Morgunblaðið - 16.03.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.03.1965, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 16. marz 1965 9 MQRCU NSLAÐID <j ENGLENDINGURINN Sir John Xomas Stanley kom með leiðangur til - íslands árið 1789 og ferðaðist um landið. Nýlega voru Þjóð- minjasafninu gefnar mynd- ir, sem málarinn Edward Dayes gerði eftir frumteikn- ingum úr þeirri för. En ekki hefur verið talið að til væri neitt rit um ferð Stanleys og félaga hans, utan kafli sem annar ferðabókarhöfundur, Barrow, tók upp og svo tvö bréf frá Staniey — þar til nú að handritið af dagbók þeirra er fundið. Það er í eigu Jón Vestdals, framkvæmdastjóra Sementsverkjunnar. Hann keypti þetta handrit í forn- bókaverzlun í Danmörku fyrir nokkrum árum og hefur nú lánað okkur það. Munu birtir nokkrir kaflar úr því í isl. þýðingu í Lesbók Mbl. innan skamms með leyfi Jóns Vest- dals, þ.á.m. lýsingar á Bessa- stöð.um og Skálaholti. Handrit þetta er mjög merkilegt, enda voru ekki Jón Vestdal með innbundið handrit sitt af ferðabók Stanleys frá 1789. Dagbókin úr Islandsför Stanleys 1789 til á íslandi eigu Jóns Vestdals Handritið til í margir erlendir ferðamenn á íslandi á 18. öld. Handritið er 540 síður, innbundið í skinn og er skjaldarmerki Alderley ættarinnar innan á spjaldi, en Stanley varð síðar lávarður af Alderley. Mun handritið hafa verið í eigu ættarinnar þar til fyrir nokk- uð mörgum árum að það var selt á uppboði í London. Jón Vestdal keypti það svo í Dan- mörku. Dagbókin er skrifuð af kortagerðarmanni leiðang- ursins, D. Raine, og færð dag- lega, frá því byrjað er að und- irbúa ferðina í Leith 24. maí 1789, og þar til leiðangurs- menn fara frá íslands 30. ágúst. >ó dagbókin hefjist á fyrir- sögninni: Dagbók úr ferð til íslands, Noregsstranda, Dan- merkur o.s.frv., þá nær þessi dagbók aðeins yfir förina til Orkneyja, Færeyja og íslands. í upphafi er frá því skýrt, að ferðin sé farin í leit að þekk- ingu um sjó og náttúru og getið um þá sem stjórnuðu skipinu, en þeir voru John Pierie, foringi úr konunglega brezka sjóhernum, John Graw ford skipstjóri og einn af eig- endum skipsins, Grieve stýri- maður og 12 manna áhöfn. Siglt var á 150 lesta skipi, sem búið var 2 fallbyssum. Daglegar frásagnir af ferðalögum á íslandi í upphafi er lýst undirbún- ingi ferðarinnar og komið til Akranesi, 15. marz. 6100 TUNNUR af loðnu bárust hingað um helgina. Aflahæstur var Haraldur með 2000 tunnur, íem hann fékk á laugardag. Á sunnudag iönduðu 3 bátar loðnu: Orkneyja á bls. 42 í handrit- inu. Þá er á 33 síðum frásagn- ir af dvölinni á Orkneyjum, og því næst sagt frá viðkomu í Færeyjum á bls. 88—216. Þaðan er siglt til íslands og á bls. 220 hefst frásögnin af ferðum á íslandi og nær út bókina eða yfir 220 síður. Jón-Vestdal, sem hefur lesið handritið, segir að það sé mjög skemmtilegt aflestrar, ferðamennirnir séu oft stór- hrifnir af Jandinu og fólki sem þeir hitta. T. d. verða þeir mjög hrifnir af frúnni á Bessa stöðum. Leiðangurinn kom að landi í Hafnarfirði og koma ferðamennirnir fyrst að Bessastöðum og hitta yfirvald staðarins. Leiðangursmenn ferðast víða