Morgunblaðið - 16.03.1965, Blaðsíða 24
24
MORCU NBLAÐIÐ
Þriðjudagur 16. marz 1965
ANN PETRY:
STRÆTID
, 1. KAFLI
Kaldur nóvembernæðingurinn
blés gegn um 116.-götu. Það
skrölti í lokunum á ruslatunnun
um, gluggatjöld soguðust út um
eíri rúðugötin, sem höfðu verið
opnuð, og slógust svo utan á rúð
urnar, og flestir íbúar samstæð-
unnar milli sjöundu og áttundu-
traðar, hypjuðu sig inn, en að-
eins nokkrir fótgangandi, sem
þurftu að flýta sér, hleyptu sér
í keng móti vindinum, til þess
að taka sem minnst á sig í för
SÍnnL
Stormurinn náði í hvert papp-
írssnifsL sem á götunni fannst
— bréfarusl frá leikhúsunum,
auglýsingar um dansieiki og
stúkufundi, þykkan vaxpappír
utan af brauðpökkum og þynnri
vaxpappír, sem hafður hafði ver
ið milli brauðsneiða, gömul um
slög og dagblöð. Hann
þræddi eftir gangstéttarbrúninnL
þeysti hverri pappírsögn hátt í
loft upp, svo að fólkið var undir
stöðugri skothríð á föt og andlit.
Hann gerði sér jafnvel það ómak
að smjúga inn í útidyr og húsa-
garða og finna þar kjúklinga-
bein og steikarbein, til að þeyta
eftir gangstéttinni.
Stormurinn gerði yfirleitt það,
sem hann gat til að aftra fólki frá
að ganga á götunni. Hann fann
öll óhreinindi, ryk og for, sem
til var, og þeytti því í loft upp,
svo að fólk fékk það í vitin og
því varð erfitt um andardrátt —
rykið fór í augun á fólkinu og
blindaði það, og sandkornin
stungu hörundið. Dagblöðin vöðl
uðust um fæturna á þvL þar til
loksins fólkið bölvaði og reyndi
að sparka þeim burt. En þá
feykti vindurinn bara blöðun-
um að því aftur, svo að loks
varð það neytt til að losa þau
með höndunum. Og þá náði
stormurinn í höfuðfötin, losaði
klútana af hálsinum, smeygði sér
undir frakkakragana og losaði yf
irhafnirnar af fólkinu.
. Vindurinn lyfti hárinu á Lutie
Johnson að aftan, svo að henni
fannst snögglega hún vera orðin
nakin og sköllótt, því að hárið
hafði hingað til hangið niður og
hlýjað henni. Hana hryllti þegar
vindurinn snerti hálsinn á henni
að aftan, köldum fingrum, og leit
aði á kinnarnar á henni. Hann
blés meira að segja augnahár-
unum frá augunum, svo að kulda
gjósturinn fór um þau, og hún
varð að depla þeim aftur og aft-
ur, til þess að geta lesið letrið á
skiltinu, sem sveiflaðist fram og
aftur uppi yfir henni.
í hvert skipti, sem hún hélt að
nú væri hún að geta fest augað
á því, blés vindurinn því frá
henni aftur, svo að hún gat aldrei
greint, hvort á því stóð tvö her-
bergi eða þrjú herbergi. Ef það
væru þrjú, ætlaði hún að fara
inn og fá að líta á þau, en væri
það tvö, átti hún ekkert erindi.
En jafnvel þótt vindurinn væri á
sífelldri ferð með skiltið, gat hún
greint, að það hafði verið þarna
lengi, því að hvíta málningin upp
runalega var alsett ryðrákum,
þar sem veður og vindur höfðu
étið málninguna burt og járnið
var orðið ryðgað, og dökku blett
irnir voru líkastir blóðblettum.
Þetta reyndist ver þrjú her-
bergi. Hún flýtti sér að lesa það
áður en það færi af stað aftur.
Þrjú herbergi, gufuhitun, park-
etgólf, siðsamir leigjendur. —
Sanngarnt verð.
