Morgunblaðið - 19.03.1965, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 19.03.1965, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐiÐ Föstudagur 19. marz 1965 — Við iúngarðin Framhald af bls. 17. mjög ríkan „Cornish“ eigin- leika. Pétur Hjálmsson, héraðs- ráðunautur þeirra Mosfells- sveitarmanna og Kjalnesinga, er með okkur í förum og þeir Teitur og hann ræða nú ýmis- leg fræðileg efni, sem varða hin mismunandi hænsnahkyn. Þá skoða þeir fóðurkassa og annað er varðar fyrirkomulag í hænsnahúsinu og Teitur seg- ir okkur í því sambandi, að hann blarrdi 20% af grasmjöli í fóðrið handa kjúklingunum. Hann segist álíta að með svo mikilli grasmjölsgjöf verði kjötið ferskara og líkara því sem kjúklingarnir hefðu fæðu af lifandi jörð. Er við höfðum gengið stund arkorn um hænsnahús Teits á Móum, förum við út á tún og horfum á myndarlegan gæsa- hóp, sem þar er á beit. Teitifr á alls 50 stofngæsir. Þær verða 7—8 ára gamlar en eru þá felldar og til einskis nýtar. Hér er um að ræða ítalskar gæsir og þótt þær séu komnar sunnan frá Miðjarðarhafi, þoia þær svo vel misviðrí að það þarf enn síður eftir þeim að líta en útigangshrossum. Skelli á hörkufrost og grenj- andi stórhríð í einu vetfangi, gera þær ekkert annað en kúra sig niður og kuldinn og óveðrið virðast engin áhrif á þær hafa. Þessar ítölsku gæs- ir verpa 40—60 eggjum á ári, þegar þær eru á bezta skeiði. Eftir hverja gæs fást þetta um 30 ungar á ári. Eftir að eggj- unum hefur verið ungað út eru gæsaungarnir hafðir á húsi skamman tíma eða þar til fitukirtlarnir hafa náð þroska og framleiða næga fitu til varnar ungunum. Þessi fóstur tími tekur 6 vikur. Gæsirnar verpa aðeins á vorin frá marz og fram í júní. Ungarnir eru svo látnir ganga lausir allt sumarið og fram á vetur. Mán uði fyrir slátrun eru þeir tekn ir á hús og þá er þeim gefið að éta eins og þeir geta í sig látið og þá kúra þeir mest en • hreyfa sig ekkert: „Og þá fá þeir skrifstofumannavöðva, sem verða mjúkir undir tönn- ina“, segir Teitur og brosir við. Við höfum orð á því að okkur furði hvað gæsirnar þoii vel útiganginn. Og Teit- ur segir: — Ég las það hjá ykkur í Morgunblaðinu ekki alls fyrir löngu að gerð hafi verið til- raun á því hvaða dýrategund þyldi kulda bezt. Þar kom að öll dýr voru orðin gaddfreðin nema hvítabjörninn og gæsin. Enn var kuldinn hertur og þar kom að hvítabjörninn hríð- skalf en á gæsinni sá eklti hót. Að þessu mæltu kvöddum við Teit bónda á Móum og héldum á brott. Við höfðum séð hænsnabú, þar sem sáralítið er framleitt af eggjum, en holdakjúklingar uppaldir og jólagæsin á úti- gangi. Þessi búrekstur er á engan hátt verðbættur eða niðurgreiddur. Bóndinn á nokkra hesta og ríður út svo oft sem kostur er með konu sinni og hefur gaman af. Hann er giaður og reifur þegar við tókum af honum mynd með einn af kjúklingunum sínum, sagði hann að það væri ein- mitt betra að vera að sýsla við eitthvað, þá yrði maður ekki eins stífur og uppstilltur á myndinni — „eða þú þyrftir að vera búinn að fá svona 3— 4 glös ag koníaki", segjum við, og hann svarar Um hæl: „Ja, ef að þið eigið koníakið, stfákar, þá sleppi ég unganum eins og skot“. Þarna var frjáls og óháður bóndi, glaðsinna, sem kunni að meta gæði og gleðskap lífs- ins. Hann stundaði búskap, sem þarf við natni og dugnað, en er þó ekki eins rígbind- andi eins og t.d. kúabúskapur, en það sem mest er um vert er þó, að hann er óháður sfyrkjum og niðurgreiðslum. Hann framleiðir fyrir þá, sem kynnzt hafa fjölþættari mata- Túlípanar í gróðurhúsi Jóns Bjarnasonar á Reykjun? um ráðherra og síðar sendi- herra. Nú eru synir þeirra teknir við og við bregðum okkur heim til Sveins Guð- mundssonar, ákveðnir í því að sjú fullþroska vorblóm á Gó- unni. Sveinn fer með okkur inn í gróðurhús nágrann'a síns, Jóns Bjarnasonar. Það stend- ur svo á, að þeir hafa blómin Jólagæsirnar á beit á Móum. ræði. Hann hefur skilið kröfur tímans og að það er fleira matur en mjólk og feitt kinda kjöt. Næst höldum við að Suður- Reykjum í Mosfellssveit. Þar hófu þeir á sínum tíma gróð- urhúsabyggingar, togaraskip- stjórinn Guðmundur á Reykj- i^n og Bjarni Ásgeirsson, fyrr Framleiðslu blómanna lokið og kæliklefa. þau komin í söluumbúðir í ekki í fullum þroska