um land og fara ríðandi. Þeir lýsa landslagi og hraun- um, klífa Snæfellsjökul og Heklu, heimsækja Skálholt og lýsa dómkirkjunni þar og koma til Þingvalla, þar sem þeim er synjað.um að sofa í kirkjunni, svo þeir verða að hafast við í kirkjugarðinum um nóttina. Á ferðum sínum gera þeir landmælingar og hæðarmælingar á fjöllum og eru útreikningar þeirra í hand ritinu. Þegar til Reykjavíkur kem ur, kaupir Stanley 8 bækur af apotekaranum í Reykjavík, gamla biblíu, íslendingabók Ara fróða, Danmerkursögu Saxa, rit Arngríms lærða, Höfrungur III. 1350 tunnum, Har aldur 1250 og Heimaskagi 500. í Síldar- og fiskimjölsverksmiðj- unni er unnið af fullum krafti allan sólarhringinn. Aflahæstur í þorskanetin á forna íslenzka lögbók, fornar sögur íslenzkra, fágæta útgáfu laugardaginn var Sólfari með 32 tonn, þá Haukur RE 23 tonn; — Höfrungur 1. 21; Sigurborg 20 Fiskaskagi 14 og Ásmundur 7 tonn. í gær, sunnudag, fiskaði Sigurborg 24 tonn, Sólfari 16 og Ann 10,5 t Sextíu '<í þorski komu hingað á á sunnudag frá af Nýja testamentinu á ís- lenzku og Grallarann. Aldrei útgefið samhang- andi rit um ferðina Auðséð er að staðið hefur til að gefa ferðasöguna út, því búið er að krossa í textanum yfir útreikninga og annað, sem ekki skiptir máli í sam- bandi við útgáfu, en af henni hefur aldrei orðið. í Land- fræðisögu sinni segir Þorvald ur Thoroddsen: „Sautján ár- um seinna gjörði Sir John Stanley út skip til íslands og voru með honum ýmsir enskir fræðimenn, Wright, Baine o.f .1 Þeir skoðuðu hverina hjá Reykjum í Ölfusi og Geysi og gengu á Heklu; þeir fóru einnig vestur á Snæfellsnes og gengu á Heklu; þeir fóru síðan upp á Snæfellsjökul. Mr. Wright hefir lýst þeirri ferð; þeir skoðuðu og teiknuðu stuðlabergshellana hjá Stapa og mældu hæð Snæfellsjökuls og tókst það vel. Englending- urinn John Barrow fékk síð- an dagbækur þeirra til um- ráða og hefir prentað kafla úr þeim um Snæfell í ferðabók sinni um ísland. Ekki voru þeir Stanley jafnvel látnir á .íslandi eins og Joseph Banks og hefir mönnum legið heldur illa orð* til þeirra. Á Örfirsey hlóðu þeir Georg konungi 3ja og sjálfum sér minnisvarða og settu þar koparplötu með nöfn um sínum og var henni síðar stolið. Ekki gáfu þeir Stanley út neitt samhangandi rit um ferðina, en Stanley ritaði tvö bréf til Dr. Jos. Blacks um hverina hjá Reykjum og um Geysi og voru þau prentuð. Bréf þessi eru vel skrifuð og í þeim margar góðar athuga- semdir.......“ Nú eru dagbækurnar úr ferð sir John Tomas Stanleys til íslands árið 1789, þær hin- ar sömu sem Barrow fékk lán aðar á sínum tíma, til á vísum stað á íslandi og í heilu lagi, vel og skilmerkilega skrifað- ar. Er þá ekki tími til kominn að þær verði þýddar og gefnar Óiafsvík til Haraldar Böðvarsson ar og Co. Fiskurinn er ísaður á bílana og vel frá honum gengið. Áður voru komin hingað frá Ólafsvík 38 tonn ú 5 bílum. M.s. Jarlinn kom hingað í nótt. Liggur hann við sementsbryggj- una og lestar 620 tonn af sementi er hann flytur á Austfjarðah 8TAKSTEINAR Vinstri stjórnin sprakk á verðbólgunni í ritstjórnargrein Alþýðublaðs ins sl. sunnudag er rætt um hin- ar furðulegu