Morgunblaðið - 09.02.1965, Page 14

Morgunblaðið - 09.02.1965, Page 14
14 MORGUNBLADIÐ Þriðjudagur 9. febrúar 1965 Útgefandi: Framkvaemdastjóri: Ritstjórar: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr, 90.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. STOR OG FULLKOMIN FISKIÐJUVER f^að er alkunna, að hér a" landi hefur fjármagns- skortur valdið því að yfirleitt hefur reynzt erfitt að byggja upp nægilega öflug og full- komin fyrirtæki. Athafna- mennirnir hafa ekki átt nægi- legt eigið fjármagn, og þar af leiðandi hafa lán þau, sem þeir hafa þurft til rekstrar síns, verið takmörkuð. — En í atvinnurekstri verður að vera hæfilegt hlutfall milli á- hættufjár og lánsfjár. Þar að auki hefur svo láns- fé verið takmarkað, og oft hafa lán verið veitt til of skamms tíma og erfitt reynzt að koma á traustum og örugg- um rekstri fyrirtækjanna. — Þessi óvissa hefur án efa oft orðið þess valdandi, að fyrir- tækin hafa verið ver rekin en ella. Ekki hefur verið unnt að koma við vinnuhagræðingu og fullkominni tækni. Stjórn- endurnir hafa verið með hug- ann meira og minna við að leysa dagleg fjárhagsvanda- mál í stað þess að bæta rekst- urinn. En svona hefur þetta verið í atvinnurekstri á flestum sviðum hér á landi, og má ef til vill segja að það sé að nokkru leyti okkur sjálfum að kenna, því að við höfum ætl- að að framkvæma meir en fjármagn hefur verið til að standa undir. Sumum fyrir- tækjum hefur þó þrátt fyrir alla erfiðleikana tekizt að ná furðugóðum árangri. En án efa er unnt að ná enn lengra í hinum ýmsu atvinnugrein- um, ef fyrirtækin eru frá upp- hafi byggð upp með nægu fjármagni og í einum áfanga, í stað þess að þurfa að skeyta við ár frá ári og ná þannig ekki fullri hagkvæmni frá upphafL Að þessu vandamáli víkur dr. Jóhannes Nordal, banka- stjóri, í viðtali við blaðið sl. laugardag, einkum að því er varðar sjávarútveginn. Um þetta segir hann m.a.: „Skortur á nægu eigin fé hefur staðið þróun margra at- vinnuvega hér á landi fyrir þrifum. í atvinnuvegi, sem er háður jafn miklum sveiflum og sjávarútvegurinn er sér- staklega nauðsynlegt, að fyrir tæki eigi yfir að ráða nægi- legu eigin fjármagni og treysti ekki um of á lánsfé. Það er því áreiðanlega æski- legt, að unnið sé að því af kappi að finna leiðir til þess að veita meira áhættufjár- magni í sjávarútveg, t.d. með aukinni hlutafjáreign almenn ings. Ef hægt væri að stofna í sjávarútvegi stærri og öfl- ugri fyrirtæki, væri vafalaust hægt að koma á miklum um- bótum í framleiðni og rekstri. Hagkvæmni slíks rekstrar hefur líka komið greinilega fram hjá ýmsum hinna öfl- ugri fyrirtækja í sjávarút- vegi, þótt ná mætti lengra með meira eigin fjármagni en þessi fyrirtæki ráða yfir, og með þeim lánsmöguleikum, sem það eigið f jármagn mundi skapa“. Dr. Jóhannes Nordal bendir á, að enn þurfi að fjárfesta mikið í sjávarútvegi, einkum þó í fiskiðnaði, því að betur hafi verið séð fyrir þörfum sjálfrar útgerðarinnar síðustu ár en fiskiðnaðarins. Nýskip- an Stofnlánadeildar sjávarút- vegsins miðar einmitt að því að meiri og hagkvæmari lán verði hægt að veita til fisk- iðnaðar en áður, og er það knýjandi nauðsyn, enda ljóst, að sjávarútvegurinn mun enn um langan aldur verða und- irstöðuatvinnuvegur lands- manna, þótt sjálfsagt sé að renna fleiri stoðum undir efnahagsöryggi landsins. Meðal þeirra verkefna, sem framundan eru á sviði fisk- iðnaðar, er að byggja full- komin fiskiðjuver á nokkrum stöðum úti um land, og má þar