Morgunblaðið - 16.03.1965, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.03.1965, Blaðsíða 28
DIESEL 63. tbl. — Þriðjudagur 16. marz 19C LANH BENZ1N Mokafli Úlafsvík- ur báta MOKAFLI hefur veriff hjá I Ólafsvíkurbátum undanfarna i daga. Siöastliðna fjóra daga . hafa 12 bátar aflað alis 1100 lestir, osr hafa 150 lestir af því I verið fluttar til Akraness. | Mestan afla í einum róffri | fékk Jökuil 13. marz, 52 lest- j ir, en báturinn er 53 lestir að stærff og hefði því ekki borið 1 öllu meira. Mjög stutt er á | miðin. Maður féll af vinnupalli IJM kl. 10 í gærkveldi var lög- reglunnj tilkynnt aff slasaður maður lægi i götunnii á Skóla- vörffustíg, fyrir framan Þjóðvilj- ann. Lögregl.a og sjúkrabifreið komu þegar á vettvang, og var hinn slasaffi maður fluttur á Slysavarðstofuna og þaffan í ILandakotsspitalann. Svo er aff sjá, sem maffurinn hafi falliff ofan af efsta vinnu- pallinum á Þjóffviljahúsinu, en það er á aff gizka 8 til 10 metra fall. Maðurinn var meðvitundar- laus, og' blæddi mikið úr höfði hans og andliti. Xogarinn Donwood frá Aberdeen á strandstaðnum við Heimaklett í gærmorgun. Sjá mynd af skipshöfninni á bls. 21. (Ljósm. Mbl.: Sigurgeir). Guðrún Þorgeirsdóttir látin GUÐRÚN Þorgeirsdóttir Grett isgötu 60, sem varff fyrir bif- reið s.l. föstudag á mótum Hringbrautar Og Birkimels, lézt á Landsspitalanum s. 1. sunnudag. Guðrún heitin var 69 ára aff aldri. Hafffi hún undanfariff unniff hjá kirkju- görðum Reykjavíkur. London, 15. marz — (NTB) • SNARPRA jarðskjálfta- kippa varð vart í gær, sunnu- dag, í nokkrum Asíulöndum, þar á meðal Pakistan, Ind- landi og Afganistan. Ekki er kunnugt um tjón á mönnum eða mannvirkjum. Togari strandar við Heimaklett — Rak upp vegna vélarbilunar UM kl. 4 í gærmorgun strandaði litill skozkur togari, Donwood, viff nyrðri hafnargarðinn í Vest- mannaeyjum. Nemur stefni tog- arans við Heimaklett og er hann næstum á þurru um fjöru. Ekki tókst að ná togaranum á flot í gær. Donwood er 268 tonn, 4 ára gamall, með 13 manna áhöfn. Er skipið beið eftir hafnsögumanni fyrir utan hafnarmynnið, bilaði vélin, svo að það rak stjórnlaust upp að Heimakletti. Eins og fyrr er sagt, nemur stefni togarans við klettinn, en fjaran við hlið skips- ins er mjög stórgrýtt. Leki kom strax að Donwood og var svo komið í gær, að nærri lá, að vélin væri komin á kaf. Reynt var að ná skipinu á flot, þegar á flóðinu skömmu eftir strandið, en það bar engan árangur og fór skipshöfnin öll í land að undan- teknum skipstjóra og stýrimanni. í gærdag var unnið að undir- búningi þess að reyna að draga ! skipið Ægir var á staðnum. Tog- Donwood á flot. Var veður gott, en ekki var hægt að hefjast I handa á flóðinu um miðjan dag- inn, sökum þess hve mikill sjór var kominn í vélarrúmið. Varð- arinn er nokkuð skorðaður, þar sem hann situr við Heimaklett, en spáð var austanátt og var sjór nokkuð tekinn að ýfast í gær- kveidi. Verkfall á kaupskipunum UM miðnætti í nótt hafði ekki ennþá tekizt samkomulag í kaup deilu yfirmanna á kaupskipaflot- anum. Hófst því verkfall skip- stjóra, stýrimanna, vélstjóra, loftskeytamanna og bryta