Morgunblaðið - 11.03.1965, Page 21

Morgunblaðið - 11.03.1965, Page 21
Fimmtudagur 11. marz 1965 KORGUNBLAÐIÐ 21 „Goldie“ rííur í sig öndina. Helzta frétt stórblaða Lundúna er strokuörninn ÖRNINN „Goldie" frá dýra- garðinum í Lundúnum hefur undanfarið skipað virðulegt rúm á forsíðum stórblaða heimsborgarinnar — sjón- varpsstöðvarnar hrezku hafa verið með frásagnir og mynd ir af erninum, en rúm vika er liðin frá því að hann komst út úr búri sínu í dýragarðinum í London og hvarf yfir húsþök in með miklum vængjaslætti. En þessi vitri fugl hefur þó enn sem komið er ekki yfir- gefið borgina og borgarlifið, heldur er honum sífellt að skjóta upp í „hljómskálagörð um“ Lundúna og jafnvel inni í húsagörðum, eins og t.d. um daginn er hann settist í húsa- garðinn á heimili ameriska sendiherrans þar í borg. Starfsmenn dýragarðsins, svo og sjálfboðaliðar hafa gert hverja tliraunina á fætur ann arri til að ná fuglinum, en honum hefur enn sem komið er tekizt að sleppa, stundum á því augnabliki sem „loka átti hringnum“. Einn af blaðaljósmyndur- um ,The Daily Telegraph* tók mynd þá er hér birtist. Heit- ir hann Djukanovich. — Hon- um var falið það verkefni um daginn að ná i mynd af ernin um. Ljósmyndarinn var svo heppinn, að örninn, sem er þó nokkru minni en hinn íslenzki — Um bækur Framhald af bls. 15 augum. Og arðurinn af verzlun- inni rann út úr landinu. Reykjavík getur því ekki hælzt af glæsilegri fortíð. Hún sækir allan sinn þrótt í líðandi stund og fyrirheit framtíðarinnar. Reykjavík óx ekki ört fyrst í stað. Á fyrsta ári kaupstaðar- réttindanna voru íbúarnir þrjú hundruð og tveir talsins. Þegar landið fær heimastjórn, hundrað og tuttugu árum síðar, er Reykja- vík orðin dálítill bær, svipuð að stærð og Hafnarfjörður eða Kópavogur eru nú. Fyrsta áratug þessarar aldar tvöfaldaðist íbúatalan. Svo hratt hefur Reykjavík aldrei stækkað endranær, hvorki fyrr né síðar. Innflytjendumir voru næstum eingöngu rótgróið sveitafólk, sem hafði ekki hugmynd um, hvað bæjarlíf var, fyrr en það reyndi það sjálft í þessum upprennandi höfuðstað. Fáir núlifandi menn munu vera fróðari en Ámi Óla um sögu Reykjavíkur. Hann hefur verið örn, renndi sér á önd, sem stóff á tjarnarbakka við ísi- lagða tjörn í Regent’s Park. írninn var ekki lengi að rífa í sig veslings öndina. En meðan hann sat þar að snæðingi, tókst blaðaljósmynd aranum Djukanovich að kom ast svo nærri erninum að svo sem einn meter var á miili. Hafði örninn verið svo ákafur að eta nýmetið. Djukanovic sagðist svo frá er hann kom á blaðið úr leiðangrinum að þegar hann hafi ætlað að kasta frakkanum sínum yfir fuglinn, eftir að vera búinn að taka af honum mynd, hafi örninn í sama vetfangi hafið sig eldsnöggt til flugs. Lundúnarblöðin herma, að svo fylgdist almenningur í borginni vel með ferðum arn arins, að læknar segi hálsríg almennasta krankleika fólks í heimsborginni. Það er sama hvort menn eru í hinum al- varlegustu bankaerindum í miðborginni City, eða á skemmtigöngu í almennings- görðunum Regent’s Park eða Hyde Park, það horfa allir upp í loftið í þeirri von að „Goldie“, sé