Morgunblaðið - 19.03.1965, Síða 14

Morgunblaðið - 19.03.1965, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Fostudagur 19. marz 1965 Þjóðlegt kvæða- og vísnasafn MEÐAL þeirra bóka heiman um Ihaf, sem báru mér birtu og yl í bæinn núna um jólin, var nýja Ikvæða- og vísnasafnið hans, Hjálmar Þorsteinsso'nar á Hofi. Var það mér kærkomið eins og fyrri bækur hans. Þetta er fjórða kvæðabókin Ihans. Ber hún heitið Rökkur- stundir, og þykir mér það vel valið nafn og fallegt. En ég er nógu gamall til þess að eiga ljúf- ar minningar um slíkar stundir á æskuheimili mínu á Austfjörð- um. Skáldskapur Hjálmars er einn- ig þjóðlegur um yrkisefni, málfar og Ijóðform. Hann er skilgetinn sonur íslenzkrar alþýðumenning- ar og ágætur fulltrúi hennar, alþýðuskáld í gamalli og góðri merkingu þess orðs. En mikinn skerf og merkilegan hafa þau skáld vor, fyrr og síðar, lagt til íslenzkra bókmennta og menn- ingarlífs þjóðar vorrar. Jón Pálmason alþingismaður, sem sjálfur er prýðilega skáld- mæltur, fylgir þessari nýju bók Hjálmars úr hlaði með gagnorð- um inngangi. Rekur hann þar glöggum megindráttum æviferil Hjálmars, lýsir honum, og fer skilningsríkum og markvísum orðum um skáldskap hans. Er drjúgur bókarauki að þessum inngangi Jóns Pálmasonar. Hjálmari á Hofi hefir áreiðan- lega orðið gott til vina um dag- ana, og hann kann að sama skapi vel að meta \»ini sína. í fjölmörg- um kvæðum og vísum minnist hann þeirra með hlýjum og drengilegum hætti. Margt er vel Rest best koddar Endurnýjum gömlu sængurn- ar, eigum dún- og fiðurheld ver, æðardúns- og gæsadúns- sængur og kodda af ýmsum stærðum. — Póstsendum — Dún- og fiðurhreinsun Vatnsstíg 3. — Sími 18740. (Örfá skref frá Laugavegi). HEMC O Þakjdrn Þakpoppi (erlendur) Þaksnumur NÝKOMiÐ Helgi Magnússon&CO. Hafnarstræti 19. Sími 1 31 84 og 1 72 27. sagt í þeim kvæðum hans, og öll bera þau vitni mikilli hag- mælsku hans, enda yrkir hann stundum heil kvæði undir dýrum hátturm og fatást eigi strengja- tökin. Ágætt dæmi þess er erfi- ljóðið, sem hann orti eftir Jóp J. Pálma skáld í Vesturheimi, framúrskarandi heilhuga og hjartaheit vinarkveðja. Hér fara á eftir tvö érindi kvæðisins, sem bera því vitni, hve djúp er þar undiralda tilfinninganna og hvernig þar er að öðru leyti í í strengi gripið: >ín voru minnis mergjuð svör, mynduðu kynning bjarta, og með þinni feigðarför fraus mig inn að hjarta. Hlý sem blærinn kveðjan klökk kvölds í tæru skini. Hérna færir hinztu þökk hjartakærum vini. í kvæðinu „Konumissir" minn- ist skáldið konu sinnar í hjart- næmu kveðju- Oig þakkarljóði, og auðfundið, hve honum er þungt niðri fyrir, en það fá þeir einir til fulls skilið, sem staðið hafa i sömu sporum um ævina. Fjöldamörgum samferðamanna sinna, sem enn eru ofan moldar, sendir Hjálmar einnig faguryrt- ar ljóðakveðjur á merkum tíma- mótum ævi þeirra. Verður hér gripið niður í afmæliskveðju hans til dr. Bjarni Jónssonar vígslubiskups, áttræðs: Fegraðir störfin öll þín ár — er það gott að sanna —, laginn varstu að lækna sár, — leiðari guðs til manna. Gleði sól þín gæða hlý igeislum stráir björtum, ræktar kærleiks akur í annarra manna hjörtum. Af góðkvæðum almenns efnis má nefna kvæðið „Eining er máttur“, en það eru stökur ortar til Félags Suðurnesjamanna í til- efni af 10 ára afmæli þess. Upp- hafs og lokaerindin eru spakleg að hugsun og prýðilega kveðin. Klæddir serki samúðar, sigrar í verki máttur. Undir merki einingar er hinn sterki þáttur. Þarf ei kvarta þjóð sem á þrek og hjartaylinn. Geislar bjartir glitra þá gegnum svarta bylinn. Hér fer hagmælska Hjálmars á kostum, en yfirleitt nýtur hún sín þó hvergi jafnbetur heldur en í mörgum lausavísum