Morgunblaðið - 09.02.1965, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.02.1965, Blaðsíða 21
MORCU NBLAÐl -) 21 Þriðjudagur 9. febrúar 196S Kristín Tómasdóttir IVIinningarorð t. 14. apríl 1874 — d. 2. febr. 1965 í DAG verður gerð frá Dóm- fkirkjunni í Reykjavík útför Kristínar Tómasdóttur frá Garð- liúsum í Reykjavík. Kristín Tómasdóttir er fædd 14. •príl 1874 að Bjargi á Akranesi, dóttir hjónanna Kristrúnar Hall- grímsdóttur og Tómasar Erlends- Bonar, útvegsbónda þar. Kristín ©lst upp að Bjargi í hópi sautján systkina. Sjö ára að aldri missti hún föður sinn og stóð eftir það móðir hennar ein fyrir hinu stóra heimili. Kristrún á Bjargi var einstök kona. I>arf ekki að fara frekari orðum um hið ofur mannlega þrek þessarar ungu ekkju, er kemur upp svo stórum barnahóp af eigin rammleik í and ófi aldarinnar auk sinna miklu starfa að líknarmálum. Minnist ég oft, hve Kristín Tómasdóttir liafði ihikið dálæti á móður sinni ©g hve innilega henni hefur þótt vænt um hana og virt hana tak- markalaust. Árið 1899 hin 27. október gift- lst Kristín Tómasdóttir Þorsteini Júlíusi Sveinssyni skipstjóra dbrm. oig síðar erindreka Fiski- félags íslands, syni hjónanna Ey- varar Snorradóttur og Sveins Magnússonar skipasmiðs og bónda í Gerðum, Garði. Bjuggu þau fyrstu árin á Bíldudal í IBarðastrandarsýslu, en fluttust þaðan haustið 1992 til Hafnar- fjarðar og næsta vor 1903 stofn- uðu þau heimili að Garðhúsum Biðjið um við Bakkastíg í Reykjavík. Þau eignuðust fimm börn og eru fjög- ur þeirra á lífi. Dæturnar, Svava kennari, Eyvör Inigibjörg gift Oddi Jónassyni framkvstj., Krist- rún ekkja Gunnars J. Cortes læknis og synirnir, Viggó Krist- inn verzlunarmaður, er lézt 1941, var kvæntur Margréti Halldórs- dóttur og Þorsteinn Halldór bó'k- ari kvæntur Kristínu Sigurbjörns dóttur. Ekki naut Þorsteins Sveinsson ar lengi við. Hann andaðist 1918. Sögu Kristínar svipar þannig að ýmsu leyti til sögu móður henn- ar Kristrúnar á Bjargi Báðar missa þær menn sína frá barna- hóp og lifa í ekkjudómi við tak- mörkuð kjör fjölda ára. Þessi kyrrláta oig prúða kona helgaði sitt ævistarf heimili sínu og börnum, en auk heimilishalds ins varð hún að sinna atvinnu- rekstri utan þess. Vinnudagurinn var því oft langur. Heimili sínu miðlaði hún hlýju og góðvild og bar takmarkalausa umhyggju fyrir velferð barnahópsins. Lífs- starf hennar var mikið og fag- urt. Á heimilinu í Garðhúsum ríkti auðlegð hjartans og hún í ríkum mæli. Bæði meðan Þor- steins Sveinssonar naut við og ætíð síðan var mjög gestkvæmt á heimilinu og bæði, þegar gesti bar að garði og endranær, ríkti þar hin mesta glaðværð, sunigið og leikið á slaghörpu. Voru það Látið ekki dragast að athuga bremsurnar, séu þær ekki í lagi. Fullkomin bremsuþjónusta. einkum þau hjónin, er þar höfðu forgöngu og síðar systkinin. Eftir að Kristín fluttist til Reykjavíkur tók hún á heimili sitt Kristínu Nikulásdóttur, fóstru Þorsteins, er þá var þrot- in að efnum og leið af þungbær- um sjúkdómi, og ól önn fyrir- henni til dauðadags. Sömuleiðis varð hún þeirrar gæfu aðnjótandi að vera þess megnuig að hafa móður sína á heimili sínu ævi- kvöldið. Árið 1939 missir Viggó Krist- inn konu Sína Margréti Hall- dórsdóttur. Eftir lát konu sinnar fluttist Viggó heim í Garðhús til móður sinnar með börn sín þrjú. Hafði hann þá tekið sjúk- dóm þann, er dró hann til bana rúmu ári síðar. Ólust börn hans upp á heimili Kristínar um ára- bil, þar til hún brá búi og flutti að Hringbraut. Fluttust þá börn- in til dóttur hennar Svövu Þor- steinsdóttur, er gengið hefur þeim í foreldrastað. Síðustu ár æfinnar var Kristín þrotin að heilsu og kröftum og þá 'gerðist hin garrila fagra saga, að dæturnar önnuðust hana með umhyggju, er þær urðu aðnjót- andi í svo ríkum mæli hjá móður sinni í