Morgunblaðið - 16.03.1965, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 16. marz 1965
MORGUNBLAÐIÐ
17
Haraldur Böðvarsson:
Útgerðarmal
FRÆNDUR vorir Færeyingar
segja að íslendingar geti allt og
má það til sanns vegar færa, þeg-
ar reiknað er með stórhug þings
og stjórnar, að ógleymdu banka-
valdinu. Það eru ekki neinir
vesalingar, sem ætla að byggja
stórvirkjun við Þjórsá með alúm-
ínverksmiðjum, kísilgúrverk-
smiðju við Mývatn, stóriðjufiski-
ver á Rifi, öll bankahúsin sem
byggð eru í Reykjavík, ásamt
þeim sem fyrirhugað er að
byggja, nýjum skólum o. s. frv.
Kvo hefur kvisast að miklar
byggingaframkvæmdir standi fyr
ir dyrum í Hvalfirði á vegum
Bandaríkjanna, en til alls þessa
þarf mikinn mannafla, en hvar
á að taka hann? Atvinnuvegir
þjóðarinnar sem fyrir eru í land-
inu eru í stöðugri þröng með
vinnuafl, en frá þeim verður
miskunnarlaust tekið það sem
fæst, með allskonar yfirboðum,
og samhliða þessu er verið að
tala um nauðsyn þess að fækka
vinnustundum hvers vinnandi
manns niður 1 40 stundir á viku
til að byrja með og banna með
lögum að stálpaðir unglingar
megi ekki vinna nema sem allra
minnst. Ef við lítum á ástandið
á vinnumarkaðinum í dag, þá er
útkoman ekki glæsileg, frystihús-
in í Reykjavík og víðast hér Suð-
vestanlands vinna eljki nema
með hálfum afköstum, fjölda sjó-
manna vantar á báta og togara,
önnur síldarverksmiðjan í Rvík
fær ekki starfsfólk vegna þess að
byggingariðnaðurinn hefir yfir-
boðið starfslið hennar og þar
með dregið vinnuaflið út úr fisk-
iðnaðinum.
Færeyingar hafa komið í góð-
ar þarfir í vetur hjá okkur, bæði
á fiskibáta og í landvinnu og
ástandið væri mun lakara ef
þeirra nyti ekki við, en það hef-
ur kostað Færeyinga miklar fórn
ir að láta okkur fá þetta nauð-
synlega vinnuafl, því af þessum
sökum liggja nokkur skip þeirra
mannlaus í höfnum og mannekla
í landi, en þar að mun koma að
færeyskir útgerðarmenn og fisk-
iðjuver fara að yfirbjóða sitt eig-
ið fóik, til að halda því heima,
og er sú þróun þegar byrjuð.
Stjórnarvöldin lofsyngja dag
eftir dag hið glæsilega viðreisnar
ástand með hinum gildu gjald-
eyrissjóðum og bankainnstæðum
m. a., en virðast ekki athuga
hvaðan gullið kemur, en það er
frá útflutningsframleiðslunni að
mestu leyti.
Útgerðarklárinn er stólpagrip-
ur og hann hefur alla tíð borið
þunga bagga, en það er ekki
hægt að skaðlausu að bæta á
hann takmarkalausum auka-
pinklum, því nú er svo komið, að
drápsklyfjarnar eru að sliga
hann. Ég vil reyna að mála
nokkrar myndir þessu til sönn-
unar: Frá því að vetrarvertíð
lauk í maí 1962 hefur kaup hækk
að um 50 prósent. Það þarf nú
30 milljónir til að greiða kaup
sem þá dugðu 20 milljónir til,
þ. e. 10 milljónum meira fyrir
sömu vinnu. Svo eru smápinkl-
arnir: eitt prósent launaskattur,
eitt prósent hækkun á orlofi,
eitt prósent sjúkrasjóðsgjald,
kaupgreiðsla fyrir helgi- og frí-
daga sem ekki eru unnir. Svo
byrjar nú með marzmánuði vísi-
tölugjald þrjú prósent, og svo er
búið að segja upp vinnusamning-
um, miðað við 5. júní nk. og ef
að líkum lætur má þá búast við
talsverðri hækkun á kaupinu.
