Morgunblaðið - 11.03.1965, Side 8

Morgunblaðið - 11.03.1965, Side 8
8 MORGU NBLADID Fimmtudagur 11. marz 1965 Fyrirspurn um útflutning á dilkakjöti í GÆR svaraði Ingólfur Jónsson landbúnaðarráðherra á fundi Sameinaðs þings fyrirspurn frá Jónasi Péturssyni um útflutning á dilkakjöti. Ýmsar mjög at- hyglisverðar upplýsingar komu þar fram og er sagt frá fyrir- spurninni og svarræðu ráðherr- ans hér á eftir: Jónas Pétursson (S) gerði grein fyrir fyrirspurn inni, sem hann hafði gert til landbúnaðarráð- herra og var hún svohljóðandi: Hvað hefur verið gert að undanförnu tii að framkvæma ályktun Alþingis frá 16. apríl 1962 um tilraunir með útflutning á dilkakjöti? Jónas sagði, að hinn 16. apríl 1962 hefði verið samþykkt á Al- þingi með samhljóða atkvæðum svohljóðandi þingsályktunartil- laga: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að beita sér fyrir, að tilraunir verði gerðar með út- flutning á dilkakjöti, þar sem reyndar verði nýjar aðferðir með pökkun og verkun á kjöt- inu. Verði kannaðir til þrautar hugsanlegir markaðsmöguleikar við dilkakjötið í hverju því formi, sem gefur hagstæðast verð“. Kvaðst Jónas Pétursson hafa borið fram fyrirspurnina til land búnaðarráðherra um, hvað hafi verið gért til framkvæmda á þess ari þingsályktunartillögu. Hon- um væri að vísu kunnugt, að nokkuð hefur verið gert í mál- inu, en hann teldi eðlilegt og raunar nauðsynlegt, að fram kæmu á Alþingi upplýsingar um, hvernig þessi mál standa. Út- flutningsmál okkar íslendinga eru stórmál, og það veltur á miklu, hvernig tekst til með sölu á dilkakjöti okkar erlendis og að beitt sé öllum tiltækum ráðunrí, til þess að fá sem hag- stæðast verð fyrir það. Ingólfur Jónsson landbúnaðar- ráðherra svaraði fyrirspurninni. Sagði hann í upphafi ræðu sinnar, að í til- efni þingsálykt- unartillögu þeirr ar, sem Jónas Pétursson hefði vitnað til, hefði verið skipuð nefnd fjögurra manna, til þess að gera sér grein fyrir þessum málum og hvað unnt væri að gera til þess að fá betra verð fyrir di1kakjötið,_ heldur en við höfum fengið. í þessa nefnd voru skipaðir Þorvaldur Guð- mundsson kaupmaður og var hann formaður nefndarinnar, Agnar Tryggvason framkvstj., Jón H. Bergs framkvstj. og Sveinn Tryggvason framkvstj. Nefndin skilaði áliti á árinu 1963. Þar kæmi fram, að útflutn- ingur á lambakjöti hefur átt sér stað allt frá síðustu aldamótum, og útflutningsmagnið hefur allt- af verið frá 2—3 þús. tonn á ári. Eftir niðurskurðinn féll útflutn- ingur niður, en árið 1955 byrjaði hann aftur verulega og hefur verið á milli 2 og 3 þús. tonn síð- an. Ráðherrann sagði ennfremur, að það hefur alltaf vantað mikið á, að hægt væri að ná fullu verði, eins og það er skráð inn- anlands. Hitt væri svo rangt að segja, að lítið eða ekkert hefði verið gert í þessum markaðsmál- um. f skýrslu nefndarinnar kæmi fram, að markaðs hefði verið leitað í 12 löndum. Mestur hluti af kjötinu færi til Bretlands. Þar væri verðið lágt yfirleitt, en það væri eini markaðurinn, sem hægt væri að reiða sig nokkuð á. — Þangað hafa farið 1500—2000 tonn á ári. Nokkuð hefur farið til Svíþjóðar, lítið til Danmerk- ur og til Noregs hefur verið selt nokkurt magn af saltkjöti og hef- ur það aukizt hin síðari ár og er gert ráð fyrir, að það verði af framleiðslu ársins 