Morgunblaðið - 16.03.1965, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.03.1965, Blaðsíða 15
1 Þriðjudagur 16. marz 1963 MORCUHBLADID 15 09 ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ frumsýndi á laugardagskvöldið nýjan sjónleik eftir Agnar Þórðarson, sem hann nefnir „Sannleikur í gifsi“. Leik- urinn gerist á heimili velmetins borgara í Reykjavík nú á tímum og er að sögn höfundar „óbein lýsing á aldarfarinu, viðhorfum manna og sjálfsréttlætingu“. Hreyfiafl leiksins er misferli á- hrifamanna í þjóðfélaginu, grægði og valdahneigð, en inn í hann fléttast margs konar atvik daglega lífsins, bæði skopleg og alvarleg. Yf*i' öllu svífur svo spurningin, hvað sé sannleikur, hvað sé réttan og rangan á mann lífinu. Þessi er sem sé greinilega fyr- irætlun höfundar. Annað mál er það, hve mikið af því sem fyrir honum vakir kemur til skila á leiksviðinu. Stíll Agnars Þórðar- sonar er smásmugulegt raunsæi að fyrirmynd Ibsens. Hann leit- Atriði úr iiðriim þætti: Frá vinstri Guðbjörg Þorbjarnardóttir (IVIatthiidur), (Teddi), Margrét Guðmundsdóttir (Día) og Gunnar Eyjólfsson (Finnbngi). Bessi Bjarnason Sannleikur í gifsi Höiundur: Agnur Þórðorson Leikstjóri: Gísli AHreðssun ast við að draga upp sem ná- kvæmasta og trúverðugasta mynd af hversdagslegum mann- eskjum í hversdagslegu um- hverfi. Þessi beina og ítarlega stæling á hversdagslífinu er í senn styrkur Agnars Þórðarson- ar og (einkum) veikleiki. Styrk- urinn liggur í því, að höfundur er nákunnugur þeim aðstæðum sem hann tekur sér fyrir hendur að lýsa og getur treyst samsinni áhorfandans: við könnumst við þessa mannlífsmynd úr eigin reynslu. Yeikleikinn felst hins vegar í þeirri örlagaríku stað- reynd, að daglega lífið, hrátt og óstílfært, á ekki erindi upp á leiksviðið. Það skortir þá drama- tísku spennu sem leikhúsið heimtar. Einstakir atburðir þess geta verið fróðlegir og spennandi út af fyrir sig, en auðnist höf- undi ekki að steypa þá í sam- fellda heild, sem hafi innra sam- hengi og hreyfingu, hefur hann ekki seU saman leikrit, heldur meira eða minna samstæðar svip myndir úr daglega lífinu. Stæl- ing hversdagslífsins felur líka í sér þá hættu, að höfundurinn geri sig ánægðan með að dvelja við yfirborð hlutanna, ytri „sapnleik" umhverfis, persóna og atburða, en láti ógert að kafa eftir þeim dýpti rökum, sem hefji hvers- dagsleikann í listrænt veldi. „Sannleikur í gifsi" er mælskt vitni um styrk og veikleika Agn- ars Þórðarsonar sem leikritahöf- undar. Leikurinn er á yfirborð- inu trúverðug mynd af venju- legrl reykvískrl fjölskyldu í góð- um efnum og húsakynnum. Um- hverfið er „rétt“ og persónurnar ekki ósennilegar, þó þeim séu oft lögð á varir orð sem misbjóða trúgirni áhorfandans. Það sem kom mér kannski mest á óvart á sýningunnl voru samtölin: þau voru einkennilega bókleg og „ó- raunsæ". Hátíðleikinn í orðræð- um persðnanna kom ekki heim við umhverfi og efni leiksins. Það vantaði eitthvert jarðsam- band i orð þeirra, eitthvað sem sannfærði mann um að þær væru að tala frá eigin brjósti, en ekki i umboði höfundar. Af þessum sökum virtist letk- urinn óhemjulega orðmargur. Það var engu líkara en orðin hefðu það meginhlutverk að fylla út i leikrænar eyður sýn- tngarinnar. Þau voru sárasjaldan lífrænn partur af framvindu leiksins, heldur urðu þau hvað eftir annað beinlínis til að stöðva framrás hans, skapa það leik- ræna tóm á sviðinu sem er versti fjandi lifandi leiklistar. Nafn leiksins er dregið af gifs- mynd, sem á að gegna táknrænu hlutverki í rás atburðanna, en þetta tákn verður með öllu utan- gátta við leikritið, varpar engu ljósi á viðfangsefnið og verður nánast ankannalegt í hinni „raunsæju“ umgerð, af því það tengist aldrei atburðum leiksins. ítrekuð áherzla höfundar á gildi þessa augljósa tákns er sízt til þess fallin að gera það aðgengi- legra, og má í þessu sambandi