Morgunblaðið - 16.03.1965, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.03.1965, Blaðsíða 4
4 MORCUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 16 marz 1965 Duglegur sölumaður getur bætt við sig vörum. Tilboð merkt: „Vor — 9960“ skilizt til Mbl. Jörð óskast á leigu. Æskilegt að bú- stofn fylgi. Til greina kæmi einnig ráðsmennska á góðu búi. Tilboð sendist Mbl. merkt: „Jörð—7J65“. Herbergi óskast fyTir reglusaman mann. — Upplýsingar í síma 51847. Húsmæður Tek gardínur og dúka í strekkingu, nú að Lang- holtsvegi 53. Sími 33199. Emilía Biering. Kona óskar eftir vinnu, helzt á kvöldin, einnig kem ur alls konar heimavinna til greina og næturvaktir. Tilboð sendist Mbl., merkt: „9968“. Vinna Vantar mann til fiskaðgerð . ar. Góð kjör, Uppl. í síma 50668 milli kl. 19—21. Brúðarkjóll og slör nr. 40—42 er til sölu að Miklubraut 40. Sími 19692. Blokkþ vingur Óska að kaupa blokk- iþvingur. Uppl. í síma 17678. ' • .... Til sölu er afturhásing og gírkassi 4- samt ölium undirvagni I Willys station eins drifs. Uppl. í síma ' 3Ö45Ö eða 16769. Útg'erðarmenn Óskum eftir bátum í við- legu. Getum lagt til þorska netaútbúnað. Leiga kemur til greina. Uppl. í símum 1815 og 1579, Keflavík. Trésmíði Vinn allskonar innanhúss trésmíði í húsum og á verk stæði. Hef véiar á vinnu- stað. Get útvegað efni. — Sanngjörn viðskipti. Sími 16805. Keflavík — Suðurnes Kenni akstur og meðferð bifreiða. Ragnar Sigurðsson Vesturgötu 38, Keflavík. Sími 2110. Klæðum húsgögn Klæðum og gerum upp bólstruð húsgögn. Sækjum og sendum yður að kostn- aðarlausu. Valhúsgögn Skólav.stíg 23. Sími 23375. Sængur — Koddar Endurnýjum gömlu sæng- urnar. Eigum dún- og fið- urheld ver. Dún og fiðurhreinsunin Vatnsstíg 3. — Sími 18740. ATHUGIÐ að borið saman við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa i Morgunblaðinu en öðrum blöðurn. Gildðskálinn við Aðalstræti Það stóð ekki á svarinu við því, hvaðan myndin var, sem birtist í laugardagsblaðinu. Strax um morguninn var hringt, og var þar kominn Gils Sigurðsson, sem þekkti staðinn, þá hringdi Ólafía Þor- láksdóttir, sem einnig pekkti hann, en bezt var þó heimsókn Ágúst- ar Jósefssonar, hins atdna fyrrv. franvfærslufulltrúa, en hann hafði átt heima í þessum húsum, og hefur skrifað um þau í ævi- sögu sinni, sem út kom fyrir nokkrum árum. Myndin er frá horni Austurstrætis og Aðalstrætis. Húsið, sem fremst er, er gamli Gildaskálinn’. en í honum voru þrjár vistárverur, Knallertan, Almenningur og Svínastian, en nokkur séttaskipting var þá tíðkuð, og má lesa um þétta í bók Ágústar. Húsið, sem snýr gafli að götu, lengst til hægri við enda Gildaskálans er Coghils- hús, kennt við hinn skozka fjárkaupmann. Stóra húsið, sem sér á gaflinn á, er gamla Hótel Island. Vatnsberinn hélt hann vera mann, sem kallaðúr var jón smali. ' ’' Að óttast Drottinn er að hata hið illa (Orðsk. 