hans; og hringhendan er honum auð- sjáanlega mikill eftirlætis brag- arháttur, enda eru margar ágæt- ustu ferskeytlur hans ortar undir / Siguróur Pétursson: Visindi og stjórnmól Erfðakenniitg | GREIN með þessari fyrir- t sögn skrifaði ég í Náttúru- / fræðinginn, 1. hefti, árið 1950. \ Tilefnið var það áð undanfar- \ in ár höfðu verið að gerast í l Sovétríkjunum atburðir á / sviði erfðafræði, sem vöktu \ heimsathygli. Ræktunarsér- 1 fræðingur að nafni Trofim t Lysenko (fæddur 1898) taldi / sig geta breytt e'ðlisfari nytja- ) jurta á stuttum tíma, með því \ að rækta þær undir sérstök- í um skilyrðum. Hér átti sem t sé að vera fundin leið til þess / að skapa nýjar og hentugri 1 tegundir nytjajurta, en með t því mátti að sjálfsögðu auka t og bæta uppskeruna, og efla / þannig stórlega landbúna’ð \ Sovétríkjanna. \ Þessi staðhæfing Lysenkos I var út af fyrir sig ekki annað i eða meira en oft gerist, að lögð er fram kenning,_ sem svo á eftir að standa eða falla við nánari rannsóknir. En það sem hér vakti sérstaka atihygli var það, að kenningu þessa átti alls ekki áð vera hægt að hrekja með rökum hinna klassísku erfðafræða, vegna þesss í fyrsta lagi, að grund- vallarlögmál þau, sem hin klassíska erfðafræði byggðist á væru að dómi Lysenkos röng, og’í öðru lagi hefði mið- stjórn kommúnistaflokks Sovétríkjanna slegið því föstu, að erfðakenning Lysenkos væri rétt. Hér voru sýnilega mjög ískyggilegir hlutir að gerast. Stjórnmálamenn voru að fella dóm um vísindalega niður- stöðu sem þeir að sjálfsögðu höfðu ekki þekkingu á en töldu hentugt að væri þannig en ekki hinsegin. Af viðurkenningu ríkisstjórnar Sovétríkjanna á erfakenningu Lysenko leiddi það að vikið var úr embættum þeim erfða- fræðingum þar í landi, sem aðhylltust hina klassísku erfðafræði, en við tóku nýir menn, sem fylgdu Lysenko að málum. Lokasigurinn vann Lysenko á fundi landbúnaðar- vísindaakademiunnar í Moskvu sumarið 1948. Eftir það varð Lysenko æðsta heim- iid og æðsti embættismaður í þessari fræðigrein austur þar. Hlaut hann allskonar sæmdir og verðlaun fyrir afrek og full an stuðning Stalins, sem auð- vitað var mest virðL Lysenkos Erfðakenning Lysenkos var og að sjálfsögðu tekin upp í öllum skólum Sovétríkjanna í stað hinna eldri klassísku erfðakenningar. Erfðafræðingar utan Sovét- ríkjanna og fylgiþjóða þeirra lögðú ekki trúnað á erfða- kenningu Lysenkos og gagn- rýndu hana mjög. Töldu þeir kenninguna ekki byggða á frambærilegum rökum, enda ekki lagðar fram þær lýsingar á tilraunum Lysenkos, sem nauðsynlegar yrðu áð teljast. Erfðakenning Lysenkos var því hvergi viðurkennd vestan járntjalds, ef frá eru taldir nokkrir auðtrúa meðlimir kommúnistaflokka í ýmsum löndum. Hér á íslandi reynd- ust einnig nokkrir vera í þeim hópi. Brugðust þeir hinir verstu við, er ég í áðurnefndri grein og víðar skýrði frá þeirri gagnrýni, sem kenning Lysenkos hai'ði mætt hjá erfða fræðingum í Vestur-Evrópu og í Amevíku. En af þeirri gagnrýni dró ég þá ályktun að Lysenko mundi eiga eftir „að lifa þau dapurlegu augna- blik að sýnt verði fram á það í Rússlandi, að hann hafi af ofurkappi gengið feti framar en rökin leyfðu“. Þessi dapur legu augnablik hefur nú Lysenko upplifað. Skömmu eftir dauða Stalins 1953 fór þa'ð að kvisast, að Lysenko væri orðinn valtur í sessi. Hefðu ræktunaraðferðir hans borið lítinn árangur og væri erfðakenning hans senni lega eitthvað gölluð. Þann 9. opríl 1956 tilkynnti Tassfrétta stofan í Moskvu að Lysenko hefði verið vikið úr emhætti. Hér mun þó aðeins hafa verið um að ræða einhverja skerð- ingu þeirra miklu valda, sem hann hafði á dögum Stalins, því að hann hélt stöðu sinni sem forstöðumaður