1964 um 500 tonn. Væri verð á saltkjöti í Nor egi mun betra en á frystu kjöti. Þá minntist ráðherrann á það, að ýmsar tilraunir hefðu verið gerðar með hagnýtingu á kjötinu og hefðu þær tekizt misjafnlega, en Þorvaldur Guðmundsson hefði gert tilraun með að hag- nýta allan skrokkinn með því að léttsalta og léttreykja kjötið og hakka það. Væri það þekkt und- ir nafninu London Lamb og hefði verið farið með sýnishorn af því til London, Kaupmanna- hafnar og Svíþjóðar og hefði það alls staðar líkað vel. Við harða keppinauta væri að etja, þar sem aðalmarkaðurinn er í Bret- landi, en þar ræður kjöt frá Ástralíu verðinu og það magn af kjöti, sem frá okkur kemur, er ekki nema 1% af því, sem kemur frá Ástralíu. Við yrðum að athuga, hvernig má komast hjá því að greiða stóruppbætur úr ríkissjóði með kjötinu og útfluttum afurðum. Unnið væri að því, að auka verð- mæti annarra sauðfjárafurða en kjötsins, svo sem gærunnar og ullarinnar og mætti hugsa sér að verðið á kjötinu þyrfti ekki að vera eins hátt og annars þyrfti að vera, því að bændur spyrðu að því,. hvað þeir fengju fyrir kindina, eins og hún er, en ekki aðeins, hvað þeir fengju fyrir kjötið. Þá skýrði ráðherrann frá til- lögum framangreindrar nefndar, en þær eru þannig: 1. Beitt verði öllum tiltækum ráðum til þess að fá aukinn inrtflutning á söltuðu dilkakjöti til Noregs. Sagði ráð- herrann að það hefði tekizt. Hefði nú fengizt leyfi fyrir út- flutningi á 500 tonnum af salt- kjöti af framleiðslu sl. árs, en 1958 var útflutningurinn aðeins 128 tonn og fyrir tveim árum ekki nema 300 tonn. 2. till. nefndarinnar er sú, að haldið verði áfram tilraunum til verkunar á kjöti í neytendaum- búðir og magn þess aúkið svo, að unnt sé að hafa emhverjar birgðir af því ytra árið um kring, bæði í Bretlandi og Bandaríkj- unum og e.t.v. víðar, því að hauð synlegt virðist, að um jafna sölu geti verið að ræða á kjötinu til smásala, hótela og veitmgastaða árið um kring. Og þriðja till. er það, að sam- tímis því, að tilraunir með sölu á hökkuðu kjöti fara að bera einhvern árangur, er nauðsynlegt að hefja auglýsingaherferð til kynningar á gæðum dilkakjöts- ins erlendis. Telur nefndin, að sú hugmynd komi fyllilega til greina, að opnaður verði veit- ingastaður á góðum stað í Lond- on, þar sem hafður er ó boðstól- um íslenzkur matur, svo sem dilkakjöt, reyktur lax, skyr, fisk- ur og síld, humar og rækjur. í sambandi við slíkt matsöluhús verði jafnframt aðstaða til þess að hafa íslenzkar afurðir írystar í neytendaumbúðum. Þar væri einnig rétt að hefja allumfangs- mikla auglýsingastarfsemi. Slík stofnun, sem hér um ræðir, kost_ ar allmikið fé og aetti að vera byggð og rekin af sölufélögum landbúnaðar og sjávarútvegs í sameiningu. Þetta voru tillögur nefndarinn- ar og nú á föstudaginn var stofn- að hlutafélag til þess að full- nægja þessari þriðju tillögu nefndarinnar að stofna Véitinga- sölu í London, til þess að kynna íslenzkar afurðir, ekki aðeins dilkakjötið, heldur og aðrar ís_ lenzkar amrðir og til þess að hefja auglýsingastarfsemi, sem nefndin leggur til, að gert verði. Menn geta haft misjafnlega góða trú á þessu fyrirtæki. Reynslan sker vitanlega úr því, hvaða árangur það ber, en við erum margir, sem gerum okkur vonir um, að góður árangur muni af þessu