæðum gera þó ýmsir of lítið
úr þeim kjarabótum, sem í því
samkomulagi voru fólgnar, og
virðast gleyma annmörkum og
kostnaði, sem af því hlaut að
leiða. Hér við bætist, að til eru
þeir menn, einnig innan veggja
Alþingis, sem með öllu móti hafa
reynt að gera samkomulagið tor-
tryggilegt. Svo er að sjá sem einn
«rmur Alþýðubandal. hafi ætíð
verið andvígur samkomulaginu.
í Þjóðviljanum var t.d. frá upp-
hafi gert lítið úr þeim ráðstöfun-
um til styttingar vinnutíma, sem
um var samið. Á Alþingi hefur
talsmaður Framsóknarflokksins
ögrað umboðsmönnum Alþýðu-
sambandsins með því að vinnu-
tímastyttingin hafi verið alls-
endis ónóg. Sjálfsagt hefði verið,
að knýja umsvifalaust fram a. m.
k. 8 tima raunverulegan vinnu-
dag. Var þá háttv. þm. Hannibal
Valdimarssyni nóg boðið og sagði
að slíkt yrði ekki gert nema í
áföngum á all-löngum tíma.
Tíminn hefur engu að síður
haidið þessum ögrunum áfram og
eru þær gott dæmi hinna gengd-
arlausu yfirboða, sem eiga sér
stað meðal háttvirtra stjórnar-
andstæðinga og gera þeim þeirra,
sem ábyrgir vilja ver erfitt um
að fara sínu fram. Vill þá því
miður stundum svo fara, að yilj-
inn feynist helzt til veikur.
Þó að gengið væri til júnisam-
komulagsins í góðum hug, væri
ofmælt að segja, að tekizt hafi
að fylgja því í öllu. Einstakir
stéttarhópar hafa neytt aðstöðu
sinnar sér til framdráttar um-
fram aðra, án þess að forvígis-
menn Alþýðusambandsins hafi
við það ráðið. Ekki kemur mér
þó til hugar að bera þeim á brýn
nein brigð, hvað þá svik í því
sambandi.
En meiri varúð mættu sumir
málsvarar Alþýðusambandsins
hafa sýnt I þessum efnum. Það
er með öllu fráleitt, að því skuli
haldið fram, að skattaálagning á
sl. sumri hafi rofið grundvöll eða
anda júní-samkomulágsins. —-
Tekjuskattslögin voru samþykkt
nokkrum vikum áður en júní-
samkomulagið var gert. Hvað
sem menn segja um gildandi
skattstiga er það óvéfengjanlegt,
að þeir voru kunnir og öllum til-
tækir, þegar samið var í júní-
byrjun. Svipuðu máli gegnir um
útsvarsstigann í Reykjavík. Þeg-
ar til kom var afsláttur frá hon-
um nokkru meiri en gert hafði
verið ráð fyrir í þeim útreikning-
um, sem aðilar höfðu ifndir hönd-
um við gerð júní-samkomulags-
ins.
Ástæðurnar til þess, að skatt-
lagning kom illa við menn á sl.
sumri voru einkum hinar miklu
verðlagsbreytingar, sem orðið
höfðu frá fyrra ári, stórhækkað
raunverulegt kaupgjald, t.d. hjá
opinberum starfsmönnum, sem
ekki höfðu áttað sig á hversu
miklu meira er tekið í skatt af
þeim, sem há laun hafa en lág,
og loks að af þessum sökum höfðu
menn greitt hlutfallslega mun
minna fyrirfram en ella. Um öll
þessi atriði og ýmis fleiri geta
menn bollalagt fram og aftur, en
ekkert þeirra hafði í sér fólgin
nein brigð — hvað þá svik á
júní-samkomulaginu,
En sumir hafa ekki einungis
tiihneigingu til að tengja júní-
samkomulaginu mál því með öllu
óviðkomandi, heldur sýnast hafa
gleymt auðsæjum afleiðingum
þess. Þá duldist engum, að ein-
mitt vegna þess hlyti verðlag að
hækka á næstu mánuðum til við-
bótar öðrum verðhækkunum,
sem voru fyrirsjáanlegar.
Um þetta voru lagðir fram á-
gizkunar-útreikningar, sem aðil-
ar fengu til athugunar. Þó að
ekki væru um viðbrögðin samið,
var ítarlega rætt um, hver kæmi
helzt til greina. Ríkisstjórnin
lýsti yfir því, að hún mundi í
fyrstu greiða verðhækkanir nið-
ur. Enga fasta ráðagerð um slíkt
kvaðst hún þó hafa lengur en
þangað til þing kæmi saman.
