Morgunblaðið - 09.02.1965, Side 24

Morgunblaðið - 09.02.1965, Side 24
MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 9. febrúar 1965 2* Victoria Holt: Höfðingjasetrið En ég var nú ekki viss um, að þetta væri satt. Mig langaði mest að eiga heima í Larnston sem hefðarfrú. Langaði mig virkilega til að eiga heima á einhverri stöð á óræktuðu landi, jafnvel með Kim? — Kerensa er fallin í þanka, sagði Kim. Ég vissi ekki, hvort hann sagði þetta með við- kvæmni. — Ég var að ímynda mér. Þú lýsir lífinu þarna syðra svo lif- andi. — Bíddu bara þangað til ég kem aftur. — Og þá hvað? — >á skal ég áreiðanlega hafa einhverjar sögur að segja þér. Hann kvaddi okkur fyrir utan húsið og kyssti fyrst Mellyoru og síðan mig. — Ég kem aftur, sagði hann. — Sannið þið bara til! Ég hélt áfram að muna þessi orð löngu eftir að hann farinn. Öllum var nú orðið það ljóst, að séra Charles var alveg að dauða kominn. Viku eftir viku horfðum við á hann verða mátt- farnari með degi hverjum. Ég var stöðugt að hugsa um, hvað af okkur yrði þegar hann væri allur, því að það var greinilegt, að núverandi ástand var ekki annað en frestur. Frú Yeo gaf mér fyrstu bend- inguna um þetta þegar hún var að tala um Davíð Killigrew. Mér varð það ljóst, að hún hugsaði sér hann sem nýja húsbóndann í húsinu. Hún trúði því — og ég tók eftir, að þetta var almenn trú — að þegar sér Charles dæi mundi Davíð fá brauðið. Hann yrði sóknarprestur í Larnston. Og Mellyora þá? Þar sem hún var prestsdóttir lá beint við að halda, að hún gæti orðið ágætis prestskona. Þetta fannst fólki svo sann- gjarnt og sjálfsagt, að það gaf í skyn, að öðruvísi gæti ekki far- ið. Mellyora og Davíð? Þau voru beztu vinir, og hún var honum þakklát, og hann hlaut að dást að henni. Kannski yrði þetta svona, en hvað yrði þá um mig. Nokkrum vikum eftir að Kim fór, var ég að koma úr heim- sókn til ömmu, þegar ég hitti Johnny Larnston nálægt bæ Pengasters. Hann sat þar uppi í hliði en hljóp niður þegar hann sá mig. — Halló! sagði hann glottandi. — Ég hef verið að vona, að við mundum hittast aftur. — Einmitt það. — Lofðu mér að bera fyrir þig körfuna. — Það er engin þörf á því. Hún er tóm. — Og hvert ertu að fara, fagra mær? wmmmm 11 — Það varðar yður ekkert um, hr. Larnston. — Hvaða skelfing erum við eitthvað formleg í dag, ungfrú . . . já . . . Carlyon? Skelfing er það eitthvað útlenzkulegt nafn, Carlyon! En það hæfir þér vel, engu að síður. — Ég greikkaði sporið. — Ég er að flýta mér. — Það var leiðinlegt. Ég var að vona, að við gætum endur- nýjað kunningsskapinn. Ég hefði átt að heilsa upp þig fyrr, vertu viss. En ég hef bara verið í burtu og er alveg nýkominn heim aftur. — O, þér komið sjálfsagt fljótt aftur, er ég viss um. — Áttu við, að þú vonir það? Ó, Kerensa, hversvegna getum við ekki verið vinir. Það er það, sem ég vita, skilurðu. — Þér farið alveg skakka leið að því að eignast vini, sagði ég. — Kannski er það því að kenna. — Þá verður þú að kenna mér réttu aðferðina. Hann greip í handlegginn á mér og sneri mér að sér. . . Það var einhver glampi í augunum á honum, sem ég var hrædd við. Mér datt í hug, hvernig hann hafði litið til Hetty Pengaster í kirkjunni. Líklega var hann nú koma af einhverju stefnu- móti með henni. Ég sneri hand- legginn á mér lauSan. — Látið mig vera, sagði ég. — Og ekki einungis nú.na, heldur einnig framvegis. Ég er