8, 13). í dag er þriðjudagur 16. raara og er það 75. dagur ársins 1965. Eftir lifa 290 dagar. Gvendardagur. Guð- mundur hinn góði Hólabiskup. Vika lifir góu. Árdegisháflæði kl. 4:42. Síðdegisháflæði kl. 17:05. Bilanatilkynningar Rafmagns- veitu Keykjavíkur. Sími 24361 Vakt ailan sólarhringinn. Slysavarðstofan i Heilsuvernd- arstöðinni. — Opin allan sóiar- hringinn — sími 2-12-30. Framvegis verður tekið á móti þeim, er gefa vílja blóð í Blóðbankann, sem bér segir: Mánudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga frá kl. 9—11 f.h. og 2—4 e.h. MIÐVIKUDAGA frá kl. 2—8 e.h. Laugardaga frá kl. 9—11 f.h. Sérstök athygli skal vakin á mið- vikudögum, vegna kvöldtímans. NæturvÖrður er í Reykjavíkur apoteki vikuna 13/3—20/3. Kopavogsapotek er opíð alla virka daga kl. 9:15-8 faugardaga frá kí. 9,15-4., nelgidag* fra kí. 1—4, ' * Nætur- og helgidagavarzla lækná í Hafnarfirði í iparz- mánuði 1965. Helgidagavarzla laugardag til mánudagsmorguns 13. — 15. Kristján Jóhannesson s. 50056. Aðfaranótt 16. Jósef Ólafsson s. 51820. Aðfaranótt 17. Kristján Jóhannesson s. 50056. Aðfaranótt 18. Ólafur Einarsson s. 50952. Aðfaranótt 19. Eiríkur Björnsson s. 50235. Aðfaranótt 20. Guðmundur Guðmundsson s. 50370. Holtsapótek. Garðsapótek. Laugarnesapótek og Apótek Keflavíkur eru opin alla virka daga kl. 9—7, nema laugardaga frá 9—4 og helgidaga frá 1—4. Næturlæknir í Keflavík frá 12/3—14/3 er Arnbjörn Ólafsson sími 1840. Næturlæknir i Keflavík frá 15/3—16/3 er Kjartan Ólafsson, sími 1700. Helgarvarzla 13/3—15/3. Bragi Guðmundsson. Sími 50523. Orð lífsins svara i síma 10000. 03 EDDA 59653167 — 2 Atkv. □ HELGAFELL 59653177 IV/V. £ IOOF = Ob. 1 P. = 146316 84- I.O.O.F. Rb. 4, = 1143168*^ — FL I.O.O.F. 8 = 146317854 = RMR-17-3-20-SPR-MT-HT. Við þökkum þessar ágætu undirtektir, og voiium, að margir hafi haft gaman af myndinni, sem sjálfsagt mun tekin fyrir aldamót, og segjum ekkert annað en þetta: Hvílík breyting er orðin á Reykja- vík! .. .... n...... 1 Sextugur er í dag Gísli Magn- ússon, bóndi að Brekku á Hval- fjarðarströnd. Asprcstakall. Stofnfundur Bræðra- félags Ásprestakalls verður haldinn í sáfnaðarheimíilnu Sólheimum 13. bfiðjudaginn 16. márz n.k.‘ og hefst _kl. -8 :30. - OG OOIT Nýlega voru gefin saman 1 Langholtskirkju af séra Sigurði Hauk, ungfrú Alda Benedikts- dóttir. Efra N-úpi Miðfirði o.g Sig- urður Friðrik Haraldsson frá Akureyri. (Studio Guðmundar Garðastræti 8 Rvík, Sími 2Ö900). Nýlega opinberuðu trúlofún sína ungfrú Jóna Andrésdótti-r, Kleppsveg 10, o.g Sigur’ð-ur Ingi Ingólfsson £rá Vestmannaeyjum. Nýlega voru gefin saman í hjóna band af séra Garðari Þorsteins- syni i Hafnarfjarðarkirkju ung- frú Bjarnfríður Gunnarsdóttir, Sunnuvegi 1.1, H.f. og Friðrik Jónsson, Skipagerði, Vestur-La-nd eyjum. (Ljósmyndastofa Hafnar- fjarðar). Vinstra hornið Menn lifa á þéirri list að eyða krónunni, sem náunginn er með í vasanum. — Fr. Hebbel. F RETTIR Aðalfundur Nemendasamhands Kvennaskólans í Reykjavík verður h-aldinn í Tjarnarbúð þriðjudaginn 16 marz n.k. kl. 8:30. Dagskrá: Venjulegr aðalfundarstörf. 2. Húsmæðrafræðsla: Fröken Vigdís Jónsdóttir skólastjór* Húsmæðrakennaraskóla íslands flytur erindi. 3. Kvikmyndasýning. Ferð frú Kennedy til IndLands og Pakistan. Eldri og yngri námsmeyjar Kvenna- skóians eru hvattoar til að mæta. Kvenfélagskonur, Kefiavík. Fundur verður haldinn í SjáLfstæðishúsinu þriðjudaginn 16. marz kl. 9. SpiLað verður Bmgo. Konur takið með ykk- ur gesti. Húsmæðrafélag Reykjavíkur heldur basar þriðjudaginn 16. marz kil. 2 i Góðtemplarhúsinu uppi. Féiagskonur og aðrir velurmarar komi munum á þessa staði: Jónína Guðmundsdótt- ir, Njálsgötu 3, sími 14349, Ragna Guð mundsdóttir, Mávahlíð 13, s. 17399, Inga Andreasen, Miklubraut 82, 3. 