Morgunblaðið - 16.03.1965, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.03.1965, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 16. marz 1965 Ongulstaoanreppur vero- launar skíólbeltagerð Tvð hundruð skdgræktar- girðingar á Norðurlandi um garðyrkjuskóla á Akureyri, sem hann var mjög meðmæltur. Að loknum þessum framsögu- erindum hófust almennar um- ræður, sem voru mjög fjörugar, og tóku margir til máls. Einkum var rætt um skógræktarmál, al- menn ræktunarmál og ýmis verk Fulltrúafundur skógræktar- manna á Akureyri Akureyri, laugardag. STJÓRN og varastjórn Skóg- ræktarfélags íslands héldu fund í dag með fulltrúúm skógræktarfélaganna í Norð- lendingafjórðungi og nokkr- um starfsmönnum Skógrækt- ar ríkisins. Enn fremur sátu fundinn allir sýslumenn í fjórðungnum og nokkrir aðr- ir gestir, alls rúmlega 30 manns. Fundurinn hófst að Hótel KEA ki. 13.30 með því að for- maður Skógræktarfélags íslands, Hákon Guðmundsson, yfirborg- ardómari, setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Hann gat þess, að stjórn félagsins hefði ný lega tekið upp þann hátt að halda fundi sína við og við utan Reykjavíkur til þess að halda uppi sem nánustum tengslum við féíögin úti á landsbyggðinni og kynnast viðhorfum þeirra og við fangsefnum á hverjum stað. f>eir væru hugsaðir sem viðræðu- fundir og umræðufundir, en ekki til þess ætlaðir að gera ákvarð- anir, ályktanir í einstökum mál- um. Fyrsti fundurinn af þessu tagi -var haldinn á Hvolsvelli í nóvembermánuði sl. með fulltrú- um af Suðurlandsundirlendinu, og nú væri röðin komin að Norð- lendingafjórðungi. Guðmundur Karl Pétursson, yfirlæknir, form. Skógræktarfé- lags Eyfirðinga, bauð fundar- menn velkomna til Akureyrar og fagnaði því, að fundurinn skyldi haldinn hér. Ástand og horfur Þá flutti Hákon Bjarnason, skógræktarstjóri, erindi um ástand og horfur í skógræktar- málum, og fer hér á eftir hið helzta, er þar kom fram: Skógræktarstjóri minnti á, að skógræktin í landinu byggðist mest á starfi skógræktarfélag- anna, og því vildi stjórn Skóg- ræktarfélags íslands ná tali af stjórnum héraðsfélaganna til þess að ræða vandamál þeirra og samhæfa og samstilla störfin hjá þeim. Stjórn Skógræktarfélags íslands gerði sér ljóst, að hún er fremur komin til þeirra í liðs- bón en til þess að leggja mikið af mörkum á þessu stigi máls- ins. Af vandamálum félagsins væri peningaskorturinn verstur og alltaf við að glíma, en gamla vandamálið um plöntufjölda og fjölgun plöntutegund* væri að mestu leyti leyst. í sveitum gerði fólksfæðin skógræktar- starfinu erfiðast fyrir, en í kaup- stöðum og þéttbýli eftirspurn eft ir vinnuafli. Hvort tveggja veld- ur því, að ekki fást jafnmargar hendur tl starfa að skógrækt og áður. Starfið krefst einnig meiri tekna en áður. Þá kvað hann skógræktarfé- lögin hafa átt örðugra uppdrátt- ar að undanförnu, af því að ýms- útbreiðslustarfsemi og fjáröflun til þeirra mála. Tillögur nefndar- innar verða síðar sendar félög- unum, og fá þá stjórnir þeirra ágætt tækifæri til að fá unga menn heima fyrir til að sjá um framkvæmd þeirra. 