á sama tíma. Það er heppilegt að ann- ar eigi þessi blóm fullþroska í dag en hinn eigi svo aftur fullþroska blóm eftir tvær til þrjár vikur. í gróðurhúsum Jóns Bjarnasonar sjáum við fallegar fullþroska nellikkur og aðrar, sem eru að ná full- um þroska, einnig sjáum við túlípana og ofurlítið af páska- liljum. Við fáum í leiðinni að sjá hvernig þessari ræktun er háttað. Þarna er mikið ræktað af laukblómum. Laukarnir eru fluttir inn, mest frá Hol- landi, einnig frá Danmörku, Bandaríkjunum og viðar að. Jón raðar laukunum í kassa og setur þá inn í dimman skúr, þar sem leitast er við að halda um það bil 5 gráðu hita. Þarna spíra laukarnir hægt yfir veturinn og er taka skal þá í ræktun eru þeir fluttir inn í bjart og hlýtt gróðurhús og þar er þeim plantað og nú sprettur blómið og springur út á hálfum mánuði. Af þessu er hægt að ákveða upp á dag hvenær blómin eru tilbúin til sölu og ræktunin fer að sjálf- sögðu eftir því hvaða hátíðir eru í nánd og eftir því hve líkurnar eru miklar fyrir markaði á hverjum tíma. Þeg- ar blómin eru svo sprungin út eru þau skorin upp og þeim pakkað inn og þau sett inn í kæliklefa þar sem haldið er mjög lágu hitastigi og er leikur einn að geyma blómin þar í viku og allt upp í mánuð eftir því hvaða tegundir blóma er að ræða. Þetta er að sjálfsögðu einnig gert í þeim tilgangi að geta sett blómin á markað eftir því sem hann er á hverjum tíma. Sveinn fræðir okkur um það í stórum dráttum hvaða blómatégundir það eru helzt, sem ræktaðar eru í íslenzkum gróðurhúsum. Mest er af nellikkum, rósum og chrysant hemum. Þessar blómategund- ir eru aðallega ræktaðar á vorin og sumrin en á veturna eru ræktaðir innfluttir lauk- ar, svo sem túlípanar, páska- liljur og iris. Viða eru gróðr- arstöðvar sem framleiða að mestu leyti pottablóm af fjöl- mörgum tegundum. Einstaka menn eru svo með eitthvað sérstakt, t.d. fresíum, en frem ur lítið hefur verið gert að ræktun þeirra. Sama máli gegnir um kalablóm. Ogetið er svo þeirra, sem rækta eingöngu matjurtir en það er meirihlutinn af garð- yrkjubændum í landinu. Garð yrkjubændur munu nú alls vera 120—130 hér á landi, sepi hafa garðyrkju eingöngu að lifibrauði. Samkeppni garð- yrkjubænda er mjÖg hörð, einkum er það á sviði blóma- ræktar, enda hafa blóma- ræktendur engin allsherjar- samtök. Samkeppnin hefur marga góða kosti, og þá fyrst og fremst þann, að fram- leiðsluvaran verður betri. Hinsvegar getur samkeppnin orðið of mikil og afleiðing þess verður of mikil fram- leiðsla, en þessa vöru er ekki hægt að geyma nema mjög takmarkaðan tíma. Hún verð- ur ekki fryst eða soðin niður og fari framleiðslan því úr hófi verður að henda svo og svo miklu af blómum. — Ég held að framtíð garð- yrkjubóndans eigi að geta verið góð, segir Sveinn Guð- mundsson, — ef hann er ötull bg samvizkusamur við verk sitt, eins og raunar gildir á öllum öðrum sviðum atvinnu- lífsins. Starf garðyrkjubónd- ans er ekki eins bindandi eins og annarra bænda. Verk hans koma í áföngum. Það er feikn mikið að gera á stundum, en svo koma eyður í milli. Það gildir í meginatriðum að garð yrkjubóndinn hafi tök á að taka eins mikla sjálfvirkni í sína þjónustu, eíns og kostur er. Vökvunartæki þurfa að vera sjálfvirk, hitastilling og loftræsting sömuleiðis. Víða erlendis er svo komið að heita má, að garðyrkjubóndinn sitji við mælaborð og takkakerfi og þurfi lítið annað að gera en styðja á réttan takka á rétt- um tíma meðan á ræktuninni I.Iýndirnar tók Ól. K. M. stendur. Frágangur blóm- anna verður svo ávallt hand- verk og þá er mikið að gera hjá blómaræktarbóndanum. Jón Bjarnason var ekki heima þegar við komum að Reykjum að þessu sinni, en danskur starfsmaður hans sagði okkur að hann hefði trú á því, að blómin hefðu gott af rólegri, hugljúfri hljómlist meðan á ræktun þeirra stæði. Hann sagði okkur dæmi. Ný blóm höfðu verið tekin og sett fyrir framan hljómsveitarpall á skemmtistað. Síðan hófst dansleikur með miklu fjöri og krafti. Hljómsveitin blés æsku lög og bítlatónlist og áður en dansleiknum var lokið höfðu öll blómin snúið sér í áttina frá hljómsveitárpallinum. — vig. Fyrsta stig túlipanaræktunar- innar. Laukarnir spíra í dimmri geymslu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.