á ferðinni. Slðustu fréttir AP-fréttastofan sendi síð- degis í gær út fregnina um, hér blaðamaður í hálfa öld, lifað og hrærzt í hringiðu atburðanna. Hann hefur horft á borgina vaxa. Hann hefur kannað sögu hennar. Hann hefur verið sagnfræðingur í blaðamennskunni og blaða- maður í sagnfræðinni. Sögur þær, sem hann hefur grafið úr fylgsn- um fyrri tíðar, verða í meðför- um hans lifandi eins og fréttir dagsins. Söguþættir Árna Óla bera með sér, að þeir eru skrifaðir á löng- um tíma fyrir blað, en ekki sem samfellt bókarefni. Efnið er saman dregið úr ýmsum áttum og jöfnum höndum fjallað um hið eihstaka og altæka. Höfundur leiðir okkur til dæmis um bæinn, eins og hann var fyrir heilli öld, þræðir göt- ur Miðbæjarins og kann skil á hverju húsi. Hann gefur okkur innsýn í þróun byggðarinnar, eins og hún hefur gerzt í stór- um dráttum. Og til að lífga upp á þetta alit saman bregður hann upp smámyndum af fólki og at- burðum; fólki, sem setti svip á bæinn, og atburðum, sem þóttu merkilegir í sinni tíð og þykja Varahlutaþjónusta búvéla og fóðurvöruflutningar 4>- að gæzlumönnum frá dýra- garðinum í London hefði í birt ingu í gærmorgun tekizt að handsama strokuörninn. Hafði nieiriháttar undirbúningur fram farið og nákvæm hern- aðaráætlun lögð um handtöku arnarins. Höfðu gæzlumenn- irnir meðferðis dauða kanínu út í Regent’s Park garðinn. — Þeir földu sig strax eftir að þeir höfðu komið agninu fyr- ir. Klukkan rúmlega 7 í gær- morgun kom örninn svífandi ofan úr tré og réðist á agnið, en um leið kastaði einn af gæzlumönnunum sér á fætur fuglsins. Siðan komu fleiri gælzumenn til hjálpar og strokuævintýri arnarins var lokið. Að stundu liðinni var hann aftur kominn á bak við lás og slá í járnbúri sínu. Er þessu var öllu lokið, til- kynnti stjórn dýragarðsins að hún væri þakklát fyrir þær þúsundir bréfa, sem borizt hafa með ábendingum um leiðir til þess að handsama „Goldie“. Einnig lýstu félags- samtök hundaeigenda yfir ánægju sinni, en þau höfðu krafizt þess að örninn yrði taf arlaust settur inn, því hann hefði sært hund. Örninn var búinn að vera frjáls fugl í 11 daga er hann beit á agnið. — kanínuna. jafnvel enn. Þá greinir hann frá ýmsum smáatvikum, sem eru að vísu ómerkileg í sögulegu tilliti, en fylla þó upp í heildarmynd- ina. Þegar öllu er saman urnað, gefa söguþættirnir góða hug- mynd um bæjarlífið, eins og það var á hverjum tíma. Margt af því fólki, sem þarna kemur við sögu, er nú flestum gleymt, svo sem vinnufólk, sem vann sér ekki annað til frægðar en komast á blað í lögregbubók- unum, oftast vegna einhverra smáyfirsjóna, svo og kynjakvistir ýmsir, sem frábrugðnir voru fjöldanum. En þarna er líka sagt frá ýms- um þjóðfrægum persónum, sem lifðu og störfuðu í bænum eða koma við sögu hans á annan hátt. í þeim flokknum eru stjórnmála- menn og embættismenn, at- kvæðamiklir bæjarfulltrúar, kaupmenn og útgerðarmenn, skáld og listamenn. Þarna er til dæmis sérstakur þáttur af Sigurði Breiðfjörð, sem heiðraði Reykjavík með því að sálast þar úr mislingum, kröm Eins Og skýrt var frá í blaðinu í gær, hefur Búnaðarþing