fást. Að þessu fyrirtæki standa ríkið með 50%, Samband- ið með 20%, Framleiðsluráð land búnaðarins 20% og Loftleiðir hf 10%. Hlutaféð er 5 millj. kr. og það er gert ráð fyrir, að það kosti 5 millj. kr. að opna þennan stað og koma starfseminni í gang. Hvort reksturinn getur svo staðið undir kostnaðinum að öðru leyti, því verður reynslan að skera úr. En það ber að líta á þetta að nokkru leyti sem aug- lýsingastarfsemi og verði halli á rekstrinum, ber að skoða það sem auglýsingakostnað, sem gefur hagnaðinn, þótt síðar verði og þetta er vitanlega ekkert ný- mæli, að aðrar þjóðir setji á stofn sölumiðstöð í erlendri stór- borg. Þetta hafa nágrannar okk_ ar gert, Danir í mörgum stór- borgum, Norðmenn einnig í nokk uð mörgum, Vestur-Þjóðverjar allvíða og Svíar eru nýbúnir að stofna slíkan stað 1 London núna eftir áramótin, en Norðmenn opnuðu sína sölustöð í London í nóvember. Danir hafa haft sína sölustaði þar lengi áður. Ráðherrann tók það fram, að það hefði verið eðlilegra, að þáð væri breiðari grundvöllur undir þessu fyrirtæki, að samtök sjávar útvegsins hefðu verið með og t. d. Flugfélag Islands, en ekki reyndist fært að mynda þetta fé- lag með öðrum hætti. Ráðherr- ann sagðist telja, að þet'ta fyrir_ tæki hefði tviþættu hlutverki að gegna, ekki aðeins að kynna framleiðsluvörur okkar, heldur einnig að kynna landið og stuðla að því, að erlendir ferðamenn kæmu hingað. Jónas Pétursson kvaðst vilja þakka ráðherranum fyrir góð svör og upplýsingar um þetta mál. Hann tók það fram að sér þætti sérstaklega hið nýja sölu- fyrirtæki í London athyglisvert. Nauðsynlegt væri, að þessu máli væri fylgt fast eftir. Kvaðst hann bera fullt traust til þeirra manna, sem valizt hefðu þar til forystu. ÖNNUR MÁL Emil Jónsson félagsmálaráð- herra svaraði fyrirspurn f rá Halldóri E. Sigurðssyni um að- stoð til vatnsveitna. Jón Skaftason (F) mælti fyrir þingsályktunartillögu um mark- aðsrannsóknir í þágu útflutnings, veganna og fyrir þingsályktunar- tillögu um síldarleitarskip. Eggert Þorsteinsson (Alþfl.) mælti fyrir þingsályktunartillögu um símagjöld á Suðurnesjum. Þórarinn Þórarinsson (F) mælti fyrir þingsályktunartillögu varð- andi samdrátt í iðnaði. Jónas Pétursson (S) mælti fyrir Iþingsályktunartillögu um ræktun lerkis í Fljótsdalshéraði og verður nánar skýrt frá henni síðar hér í blaðinu. Karl Kristjánsson (F) mælti fyrir þingsályktunartillögu um garðyrkjuskóla á Akureyri. Páll Þorsteinsson (F) mælti fyrir þingsályktunartillögu um endurskoðun skólalöggjafarinnar. Öllum framangreindum tillög- um var vísað til nefnda. Malbikun Keflavíkurvegar veld- ur óánægju á Suðurnesjum KEFLAVÍK, 8. marz. — Undan- farið hafa verið á sveimi sögu- sagnir um það, að nú mundi verða horfið frá því að steypa Keflavíkurveginn og tekin upp malbikun frá Kúagerði til Kefla- víkur. Þetta nýja viðhorf mun ekki lengur vera orðrómur einn, held- ur að búið sé að ákveða mal_ bikun. Því er borið við að varan leg steypa sé 48 milljón kr. dýr- ar en malbik, og að lánsfé 'sé lítt fáanlegt. Mikil óánægja er að grípa um sig hér syðra vegna fyrirætlana um malbik í stað steypu, meðal allra sem eiga hagsmuna að gæta í sambandi við veginn, svo og vegna þess að sagt var í upp- hafi að allur vegurinn mundi steyptur. ★ í sambandi við þetta