Morgunblaðið - 16.03.1965, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐI&
Þriðjudagur 1S. marz 1965
Útgefandi:
Framkvæmdast j óri:
R’tstjórar:
Ritstjórnarfulltrúi:
Auglýsingar:
Ritstjórn:
Auglýsingar og afgreiðsla:
Áskriftargjald kr. 90.00
X lausasölu kr.
Hf. Árvakur, Reykjavík.
Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6.
Aðalstræti 6. Sími 22480.
á mánuði innanlands.
5.00 eintakið,-
AKUREYRI OG
FRAMTÍÐIN
TC’ngum sem heimsækir Ak
^ ureyri, höfuðstað Norður-
lands, getur dulizt að þessi
næststærsti kaupstaður lands
ins er fögur og blómleg byggð.
Það vekur sérstaka athygli,
hve bærinn er hreinlegur og
snyrtilegur. Að sumarlagi
kemur sú staðreynd greini-
lega í ljós, að Akureyri er
mesti skógræktarbær lands-
ins. Þar eru stórir og glæsi-
legir trjágarðar með háum og
fögrum trjám. Og við hin
nýrri hús eru að vaxa upp
nýir skógar.
Menntaskólinn á Akureyri
hefur einnig um langt skeið
átt verulegan þátt í að setja
menningarsvip á bæinn. Hann
er nú annar stærsti mennta-
skóli landsins með 450 nem-
endum. Ymsir aðrir skólar á
Akureyri stuðla að því að
skóla- og menningarsvipur
setur verulegan svip á bæjar-
lífið á vetrum.
Á sumrin heimsækja þús-
undir ferðamanna Akureyri
og nálæg héruð. Þar eru risin
myndarleg gistihús og veit-
ingahús, sem veita ferðafólki
góðan beina. Iðnaður og verzl
un er mikil í bænum. Sérstak-
lega hefur iðnaðurinn færzt í
aukana á síðustu árum. Út-
gerð og hraðfrystiiðnaður
hefur einnig verið þar tölu-
verður. En erfiðleikar togara-
útgerðarinnar skapa útgerð-
inni á Akureyri eins og ann-
ars staðar að sjálfsögðu vand-
kvæði.
íbúar Akureyrar munu nú
vera um 9600 og fjölgar um
eitt til tvö hundruð á ári. Inn-
an fárra ára munu því íbúar
höfuðstaðar Norðurlands
verða orðnir yfir 10000.
Það er mikilsvert að byggð
in á Akureyri geti haldið á-
fram að eflast og aukast. í
öllum landshlutum þurfa að
vaxa upp þróttmiklir kaup-
staðir með fjölbreyttu at-
vinnu- og menningarlífi. Það
mundi verða nálægum sveit-
um, sjávarbyggðum og héruð-
um til hins mesta gagns.
Að því hefur áðúr verið vik
ið hér í blaðinu, að vel færi
á því að fyrirhuguð alumíni-
umverksmiðja risi við Eyja-
fjörð, þar sem ekki væri
æskilegt að framtíðarstóriðn-
aður á íslandi safnaðist allur
saman í einum landshluta.
Ennþá er óvíst um staðsetn-
ingu alumíniumverksmiðju,
en sérfræðingar telja að hún
yrði allmiklu dýrari nyrðra
en hér syðra. En kjarni máls-
ins er, að nauðsyn ber til þess
að iðnaður eflist úti um land-
ið og kemur þar að sjálfsögðu
margt fleira til en alumínium
iðnaður. Fiskiðnaðurinn er
þegar orðinn stóriðnaður og
hann er hægt að auka og efla
á marga lund. Betri nýting
sjávaraflans er eitt af hinum
stóru framtíðarmálum hér á
landi.
Akureyri er glæsilegur og
fagur staður, sem á sér mikla
framtíð. Vonandi gengur þró-
unin í þá átt að fólkinu þar
fjölgi og atvinnu- og menn-
ingarlíf blómgist.
UGGUR VEST-
MANNAEYiNGA
Ojörn Guðmundsson, frétta-
** ritari Morgunblaðsins í
Vestmannaeyjum, ritaði
grgin hér í blaðið síðastlið-
inn sunnudag, þar sem hann
skýrði frá því, að nokkur ugg
ur væri í Vestmannaeyingum
vegna tilkomu þorsknótar-
innar. Auðvitað væri þetta
glæsilegt og afkastamikið
veiðarfæri, sem gæti gefið
ævintýramikinn afla, a.m.k.