Hún skoðaði húsið að utan. Hér
þýddi parket gólf, það að tréð
var orðið svo gamalt og upplitað,
að enginn gólfáburður gat hulið
sprungurnar í viðnum, sem stöf-
uðu af illri meðferð leigjend-
anna og hamarshöggum barna.
Gufuhitun þýddi hávaða og djöf
ulgang í ofnum, snemma morg
uns og síðan suðu, sem stóð all
an daginn.
1
Siðsamir leigjendur þýddi i
svona húsum þar sem negrum
var leigt, hvern þann, sem stóð í
skilum með húsaleiguna, og auð-
vitað voru sumir þeirra drykk-
felldir, áflogagjarnir og háværir,
fengu stundum þunglyndisköst og
bölvuðu þá og rögnuðu, en hitt
veifið voru þeir álika kátir og há-
værir. Og henni datt í hug, að
þar sem veggir voru þunnir og
úr sér gengnir, yrði þarna allt
í einum hrærigraut: gott fólk,
vont fólk, börn, hundar og óþef
ur — hrærigraut, sem hét sam-
eiginlegu nafni: siðsamir leigj-
endur.
Vindurinn smaug undir rauðu
kollhúfuna, sem hún var með á
höfðinu, og það var eins og hann
yrði vondur af því að geta ekki
losað hana alveg, svo að held
ur en ekki neitt þeytti hann heilu
skýi af ryki og ösku og pappírs
snifsum framan í hana, og í augu
og nasir. Hann hamaðist á eyrun
um á henni, rétt eins og hann
væri að gefa henni lokasönnun-
ina um vonbrigði sín, að hann
skyldi ekki geta stöðvað ferð
hennar fyrir alvöru.
Lutie brauzt gegn öllum þess
um árásum stormsins, og einsetti
sér að ljúka við að hugsa um íbúð
ina áður en hún færi inn að líta
á hana. Sanngjarnt verð — jú,
það gat nú þýtt næstum hvað
sem var. Að minnsta kosti í þess
ari götu gaf það heldur litlar
upplýsingar.
Hún sneri sér upp í vindinn
til þess að geta athugað götuna
dálítið betur. Húsin voru gömul
og með gluggum, sem voru lík-
astir mjóum rifum, en það þýddi
aftur, að herbergin væru bæði
lítil og dimm.
í götu, sem sneri í þessa átt
mundi ekki verða um að ræða
neitt skólskin í íbúðunum. Aldrei.
Þær mundu verða eins.og bakara
ofn á sumrum og níðkaldar að
vetrum. „Sanngjarnt verð“ I
þessari götu mundi verða um 28
dalir, ef það væri á þakhæðinni.
Gangarnir mundu verða dimm-
ir og þröngir. En þá yppti hún
öxlum við tilhugsunina, því að fá
íbúð út fyrir sig, handa sjálfri
sér og Bub var mikilvægara en
dimmir gangar. Aðalatriðið var
að losa sig burt frá pabba og
þessari máluðu kvensnipt hans,
og til þess var hvað sem vera
skyldi vinnandi — dimmir gang-
ar, óhreinir stigar, jafnvel kaka-
lakar á veggjunum. Hvað sem
væri var betra.
Hvað sem væri? Já, næstum
hvað sem væri. Hún sneri því að
dyrunum á húsinu og um leið og
hún gerði það, heyrði hún ein-
hvern ræskja sig. Þetta var svo
hraustlega gert, að hún heyrði
það greinilega gegn um storm-
inn. Það var rétt eins og einhver
hefði verið að hóa í hana, og hún
leit upp í gluggann, sem var
beint uppi yfir henni.
Það var dauf birta í herberginu
sem hún var að horfa inn í og
heljarmikinn kvenmannsskrokk
bar við ljósið. Hún kipraði sam
an augun til þess að sjá betur.
Konan var kolsvört og hafði klút
vafinn um hárið, og Lutie sá nú
sér til undrunar, að glugginn yar
opinn. Hún fór að velt því fyrir
sér, hvernig konan gæti setið
við opinn glugga í svona foráttu
veðri. Og hún var ekki einu sinni
í kápu, heldur bara í þunnum
bómullarkjól — það hlaut að
minnsta kosti að vera bómullar-
kjólL svo kruklaðúr og ólánleg
ur var hann.
