Morgunblaðið - 11.03.1965, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.03.1965, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 11. marz 1965 2€ ; , i Vk , m Olympíumyndin misheppnuð en Japanir græða samt milljónir dala KVIKMYNDrN sem Japanir létu gera af Olympíuleikunum er til- búin til sýningar — og þó. Þeg- ar hún var sýnd í þröngum hring ráðherra og annarra ráðamanna fékk hún mjög misjafna dóma, og nú eru uppi háværar kröfur um að gera aðra mynd. Það heimta að minnsta kosti sumir ráðherranna. Sagt er að kvikmyndin sé eng- in heimildarkvikmynd, heldur sé hún samtíningur með frjáls- íþróttafólki í aðalhlutverkum. Sumir ráðherranna fussuðu og sveiuðu að aflokinni sýningunni og einn spurði: Stendur þessi mynd í einhverju sambandi við Oiympíuleikana? Það voru teknar myndir sem tók 70 klukkustundir að sýna og störfuðu að myndatökunni 500 manns. Úr þessu -var klippt mynd sem tekur rúma 2 tíma, sýnd í litum á breiðtjaldi: Ichi- kwa heitir sá er stjórnaði gerð myndarinnar. Ráðamenn heimta nú að önn- Eyleifur. Þórólfur. Þórólfur fær ástabréf allt frá Mðltu en Eyleifur aöeins póst af Skaganum Fréttamaður IVIbl. heimsækir Þórólf og Eyleif í einbýlis- hús í Glasgow ur mynd verði gerð og segja að t.d. komi ekki fram nærri allir þeir er sigur hlutu á Olympiu- leikunum, ekki einu sinni í frjáls um iþróttum. Það sé dundað við listrænar myndatökur en aðalat riðunum sleppt — margar mínút ur taki að draga upp fána en fjölda sigurvegara sé sleppt. Stjórnandi myndarinnar segist ekki taka þátt í annari gerð myndar. En verði úr að önnur mynd verði gerð, verður þetta í fyrsta sinn sem tvær myndir verða sýnd ar frá sömu Olympíuleikum. Og hvað sem verður tapa Japanir ekki á myndinni. Þegar hafa 50 lönd samið við kvikmyndaféiag ið TOHO um sýningarrétt og tekjurnar af myndinni skipta milljónum dala. Terrell, Patter- son og Chuvalo saraa kvöldið — Nei, ég hef alls ekki ver- ið settur út úr liðinu. En ég hef ekki verið með í leikjun- um, sem Rangers hrfur leikið í Evrópukeppninni, vegna þess að ég er ekki búinn að vera nógu lengi hjá félaginu til þess að taka þátt í þeirri keppni, sagði Þórólfur Beck, er fréttamaður Mbl. hitti haim í Glasgow á dögunum Þórólfur sat í skrifstofu Flugfélags Islands þar í borg- inni og var að lesa síöasta Morgunblaðið að heiman Og þar var Eyleifur frá Akranesi líka, þvi vel fer á með þei.m fóstbræðrum. Flugfélagsskrifstofan í Glas- gow er annað heimili allra ís- lendinga í borginni svo og ís_ lendinga, sem þarna eru á ferð. Má félagið una vel því -^orði, sem fer af starfsmönn- um þess þar sem víða annars staðar. — Ég hef enga heimþrá, hef aldrei haft neina heimþrá, seg ir Þórólfur. Ég er í mjög nán- um tengslum við tsíand hér í Ssotlandi, sé alltaí blöðin að heiman, hitti mikið af ís- lendingum hér í skrifstofu Flugfélagsins — Og íslending- arnir, sem hér vinna, Ólafur Jónsson forstjóri skrifstofunn- ar, og Þorgils Kristmanns, eru góðir kunningjar. Reyndar leigjum við Þorgils saman ein- býlishús úti í Paisley og Ey- leifur býr þar hjá okkur. En nú er Þorgils trúlofaður skozkri svo að ég geri ekki ráð fyrir að við leigjum sam- an til eilífðar, segir Þórólfur. Um kvöldið býður Þórólfur okkur heim til sín til þess að horfa á sjónvarp með þeim Eyleifi, „því það er það eina, sem við stundum á kvöldin — en við stundum það líka