Ágreiningur hefur risið um það,
hvort nógu Ijóst hafi verið, að
stjórnin áskildi sér þá að velja
hvern kostinn sem væri:
Hætta þá þegar hinum nýju
niðurgreiðslum
eða halda þeim áfram til ára-
móta án nýrrar skattheimtu til
að standa undir þeim
eða fá nýja skattstofna þegar í
stað í því skyni.
Það var eingöngu til þess að
eyða öllum ágreiningi um skiln-
ing á þessu, sem ég beitti mér
fyrir því, að skattgjald skv. frv.
þessu væri lækkað úr 8% í
714%. Sú fjárhæð sker ekki úr,
en hitt er frumskilyrði, að afsak-
anlegur misskilningur snúist ekki
upp í svikabrigzl, sem engan
vanda leysa en eitra öll sam-
skipti.
Um hitt hefur aldrei verið
neinn ágreiningur, að stjórnin
hafi berum orðum sagt, að til á-
framhatdandi niðurgreiðslna eft-
ír áramót mundi þurfa nýjar tekj
ur í ríkissjóð og mundi ákvörðun.
tekin um það í sambandi við af-
greiðslu fjárlaga,
Þetta er aðalatriði, því að þar
með er sannað hvílík fjarstæða
er, að haida því fram, að það geti
verið á móti „anda“ júní-sam-
komulagsins að innheimta slíka
skatta. Það er þvert á móti viður-
kennt, að ég hafi fyrir undir-
skriftirnar í júní aðvarað menn
um þetta. Hið umdeilda auka-
atriði, sem nú er úr sö^unni, sýn-
ir enn betur en ella, að um sjálft
megin-málið gat enginn verið í
vafa.
En hversu miklar hafa þá orð-
ið þær hækkanir, sem menn sáu
fyrir og ræddu um viðbrögð gegn,
þegar júní-samkomulagið var
gert? Um þær hef ég fengið yfir-
lit frá Efnahagsstofnuninni og
segir þar:
„Að vísitala framfærslukostnað
ar hefði hækkað um 8.4 stig frá
1. maí til 1. nóv. 1964, ef engin
breyting hefði orðið á niður-
greiðslum. Af þessari hækkun
stafa 5,7 stig af hækkun á verði
landbúnaðarafurða í september,
en þá hækkaði afurðaverð til
bænda um 11,7% auk þess sem
vinnslu- og dreifingarkostnaður
hækkaðL Ennfremur hækkaði
vísitalan um 1,3 stig vegna hækk-
unar opinberra gjalda, en sú
hækkun kom inn í vísi-
töluna 1. sept. Munaði hér mestu
um hækkun iðgjalda almanna-
trygginga um 1.26 stig, sem hins
vegar var afleiðing kauphækk-
ananna á árinu 1963, og hækkun
sóknargjalds um 0,45 stig. — Á
móti þessu kom nokkur lækkun
tekjuskatts og útsvars. Þá hækk-
aði húsnæðisliðurinn um 0,3 stig.
Ýmsar breýtingar leiddu svo til
1,1 stigs hækkunar. Er hér um að
ræða hækkanir á ýmsum mat-
vörum og fatnaðarvörum. Stafa
þær að nokkru af kauphækkun-
um á árinu 1963, sem ekki koma
fram fyrr en þetta, en einnig af
verðhækkunum erlendis, einkum
á kaffi. Á móti vegur svo veru-
leg verðlækkun á sykri.
Á því tímabili, sem hér um
ræðir, hafa niðurgreiðslur verið
auknar sem svarar 7,4 stigum, en
það jafngiidir 228 millj. kr. ár-
legum kostnaði. Hrein hækkun
visitölu framfærslukostnaðar er
því 1,0 stig“.
Af þessu er ljóst, að langsam-
lega mestur hluti þeirra hækk-
ana, sem hér uni ræðir er vegna
hækkana landbúnaðarvara, sem
samið var um af fulltrúum neyt-
enda og framleiðenda; raunar
með fyrirgreiðslu ríkisstjórnar-
innar. Er þá þess að minnast, að
af hálfu framleiðenda hafði í
fyrstu verið krafizt miklu meiri
hækkunar. Þær hækkunarkröfur
voru mjög studdar í Tímanum,
enda hljóta þeir, sem skrif hans
taka alvarlega, að hafa orðið fyr-
ir gífurlegum vonbrigðum yfir,
að hækkunin varð þó ekki meiri
en raun bar vitni.