15236 Svana Hjartardóttir, Langh.oltsveg 80, s 37640, Sofifía Smith, Túngötu 30, s. 35900, Sigríður Bergmann, Ránargötu 26, s. 14617. Biblíuskýringar. Þriðjudaginn 16. marz kl. 8:30 hefur séra Magnús Guð- muudsson fyrrverandi prófastur bibl- íuskýringar í Félagsheimili Neskirkju. Bæði konur og karlar velkomin. Kvenréttindafélag íslands heldur fund þriðjudaginn 16. marz ki. 8:30 að Hverfisgötu 21. Fundarefni: Staða konuiuiar í atvinnulífinu og endur- þjálfun. Stefián Ó. Jónsson ráðunautur um starfsfræðslu flytur. Öruiur mál. Cf iArn i r-i Sölvi - Helgason var eitt sinn staddor í.. Steinnesi í -Þingi. Hann fer að sýna þar málverk eftir sig. Meðal annarra mynda sýnir hann mannshöfuð með geisla- baug alit um kring. Þá segir strákur'eihn, Sem þár var: ...., . v< „Hvaða þurshaus er nú þetta? “ Sölvi bregst hinn reiðasti við og segír: ' - •1 „Skammastú þín ekki, aulinn þinn? Þetta er sálin úr rnér.“ LÆKNAR FJARVERANDI Bjariii Bjariiason fjarvera-ndi frá 1. febrúar um óákveðinn tíma. Stað- gengill: Alfréð Gíslason; Eyþór Gunnarsson fjarverandi óákveðið. Staðgenglar: Viktor ' Gests- son, Erlingur Þorsteinsson og Stefán lafsson. Hannes Finnbogason fjarverandi 6- ákveðið. Staðgengill: Henrik Linnet, lækningastofa Hve6isgötu '50, viðtals- tími mánudaga og laugardaga 1—2 fimmtudaga 6, þriðjudaga, miðviku daga og föstudaga 4—5 Sími á stofu 11626 Vitj anabeiðnir í síma 11773 kl. 10—11. Kristjana Helgadóttir fjarverandi til 5. apríl. StaðgengiLl: Jón Gunn- laugsson, Klapparstíg 25. Viðtalstími mánudaga, þriðjudaga, föstudaga og laugardaga kl. 10 — 11 miðvikudaga og finurbtudaga kl. 4:30 — 5:30. Sími 11228. Sveinn Pétursson fjarVerandi ó- ákveðið. Staðgengill: Kristján Sveins- son. Þórður Möller fjarvera-ndi til 20/3. Staðgengill: Guðjón Jóhanne66on, Kleppœpítalanium. Minningarspjöld Minningarspjöld Óháða safnaðarins fást á eftirtöldum stöðum: Andrési Andréssyni, Laugaveg 3, ísleiki Þor- steinssyni, Lokastíg 10, Stefáni Arna- syni, Flókagötu 9. Frú Rannveigu Einarsdóttur, Suðurlandsbraut 95E. Frú Björgu Ólafsdóttur, Jaðri við Sundlaugaveg. Frú Guðbjörgu Páls- dóttur, Baldursgötu 3. Spakmœli dagsins Öfundin er tilfinning eigin van máttar. Ph. Charles. (1855—1931). írskur guöfræðing^tr. Æskulýðsvika i Laugarneskirkju Jóhann Guðmundsson. Æskulýðsvika K.F.II.M. ogi K. í Laugarneskirkju. Á sam-t komunni í kvöld, sera hefst 1 kl. 8:30 talar Jóhann Guð-j mundsson og Gísli Friðgeirs- ( son, stud. poiyt. Kvennakórt S syngur. Allir eru hjartanlega] velkomnir. Gisli Friðgeirsson. Smdvorningur 1 fet = 12 þumlungar = 313,8Ö millimetrar. 1 fa’ðmur = 3 álnir = 1888,31 centimetrar. sá NÆST bezti Á þeim árum, þegar íkveikjur og brunar voru sem mestir á Akureyri, varð dr, Jóni Þorkelssyni einu sinni að orði: „Fyrir norðan brenna þeir sér til gagns og gamans, en hér syðra þora menn ekki einu sinni að kveikja á eidspýtu.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.