Ennfremur væri ekki úr vegi að
minnast á þinglestur og stimpil-
gjald af afurðavíxlum, sem virð-
ist vera algerlega óþarft gjald,
vegna þess að lánastofnunin hef-
ur svo að segja í sinni hendi,
þangað til greiðsla kemur fyrir
hana, en þetta gjald nemur kr.
4,80 af þúsundi eða t. d. kr.
48.000,00 af 10 milljónum, kornið
fyllir mælirinn.
Ég vil einnig geta þess, að fisk-
ver'ð hefur hækkað á síðustu tím-
um lítillega, en mjög óverulega
samanborið við hækkun á öðrum
tilkostnaði, en tölur yfir það hefi
ég ekki sem stendur.
Fyrirtæki okkar feðga, H. B. &
Co. á Akranesi, greiddi í .vinnu-
laun og aflahluti sl. ár um 45
milljónir og að auki keypta vinnu
hjá öðrum, áætlað um 5 milljón-
ir. Smápinklarnir líta sakleysis-
lega út, en þegar að er gáð síga
þeir talsvert í. Hjá okkur er dæm
ið þannig: Ef við gerum ráð fyrir
svipuðum rekstri eins og síðast-
liðið ár og óbreyttu kaupgjaldi,
þurfum við að greiða fyrir yfir-
standandi ár í launaskatt kr. 450
þús., eitt prósent hækkun á
orlofi, kr. 450 þús., eitt prósent
sjúkrasjóðsgjald kr. 150 þús. og
nýr liður, kaup fyrir helgi- og
frídaga ekki unna kr. 300 þús.,
þetta gerir samanlagt kr.
1.360.000,-. Svo er ótalinn tilfinn-
anlegasti skatturinn, en það eru
tvenn verkföll á rúmu ári, sá
skattur verður ekki talinn í töl-
um, allir, bæði vinnuveitendur
og vinnuþiggjendur töpuðu stór-
kostlega á þeim mistökum og það
tekur nokkur ár að vinna það
tap upp aftur.
Opinber og lögboðin gjöld verð
ur ekkj komizt hjá að greiða,
hvort sem reksturinn sýnir tap
eða gróða og geri ég ráð fyrir
að H.B. & Co. verði að greiða af
taprekstri s.l. árs í útsvar og að-
stöðugjaldi a.m.k. eina millj. kr.
og í ýmis lögboðin trygginga-
gjöld til hins opinbera um hálfa
milljón. Fasteignagjöld hafa- tvö-
faldast og svona má áfram telja.
Hver er svo niðurstaðan? Hjá
öllum þorra útgerðarmanna er nú
enginn peningur til að greiða
með vexti og afborganir af lánum
hjá Fiskveiðasjóði og stofnlána-
deild sjávarútvegsins i Seðlabank
anum, sem féllu í gjalddaga 1.
nóv. s.l. ár. Þess vegna er þegar
farið að auglýsa til sölu veðsett-
ar eignir útgerðarmanna hjá þess
um stofnunum, og tilkynningar
að berast um að fleiri eignir
verði auglýstar til sölu á næst-
unni. Þar ofan á bætist, að olíu
félögin hafa neyðst til að stöðva
olíuafgreiðslu til allmargra báta,
nema olían sé staðgreidd, en út-
gerðarmenn hafa enga peninga,
nema þá sem fást fyrir veiddan
afla.
í vertíðarbyrjun fá útgerðar-
menn lán hjá bönkum til kaupa
á veiðarfærum til þess að geta
hafið veiðarnar og þetta lán er
innheimt með 35 prósent af veð-
settum afla jafnóðum.
Ef fiskvinnslustöðvar og bátar
útgerðarmanna verða seidar á
uppboði vegna greiðslubrests,
lenda þær sennilega hjá framan-
greindum stofnunum og hjá ríkis
sjóði vegna ábyrgða hans, þar
sem þær eru fyrir hendi.
Ég hef verið berorður í þess-
ari skýrslu minni eða hvað það
á að kallast, og ég veit að ég
tala fyrir munn allmargra út-
gerðarmanna og fiskvinnslu-
stöðva, enda er ástandið orðið
mjög ískyggilegt og hætta á að
þessi atvinnurekstur lognist út
af fyrr en varir, ef svo heldur
fram sem horfir.