Framsóknarmenn þykjast vera
öðrum meiri bændavinir. En það
er vissulega grár leikur í garð
bændastéttarinnar að róa nú að
því öllum árum að magna tor-
tryggni og fjandskap út áf þeim
ráðstöfunum, sem gerðar eru til
að milda þessa hækkun. Fram-
JDr. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra
sóknarmenn vita vel, að ekki sízt
innan verkalýðshreyfingarinnar
er það býsna almenn skoðun að
slíta verði tengslin milli kaup-
gjalds og landbúnaðarvöruverðs,
því að í þeim tengslum sé að
finna aflvaka verðbólguþróunar-
innar. Á bak við þessa skoðun
býr sú trú, að landbúnaðinn beri
að draga saman vegna þess, að
íslendingar hafi ekki efni á að
veita þeim ,sem hann stunda við
núverandi aðstæður, sambærileg
lífskjör á við aðra, einkum sök-
um hins mikla kostnaðar, sem
strjálbýli og vegalengdir skapi.
Við sem teljum, að hér sé ekki
eingöngu eða jafnvel fyrst og
fremst um fjárhagsmál að ræða,
heldur viðhald eins helzta eðlis-
þáttar islenzku þjóðarinnar, hljót
um að undrast skammsýni Fram-
sóknarmanna, þegar þeir nú gera
sér leik að því að efna til hat-
ramms ófriðar einmitt af þessum
sökum.
Ég segi, að við hljótum að
undrast, en sehnilega hefi ég of-
mælt og bið afsökunar á því.
Eftir að hafa heyrt talsmann
Framsóknar hér í þingsalnum
ögra háttv. þm. Hannibal Valdi-
marssyni og Eðvarð Sigurðssyni
með því, að þeir séu ekki nógu
skeleggir I því að krefjast stytt-
ingar vinnutíma og heyrt hann
fagna með fögrum orðum frv.
háttv. þm. Einars Olgeirssonar
um verkfallsrétt til handa opin-
berum starfsmönnum og eftir að
hafa lesið tillögur Framsóknar-
manna um 220 millj. króna auk-
in útgjöld á fjárlögum án þess
áð ætla til þess einn eyri í aukn-
um tekjum, — getur enginn
undrast ábyrgðarlausa hegðun
Framsóknarmanna. Fyrir þeim
vakir það eitt að koma núver-
andi ríkisstjórn á kné. Til þess
að ná því takmarki, svífst Fram-
sóknarflokkurinn einskis.
Nú vilja Framsóknarmenn t.d.
bæta þeim 228 millj., er
þarf á næsta ári í auknar niður-
greiðslur fyrst og fremst vegna
landbúnaðarverðs hækkunarinn-
ar í haust, ofan á hinar 220 millj.,
sem Framsóknarmenn hafa fíutt
hækkunartillögur um við sjálf
fjárlögin, —• allt án nokkurs
tekjuauka. Um slíka tiUögugerð
þarf ekki að fjölyrða. Hún dæm-
ir sig sjálf. Slíkt hið sama gerir
sparnaðarhjal þeirrá. Þeir flytja
sjálfir ekki eina einustu sparn-
aðartillögu og í málflutningi sín-
um linna þeir aldrei á kröfum
um nýjar framkvæmdir og stofn-
un nýrra embætta í ólíklegustu
greinum. Sjálfir eiga þeir svo
sökum langrar valdasetu áður
fyrri, meiri þátt í skipan og
uppbyggingu núverandi embætt-
iskerfis en nokkur annar floklc-
ur.
Mér kemur ekki til hugar ann-
að en að ýmislegt megi spara og
koma hagkvæmar fyrir í ríkis-
rekstrinum; en það verður ekki
gert svo að verulega þýðingu
hafi, nema á löngum tíma og með
markvissu samfelldu starfi, sem
minna ber á en ella vegna eðli-
legrar þenslu í þjóðfélagi, sem
er ört vaxandi að fjölda og vel-
megun, en allt hefur þurft að
byggja upp að nýju á örfáum
áratugum. Á það ber einnig að
líta, að sumstaðar þar sem auð-
velt virðist að skera niður út-
gjöld er með öllu óvíst, hvort
það borgar sig. Glöggt dæmi um
það er utanríkisþjónustan. Ég
segi það af því að ég veit það, að
það er vegna starfa utanríkis-
þjónustunnar og fyrir atbeina
hæstv. utanríkisráðherra, að
Loftleiðadeilan leystist okkur í
vil. Svo mætti lengi telja. sa
efni málsins er það, að enginn
vandi verður leystur með lausu
hjali heldur ákveðnum athöfn-
um.
Sú mikla aukning, sem Ffam-
sóknarmenn oft tala um, að orðið
hafi á útgjöldum fjárlaga í tíð
núverandi stjórnar, hefur ekki
orðið vegna þess, að stjórnin
hafi ausið í botnlausa eyðsluhít
sína — eins og þeir segja — held-
ur vegna þess, að með trygging-
um oig niðurgreiðislum hefur
hinn verr setti og fátækari
hluti þjóðarinnar fengið stór-
kostlega lífskjarabót og öryggi,
sem hann áður bjó ékki við,
Fraimihaiíd á bls. 20.