nú gert ályktun um að árið 1966, skuli 'hér verða haldin landbúnaðar- sýning. Þingið hefur einnig gert ályktun um varahlutaþjónustu við búvélar, og um flutning á fóð urkorni með tilliti til að það verði flutt inn í heiium skips- förmum — ómalað. Hér á eftir fara þessar ályktanir. Varahlutaþjónusta búvéla Vegna erindis Búnaðarfélags Stokkseyrarhrepps um varahluta þjónustu vegna búvéla var eftir- farandi ályktun gerð: Vegna síendurtekinna kvartana bænda, búnaðarfélaga og ræktun arsambanda út af vöntun vara- hluta til búvéla, þá felur Búnað- arþing stjórn Bf. IsL að fylgjast vel með í þessum efnum og kynna sér framkomnar kvartan. ii. Þar sem það upplýstist, að þær séu á rökum byggðar, skal stjórn Bf. ísl. annast um að fá slíkri þjónustu kippt í lag hjá viðkom- andi innflytjendum búvéla, ella sendi hún aðvörun til hinna er- lendu framleiðenda eða seljenda sem í hlut eiga. Fóðurvörur og flutningur á þeim Búfjárræktarnefnd fjallaði um erindi Búnaðarsambands Dala- manna varðandi fóðurvörur og erindi Búnaðarsambands Suður- Þingeyinga um flutning á fóður- vörum. Eftirfarandi ályktun var gerð: 1. Búnaðarlþing telur það miklu varða við innflutning á fóðurkorni, að kostað sé kapps um, að vörugæði og verð sé sem hagkvæmast. Til þess að svo megi verða, telur Búnaðarþing nauðsynlegt, að fóðurkornið sé flutt inn ómalað í tankskipum og jafnframt því settar reglur um lágmarksvörugæði á kornvörum til blöndunar. Búnaðartþing felur stjórn Bún- aðarfélags íslands að ræða iþessi og kvöl að lokinni tilbreytinga- ríkri ævi. í þætti þessum segir frá því, að Sigurður falsaði undirskrift tveggja góðkunningja sinna, sem hvorugur var nú raunar skrif- andi. Vegna máls þessa komst nafn hans í lögreglubækurnar. Dóm- kirkjuprestyrinn vottaði þá að- spurður, að Sigurður væri „frið- samur að eðlisfari, en ístöðulaus.” Þau orð hafa sjálfsagt verið dag- sönn. Þátturinn Port Reykjavík seg- ir frá fyrirætlunum Einars Bene- diktssonar og fleiri að gera höfn í Skerjafirði. Einar skildi víðast hvar eftir sig einhver spor, eins og hann sagði sjálfur. Síðasti þáttur bókarinnar, en þeir eru þrjátíu og sex ails, heit- ir: Finnið bæjarstæði Ingólfs. Margir fræðimenn hafa leitt getum að, hvar sá bær hafi stað- ið, og ekki verið á eitt sáttir. Árni Óla hefur sínar ákveðnu skoðanir í því máli. Vill hann láta grafa, þar sem hann telur sennilegt, að bæjarhús Reykja- víkurjarðar hafi staðið, „til þess að ganga úr skugga um hvort þar eru ekki leifar af seinasta Reykja víkurbænum, og enn dýpra eitt- hvað, sem minnir á forna byggð.“ ★ Árni Óla hefur nú sent frá sér fjórar bækur um Reykjavík. Þrjár hinar fyrri heita: Fortíð Reykjavíkur, Gamla Reykjavík og Skuggsjá Reykjavíkur. Aftast í síðustu bókinni, þeirri sem hér er frá greint, er nafna- skrá fyrir allar fjórar bækurnar. Nafnaskrá þessi er enginn smá- listi, nær yfir fimmtíu síður. Nokkrar myndir eru í bók- inni, en prýða hana ekki, því þær eru illa prentaðar, þokugráar og óskýrar. Að öðru leyti er útlit bókarinnar fremur viðkunnan- legt. Erlendur Jónsson. mál við ríkisstjórnina og helzttt innflutningsfyrirtækin