engin Hetty Pengaster númer tvö. Honum brá; það gat enginn vafi verið á því, því að ég slapp auðveldlega frá honum. Ég hljóp og þegar ég leit um öxl, stóð hann enn kyrr og starði á eftir mér. í lok janúar varð séra Carles svo veikur, að læknirinn gaf hon um róandi meðöl, svo að hann svaf lengi í einu. Við Mellyora vorum vanar að sitja og tala saman í hálfum hljóðum, meðan við saumuðum og öðru hverju skauzt önnurhvor okkar inn í sjúkraherbergið. Davíð Killi- grew var hjá okkur allar þær stundir, sem hann komst hönd- um undir og við vorum á einu máli um það, að nærvera hans hafði róandi áhrif á okkur. Þegar frú Yeo kom inn til okkar, sendi hún unga mannin- um alltaf vingjarnlegt augnatil- lit. Ég hafði oft heyrt hana segja, að þegar þessu sorglega ástandi væri lokið, skyldi það verða hennar fyrst verk að hefja áróð- ur fyrir unga prestinn. Bess og Kit komu inn til þess að kveikja upp, og augnagoturn- ar, sem þær sendu Davíð og Mellyoru fundust mér eftirtektar verðar, en líklega tók hvorugt þeirra eftir þeim. Hennar hugs- un snerist öll um föður hennar. Mellyora og Davíð. Þetta virt- ist óumflýjanlegt. Mellyora myndi átta sig með tímanum og hætta að dreyma rómantíska drauma um Justin Larnston, hinn glæsilega riddara, sem' nú hafði gefið annarri. konu hönd sína. Ég leit upp og sá, að Davíð var að horfa á mig. Hann brosti þegar hann sá, að ég hafði líka horft á hann. Það lá eitthvað í þessu augnaráði. Eða hafði mér skjátlazt? Ég varð óróleg. Ég hafði aldrei gert ráð fyrir þessum gangi mála. En daginn eftir fór fram samtal, sem gerði grun minn að vissu. Það var ekki beinlínis bónorð, því að Davíð var ekki þannig maður, að hann hæfi bónorð fyrr en hann gæti séð fyrir konu. Og það gat hann ekki sem aðstoðar- prestur og með farlama móður á höndunum. En ef hann-fengi embættið í Larnston, eins og allir bjuggust við, horfði málið öðru- vísi við. Við sátum ein við arininn, því Mellyora var inni hjá föður sín- hérna ungfrú Carlee, sagði hann hann. Ég jánkaði því. — Ég hef heyrt hvernig þér komuð hingað, og ég dáist að yður fyrir það, sem þér hafið "afrekað . . hélt hann áfram. — Mér finnist þér vera sérlegá . . . sérlega aðdáunarverð. Ég býst við, að þér vonizt eftir að geta alltaf átt hér heima. — Ég er ekki viss um það. Hann hafði komið mér til að hugsa nánar um, hverju ég von- aðist eftir. Það hafði ekki verið draumur minn að verða á prest- setrinu til eilífðar nóns. Þegar ég hafði þarna um kvöldið, farið í rauða kjólinn og gengið grímu- klædd upp breiða stigann í Klaustrinu og heilsað frú Larn- ston, þá hafði það líkzt meira draum, sem væri að rætast, en prestsetrið hafði nokkurntíma gert. — Þér eruð auðvitað ekki viss. Það er ýmislegt í þessu lífi sem krefst vandlegrar umhugsunar. Sjálfur hef ég verið að hugsa um mitt eigið líf. Þér skiljið, ungfrú Carlee, að maður í mínum nú- verandi kringumstæðum hefur ekki efni á að giftast, en ef nú þetta ástand breyttist ein- hverntíma. . . Hann þagnaði og mér datt í hug: Hann er að biðja mín, ef hann fengi embættið hans séra Charles. En hann skammast sín fyrir að vera að hugsa um stöðu, sem hann verður að bíða eftir annars manns dauða til að fá. — Ég held, að þér yrðuð ágæt- is prestkona, ungfrú Carlee, hélt hann áfram. Ég hló. — Ég Það held ég ekki. Það gæti aldrei orðið vel- heppnað. Þó ekki sé annað en uppruni minn, sem væri því til