æsku. Þeir, sem heimsóttu Kristínu í erfiðri sjúkdómslegu hennar, gátu ekki annað en dáðst að stillingu hennar og hugarró og þakklæti fyrir það, er hægt var fyrir haria að gera. Þó líkams- kraftar Kristínar væru orðnir litlir og fjöruðu út eftir því sem dauðastundin nálgaðist, megnaði hún að veita þeim, sem komu að banabeði hennar, styrk og bjarta trú á lífið og hið góða þessa heims og annars. Mun mér það hugstætt. Þótt það sé ekki vonum fyrr, að svo gömul og lasburða kona kveðji heiminn, eftir svo langan, starfsaman og stormasaman dag, verður okkur minnisstæð sú stund, er við fylgjum svo góðri móður og ömmu til grafar og komum að rúminu hennar auðu. Kristín Tómasdóttir var hrein- lynd og gáfuð kona. Hún á mik- ið og göfugt starf að baki. Hún gekk þess ekki dulin, hvaðan henni komu kraftar til að standa svo harða baráttu. Seint og snemma, með orðum og athöfn- um, var henni því ríkast í huiga og verki að lofa Guð og þakka honum. Þak'ka honum fyrir vernd hans og varðveizlu við sig á langri æfi. Við sem þekktum Kristínu Tómasdóttur, kveðjum hana hinztu kveðju. Hún átti bjarg- fasta trú handan tíma og rúms. Jón Oddsson. Kunnur hag- yrðingur látinn JÖN Jónsson, Skagfirffingur, frá Bessastöðum í Skagafirði, lézt s.l. sunnudag í sjúkrahúsinu á Sauffárkróki, 79 ára að aldri. Jón var kunnur fyrir ljóff sín og lausavísur og á s.l. ári kom út safn ljóða hans, „Aringfæður“. ATHUGIÐ að borið saman við útbreiðslu er langtum ódýrara aff auglýsa í Morgunblaðinu en öðrum biöðum. Hið frábæra plastlalk ITSA ER BEZT Fæst í næstu málningar- vöruverzlun. Heildsöiu- birgffir: EGILL ÁRNASON Slippfélagshúsinu. Sími 14310. Náttföt fermingagjafa Kópavogsbúar Hef opnað rakarastofu að Skjólbraut 10, Kópavogi. (Sama hús og Sjúkrasamlag Kópavogs). áður bæjarskrifstofur Kópavogs. JÓN GEIR ÁRNASON herra-, dömu-, barnahárskeri. ’ Jón Þorvaldssan skipstfóri Fæddur 24. apríl 1900. Dáinn 30. janúar 1965. f GÆR var til moldar borinn Jón M. Þorvaldsson, skipstjóri á ms. Drangajökli. Jón var fæddur í Dýrafirði hinn 24. apríl árið 1900, en fluttist þaðan aðeins mánaðar gamall með foreldrum sínum til Arnarfjarðar, þar sem hann ólst upp. Snemma stóð hugur Jóns að sjónum, enda átti það fyrir hon- um að liggja að stunda sjó sam- fleytt í 53 ár. Aðeins 12 ára gam- all hóf hann sína sjósókn á skút- um, fyrir vestan. Síðar lá leið hans til Reykjavíkur og lauk hann farmannaprófi frá Stýri- mannaskólanum í Reykjavík ár- ið 1924. Hófst þá annar þáttur í sjómannsferli Jóns, er hann gerð- ist togarasjómaður. Var hann lengst af sem bátsmaður og stýri- maður hjá hinum kunna afla- manni Jóni Birni Elíassyni á tog- aranum Surprise. Kunni Jón að segja frá ýmsu skemmtilegu er á daga hans hafði drifið, þegar hann var á togurum, enda var Jón gæddur sértsakri frásagnar- gáfu, svo unun var að hlusta á sögur hans. Alla síðari heims- styrjöldina sigldi Jón á togurum með ísvarinn fisk til Englands. Var Jón þá ýmist stýrimaður eða skipstjórL Mun það ekki hafa verið heigl- um hent, að sigla á þeim árum, þegar öll loftskeytatæki skipanna voru innsigluð, engir vitar log- andi og öll skip myrkvuð. Sagði Jón svo frá: „Að oft urðum við að sigla bara eftir eðlisávísun“. Aldrei henti neitt þau skip, sem Jón var á, en oft lentu þau í því að bjarga öðrum skipum og mannslífum. Árið 1947 hefst svo þriðji og síðasti þáttur í sjómanns ferli Jóns. Leggur hann þá fiski- skipin á hilluna og ræðst sem fyrsti stýrimaður á ms. Vatna- jökul, sem þá nýstofnað skipafé- lag, Hf. Jöklar, hafði fest kaup á. Var Jón síðan óslitið hjá Hf. Jöklum til dauðadags. Árið 1950 lágu leiðir okkar Jóns fyrst sam- an um borð í ms. Vatnajökli, er ég sem unglingur var að hefja mitt sjómannsstarf. Tókst þá góð vinátta milli okkar Jóns, sem ent- ist til dánardægurs hans. Var