vegamál átti ég tal við reynda og þekkta g Sigurður Bjarnason. bifreiðastjóra, sem ekið hafa alla landsins vegi, en þó mest á milli Keflavíkur og Reykjavíkur: Sigurður Bjarnason, bifreiða- stjóri. hefur ekið áætlunarbílum á milli Keflavíkur og Reykjavík- ur í meira en 20 ár og þekkir því af eigin reynslu sitt af hverju. — Hvernig lízt þér á þá breyt- ingu að hætta við steypuna og taka upp malbik á því sem eftir er aí Keflavíkurvegi? — Mér lízt illa á það — og ef nú verður hætt við að steypa þá verða tæplega fleiri vegir steypt ir — en það er okkur öllum ljóst að steyptir vegir eru það varan- legasta, sem nú þekkist. — Það er ekki hægt að miða við Hafnar fjarðarveginn, því þar var undir. bygging önnur og verri en á Keflavíkurvegi — en víð þekkj- um aðra vel undirbúna vegi, bæði hér í Keflavík og nágrenni. — Þegar malbikið fer að bila? — Bilanir á malbiki eru miklu verri en á malarvegum, á mal- bikinu eru hvassar brúnir og hættulegar, sérstaklega vegna þess að hraðar er ekið, en hol- urnar í malarvegum geta líka verið slæmar og hrist í sundur nýjustu bíla. — Hvað heldurðu um viðhald- ið? — Ég veit ekki hvað má láta hafa eftir sér í því sambandi — skóbótaviðgerðir eru ekki góðar og af reynslunni á malarveginum gamla, hafa heflar og ofaníburð- ur sjaldan fengizt fyrr en í óefni var komið — og bilanir á mal- biki geta verið stórhættulegar. Mér finnst rétt að halda áfram að steypa fyrst búið er að undir- byggja veginn fyrir þá aðferð. Það sem er ódýrt í svipinn verð- ur oft það dýrasta í framtíðipni. ★ Næst næ ég tali af Ölafi Ingi- berssyni, nýkomnum úr sinni daglegu ferð til Reykjavíkur, sem hann hefur farið í 30 ár og oft tvisvar á dag — og ekur nú stór-vöruflutningabifreið, s e m oftast er fullhlaðin báðar leiðir. — Hvað finnst þér um ef hætt verður við að steypa Keflavíkur- veginn og malbika það sem eftir er frá Kúgagerði? — Æ, mér fyndist það hrein- asta synd — steypti vegurinn er svo skínandi góður — en holu skrattarnir í malbikinu geta hæg- lega eyðilagt fyrir manni 6 þús. krónu dekk —. og það er líka slæmt — þá vil ég heldur borga eitthvað pínulítið nieira í skatt og minna í dekk. — Fyndist þér ekki framför að fá malbikað það sem eftir er af veginum? —• Jú, jú, auðvitað — gamli vegurinn er oft og tíðum búinn að hrista mann sundur og saman og bílana sundur — en ég er dá- lítið smeykur við holurnar og við haldið á malbikinu — ég ek alltaf varlega, en stóru fólksbílarnir á flugvöllinn þurfa að flýta sér —« og þá er vont að lenda í mal- biksholu. — Þú mundir af gamalli reynslu á vegum vilja láta halda áfram að steypa. Ólafur Ingibersson — Já, auðvitað, það mundi spara okkur mikið. -— Þú vildir heldur steypu, þó hún kosti meira? — Ég hefi sjálfur alla tíð reynt að fá mér betri bíla, þó þeir væru dýrari — og tekizt það með að- stoð góðra manna — en ég held ég hafi alltaf grætt á því að nota aðeins það bezta. ★ Svona er hljóðið yfirléítt á Suðurnesjum eins og einnig má sjá á fundasamþykktum, sem gerðar hafa verið. Togarasala. Togarinn Víking- ur kom hingað til lands í gær- morgun eftir að hafa selt í Cux- haven 157 tonn fyrir 112.158 mörk. Hann veiddi á heimamið- um. Aflinn var mest karfL VÍI&* ingur fer á veiðar á morgun. — Oddux,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.