Nú er vetrarvertíð byrjuð og
afli nokkur og standa margir í
þeirri trú, að þá sé öllu borgið
og nógir peningar þegar búið sé
að veðsetja og taka út á aflann,
en fyrsta dæmið lítur út þannig:
Afli í febrúar 436.770 kg., afla-
verðmætið samkv. verðskrá verð
lagsnefndar gerir kr. 1.426.832,90.
Útá það fæst lánað kr. 1.379.000,-
en þá vantar uppá til þess að
geta greitt fiskinn kr. 47.832,90
og þar að auki fyrir allri vinnu
við hann og ýmsum kostnaði, en
Haraldur Böðvarsson
er petta hefði verið t.d. nötafisk-
ur að hálfu, þá hefði útkoman
verið mun óhagstæðari, vegna
þess að minna er lánað útá hann.
Sama er að segja um fisk sem
hengdur er upp til skreiðarverk-
unar, 'þar er útkoman ennþá
verri, þar vantar rúmlega eina
krónu á hvert kg. og vinnukostn
að o.fl. að auki. Þess skal getið,
að lifur og bein eru ekki tekin
með í þessum útreikningi, þau
eru lögð inn hjá bræðslunum og
greiðsla fyrir það kemur venju- í
í DAG hinn 16. marz verður
Sigurbjörg Gunnarsdóttir á
Kirkjulæk 90 ára. Hún er fædd
að Torfastöðum í Fljótshlíð
dóttir hjónanna þar Inigibjargar
Gísladóttur og Gunnars Jónsson-
ar. ólst hún þar upp hjá foreldr-
um sínum á góðu heimili. 23.
janúar 1908 giftist hún Steini
Þórðarsyni frá Lambalæk, dug-
miklum og glæsilegum manni.
Byrjuðu þau búskap að Lamba-
læk en fluttu 1918 að Kirkjulæk
og hafa ætíð átt þar heima síðan.
Þau eignuðust þrjú mannvænleg
börn sem öll eru á lífi. Einnig ólu
þau upp eina tósturdóttur.
Sigurbjöngu og Steini búnaðist
vel á Kirkjulæk, enda samhent í
dugnaði og reglusemi. Það sem
einkenndi heimili þeirra mest
var hin frábæra snyrtimennska,
sem var slík, að af bar hvort held-
ur var innanhúss eða utan.
Mun á hvorugt þeirra hafa
hallað í þeim efnum. Það má
segja að bjart hafi verið yfir ævi
og starfi Sigurbjargar á Kirkju-
læk. Veikindi eða dauði hafa
aldrei heimsótt hús hennar og
mun slíkt sjaldgæft á svo langri
ævi, hafa þau hjónin oft minnzt
þess með þakklæti.
Það virðist sannast á Sigur-
björgu að hláturinn lengi lífið,
því lífsgleðin og léttleikinn er
henni í blóð borin eins og svo
mörgu af hennar fólki. Hún gat
oft gert það að hlátri, sem öðrum
hefði getað orðið til þykkju. Samt
er hún dul í skapi. En gat verið
opinská og hreinskilin ef því var
að skipta og talaði þá um hlutina
blátt áfram og umbúðalaust. Lít-
ið var henni gefið um að ræða
annarra mál eða „að leyta að
flísinni í auga bróður síns“.
Það eru margir sem gera oft
miklar kröfur til annarra, en
Sigurbjörg gerði fyrst og fremst
miklar kröfur til sjálfrar sín.
Ætli heimurinn væri ekki dá-
lítið betri og bjartari í dag ef
mennirnir gerðu þetta yfirleitt.
Hún var aldrei gefin fyrir að
taka þátt í félagsmálum eða vera
innanum fjöldann. Heimilið var
lega eftir nokkra mánuði. Af
ofangreindri lánsupphæð, kr.
1.379.000,00 ganga 36% til bank-
ans uppí útgerðarlánið eða kr.
483.000,00 og verður þá ekki mik
ið etfir, þegar vinnulaun og ann
ar kostnaður hefur verið greidd-
uf.