minna á villiöndina í samnefndu verki Ibsens sem dæmi um líf- ræna notkun tákns í „raunsæju" verki. Öll góð leikhúsverk hafa eitt eða fleiri maginstef sem veita þeim kjölfestu og skila efni þeirra eða boðskap heilum í höfn. Aðal- stefið í leikriti Agnars Þórðarson- ar er sá vandi Finnboga, fulltrúa Þorkels, hvort hann eigi að þegja um misferli yfirboðara síns og velgerðamanns, sem hann hefur af tilviljun komizt á snoðir um, eða skýra frá því opinberlega. Þessi innri barátta á sýnilega að vera þungamiðja leiksins, en verður næsta léttvæg og í leikslok nánast ómerkileg. Þetta stafar m.a. af því, að höfundurinn tek- ur efni leiksins einkennilegum vettlingatökum, er í rauninni hvorki hrár né soðinn. Vísast á lausnin í lokin að vera stórfeng- leg írónía, en hún verður hvorki írónisk, tragísk né hlægileg, heldur einungis loftkennd. Kannski má segja að höfundur- inn hafi aldrei ætlað sér að koma með neina lausn, og er það út af fyrir sig gild afsökun, ef ekki vildi svo bölvanlega til, að hann vekur ekki heldur neinar spurn- inigar, hvorki um sannleikann né annað. Vandamál leiksins gufar einfaldlega upp. Sennilega stafar þessi undar- lega brotalöm á leikritinu af því, að höfundurinn gerir aldrei end- anlega upp við sig, hvers konar verk hann sé að semja. Sums staðar bregður fyrir gamansemi og ýmis orðsvör eru hnyttileg, en gamanið mótar sýninguna hvengi. Ádeilan, sem ætti að felast í leiknum, kemur ekki til skila nema að takmörkuðu leyti. Harmrænt er verkið hvergi, en víða örlar á farsa í persónusköp- un og efnismeðferð. Ég fæ ekki betur séð en Agnar Þórðarson hafi gert þá meginskyssu í þessu verki að gera „alvarlegt“ leikrit úr upplögðum farsa, með þeim afleiðingum að úr verður leik- rænn vanskapnaður. Flestar per- sónur leiksins hrópa beinlínis á skoplega túlkun. Þær eru allar í einum fleti, nema kannski Finn- boigi sem kemst einna næst því að fá mennskt svipmót í seinni hluta annars þáttar. Mér koma persónurnar fyrir sjónir eins og leikbrúður sem höfundurinn stillir saman til að fara með sin fyrirfram ákveðnu hlutverk. Engin þeirra reis til mannlegrar tjáningar nema kannski helzt systkinin, Óli og Día. Orðfæri þeirra var fullkomlega eðlilegt og viðbrögð þeirra sannfærandi innan síns þrönga ramma. Allt hitt fólkið í leiknum er á mörk- um farsans, og ekki hefði þurft nema herzlumuninn til að skop- boga og Díu, í öðrum þætti. Að öðru leyti var sýningin eilíf sam- töl, sem sjaldan skírskotuðu til leikrænna viðbragða áhorfenda. Ymis leikbrögð höfundar voru sömuleiðis vafasöm, að ekki sé meira sagt, og má þar sem dæmi nefna sögur þeirra Vigfúsar og Doktorsins í þriðja þætti, sem voru rofnar og tengdar saman án nokkurs sjáanlags samhengis. Útvarpsræða Þorkels og segul- bandsupptaka Finnboga voru hvort tveggja áhrifalítil leik- brögð, og sama máli gegndi um salernisferðirnar, feluleik Vig- fúsar í hliðarherberginu, fall styttunnar oig árangurslausa til- raun Óla í leikslok til að líma hana saman aftur, Mér er óljúft að þurfa að fara svo hörðum orðum um nýtt ís- lenzkt leikhúsverk, en sé mér ekki annað fært, einkanlega þar sem Agnar Þórðarson hefur unn- ið sér nafn sem afkastamesti og reyndasti leikritahöfundur Is- Róbert Arnfinnsson (Vigfús) (Matthildur) í öðrum þætti. og Guðbjörg Þorbjarnardottir stæla það þannig, að úr yrði dá- góð farsasýning, Sem sviðsverk er „Sannleikur í gifsi“ meingallað. Það skortir innri þunga, samfellda atburðarás og endanlega úrlausn. Einstakir atburðir þess standa hlið við hlið og eru sumir fróðlegir, en renna sinn í hverja áttina. Höfundinum tekst sárasjaldan að magna leik- ritið til dramatískra tilþrifa. Viðureign þeirra Vigfúsar og Matthildar í öðrum þætti hafði ákveðinn sviðrænan þokka, en einasta verulega dramatíska atriði leiksins var örstuttur árekstur þeirra feðigina, Finn- lendinga. Mér virðist meginveila