fyrirstöðu. Hann smellti fingrum. — Þér eruð það, sem þér eruð. Og ann- að skiptir ekki máli. — Nú, en innrætið mitt? — Hvað er athugavert við það? — Það er varla nógu alvarlegt og guðrækið. — Góða ungfrú Carlee, ég et hræddur um, að þér vanmetið sjálfa yður. — Þér þekkið mig ekkert. Ég hló aftur. Hvenær hafði ég svo sem vanmetið mig? Hafði ég ekki alltaf fundið einhvern kraft, innra með sjálfri mér, sem mundi koma mér þangað sem ég vildi komast? Ég var alveg eins drambsöm á mína vísu og frú Larnston var á sína. Að vísu hélt ég, að ástin væri blind; því að mér var að verða það æ ljós- ara, að Davíð Killigrew var orð- inn ástfanginn af mér. — Ég er alveg viss um, hélt hann áfram, — að yður mundi takast hvað sem þér reynduð við. Auk þess. . . . Hann lauk ekki við setning- una, því að Mellyora kom inn í stofuna í sama bili og andlitið á henni var tekið og vesældar- legt. — Ég held honum hafi versn- að, sagði hún. Það voru páskar og kirkjan var full af blómum, þegar séra Charles Martin skildi við. Melly- ora var næstum óhuggandi, þvi að enda þótt við hefðum svo lengi vitað, að þetta gat ekki far- ið nema á einn veg, þá varð lát hans mikið áfall þegar það kom. Jarðarfarardaginn var eins og klukknahringingin fyllti allt hús ið. Mellyora var falleg í svarta kjólnum sínum, með blæjuna fyr ir andlitinu, en svart fór ekki eins vel við svarta hárið á mér. Það var afskaplega sorglegt að vera við alla jarðarförina, bæði í kirkjunni og þega-r kistunni var sökkt við hliðina á móður og systur Mellyoru, en þó var enn dapurlegra að koma aftur inn í presthúsið, því að það var eins og það hefði tæmzt þegar þessi rólegi maður hvarf þaðan. Garðahreppur Afgreiðsla Morgunblaðsins fyrir Garðahrepp er að Hof- túni við Vífilsstaðaveg, simi 51247. AKUREYRI Afgreiðsla Morgunblaðs- ins er að Hafnarstræti 92, sími 1905. Auk þess að annast þjón- ustu blaðsins við kaupend- ur þess í bænum, er Akur- eyrar-afgreiðslan mikilvæg- ur hlekkur í dreifingarkerfi Morgunblaðsin's fyrir Norð- urland allt. Þaðan er blaðið sent með fyrstu beinu ferð- um til nokkurra helztu kaup staða og kauptúna á Norður- landi, svo og til fjölda ein- staklinga um allan Eyjaf jörð og víðar. — Þér teljið yðar heimili vera Blaðburðarfólk óskast til blaðburðar í eftirtalin hverfi Sími 22-4-80 T jarnargata Grettisgötu frá 7-35 Lambastaðahverfi Lindargötu KALLI KUREKI -óK- Teiknari: J. MORA After reo has told the tale of the g-old STR/HE, THE CLAIMJUMPEBS, AHD THE OFFER FOR HfSCLA/M,- -----<<Fl h\f i*ll &0 WITH YAf H MEBBE I CAN CHAMSE N YOURMIMDBEFOEE 1TB TOO LATE * OU-TIMEI2, OUIT MUMBLIKi’* I'M W2ITIM' TH' A5S AYER THAT I'LLTAKE HIS OFFER? I’LL SO IM AM' MAIL IT T'MOKROW' 1. „Ég er svo hamingjusöm. Skröggur ríður í burtu í leiú að þér og svo heyrist ekkert frá ykkur 1 heila tíu daga“. „Svona, svona. Jafn- aðu þig og svo skal eg segja þér alla söguna. 2. Eftir að Kalli hefur sagt frá gullæðinni, námurænigjunum og til- boðinu í gullæðina. „5000 dollara“? Engan kjánaskap. Þú tekur boðinu“. „Fjandakornið. Ég vissi að hún segði þeSca“. 3. „Hæti u þessu nöldri, Skröggur. Ég er að skrifa til gullhreinsunar- stofunnar og segja beim að ég taki tilboðinu. Ég set það í póstinn á morg ijn.“ „Ég ætla að fara með þér. Ég get ef til vill fengið þig til að brey' a um skoðun áður en það er um seman.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.