erfafræöi- stofnunar vísindaakameníunn- ar. Enn um skeið skaut erfða kenning Lysenkos upp koll- inum, einkum í alþýðlegum greinum, en á sama tíma fara andstæðingar hans þar eystra að láta til sín heyra. Það var því sýnilega orðið hættulaust fyrir sovézka erfðafræöinga að vera á móti Lysenko og hafa samstöðu með starfs- bræðrum sínum vestan járn- tjalds. Við brottrekstur Krúséffs Torlim Lysenko s.l. sumar munu landlbúnaðar- rnálin í Sovétríkjunum hafa verið tekin til alvarlegrar end urskoðunar, og hlutu þá bönd in enn að berast að Lysenko. í grein í Pravda 2. nóvember s.l., víkur forseti sovézku vís- indaakademíunnar, M. V. Keldysh, áð því, að nokkrar greinar líffræðinnar hafi í Sovétríkjunum ekki fylgst með tímanum, vegna kreddu- kenndra skoðana vissra hópa sovézkra vísindamanna. Hér var sýnilega átt við Lysenko og fylgismenn hans, enda kom nokkru seinna fram opinber gagnrýni á hann bæði í Pravda og í útvarpsræðu, er N.P. Dubinin flutti, en hann var einn af andstæðingum Lysenkos. Lokaatriðið í þessu ævintýri gerist svo þ. 4. febrúar s.l., en þá var, sam- kvæmt fréttaskeyti frá Moskvu, Lysenko vikið úr embætti sem forstöðumanni erfðafræðistofnunarinnar. Var tilgreind sú ástæða, að kenn- ingar hans hefðu ekki reynst réttar og ekki.orðið að því gagni í landbúnaðinum, sem búist hafði verið við. Það voru aö vísu ekki mikil tíðindi að erfðakenning Lyse- kos -skyldi reynast röng. En hitt má til stórtíðinda teljast, að stjórnendur Sovétríkjanna skuli hafa viðurkennt að dóm ur sá, er sovézkir stjórnmála- menn feldu á sínum tíma um þessa kenningu, hafi ekki ver ið réttur. Þetta er sigur vis- indamanna yfir stjórnmálun- um. Er sá sigur því gleðilegri sem í hlut á svo stór og merk þjóð sem Sovétríkin. Þegar á keisaratímanum stó'ðu Rússar mjög framarlega í líffræði, og eftir byltinguna áttu þeir líka ágæt.a vísinda- menn erfðafræði, sem höfðu nána samvinnu við starfs- bræður sína á Vesturlönduni, allt þar til Lysenko kom til sögunnar. Nú er allt útlit fyr- ir, að vísindaleg samvinna austurs.og vesturs sé að kom- ast á aftur í erfðafræðinni, og munu þá vonandi fleiri grein ir á eftir fara. I 1 I I þeim fagra bragarhætti. Góð dæmi þeirra eru stökurnar „Sól- setur“, „Gangan mæðir“, „Norð- urljósin“ og „Til skáldvinar": Aftan lág er sól að sjá, sveipar tá og voga; freðin stráin stimir á stjörnu bláum loga. Gangan mæðir gamlan mann, gráu klæða hárin. Fátt til gæða finnur hann. Fornu blæða sárin. Vart með hrósi verða skírð, — við þó kjósum skoða —, norðurljósa drottins dýrð, dregin á ós og boða. Það er yndi að leika lag ljóðs á skyndi vöku, við þig binda bræðralag brags í myndatöku. Mætti þannig lengi telja, og jafnframt sanngjarnt að benda á það, að margar ágætar stökur, ortar undir lausari bragarháttum, er að finna 1 þessari nýju bók Hjálmars, svo sem þessi snilldar- lega vísu, er algild sannindi þefir að geyma: Varð mér á að vefa lín, þó væri þráður brunninn. Oft var bezta ullin mín illa kembd og spunnin. Hér skal þá stungið við fæti, enda nóg dæmi nefnd úr kvæðum Hjálmars og vísum því til sönn- unar, að hann skipar vel sitt rúm á þingi íslenzkra alþýðuskálda. Getur hann því djarft úr flokki talað, er hann segir: Ennþá munu eiga til, á því græðir þjóðin, sólarbirtu og æskuyl alþýðunnar ljóðin. Og svo er það maðurinn á bak við kvæðin og visurnar. Honum verður ekki betur lýst en í þess- um orðum Jóns Pálmasonar úr formálanum að bókinni: „Ljóðin sýna sanna mynd og greinilega af góðum manni og geðfelldum, sem sjálfbjargar. viðleitnin og góðviljinn hefur lyft yfir margvíslega örðugleika langrar ævi“. Richard Beck.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.