Jón ákaflega góður þeim unglingum, sem réðust um borð til hans og vildi þeim liðsinna í öllu. Eins og hann sagði sjálfur: „Ég skal gera menn úr strákunum". Jón varð skipstjóri á ms. Drangajökli 1959, og 1961 tók hann við skipsstjórn á ms. Vatnajökli. Sl. vor tók hann við skipsstjórn á hinum nýja DrangajöklL Ekki hefði ég trúað því er ég kvaddi hann 1. desember síðast- liðinn, glaðan og reifan, er hann var að fara í leyfi til þess að eyða jólum og áramótum með fjölskyldu sinni og vinum, að hann ætti ekki afturkvæmt um borð í skip sitt. En enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Á þeim skipum sem Jón hefur verið skip- stjóri á, hef ég verið nánasti sam- starfsmaður hans. Varð samvinna okkar mjög góð, enda Jón ákaf- lega þægilegur í allri umgengni, skapgóður og mikill húmoristi. Var hann ákaflega fundvis á hin- ar skoplegu hliðar ýmissra at- vika, Góður sjómaður var Jón, og sérstaklega var hann laginn við meðhöndlun skipa í vondum veðrum. Árið 1934 gekk Jón að eiga eft- irlifandi eiginkonu sína, Ingi- björgu Þórðardóttur frá Lauga- bóli. Er ekki of mælt þó sagt sé, að hjónaband þeirra Ingibjargar og Jóns hafi verið með eindæm- um farsælt. Ekki er ósennilegt, að oft hafi hugur hennar reikað til heimilisföðursins, sem barðist fyrir lifibrauði fjölskyldunnar við hinn miskunnarlausa Ægi Kveðja konung, og allar hættur heims- styrjaldarinnar. Eigi harmaði hún þó sitt hlutskipti og bjó manni sínum glæsilegt heimili að Tjarnargötu 10 A í Reykjavík. — Eignuðust þau hjón þrjár dætur, Höllu, sem er í heimahúsum, Kristrúnu, gift á Akranesi, og nöfnu þeirra hjóna, Ingibjörgu Jónu, sem verður stúdent frá Verzlunarskólanum í vor. Þá ólst og upp hjá þeim hjónum sonur frú Ingibjargar, Þór Halldórsson, fulltrúi í Landsbankanum. Gekk Jón honum algjörlega í föður stað, kostaði hann til mennta, og leit hann ávallt sem sinn eigia son. Mikill skákmaður var Jón, og má hiklaust telja að hann hafi verið fremsti skákmaður íslenzka flotans. Sem dæmi um skáksnilld hans má nefna að hann gerði jafn tefli við tvo fyrrverandi heims- meistara í skák. Notaði Jón oft erfiðar skákþrautir sér til dægra- styttingar í löngum siglingum, því sjaldan fékk hann nægilega sterka skákmenn til þess að tefla við um borð. En hvað tekur við þegar töpuð er skákin milli lífs og dauða? Nú leggur Jón upp í sina hinztu ferð, ferð til landsins ókunna. Ég kveð hann í síðasta sinn, sem vin minn og skipstjóra og óska honum góðr ar ferðar. Ég kveð hann fyrir hönd skipshafnar hans, sem sér þar á bak síns ástsæla skipstjóra. Frú Ingibjörgu og börnum sendi ég dýpstu samúð frá skipshöfn- inni. Megi minning um góðan dreng lifa. Jóhannes Tngólfsson. — Um bækur Framhald af bls. 15. þótti það furðulegur samsetn- ingur, meðan Steinn var enn ferskur og menn höfðu ekki alminlega áttað sig á kvæðum hans. Steinn var skáld hinnar mark- vissu, samþjöppuðu tjáningar. Hann var einnig, eins og Hannea Pétursson seigir svo réttilega, „framar Öllu skáld hinna smærri forma." Þess vegna er ritsafn hans ekki gizka mikið að vöxtuna, ef miðað er við blaðsíðutal, rúm- ast í einni meðalbók, en þeim mun meira að fjölbreytileik forma og hugmynda. Kristján Karlsson segir í rit- gerð sinni, að nú sé Steinn i nokkurri hættu, þar eð hann sé ekki lengur umdeildur. Það er rétt. Hætt er við, að Steinn verði að lúta þeim örlögum eins og önnur skáld, sem þjóðin tekur á arma sína, „að vera lesinn mark- lausum, sjálfkrafa skilningi," eins og Kristján orðað það. En hvað um það? Við getum ekki stjórnað því, hvaða skilning framtíðin leggur í ljóð Steina. Þau gegndu sínu hlutverki í sam- tíð skáldsins. Það hlutverk var alla vega nógu mikið til að skipa Steini í röð með okkar mestu ljóðskáldum. Erlendur Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.