— Þetta er allra bezta hús,
væna mín.'Hringdu bara upp á
hjá húsverðinum ög þá sýnir
hann þér það.
Rödd konunnar var sterk og
viðkunnanleg. En samt var það
svo að því lengur sem Lutie
horfði á hana, því verr leizt
henni á hana. Það var ekki af
því, að konan hafði verið að horfa
á hana allan tímann og lesa hugs
anir hennar — Það var ekki nema
óviðkunnanlegt. En fullkomlega
skiljanlegt. Líklega hafði hún
ekki annað þarfara að gera,
kannski var hún veik og eina á-
nægjan hennar að horfa á það,
sem fram fór úti á götunni, und
ir glugganum hennar. Það var
ekki það, heldur augun í kon-
unni. Þau voru stjörf og illsku-
leg, rétt eins og í höggormi. Hún
gat vel séð þau — starandi á hana
og mælandi hana frá hvirfli til
ilja, vega hana og meta.
— Hringdu bara upp á hjá hús
verðinum, væna mín, endurtók
konan.
Lutie sneri sér að útidyrunum
á húsinu, án þess að svara, en
var alltaf að hugsa um augun í
konunni og gekk inn og stóð þar
grafkyrr. Forstofan var í myrkri.
Daufa peran, sem þar var, gaf
aðeins nægilegt ljós til þess að
maður þurfti ekki að detta um
slaghörpu, sem einhver hafði skil
ið eftir í reiðileysi fyrir neðan
stigann — eða kannski fíl, sem
einhver framtakssamur leigjandi
hefði dregið inn með sér utan af
götunni.
Hinsvegar, ef maður miissti
skilding á gólfið, hefði þurft að
skríða um það allt og þreifa fyr
ir sér, til þess að hafa nokkra
von um að finna hann. Og henni
skjátlaðist, að hægt væri að sjá
þarna fíl eða slaghörpu, einfald
lega vegna þess, að hvorugt hefði
komizt fyrir þarna í forstofunni.
Og svo reis stiginn snarbrattur,
dimmur og þröngur. Hún starði
á hann, eins og frá sér nurnin.
Það var víst dglaglegur verustað
ur, sem tók við, þegar búið var
að klifra upp svona stiga upp
undir þak í þessu húsi.
Hún laut fram til að kynna
sér nöfnin á pöstkössunum. Hér
bjó Henry Lincoln Johnson, rétt
eins og í öllum öðrum húsum,
sem hún hafði komið í. Annað-
hvort hann eða skilgetinn bróðir
hans. Það var meiri kynsældin
hjá þessum Jackson- og Johnson
fjölskyjdum- En svo datt henni í
hug: Ég get nú varla frómt um
talað, þar sem ég er sjálf af
hini voldugu Johnsonætt! Við
dyrabjölluna mátti sjá, að John
soníjölskyldan hafði leigjendur
— Smith, Roach, Ánderson —
og, hjálpi oss vel! — Rosenberg!
Flest nöfnin voru skrifuð með
bleki og sjálfandi hönd yfir |>óst
kössunum, en á sumum var stafa
gerðin stórkarlaleg og hressileg.
Enn önnur voru skrifuð með blý
anti, sum með skjálfandi prent-
stöfum, þar sem eitt nafn hafði
verið þurrkað út og annað skrif
að ofan L
Á fyrstu hæð voru tvær íbúð
ir. Og ef húsvörðurinn átti ekki
heima í kjallaranum, þá hlaut
hann að vera á fyrstu hæð. Og
þarna var nafnið vélritað uppi
yfir merkinu 1A. 1A hlaut að
vera dimmasta íbúðin, og sú
minnsta og óútgengilegasta, en
húseigandinn mundi stæra sig af
því að hafa látið húsvörðinn fá
íbúð á fyrstu hæð.
Hún stóð þarna stundakorn og
fór að hugsa um, hvað það væri
leiðinlegt, að þeir skyldu ekki
líka geta leigt gangana út. Ein-
föld rúm? Nei. Hermannabeddar
mundu duga. Það gæti gefið af
sér tekjur. Ef hún væri húseig-
andL skyldi hún líka leigja út
alla ganga. Það yrði svo miklu
skemmfilegra fyrir leigjendurna.