t.d. nefna Rif og Þorláks- höfn, sem vafalaust munu í framtíðinni verða mikilvægar fiskiskipahafnir og fiskiðnað- arstaðir. ALÞJÓÐALÁNA- STOFNUNIN i viðtali við Morgunblaðið víkur dr. Jóhannes Nord- dal, bankastjóri, að því, að eðlilegt sé, að við athugum, hvaða gagn við getum haft af aðild okkar að Alþjóðalána- stofnuninni, sem er systur- fyrirtæki Alþjóðabankans. — Alþjóðalánastofnunin hefur það hlutverk sérstaklega að veita áhættufjármagni til einkarekstrar, t.d. með kaup- um á hlutabréfum, sem stofn- unin selur svo smám saman aftur, þegar viðkomandi fyr- irtæki eru komin yfir byrjun- arörðugleika og farin að skila viðunandi arði. Á meðan Al- þjóðalánastofnunin á hluta- bréf í fyrirtækjum neytir hún ekki atkvæðisréttar, heldur lætur aðra hluthafa um stjórn fyrirtækisins. Seðlabankinn hefur verið í sambandi við Alþjóðalána- Íslenzkur lærisveinn málarans Annigonis Fyrir skömmu barst Morgunblaðinu úrklippa úr brezka blaðinu Daily Mail ásamt bréfi, þar sem sagði, að pilturinn á meðfylgjandi myncl væri af íslenzku bergi brotinn, móðir hans væri Myrtle Einarsson, dóttir hjónanna Ethel og Ólafs Einarssonar. Svo sem sjá má af textanum er pilturinn 24 ára, heitir Lawrence Klonaris og hefur stundað nám í listmálun hjá hinum fræga andlits- myndamálara Annigoni, sem kom hingað til Islands fyrir nokkrum árum. MEÐ myndinni í Daily Mail var texti, sem héf fer á eftir í lauslegri þýðingu og óbreyttri upp- setningu: Ungfrú Julie Christie hafði verið úti að verzia. Hún var klædd tvískiptu tweed-pilsi, sem hefði betur hæft fimmtabekkjarkennslukonu í megrunaræfingum. Hún var í karlmannsskyrtu, svörtum sportsokkum og við pilsið hafði hún gamla skólabeltið sitt. f horninu var málverk af blíðlegri konu, sem líktist einna helzt Grace, prinsessu frá Monaco. „Vitleysa“, sagði ungfrú Christie. „Allar ljóshærðar stúlkur, sem svona eru klæddar hljóta að líkjast Grace Kelly. Þetta var málverk af ungfrú Christie. Stíllinn minnir á Annigoni. Engin furða, því að listamaðurinn hinn 24 ára Lawrence Kíonaris er einn af nemendum meistarans. „Ég hef ekki beinlínis haft fyrirsætu“, segir hann: „En ég þekki Julie mjög vel og man glöggt, hvernig hún lítur út“. stofnunina, og í ljós hefur komið, að hún er til viðræðu um að aðstoða við atvinnuupp byggingu hér á landi, líkt eins og Alþjóðabankinn stendur okkur íslendingum nú opinn til stórverkefna, vegna þess að efnahagur landsins hefur verið treystur, og í fjármála- legu tilliti njótum við aukins álits erlendis. Ef aðstoð Alþjóðalánastofn- unarinnar fæst til þess að byggja upp fullkomin at- vinnufyrirtæki hér á landi, er sjálfsagt að byrja á sjávarút- vegi. Mjög væri æskilegt að unnt reyndist að sameina nægilega marga útvegsmenn og þá, sem atvinnu hafa af fiskiðnaði, tií þess að stofna stórt fyrirtæki með aðstoð Al- þjóðalánastofnunarinnar, og jafnframt yrði verulegt hluta- fé boðið út meðal almennings. Menn gera sér nú orðið stöðugt gieggri grein fyrir nauðsyn þess, að hér rísi upp almenningshlutafélög, að fólk ið fái að taka þátt í atvinnu- rekstri, og fyrirtækin séu rek- in á traustum grundvelli og fyrir opnum tjöldum. Slíkur rekstur mun þróast hér á næstu árum og áratugum, og vissulega væri ánægjulegast, ef hægt væri að hefja slíka starfrækslu á sviði þessa at- vinnuvegar, sem mikilvægast- ur er, sjávarútvegsins. Þessvegna er hér drepið á mjög merkilegt málefni, sera vonandi tekst að hrinda í framkvæmd.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.