Morgunblaðið - 09.02.1965, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 09.02.1965, Qupperneq 5
Þriðjudagur 9. febrúar 19fí5 MORGUNBLAÐIÐ 5 MÁLSH ATTALEIKUR Gamáll vinur Morgunblaðsins ■ eendi okkur í tilefni af birtingu ; nDálsháttanna hér í Dagbókinni eftirfarandi frásögn um máls- háttaleik. Við færum honum beztu þakkir því miður vill hann ekki láta nafns síns getið. „í gamla daga“ get ég nú sagt, gerði ég það vegna leiks, sem gaman var að leika þar,' er sam- etilltur hópur kunningja var sam an kominn t.d. við handavinnu, tem ekki þurfti að einbeita hug- enum við. Leikur þessi var kall- aður: „Málsháttaleikur" og fór þannig fram að einn maðurinn fór fram fyrir (út úr herberg- inu), en hinir skiptu ni'ður á sig einum málsihætti þannig, að hver maður fékk eitt orð úr málshætti til varðveizlu. Hafði evo einn þeirra, sem inni voru orð fyrir þeim, var eins-konar íramsögu-maður. Þegar sá, er fram fór, kom inn, eagði framsögu-maðurinn hon- um hvar hann ætti að byrja, hvaða röð hann ætti að fara og hvar enda. Nú átti sá inn komni etð spyrja hina, í röð, leggja fyrir þá spurningu, og þeir að svara og hafa í svarinu orðið (úr máls- hættinum), sem þeim var falið að varðveita — og helzt að hafa nvoiuviuva 1 kou naiægi rveyajaviK. A. JViayer. 183ti það óbreytt ef þess var kostur (þ.e. í réttu falli eða hætti). Ef hann var í vandræðum með orð- ið í beinu svari, mátti hann spyrja spyrjandann til baka á einhvern hátt. — Væru fleiri orð í málshættinum heldur en inní þátttakendur voru, mátti léta málsháttinn ganga á annan hring eftir þörfum. — Reynt var að hylla þannig til, og þá raða svar- endum, þannig að þeir, er lík- Kvöldvaka á Grímsstöðum á Fjöllum. A. Mayer. 1836 legri voru tíl að geta vel falið orð sitt í svari, hefðu erfiðari (sérkennilegri) orðin til varð- veizlu, en hinir veikari aftur smá ofðin, sem allsstaðar og alltaf koma fyrir í flestum setningum, eins og t.d.: að, er, var, og, um, þá, o.s.frv. Þegar samstætt fólk verður leikið í þessum leik, er hann af- ar skemmtilegur — og lærdóms- ríkur. — Man ég alltaf eftir því þegar málshátturinn: „Kapallinn geld- ur þegar keyrissveinn er reiður“ var falinn svo rækilega í svör- unum að spyrjandinn gafst upp | við að finna hann (og kunni þó málsháttinn þegar til kom). En þá má segja að svörin væru nærri því „fyrjrlestrar". Hitt vissi ég líka, að spyrjandi sem aldrei hafði heyrt fyrri máls háttinn: „Þegar fara á betur en vel, fer oft ver(r) en illa“ fann hann þegar í fyrstu lotu. Þó eru í honum eingöngu algeng, stutt orð, sem flest liggur beint vi'ð að nota í svörum við all-mörgurri spurningum. — í hvorutveggja tilfellinu: að spyrja og velja orð- in út úr svörunum, svo og, ekki síður, að svara, gildir málshátt- urinn: „Það verður hverjum að list, sem hann æfir.“ Og líka: „Æfingin gefur listina.