Hr. Jones og frú gætu haft bedda
númer eitt og tvö, Jackson og
viðhaldið hans gæti haft númer
þrjú. Og RinaldL sem ók leigu
bíl á nóttinni gæti svo haft bedd
ann í framleigu hjá Jackson.
Hún skyldi fylla alla beddana
— langar raðir af þeim. Og þegar
leigjendurnir, sem höfðu íbúðir,
kæmu seint heim á kvöldin gætu
þeir haft gaman af því að telja
og athuga hinr /eigjendurna:
Jackson ekki kominn heim, en
stelpan hringuð upp í beddan-
um. En svo væri betur að gáð,
því að þarna var svo dimmt, að
ekki var allt séð í einu — ha,
hvað var þetta Hvað var Rinaldi
að gera að vera heima ð nætur
lagi? Já, svei mér ef hann er
ekki þarna í beddanum með stelp
unni hans Jacksons og lætur fara
vel um sig. Það var engin furða
þó að hann væri ánægður á svip
inn!
Og íbúðaleigjendurnir mundu
setjast niður á tröppurnar og
bíða eins og leikhúsgestir, eftir
þvL að sýningin hæfist — þeir
mundu bíða þangað til Jackson
kæmi hejm, bara til að sjá hvern
ig viðbrögð hans yrði, þegar hann
fyndi Rinaldi í rúminu hjá kær-
ustunni! Rinaldi mundi halda
því fram, að hann hefði beddann
á leigu til þess að sofa í honum,
og ef teppi væru í beddanum —
væri hann kannski ekki vanur
að sofa við teppL og stélpa væri
í honum, hví skyldi hann þá ekki
bara sofa hjá stelpunni?
Hún fann, að hún var farin að
syngja, í stað þess að hlæja. En
þá datt henni í hug, að ef aðeins
tvær íbúðir væru á fyrstu hæð
og húsvörðurinn hefði aðra, þá
hlaut konan með höggormsaugun
að hafa hina. Hún leit á nöfnin á
póstkössunum. Jú, einhver frú
Hogges átti heima í 1B. Nafnið
var vélritað á kort — mjög vand
að kort. Sýnilega merkileg kona,
með klútinn um höfuðið og þessa
mildu rödd. Kannski var hún
slöngutemjari og sæti í gluggan
um sínum til þess að töfra burt
höggormana, refina og birnina,
sem voru á flakki og hoppi eða
skriðu á maganum í fenjaskógi
116. strætis.
Lutie rétti út hönd og hringdi
hjá húsverðinum. Bjallan var
hvell og hljómur hennar berg-
málaði aftur og aftur um íbúð-
ina og barst svo þaðan aftur út á
ganginn. Jafnskjótt byrjaði hund
ur inni fyrir að hamast og gelta
Carðahreppur
Afgreiðsla Morgunblaðsins
fyrir Garðahrepp er að Hof-
túni við Vífilsstaðaveg, simi
51247.
AKUREYRI
Afgreiðsla Morgunbl.aðs-
ins er að Hafnarstræti 92,
sími 1905.
Auk þess að annast þjón-
ustu blaðsins við kaupend-
ur þess í bænum, er Akur-
eyrar-afgreiðslan mikilvæg-
ur hlekkur í dreifingarkerfi
Morgunblaðsins fyrir Norð-
urland allt. Þaðan er blaðið
sent með fyrstu beinu ferð-
um til nokkurra helztu kaup
staða og kauptúna á Norður-
landi, svo og til fjölda ein-
staklinga um allan Eyjaf jörð
og víðar.
KALLI KUREKI
■X~
Teiknari: J. MORA
— Þarna fékkstu það sem þú þurft-
ir með.
— Heyrðu strákur. Hvað viltu hafa
íærið langt á milli ykkar Skröggs.
Fimm fet eða fimmtíu?
segja að þú hafir ekki
íæri.
— Jæja, segðu til. Þú færð að ráða.
— Þið eruð allir á móti mér. Senda
mig á móti svona skyttu og þó er ég
aðeins stráklingur.