kenningar Tímans, að ástandið í efnahagsmálum þjóðarinnar hafi aldrei verið betra en á dögum vinstri stjóm- arinnar. Þar segir m.a.: „Með reglulegu millibili má lesa í málgagni Framsóknar- manna lof og prís um allar gjörð- ir vinstri stjórnarinnar og að aldrei hafi ástandið í efnahags- málum þjóðarinnar verið jafn- gott og þá. Ævinlega er þó látið undir höfuð leggjast að rökstyðja sleggjudómana, enda mundi það erfitt. Framsóknarmenn eru hins veg ar fátalaðir um endalok vinstri stjórnarinnar og minnast aldrei á, að hún sprakk á verðbólgunni eins og flestir fyrirrennarar hennar. Nú telja þeir sig hins vegar hafa tilbúna lausn á verðbólgu- vandanum, og ef þeim væri fal- in stjórn landsins mundi hann úr sögunni. Þessi svokallaða lausn Framsóknarmanna gengur í ber- högg við allt, sem aðrar þjóðir eru nú að gera til að reyna að hemja verðbólgu. Nægir þar að minna á, að Danir hafa nýlega tekið upp innlánabindingu eins og hér tíðkast og hyggjast af- greiða næstu fjárlög með 1200 milljón króna greiðsluafgangi. Hvorttveggja er gert til að hamla gegn verðbólgunni. Væri farið að ráðleggingum Framsóknarmanna mundi verð- bólgan fyrst magnast verulega. Það hefur því sannazt, að þeir hafa engin úrræði tiltæk fremur en endranær, en með tali sínu og tillöguflutningi eru þeir að- eins að freista þess að blekkja fólk til fylgis við málstað sinn, en sú iðja þeirra ber ekki ríku- legan ávöxt.“ Glórulaust ofstæki Sl. sunnudag ritar Austri grein í Þjóðviljann og ræðir þar m.a. væntanlega stórvirkjun við Búr- fell. Kveður þar við sami tónn og áður, að nú sé verið að leiða „útlent auðvald" til úrslitaáhrifa um efnahag landsmanna. Haldið er áfram að tyggja sömu fals- anir og áður hafa fram komið í Þjóðviljanum um þessi mál, eini sannleikur, sem sagður er, er aðeins hálfsannleikur eins og venjulega. Skrif sín endar Austri á þessari klausu, sem vel sýnir, hversu ofstæki kommúnista er glórulaust og rök þeirra léttvæg: „Það má vel vera að hinir ný- riku valdhafar yrðu eitthvað á sig að leggja í fáein ár, ef ís- lendingar framkvæmdu stór- virkjun algerlega af eigin ramm- leik eins og þeim er í lófa lagið, en þeir mættu einnig minnast þess að stétt sem skortir siðferði- legt þrek til þess að leggja eitt- hvað á sig í þágu framtíðarinn- ar er þess ekki megnug að stjórna þjóðfélagi. Enda er al- þjóðabankanum, alúmínhringn- um og hernámsliðinu nú ætlað það hlutverk í vaxandi mæli.“ út? /7 , ^ A ’of ct ifa/C/M /( • 9ef/cmd jáe, (p&tJi <d ÁrorrvwuJQ)£)i marj ^ (icö catct/i /tfdout. fvt a \eyaje. (o /(7 cct c / /ea-ia£c/~ /cvtZtrt'cdt eimtc a \ CU.c /l c er/ < e cf.Y-* ~(Á/ /Uyt_£y /tvytei - *■ ((» yjJckyc (/aaja?i,ct.\^/iaitesu CtneC ccnct 6L- Ch? (tee/jrl v./l ClneC (J^lcrr/erC, _______ J JJuju ti Jc/éetC i/njfuu CUryrft.Ji fcOf Ch ^ - jt A-- /Wl/lfV. /y-ýJxJD CineC /éL fa jtejoo anjLj *//'(e/cae/eu/Cs/uélji & eC*/fc>rj ef íiéj (JnjCi . /Zíf' (ijtcyjíai. &■} /S(l Jpyi'i eZHSt J /J ■/14 f'fr, focHtu <£///*.'Z-n/ft Cfet J () Fyrsta síðan í dagbókinni úr ferð sir Johns Xomasar Stan- leys til íslands. RiU Rkranessbáta V I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.