“ Nýjasta aðferð mín við chok- lækningar er einfaldlega sú, að senda sjúklingnum strax reikn- inginn, áður en aðgerðin á að hefjast. AKranesIerSir með sérleyfisbílum Þ. P Þ. Afgreiðsla hjá B.S.R. Frá Reykja vík alla virka dags kl. 6. Frá Akra- nesi kl. 8, nema á L,augardögum ferðir frá Akranesi kl. 8 frá Reykjavík kl. 2, Á sunnudögum frá Akranesi kl. 3. Frá Reykjavík kl. 9. Akraborg: Fer frá Rvík kl. 8 og 18. Frá Borgarnesi kl. 13. Frá Akranesi kl. 14:45 og 10:30. Miðviikudagur frá Rvík kl. 7:45; 11:45 og 10. Frá Akra- nesi kl. 9:13 og 19:30. Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.: Katla kemur við í Kaupmannahöfn i dag fer síðdegis áleiðis til Ventspils. Askja er væntanleg til Messina í dag. Skipaútgerð ríkisins: Hekla er á Austfjörðum á norðurleið. Esja fer frá Rvík i dag vestur um land 1 hringferð. HerjóLfur fer frá Vest' mannaeyjum i kvöld til Rvíkur. I>yrill er í Weast. Skjaldbreið er á leið frá Húnaflóa tl Rvíkur. Herðubreið er í Rvík. Hafskip h.f.: Laxá kemur til Bvíkur í dag. Rangá er í Rvík. Selá fór frá Vestmannaeyjum í gær til Hornafjarð ar H.f. Jöklar: Drangajökull fór frá Hanko i gærkveldi til Norrköping og íslands. Hofsjökull fer annaðkvöld frá Gdynia til Gdansk. Hamborgar og Rvikur. Langjokuil er í Caen og fer þaðan annað kvöld til Rotterdam og Rvíkur. Vatnajökull fór í gærkvöldi frá Vestmannaeyjum til Norðfjarðar. Flugfélag islands h.f. Millilandaflug: Sólfaxi kemur til Rvikur frá Kaup- mannahöfn og Glasgow kl. 16:05 í dag. Gullfaxi fer til Glasgow og Kaup mannahafnar kl. 08:00 í fyrramálið. Innanlandsflug: í dag er áætlaö að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Vest- mannaeyja, Sa.uðárkröks, Húsavikur og ísafjarðar. Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Vest- mannaeyja, Húsavíkur, ísafjarðar og Egilsstaða. Skipadeild SÍS: Amarfell er í New Haven, fer þaðan til Rvikur. Jökulfell er í Camden. Dísarfell er í Antwerpen fer þaðan á morgun til Rotterdam. Litlafeil fór 1 nótt frá Reykjavik til Austfjarða. Helgafell er væntanlegt til Aabo 11. HamrafeU er væretanlegt til Aruba 17. fer þaðan til Rvíkur. Stapa- fell fer væntanlega frá Brombrough I dag til Austfjarða. Mælifell fer vænt- anlega 11. frá Cabo de Gata til íslands Eimskipafélag íslands h.f.: Bakka- foss fer frá Ardrossan 8. 2. til Dublin og Avonmouth. Brúarfoss fer frá Hamborg 10. 2. til Hull og Rvíkur. Dettifoss er í Wilmington, fer þaðan til NY. Fjallfoss fer frá Kotka 9. 2. til Ventspils og Gdynia. Goðafoss kom til Rvíkur 7. 2. frá Leith. Gullfoss kom til Rvíkur 8. 2. frá Leith og Thors- havn. Lagarfoss fer frá Rvík kl. 22:00 í kvöid 8. 2. til Vestmannaeyja og þaðan til Gdynia, Kotka og Ventspils. Mánaíoss fer frá Kaupmannahöfn 9. 2. til Gautaborgar. Reykjafoss er i Hamborg. Selfoss er i NY. Tungufoss fer frá Sauðárkróki í dag 8. 