hans vera hlutleysið. Það er eins og hann þori ekki að takast á við efni sitt, ydda ádeiluna, ganga milli bols og höfuðs á þeirri spillingu sem hann er að narta í. Það þykir kannski ekki fínt að flytja boðskap á leiksvið- inu, en verk eins og „Sannleikur í gifsi“ heimta afdráttarlaUsa af- stöðu höfundar, beinan boðskap, en ekki hlutlausar vangaveltur. Sviðssetning Gísla Alfreðs- sonar virtist mér snurðulaus, og víða hefur hann gert skynsam- legar lagfæringar á verkinu, en hann megnaði ekki að lyfta sýn- ingunni til leikrænnar tjáningar, þó einstök atriði væru fagmann- lega af hendi leyst. Hópatriðin tókust ekki eins og til var stofn- að. Samtölin urðu ekki fyllilega eðlileg með þeirri djörfu stað- setningu sem leikstjórinn beitti. Einstökum tæknilegum atriðum var einnig ábótavant: Matthildur var ekki í gráum kvöldkjól í seinni hluta annars þáttar, og minnist þó Vigfús á gráa kjólina sem hún sé í; hljóðið í vindinurn þagnar lönigu áður en Matthildur talar um að opna fyrir útvarpið til að deyfa vindhljóðið; útsýnið úr glugganum hvarf um stund í þriðja þætti. Um sjálfa túlkun leikstjórans er það að segja, að hann hefur kosið að þræða veg „raunsæisins“ eftir föngum, sennilega að fyrirmælum höf- undar, en hefði að mínu viti átt að beina sýningunni meira í far- veg farsans og gera hana léttari en hún varð. Frammistaða leikenda var yfir- leitt áferðangóð en tilþrif alitil, enda fá tilefni til átaka eða frum- legrar persónutúlkunar. Róbert Arnfinnsson varð eftirminnileg- astur í skemmtilegu gervi Vig- fúsar, túlkunin heilsteypt og ísmeygileg, raddbeitingin sér- kennileg og örugig, en heldur urðu orðræður meistarans þreyt- andi til lengdar. Ef vel var að gáð, brá fyrir einum þremuc kunnum Islendingum í persónu Vigfúsar, sem átti kannski sinn þátt í að gera hann forvitnilegan. Finnbogi er án efa erfiðasta hlutverk leiksins, og gerði Gunn- ar Eyjólfsson því þokkalag skil, dró fram hik og veiklyndi hins samvizkunæma hugsjónamanns, en lék hvergi af innblæstri, sem varla var von. Guðbjörg Þorbjarnardóttir náði gáðum tökum á Matthildi, tauga- veiklaðri og sefasjúkri eiginkonu Finnboga, skapaði heillega mann- gerð, en hlutverkið er ekki marg- brotið eins og fyrr segir. Óla og Díu, börn þeirra hjóna, léku Gunnar Kvaran og Margrét Guðmundsdóttir, og sýndi Mar- grét veruleg tilþrif í litlu hlut- verki sinu, en Gunnar, sem er nýliði á leiksviði, lék Óla af merkilegu öryggi í limaburði ag framsögn, sem var að vísu ekki lýtalaus. Árni Tryggvason lék Binna, erindreka Þorkels, og átti í tals- verðum brösum við að halda honum innan ramma „raun- sæisins“, en túlkaði undirlægju- hátt og stimamýkt þessarar smá- sálar af þó nokkrum móði. Radd- beiting hans var hins vegar hvim- leið. Ævar Kvaran lék Doktorinn, persónu sem ekki gegnir neinu sjáanlegu hlutverki í leiknum öðru en því að segja nokkra brandara og skattyrðast við Vig- fús, en sennilega eiga þeir tveir að vera fulltrúar menntamanna og andlegra leiðtoga þjóðarinnar, sem renna af hólmi, þegar leggja þarf til beinnar atlögu við spill- ingu þjóðfélagsins. Ævar lék hlutverkið fyrirhafnarlítið eins og lög gerðu ráð fyrir. Teddi, sonur Þorkels, var leik- inn af Bessa Bjarnasyni, sem um stund setti fútt í sýninguna með kátlegum danstilburðum. Arngrimur, hinn slóttugri lög- fræðingur sem hefur alla þræði spillingarinnar í sinni hendi. var leikinn af Vali Gíslasyni, lítið hlutverk og litlaust. Með smærri hlutverk fóru Anna Guðmunds- dóttir, Klemenz Jónsson, Valdi- mar Lárusson og fleiri. Leikmynd Lárusar Irbgólfsson- ar, glæsileg setustofa á efnaheim- ili í úthverfi Reykjavíkur, var fagmannlega unnin, en hefði að mínu viti mátt vera einfaldari í sniðum. Leikendum, leikstjóra og höf- undi var klappað lof í lófa að lokinni framsýningu. Sigurðnr A. Magtiússon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.