með það fyrir augum að finna heilbrigða lausn á þessu máli. 2. Þá telur Búnaðarþing það mjög mikilvægt, að eftirlit með efnainnihaldi fóðurvara inn_ lendra sem erlendra sé það fúil- komið, að tryggt sé, að auglýst vörugæði standist hverju sinnL Þar eð gildandi lög um fram- leiðslu og verzlun með fóður- vörur eru orðin gömul og á ýms- an hátt ófullkomin, felur Búnað- arþing stjórn Búnaðarfélags ís- lands að beita sér fyrir breyting- um á lögunum, sem miði að því að fullkomið fóðurvörueftirlit verði framkvæmanlegt. Greinargerð Það er alkunna, að verzlun með kjarnfóður hefur aukizt mjög hin síðari ár, og má ætla, að kjarnfóðurnotkunin sé nú ár- lega um eða yfir 30 þúsund tonn. Yfirleitt er kjarnfóðrið keypt sem fóðurbætir og því mikilvægt, að tilætluð vörugæði séu fyrir hendL Því miður bendir margt til iþess, að vörugæði kjarnfóðursins séu oft allt önnur og minni en æskilegt er og veldur iþar mestu um, að verzlunarskipulag það, sem þúið er við, hefur ti,l þessa útilokað hagkvæma verzlun og dreifingu kjarnfóðurs. Varla má búast við, að unnt verði að gefa kjarnfóðurinnflutninginn frjáls- an, en á hitt má benda, að S.Í.S. hefur nú iþegar eignazt hentugt skip til þess að flytja ómalað og ósekkjað korn á milli landa, en á hinn bóginn vantar ennþá alla aðstöðu í landi til þess að taka á móti ósekkjuðu korni. Á undanförnum árum hefur fjölgað mjög ört fóðurblöndunar- stöðvum og verksmiðjum, sem framleiða fóðurlnjöl og hefur það torveldað til muna fóðurvöru- eftirlitið. Eru nú starfandi 1® fóðurblöndnarstöðvar og yfir 30 síldar- og fiskimjölsverksmiðjur og 3 grasmjölsverksmiðjur. Þess- um fyrirtækjum mun ugglaust fjölga á komandi tímum og er ekki nema allt gott um það að segja, en jafnframt verður að sjá fyrir því með ströngu eftirliti, að þær fóðurvörur sem verzlað er með, hafi þáð efnainnihald, sem auglýst er hverju sinni. — Ný dieselvéla- somsfædo FramhaJd af bls. 3 og við væntum þess að þessi stöð, ásamt miðlunarmannvirkj- unum við Mývatnsósa geti tryggt fullnægjandi rekstursöryggi næstu ár. Vonir standa nú til að heimild til nýrrar virkjunar í Laxá fáist á Alþingi því er nú situr, enda nauðsynlegt þar sem hér er aðeins um skammvinna lausn á rafmagnsmálum okkar að ræða. Gera má ráð fyrir því að árið 1967 sé álagið komið upp í a.m.k. 1600 kw, eða samtals það afl sem nú er á svæðinu. Nauðsynlegt mun því e>.v. reyn- ast að bæta við einni dísilvél I viðbót, áður en ný Laxárvirkj- un verður tilbúin. Hugsanlegt er, ef til þess kemur, að sú vél verði um 3000 kw að stærð. Kemur þá til athugunar að staðsetja hana upp við aðalspennistöð, og fjar- stýra henni héðan úr varastöð- inni“. Á eftir bauð stjórn Lavárvirkj unarinnar gestum til kaffi- drykkju að Hótel KEA, þar sem Steindór Steindórsson mennta- skólakennari, sem sæti á í stjórn inni, þakkaði öllum, sem unnið höfðu við undirbúning og upp- setningu hinnar nýju vélar, vel unnin störf, ekki sízt Mr. Dench frá RSfH, sem haft hefur á hendi umsjón og eftirlit með verkinu fyrir hönd fyrirtækisins. — Sv.P.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.