2. til Húsavíkur, Akureyrar, Norðfjarðar og Bskifjarðar. Utan skrifstofutíma eru skipafréttir lesnar í sjálvirkum sím- svara 2-14-66. \tlO li Punkturinn yfir i-ið Kínverskur spekingur hefur geít eftirfarandi samanburð á hjónaböndum Kínverja, þar sem foreldrar ráða giftingum barna sinna, og hinum vestrænu hjóna- böndum: Giftingu í Kína má líkja við það, þegar ketill með köldu vatni er settur yfir eld. Brátt fer vatn- ið að sjó’ða og helzt heitt áfram. Vestrænum hjónaböndum má líkja við það þegar ketill með sjóðandi vatni er settur yfir kalda eldavél. Suðan hættir fljótt og — vatnið kólnar. Málshœttir Þaðan er góðs að vænta, sem er gott fyrir. Þann er hægt að lokka, sem sjálfur vill brokka. sá NÆST bezti Leikfélag Reykjavíkur var að leika „Ævintýri á gönguför", í gamla daga, og lék Gestur Pálsson, bróðir Hreins Pálssonar söngv- ara, Ejbæk stúdent. Það orð lék á, að Gestur sy-ngi ekki sem hrein- ast í fyrsta þætti. Eitt kvöld kom Haraldur Á. Sigurðsson „bak við“ til þess a’ð heilsa upp á leikarana, því að hann lék ekki með að þessu sinni. Til þess að stríða Gesti sagði hann eftirfarandi s-ö-gu: „Á bekk fyrir framan mig sátu tveir menn. Þegar Gestur hafði lokið við söng sinn, sagði annar vi'ð hinn: „Hann er ekki hreinn“. Hinn svaraði: „Nei, þetta er bróðir hans.“ Athugið Æðardúnssængur 1. flokks fyrir hendi. Mjög þekktar og vinsælar. — Verð það sama og áður. Sími 17. Vog ar. — Kvenarmbandsúr tapaðist 1. febrúar við Rétt arholtsskólann eða á leið- inni niður á Bústaðaveg. — Uppl. í síma 34127. Sveit Kona með tvö börn óskar að komast sem ráðskona í sveit. Svar óskast sent Mbl. merkt: „Sveitavinna — 6808“. Saxafónn — Rifflar Til sölu er nýr tenórsaxa- fónn (Selmer), Homet riff- ill með kíki og Bruno riff- ill 22 cal. UppL í sima 33919 næstu kvöld. Ungur maður með Verzlunarskólapróf, óskar eftir atvinnu úti á landi. Tilboð, sem farið verður með sem algijört trúnaðarmál, sendist afgr. Mbl. fyrir 6. marz merkt: „6804“. Ódýrt lakaléreft og sængurverkadamask. Verzl. H O F Laugavegi 4. SJÓNVÖRP -K * X- * Fyrir bæiii kerfin Skörp mynd - góður hljómur Þægilegur myndbiær Langdrægni >t Viðgerðaþjónusta Sölustaðir: Gunnar Ásgeirsson h.f., Suðurlandsbraut 16. Radíóver, Skólavörðustíg 8. Stapafell, Keflavík. Aðalumboð: GIINNAR ASGEIRSSON H. F. Suðurlandsbraut 16 — Reykjavík. íbúðir til sölu Tvær fokheldar íbúðir til sölu við Þinghólsbraut í Kópavogi. Mjög hagstætt verð. Upplýsingar í síma 40810. Einbýlisliús vib Selvogsgrunn Af sérstökum ástæðum er til sölu nýtízku einbýlis- hús við Selvogsgrunn. Húsið er hæð, 136 ferm., með svölum og sólbyrgi. Kjallari er undir hluta hússins og er þar kyndiklefi, stórt geymsluherbergi o. fL Á hæðinni eru tvær samliggjandi stofur, 3 svefnher- bergi, þar af tvö á efri palli, eldhús með borðkrók, búr og þvottaherbergi. Ræktuð og girt lóð. Allar nánari upplýsingar gefur IMýja fasteixfnas^lan Laugavegi 12 — Sími 24-300. kl. 7,30—8,30 e.h. — Sími 18546.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.