á ís- lenzkum vöru- og farþegaflutn- ingaskipum. Samningafundur deiluaðila hófst í gærdag kl. 2 með sáttasemjara ríkisins, Torfa Hjartarsyni, og stóff hann ennþá, 120 millj. kr. lækkun á framlög- um til verklegra framkvæmda Fjár aflaá til fiskverósuppbóta og launahækkunar: er blaðiff fór í prentun. Öll íslenzk kaupskip munu stöðvast í næstu öruggu ís- lenzku höfn, sem þau koma til, ef verkfallið verður ekki leyst. Engin skip voru í Reykjavíkur- höfn á miðnætti, en Bakkafoss var væntanlegur í nótt til Reykja víkur. Önnur skip Eimskipafé- lagsins eru í förum erlendis. Gull foss kemur til Reykjavíkur um næstu helgi og einnig Mánafoss. Hinir Fossarnir eru ekki væntan- legir fyrr en síðar, svo að ekki mun reyna svo mjög á verkfallið á þeim skipum næstu daga. Fjögur af skipum S.Í.S. eru í íslenzkum höfnum og munu stöðvast, ef verkfallið skellur á. Það eru Jökulfeil, Dísarfell, Stapafell og Mælifell. Hin skipin, Arnarfell, Litlafell, Hamrafell og Helgafell eru flest nýfarin utan. Laxá og Selá, eign Hafskips h.f. eru nýfarin utan og þriðja skipið, Rangá er í Kaupmannahöfn. —■ Drangajökull, Hofsjökull, Lang- Jökull o>g Vatnajökull eru aliir í siglingum milli erlendra hafna. ísborg er á leið til Reykjavikur frá London. Af skipum Eimskipa félags Reykjavíkur er þa'ð að segja, að Katla er í Granton en Askja er á leið til Reyðarfjarðar frá Spáni. Öll skip Skipaútgerðar ríkis- ins, Esja, Herjólfur, Þyrill, Ssjald breið og Herðubreið munu stöðv asc af völdum verkfalls, nema ilekla, sem er í Álaborg. Frumvarp nkisstjórnarinnar um ráðstafanir vegna sjávarútvegsins FRAM er komið á Alþingi frum- varp frá rikisstjórninni um ráð- Btafanir vegna sjávarútvegsins. Efni þess er, að á þessu ári verði greitt til fiskseljanda úr ríkis- Bjóffi 25 aura verðuppbót á hvert kíló linu- og handfærafisks. Þá er enn fremur gert ráð fyrir 33 niillj. kr. framlagi til framleiðni- aukningar frystihúsa. i athuga- semöum með frunavarpinu er taliff, aff útgjöld ríkissjóffs sam kvæmt frumvarpinu nemi 55 millj. kr. Fyrir þessum útgjöld- um er ekki gert ráð fvrir á fjár- lögum ársins 1965 og verffur því að gera sérstakar ráðstafanir vegna þeirra. Eins gildir um hækkun útgjalda vegna 6.6% launahækkunar opinberra starfs manna, sem samið var um snemma á þessu ári, eu sú út- gjaldahækkun er áætluð 65 millj. kr. Alls er því hér um að ræða 120 millj. kr. útgjaldaaukningu og til þess að mæta henni hefur rikisstjórnin ákveðið að nota heimild í fjárlögum til að fresta verklegum framkvæmdum ríkis- ins og greiðslu framlaga til ann- arra aðila. Greiðslur til verklegra framkvæmda og fram laga til verklegra framkvæmda á fjár- lögurn íyrir þetta ár nema sam- tals 600 millj. kr. Er því nauff- synlegt að lækka þesss framlog Fraríih. á bls. 8 Varðarlundur í kvöld um landbúnaðarmál SJÁLFSTÆÐISFÓLK REYKJAVÍK! ' MUNIÐ fund Sjálfsta>ðisfélagsins Varðar | um Iandbúnaðarmálin í kvöld kl. 20:30 t j£N%éTlpH Sjálfstæðishúsinu. Frummælandi er INGÓLFUR JÓNSSON, • i ÆÆ landhúnaðarráffherra, Allt Sjálfstæðisfólk velkomið meffan hús- rúm leyfir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.