á stundum. — Fréttaritarinn
komst síðan að orði á þessa
leið:
„En það sem hræðir eink-
um er að um ofveiði verði að
ræða og miðin ofsetin. Er
slíkt ekki að ástæðulausu.
Vestmannaeyingar hafa
nokkuð setið að fiskimiðun-
um kringum Eyjar einir. En
nú allt í einu eru komnir á
Eyjamiðin 150—200 bátar
hvaðanæva af landinu með
þorsknót, og sem dag eft-
ir dag herja á miðunum kring
um Eyjarnar, og það með
slíkum krafti að bátar með
önnur veiðarfæri hrekjast í
burtu af sínum heimamiðum
og menn prísa sinn sæla fyr-
ir að sleppa frá óskemmdir.
Menn spyrja að vonum: Hvar
endar þessi gauragangur all-
ur? Verður nokkur þorsk-
væla eftir í sjónum, svo að
ekki sé nú talað um ýsurnar.“
Þannig hafa einstök byggð-
arlög og landshlutar sín á-
hyggjuefni í sambandi við
sjósókn og fiskveiðar. Vest-
firðingar tala eðlilega mikið
um það, að ágangur erlendra
togara á vestfirzk bátafiski-
mið hafi stóraukizt síðan fló-
unum hér sunnanlands og
vestan var lokað fyrir botn-
vörpuveiðum og 12 mílna
fiskveiðitakmörk sett. Aðal-
atriðið er, að þjóðin hagnýti
sem skynsamlegast fiskimið
sín, forðist rányrkju og leggi
höfuðáherzlu á, að nýta sem
bezt þann afla, sem á land
Indverskar konur gerast nú æ atkvæðameiri í baráttunni gegn stjórn landsins. Kemur þar
einkum tit matvælaskorturinn og hið háa verðlag, sem þær verða svo áþreifanlega varar við,
en vilja ekki sætta sig við.
Vaxandi erfiðleikar ind-
versku stjórnarinnar
ÞAÐ er mál manna, sem
fyIg.jast með þróuninni á hin-
um ýmsu sviðum þjóðlifs
Indverja, að ástandið í landi
þeirra sé harla slæmt — þjóð-
in sé sundraðri og efnahags-
ástandið verra en nokkru
sinni fyrr, frá því landið fékk
sjálfstæði. F.r á það bent, að
þegar til átakanna við Kín-
verja kom um norðausturhér-
að Indiands hafi leysts úr
læðinigi þjóðerniskennd, sem
Nehru, hinum látna leiðtoga,
hafi ekki unnizt timi til að
beizla í þágu efnahagslegra
framfara — og eftirmaður
hans I.al Bahadur Shastri,
hafi ekki reynzt þess megn-
ugur, enda sé liver höndin
upp á móti annarri og áhrif
Indlands á atþjóðavettvangi
fari þverrandi.
Meðal þeirra mála, sem orð-
ið hafa Indverjum tiiefni
sundrunga og jafnvel blóðs-
úthellinga er málastríðið —
deilurnar um það hvort
„hindi“ skuli vera aðalmál
þjóðarinnar eða enska. Átökin
vegna þessa máls urðu svo al-
varlag, að stjórn landsins rið-
aði til falls.
Þá hefur vegur kommúnista
í nýafstöðnum kosningum í
Kerala þótt heldur uggvæn-
legur og sönnun þess, að
ástandið i landinu sé hinn
ákjósanlegasti jarðvegur fyr-
ir kommúnista að plægja.
Mikill ágreiningur hefur
verið með þeim kommúnist-
um indverskum, sem hlynntir
eru Pekingstjórninni — og
þeim, sem hallast að Moskvu-
stjórninni — oig buðu þeir
fram hvor í sínu lagl í Ker-
ala. Úrslit kosninganna urðu
þau, að Pekingvinir fóru með
mikinn sigur, hlutu 58 þing-
sæti af 183 sem um var kosið.
Hinsvegar fór illa fyrir
Moskvukommúnistum. þeir
buðu fram í 78 kjördæmum en
sigruðu aðeins í þremur.