Svo vil ég minnast á atriði, sem
snertir þá útgerðarmenn sem
hafa látið byggja báta erlendis
og hafa tryggt sér lán úr Fisk-
veiðasjóði til kaupanna, en þeir
verða sámt að fá sinn banka til
að ábyrgjast greiðsluna til út-
lenda bankans, sem hefur lánað
skipasmíðastöðinni, en fyrir
þetta tekur bankinn okkar all-
ríflega þóknun, og er hér nýj-
asta dæmið: Fyrsta árið eftir að
báturinn er afhentur, ábvrgðar-
þóknun í 6 mánuði 18/2—18/8 ’64
kr. 50.718,00, sama fyrir aðra 6
mán. 18/8—18/2 ’65, kr. 50.736,00
þinglestur og stimpilgjald kr.
50.905,00. Svo byrja afborganir og
vextir af sjö ára láni, fyrsta af-
borgun 18/2 ’65 kr. 2.109.962,15,
þar við bætist yfirfærsluþóknun
kr. 7.912,00; leyfisgjald kr. 3.299,-
ábyrgðarþóknun kr. 43.504,00, —
samtals kr. 54.717,00. Ábyrgðar-
þóknunin er 1% á ári, af 10 millj.
eða 2/3 hlutuf verðs venjulegs
fiskibáts verður þetta um 400
þús. kr. áður en lánið er greitt
upp. Mér finnst að þessi liður sé
óþarfur, því í stað bankans ætti
Fiskveiðasjóður að ábyrgjast
greiðsluna þar sem hann lánar
féð og Fiskveiðasjóður þarf ekki
að taka þetta gjald. Einn liður
í rekstri skuldugra fyrirtækja er
mjög erfiður viðafngs, en það eru
vextir af lánum, en vextirnir eru
ennþá alltof háir, og vil ég geta
þess, að H.B. & Co. greiðir árlega
í þessa hít 3—4 milljónir kr.
Hver eru svo leiðir til úrbóta
útgerð og fiskiðnaði? Réttilega
Sagt er að fagurt umhverfi
göfgi manninn. Fljótshlíðin er
fögur sveit og gjöful börnum sín-
um, og hefur margan góðan son-
inn og dótturina alið. Má með
sanni segja, að Sigurbjörg á
Kirkjulæk sé ein af hennar góðu
og tryggu dætrum, sem svo lengi
hefur dvalið í faðmi hennar.
Sigurbjörg mun í dag líta þakk-
lát yfir farinn veg.
Samferðafólk hennar og ætt-
ingjar, gleðjast með henni í dag
og senda þeim hjónum hugheilar
hamingjuóskir og þakkir.
G. IL
FLEIRUM en Gunnari á Hlíðar-
enda hefur löngum þótt Fljóts-
hlíðin fögur og hafa unað þar
alla ævidaga við grózku moldar
og fagra fjallasýn. Meðal þeirra
er Sigurbjörg GunnarsdÓttir
fyrrum húsfreyja að Kirkjulæk í
Fljótshlíð, sem er nú elzti íbúi
Fljótshlíðar og er 90 ára í dag.
Sigurbjörg er fædd 16. marz
1875 að Torfastöðum í Fljótshlíð.
Foreldrar hennar, Guðbjöng og
Gunnar bjuggu þar lengi góðu
búi og-ólst Sigurbjörg þar upp á
góðu og myndarlegu heimili. Er
hún var uppkomin, vann hún á
nokkrum heimilum í Fljótshlíð,
meðal annars hjá prófastshjön-
unum á Breiðabólstað, Eggerti
Pálssyni og Guðrúnu Hermanns-
dóttur. Þótti það góður skóli á
þeim tímum að vinna á slíkum
myndarheimilum. Það var og al-
mælt að, heppnir væru þeir hús-
bændur, er nytu verka Sigur-
bjargar.
