Morgunblaðið - 24.12.1964, Side 14

Morgunblaðið - 24.12.1964, Side 14
14 MORGUJNBLABIB Fimmtudagur 24. des. 19fl4 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustj óri: Sverrir í>órðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 90.00 á mánuði innanlands. ______________í lausasölu kr. 5.00 eintakið._ Gleym eigi kenning minni „Son minn, gleym eigi kenning minni, og hjarta þitt varðveiti boðorð mín. Því að langa líídaga og farsæl ár og velgengni munu þau veita J»ér í ríkum mæli. Kærleiki og trúfesti munu aldrei yfirgefa þig. Bíud þau um háis þér, rita þau á spjald hjarta þíns, þá munt þú ávinna þér hyllí og fögur hyggindi bæði í auguni guðs og manna“. ÞESSI vísdómsorð Salómons konungs Davíðssonar í Oröskviðum hans, er hollt að hugleiða á jólum. Það er vegna þess, að stór hluti heimsbyggðarinn- ar hefur fylgt og trúað á þá kenningu, sem hinn vitri Salómon leggur mönnum á hjarta, að kristin jólahátíð er haldin. Ár og aldir líða, og þess kenning gleymist eigi. Hún er alltaf ung og ný. í krafti henn- ar kviknar milljónir jólaljósa um allar álfur. Þessi ljós vekja fögnuð og skapa frið í sálina. 'k Friðarboðskapur jólanna er eilífur, og hann missir ekki gildi sitt, þótt skammsýni og vanþroski mann- anna leiði yfir þá styrjaldir og ófrið. Fæðing frelsar- ans heldur áfram að skapa birtu og yl um aliann hinn kristna heim. Kjarni kristindómsins er trúin á mátt kærleika og trúfesti. Elskið hver aðra, komið fram við nágranna yðar eins og þér óskið að þeir komi fram við yður. Enda þótt þessi boðorð séu oft fótum troðin, og eigingirni og sjálfselska móti oft mannleg samskipti, nær boðskapur hins fórnandi kærleika þó til allra. Áhrif hans ná til hvers einasta manns, hvort sem hann vill hlusta á hann eða ekki. Rödd samvizkunn- ar í brjósti mannsins kemst aldrei hjá því að hrærast við þennan boðskap og taka tillit til hans í daglegu lífi og stríði. Án kærleiksboðskapar kristinnar trúar, getur mannkynið ekki gert sér von um að halda áfram sókn sinni til þroska og sannrar farsældar. k íslenzka þjóðin þarf eins og aðrar þjóðir á þeirri kjölfestu að halda í ríkum mæli, sem friðarboðskapur jólanna skapar, Vér eins og aðrir, þurfum að læra að taka meira tillit hver til annarra, að sjá menn og málefni frá fleiri en einni hlið, að bera virðingu fyr- ir skoðunum og tilfinningum nágrannans. Vér meg- um ekki láta við það eitt sitja, að víggirða oss innan þröngra hagsmunasamtaka, sem aðeins einblína á stundarhag sinn, en skeyta litlu eða engu um, þótt veggur nágrannans brenni. Réttlæti og mannkær- leiki nær aldrei að móta líf og starf neinnar þjóðar, sem berst undir slíku merki. Þess skulum vér minn- ast, þegar vér höldum nú jól við betri kjör og fjöl- breytilegri lífsgæði en nokkru sinni fyrr í sögu þess- arar litlu þjóðar. k Morgunblaðið óskar öllum lesendum sínum, sjó- mönnum á hafi úti, flugmönnum á langferðaleiðum, allri hinni íslenzku þjóð gleðilegra jóla. BDWARiD M. KENNEDY, hinn yngsti þeirra Kennedy- bræðra, sá er lenti 1 flugslys- inu um mitt sumar er M5 og hefur síðan legið á sjúkrahúsi í Boston, stóð við þau orð sín í haust, að hann myndi kom- ast heim fyrir jólin. Á mið- vikudaginn var kom Joan. kona hans að sækja hann á sjúkrahúsið og er þau gengu' saman þaðan út, fagnaði þeim mikill mannfjöldi, sem þar hafði safnazt saman og lét það ekkert á sig fá, þó hörku- gaddur ríkti þar þennan morgun. Edward Kennedy lét það verða sitt fyrsta verk utan veggja sjúkrahússins, að fara að gröf vinar síns og náins samstarfsmanns, Edward S. Moss, sem hafði farið með hon um í flugferðina í júnt og beð ið bana í slysinu. Einnig fór hann að heimsækja eiginkonu Komst heim fyrir jól Edvvard Kennedy á heimleið eftir sex mánaða sjúk rahússlegu Moss og börn þeirra hjóna þrjú, sem minntust þess að einmitt þann dag hefði Ed- ward Moss orðið 42 ára gam- all. Síðan héldu þau Edward og Joan suður á bóginn. tii Palm Beach á Flórídaskaga, þar sem Edward hyggst flatmaga í sólinni og safna kröftum til þingsetunnar eftir áramót. Bandaríkjaþing kemur saman eftir jólaleytið 4. janúar og þar á Edward sæti sem þing- maður Massachusetts, sæti það er áður átti eldri bróðir hans, John F. Kennedy, forseti Bandaríkjanna. Kosið var til sætis þessa 1 sumar og var Edward einmitt í kosninga- ferð er hann lenti í flugsiys- inu, en Joan, eiginkona hans, hijóp þá undir bagga með manni sínum og vann ötullega að sigri hans í kosningunum sem var giæsilegur. Þessi fallega mynd er frá Dublin af barnakér, sem var að æfa jólasálmana skémmu fyrir jnlin, Myndin var tekin á íyrstu búningaæfingunni og börnin virðast kunua vcl við sig í skikkjunum með geislabauga ttg vængi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.