vel“, segir Þórólfur og hlær. Ólafur Jónsson ekur okkur út í Paisley, útborg Glasgow, nær hálftíma akstur. Þórólfur býður hópnum í kjúkling í karry á veitingastað i Paisley og það fer ekki fram hjá okk- ur að pilturinn er vei þekktur þar um slóðir. Eyleifur segir að jafnvel gamlar konur biðji Þórólf um eiginhandaráritun — hvað þá ungu stúlkurnar. Kjúklingurinn er góður og við ætlum að endurgjalda gest risnina með því að bjóða upp á eina ölkrús, en það er ekki þegið. — Ég má ekki láta sjá mig á ölstofum né bragða svo mik- ið sem öl hér um slóðir. Það þykir ekki góð latína, þegar knattspyrnumenn eiga í hlut. Þá sjaldán ég lendi í selskap bið ég um mjólk — og hér nærist maður meira á mjólk en öllu öðru, segir Þórólfur. En á leiðinni heim til hans bendir hann okkur á eina og eina ölstofu, sem hinir og þess ir af eigendum St. Mirren eða Rangers reka. — Já, þetta eru' stórhlut- hafar í „klúbbunum“ (knatt- spyrnuliðunum), því hér er knattspyrnulið rekið eins og hvert annað fyrirtæki, sem menn græða á. Strákarnir, sem leika með mér í Rangers líta líka á þetta sem hverja aðra vinnu — vel borgaða vinnu, sem mikið verður að leggja 4 sig fyrir. Ég lít ekki enn á þetta sem atvinnú, miklu fremur sem ánægjulega íþrótt — annars væri ég sjálf- sagt ekki að þessu. En Þórólfur neitar því ekki að hann hafi líka ágætar tekj- ur upp úr íþróttinni og það er ekki svo lítið atriði, þegar öllu er á botninn hvolft. En þegar við stígum upp í leigubíl spyrjum við hann hvort hann ætli ekki að fá sér bíl. — Nei, ég hef ekkert að gera með bíl. Ég hef gott af að ganga, ég færi að fitna, ef ég fengi mér bíl. Þá yrði líka hættara við að maður færi að drolla á kvöldin hjá kunningjum, en bíllaus nennir maður ekki að þvælast úti á kvöldin. Húsið þeirra er í útjaðri Paisley, nýlegt einbýlishús úr steini — og þar fer vel um þremenningana. Þorgils var heima á íslandi, þegar við komum í heimsókn svo að Morgunblaðinu var úthlutað hans sæti framan við sjón- varpið. — Við æfum tvo tíma á dag, á morgnana, segir Þór- ólfur. Leikum á laugardögum og eigum frí á sunnudögum. Eyleifur æfir með mér, hann er í þriðja liðinu, unglingalið- inu. Við erum saman svo að segja allan sólarhringinn. Og Eyleifur kann því vel. Hann segist vera búinn að æfa þarna í mánuð, Verður e.t.v. tvo mánuði til viðbótar. — Nei, ég hefði ekki áhuga á að setjast hérna að og ger- ast atvinnumaður, segir Ey- leifur. Ég get ekki tilgreint neina aðalástæðu, ég held að ég kynni ekki Við mig til lengdar. — Kannt betur við þig á Skaganum? — Já, en þar hefur maður auðvitað ekki sömu aðstöð- una til að iðka knattspyrnu. Ég veit ekki hvað ég tek mér fyrir hendur, þegar ég kem heim. Var byrjaður að læra að mála hjá Rikka, en það eru allt of margir málarar á Skaganum, hafa ekkert að gera. Jafnvel betra að vera í Glasgow. Ég hef spilað einu sinni með þriðja liðinu, spila vonandi bráðlega aftur. Þórólfur er á annarri bylgju lengd, því hann hefur ekkert á móti því að ílengjast í at- vinnumennskunni og hann hef ur greinilega hug á því að kiífa brattann. — Það var stórt stökk að fara að heiman og til St. Mirren, segir hann. En ég tók langt um stærra stökk, þegar ég fór frá St. Mirren til Rang- erts. Hér á Skotlandi — og reyndar víðar — á Bangers geysimiklum vinsældum að fagna og tuttugu til þrjátíu þúsund áhorfendur fylgja fé- laginu alltaf