Árið 1908 giftist Sigurbjörg
Steini Þórðarsyni frá Lambalæk,
þekktum dugnaðar og sóma-
manni. Byrjuðu þau búskap á
Lambalæk, en fluttu að Kirkju-
læk 1918, og bjuiggu þar til ársins
1948, er Ólafur sonur þeirra tók
við búi. Aldrei bjuglgu þau stóru
búi, enda leyfði jörðin það eigi,
en þar voru öll verk vel unnin,
bæði utan bæjar og innan. Um-
gengni öll og heimilisbragur var
til fyrirmyndar, enda unnu sam-
stiltir hugir að störfum. Prúð-
hennar vettvangur, og því helg-
mennska, góðvild, glaðværð og
aði hún alla krafta sína óskipta. dugnaður hafa jafnan verið
Sigurbjörg Gunnarsdóttir
á Kirkjulæk níræð
hefur verið m.a. bent á aukn*
vinnuhagræðingu, meiri tækni,
með nýtízku vélum, en hinar full
komnu vélar kosta mikið fé og
ofan á verð vélanna, t.d. gaffal-
lyftara og fleiri véla bætist 36%
tollur í ríkissjóð. og hvar fæst
lán til kaupa á þessum nauðsyn-
legu vélum? Mér vitanlega
hvergi, þótt sannanlegt sé að slík
ar vélar spara mikið vinnuafl og
borga sig á tiltölulega stuttum
tíma, þar sem næg verkefni eru
fyrir hendi.
Til samanburðar við loftkastal-
ana um stóriðjufiskiver á Rifi,
þar sem engir íbúar eru fyrir
hendi og allt þarf að byggjast
upp frá grunni, .og engar líkur
eru til að fólk a.m.k. ekki á Faxa
flóasvæðinu mundi flytjast þang
að og heldur ekki annars staðar
að, vegna þess að fólksekla er
um allt land, þá fyndist mér
heillavænlegra að hlynna að
þeim byggðarlögum þar sem fólk
ið og gróin fyrirtæki eru fyrir
hendi, staðir sem hafa blómgast
■ og verið að byggjast upp í ára-
tugi, t.d. Akranes, Ólafsvík o.fL
Jóhannes Nordal seðlabanka-
stjóri var að minnast á nýlega,
ef mig minnir rétt, að hugsanlegt
væri að Alþjóðabankinn eða hlið
arstofnun hans, væri fáanleg til
að leggja mikið fé til hlutabréfa-
kaupa í almenningshlutafélögum
á íslandi, þó án þess að hafa þar
atkvæðisrétt eða afskipti af
stjórn slíkra félaga Og að félögin
gætu innleyst hlutaféð aftur þeg-
ar þeim yxi fiskur um hrygg.
Þetta þýðir sama sem vaxtalaust
og afborgunarlaust lán til langs
tíma. Þessa hugmynd lízt mér
mjög vel á, ef úr gæti orðið, þvl
þetta gæti rétt við mörg fyrir-
tæki, sem nú standa höllum fætL
Akranesi 10. marz 1965.
Haraldur Böðvarsson.
tryggir förunautar þeirra hjóna.
Gætni í orðum og athöfnum, var
heimilisregla, sem aldrei var
brotin.
Börn þeirra Sigurbjarigar og
Steins eru: Ingileif húsfreyja i
Stóra-Kollabæ í Fljótshlíð,
Gunnbjörg húsfreyja í Miðkrika
í Hvolhreppi og Ólafur bóndi á
Kirkjulæk. Auk þess ólu þau upp
Guðrúnu Huldu Guðmundsdótt-
ur húsfreyju í Kópavogi. Mun
börnum þeirra og fósturdóttur
hafa reynzt það gott veganestL
sem þau hlutu í æsku undir
handleiðslu þessara sæmdar-
hjóna.
Hér hefur með fáum orðum
verið minnist á eitt hógværa og
kyrrlátta heimilið, sem skilað
hefur arði til þeirra umbrota og
framfaratíma, sem við erum og
hrærumst í. Við skulum vona, að
dyggðir og manndómur haldist i
ættum, á því byggist framtíð
lands og þjóðar.
Þótt 90 ár séu hár aldur, geng-
ur Sigurbjörg enn að störfum
með sinni hógværu glaðværð og
miðlar birtu og yl til samferða-
fólksins.
Ættingjar og vinir afmælis-
barnsins og manns hennar senda
í dag hlýjar kveður og þakkir til
þessara öldnu heiðurshjóna.
H. S.