Kongressflokkurinn var einn-
ig klofinn, Stuðningsmenn
stjórnarinnar fengu 36 þing-
sæti — en klofningsflokkur-
inn, sem tók upp nafnið „Ker-
ala Korngress Party“ hlaut 25
menn kjörna.
Þessi mikli sigur kommún-
ista vekur því meiri athygli,
sem skammt er um liðið frá
því u.þ.b. þúsund helztu
framámenn Peking-arms
kommúnistaflokksins voru
handteknir í desember s.l. og
mangir helztu frambjóðend-
urnir — og sigurvegararnir —
I kosningunum x Kerala, eru
enn í fangelsum.
En undirrót öngþveitisins í
Indlandi er að sjálfsögðu efna-
hagsástandið. Á undanförnum
mánuðum hafa tíðum verið
farnar hópgöngur til að mót-
mæla skorti á matvælum og
allt of háu verðlagi, sem í kjöl-
farið hefur fylgt — og hefur
þá oft dregið til blóðsúthell-
inga. Biðraðir lengjast við
búðirnar með viku hverri og
þótt stjórin hafi reynt að
halda niðri verðlagi með ýms-
berst, þannig að hann verði
sem verðmætastur og útgengi
legust útflutningsvara.
SKJÓLBELTI
í EYJAFIRÐi
að er gleðileg staðreynd,
sem skýrt var frá á íull-
trúafundi norðlenzkra skóg-
ræktarmanna á Akureyri nú
um helgina, að bændur í
Eyjafirði eru nú að hefjast
handa um skjólbeltagerð á
jörðum sínum. Einn sveita-
hreppur í héraðinu, Öngul-
staðahreppur, hefur jafn-
framt ákveðið að greiða bænd
um ákveðið fjárframlag á
hvern lengdarmetra í skjól-
beltagirðingum.
Þetta framtak Eyfirðinga
er vissulega til fyrirmyndar
og eftirbreytnL
Á Alþingi því, sem nú sit-
ur, hefur nýlega verið sam-
þykkt þingsályktunartillaga
frá Oddi Andréssyni, þar sem
um ráðum, hafa þau reynst
haldlítil í framkvæmd.
Matvæli hafa hækkað í
verði um 45% á síðustu þrem
árum — að þvi er eirm frétta-
maður danska blaðsi..s Poli-
tiken upplýsir, og á stöku
stað allt að því um 100%.
Sums staðar hefur algert
neyðarástand verið yfirvof-
andi hvað eftir annað — en þó
oftast tekizt að bægja hung-
urvofunni frá til bráðabirgða
með skyndiráðstöfunum og
hálfgerðum örþrifaráðum.
Matvælaframleiðslan hefur
engan veginn við fólkfjölgun-
inni, sem er um 12 milljónir
á ári hverju og hefur farið
langt fram úr áætlunum. Árið
1950 var reiknað með því, að
árið 1961 yrðu Indverjar orðn-
ir 408 milljónir — en þeir
reyndust þegar til kom orðn-
ir 439 milljónir. Nú er íbúa-
talan um 470—80 milljónir,
sem meðal annars stafar af
batnandi heilsufarsástandi og
auknum þrifnaði.
Tilraunir til að efla iðnað
Indverja hafa reynst miklum
erfiðleikum háðar. Landið
skortir fjármagn — fyrst og
fremst erlent fjármagn. Mat-
vælakaup eta upp meira oig
minna af gjaldeyri þjóðarinn-
ar. Þá hafa Indverjar á síðustu
árum orðið að verja margfalt
meiru fé til landvarna en þeir
gerðu, áður en til átakanna
við Kínverja kom,
Stjórnmálastöðu indversku
Framhald á bls. 27
ríkisstjórninni er falið að
undirbúa og leggja fyrir
næsta reglulegt Alþingi frum
varp til laga um stuðning við
kerfisbundna ræktun skjól-
belta í landinu.
Það er margsögð saga, að
skjólbelti geta haft mikla
þýðingu fyrir ræktunina í
sveitum landsins. Þess vegna
er vel farið að bæði á Alþingi
og víðs vegar um land ríkir
vaxandi áhugi á slíkum rækt-
unarframkvæmdum.