hvar sem það spilar á Skotlandi, jú, mæta á hverjum laugardegi. Þetta er geysilega spennandi, ekki sízt fyrir ungan mann, sem hefur látið sig dreyma þetta líf frá því hann var smápatti. — Nei, þetta er enn ekki orðið eins og hvert annað starf fyrir mér. Við fáum viku kaup, fast kaup, en síðan fá- um við aukagreiðslu, ef við gerum jafntefli — og helmingi hærri aukagreiðslu fyrir unn- in leik. Ég neita því ekki að vitundin * um stærri hagnað rekur svolítið á eftir manni úti á vellinum — og, þegar mikið er í húfi fyrir félagið og stjórn þess hefur ák-veðið að hækka aukagreiðsluna enn, ef við sigrum — ja, þá er bar- izt upp á líf og dauða. Samt sem áður finnst mér þetta fyrst og fremst skemmtun, ég nýt þess að hafa boltann á tánum. Húsið, sem þeir leigja, er á tveimur hæðum. Niðri eru tvær samliggjandi stofur og lítið herbergi ásamt rúmgóðu eldhúsi þar sem þeir mat- reiða á kvöldin — og þeir hafa sjálfsagt kóngafæði. Uppi eru tvö stór svefnherbergi og bað. Húsið leigja þeir með húsgögnum, sem raðað er framan við sjónvarpið. — Það er sárasjaldan að við | sjáum eitthvað frá íslandi, mætti vera meira, segir Þór- ólfur. Hann er ekki að hugsa um að bæta það upp og koma heim á næstunni. Hann er að hugsa um að fara til Spánar í sumar, vera þar 3—4 vikur, en samt ekki útilokað, að hann skreppi heim. Það skoppaði upp úr Ey- leifi, að mýsnar væru farnar úr eldhúsinu, en Þórólfur sussaði á hann. Hann sagðist ekki kæra sig um að lesa í Morgunblaðinu, að hann hefði haft mýs í eldhúsinu. Sann- leikurinn væri samt sá, að íþeir væru enn ekki búnir að finna út hvernig mýsnar hefðu komizt inn og út. Þeir hefðu gefið mýslunum ost og þær hefðu greinilega kunnað Framhald á bls. 27. Terrell, Patter- son og Chuvalo saraa hvöldið CASSIUS Clay boðaði til blaðamannafundar í Miami í gær og sagðist þar vera reiðu- búinn til að mæta Ernie Terr ell — hinum nýskipaða heims | meistara í þungavigt. „En, — sagði hann við blaðamenn — ég vil mæta honum, Floyd I Patterson og George Chuvalo öllum sama kvöldið og ég skal lofa ykkur því að ég stíg úr hrnignum óskaddaður“. Clay sagði við blaðamenn, að þeir yrðu að hjálpa honum til að koma slíkri keppni á j þegar hann hefði unnið „stóra björninn“ (Sonny Liston). „Slík keppni“ hélt Clay á- fram, „ýrði að vera 10 lotu leikir við hvern mann og það ' er bezt að George Chuvalo verði síðastur í röðinni — þá geta þeir hvítu lifað sem ’lengst í voninni um sigur“ — sagði sá svarti. Noregsferð reyk- vískra skíSa- raanna SKÍÐARÁÐI Reykjavíkur hefur verið boðið að senda‘keppendur á skíðamót, sem að þessu sinni verður haldið í Voss. Þátttakend. ur eru frá Bergen, Odda, Voss, Skotlandi og Reykjavík. Síðastlið in 2 ár hafa reykviskir skiða- menn tekið þátt í bæjakeppni, Bergen—Rey kj a vík—Glasgow, og munu einnig gera það í ár. —• Laugardaginn 20. marz verður haldið stórsvigsmót, og sunnudag inn 21. marz verður keppt í svigi. — Reykvískir skíðamenn leggja af stað héðan föstudaginn 12. marz og dvelja í vikutíma við æfingar áður en mótið hefst. Aðalfimdur skemtifundur Iijá skíðamönnum AÐALFUNDUR Skíðadeildar ÍR verður haldinn í Tjarnarkaffi (uppi) sunnudaginn 14. marz kl. 8 síðd. Strax að fundinum lokn- um eða um kl. 9, verður skemmti fundur hjá deildinni og væntir stjórnin þess að félagar fjöl- menm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.