200 skógræktargirðingar á Norðurlandi Snorri Sigurðsson, erindreki Skógræktarfélags íslands, talaði næstur og gaf í fyrstu yfirlit yfir þróun skógræktarmála í landinu og þá sérstaklega í Norðurlands- fjórðungi. Þar eru nú starfandi 6 héraðsskógræktarfélög með um 1750 félagsmönnum, og þar er að finna rúmlega 200 skóg- ræktargirðingar, smáar og stór- ar. Skógræktarstörfin gengu hægt fram undir 1945, en þá var lagður nýr grundvöllur að meiri afköstum með betri skipulagn- Hákon Bjarnason, skógræktarstj óri flytur ræðu. Við hlið hana situr Steindór Steindórsson yfirkennari. veðurskilyrði og ötula forystu á svæðinu. Félögin vinna aðallega á tvennan hátt: Með því að styðja einstaklinga til skóg- ræktarframkvæmda og með sam eiginlegu átaki við stærri verk- efni, t.d. ræktun héraðs- og sveitarskóga. Allir sýslumem Norðlendinga v oru mættir á fundinum. Frá vinstri: Jóhann Skaftason, Húsavík; Friðjón Skarphéðinsson, Akurey ri, Jóhann Salberg, Sauðárkróki og Jón ísberg, Blönduósi. ir hefðu bæði í útvarpi og blöð- um kastað fram sleggjudómum ui» skógræktina og alið á ríg milli hennar og annarrar 'rækt- unar. Þessir órökstuddu sleggju- dómar væru nú vonandi úr sög- unni, en þó hefðu þeir m.a. orðið til þess, að nokkuð hefði dregið úr eðlilegri meðlimafjölgun. Alls væru nú um 9000 félagsmenn í skógræktarfélögunum á landinu öllu. Skógræktarstjóri gat þess að lokum, að Skógræktarfélag ís- lands hefði skipað nefnd 12 ungra manna og áhugasamra til að athuga það, hvernig skóg- ræktarfélögin gætu bezt starfað að fræðslumálum um skógrækt, ingu og deildaskiptingu. Þangað til mátti heita, að þau væru ein- skorðuð við trjárækt við heima- hús, en síðan hafa sprottið upp bæjareitir og unnið hefur verið að stærri verkefnum. Skógrækt- arfélögin á Norðurlandi hafa ár- in 1959—1963 að báðum meðtöld- um gróðursett um 40% allra gróðursettra plantna á landinu að meðaltali ár hvert, en það svarar nokkurn veginn til þess hluta af opinberu styrktarfé, sem til þeirra hefur runnið. Óvíða standa störfin fastari fótum ann- ars staðar á landinu, og taldi Snorri ástæðurnar einkum vera þrjár: gamla trjáræktarhefð á Akureyri og nágrenni, heppileg Garðyrkjuskóli - Akureyri Því næst tók til máls Ármann Dalmannsson, Akureyri, og ræddi um samstarf um ræktunarmál ýmiss konar og um hugmyndina efni á þeim sviðum, sem aðkall- andi eru, einnig félags- og út- breiðslumál skógræktarfélag- anna í fjórðungnum. Margt merkilegt kom fram í þeim um- ræðum, m.a. það, að Önguls- staðahreppur í Eyjafjarðarsýslu hefur greitt bændum 8 krónur í verðlaun fyrir hvern lengdar- metra skjólbelta, sem þeir hafa komið upp í landareignum sín- um, en skjólbeltaræktun er orð- in þar allalmenn og hefur tekizt ágætlega. Meðal þeirra, sem til máls tóku, voru Einar G. Sæmundsen, Jón Sigurðsson, Yztafelli, Ketill Indriðason, Ytra-Fjalli, Jón Rögn valdsson, Akureyri, Tryggvi Sig- tryggsson, Laugabóli, Sigurður Blöndal og sýslumennirnir Jó- hann Skaptason, Húsavík, Jó- hann Salberg, Sauðárkróki, og Jón ísberg, Blönduósi. — Þeir Hákon Bjarnason, skógræktar- stjóri, Snorri Sigurðsson, erind- reki, og Einar G. Sæmundsen svöruðu mörgum fyrirspurnum, sem fram voru bornar. Hákon Guðmundsson stýrði fundinum, sem fundarmenn voru sammála um, að hefði verið hinn gagnleg- asti. Um kvöldið sátu fundar- menn kvöldverðarboð Skógrækt- arfélags Eyfirðinga. Þar flutti Steindór Steindórsson, yfirkenn- ari, skörulega ræðu um framtíð skógræktarinnar á íslandi. — Sv. P. Dansleikur í kvöld Lindabæ Frá fulltniafundi skógræktarfélaganna á Norðurlandi, sem haldinn var á Akureyri um síðustu helgi. Fyrir enda borðsins situr Hákon Guðmundsson, form. Skóg ræktarfélags tslands, en til hægri Guðmundur Karl Pétursson, for m. Skógræktarfélags Eyfirðinga. — I.jósm.: Sv. Pálsson. Miðar seldir við innganginn frá kl. 9. Húsasmíðanemar fjölmennið. Allir velkomnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.