Morgunblaðið - 19.03.1965, Page 21

Morgunblaðið - 19.03.1965, Page 21
Föstudagur 19. marz 1965 MORGUNBLAÐIÐ 21 Steingrímsfjörðinn og nálgast höfnina í Hólmavik. Aliir ætluðu að veiða grás'eppu ísbreiðan mjakast inn * — Isinn Framh. af bls. 12 fsröndin utan við firðina er ekki breið, en hún er samfelld. Þar sem sér í vakir á milli, má víða sjá grænar útlínur jakans niðri í sjónum og það gljáir á breiðuna. Við fljúg- um áfram norðureftir, með- fram snarbröttum fjöllunum með röndóttum hamrabeltum, og skjótumst inn eftir Reykja firði, þar sem þorpið Djúpa- vík kúrir með auða síldarverk smiðju og fiskverkunarhús og löndunarbryggjan skagar út í ísbreiðuna, sem fyllir fjörð- inn og virðist samfrosin. Við snúum við á móts við Ófeigs- fjörð, sem er álíka norðarlega og Skagatáin. Svo langt sem sést í norður liggur nokkurra km. breið rönd með strand- Ellefu bátar liggja í höfn- inni í Hólmavík. Þangað hafa allir bátarnir frá Drangsnesi flúið undan ísnum og Ingólfs- fjarðarbátur, auk heimabáta. Þessi höfn, sem kostaði 5 millj. kr.. er aðeins nokkurra ára gömul. Áður var þarna aðeins trébryggja, sem ekki hefði staðið mikið fyrir ísjökunum. Guðmundur Guðmundsson er formaður á Hilmi, 28 tonna bát í höfninni, sem hann hef- ur verið með síðan 1946. Fyvuta bátinn tók h.tnn þó 18 ára gamall og hafði tvo yngri með sér á trillunni. — Þá var meiri fiskur en nú, sagði hann. Maður mátti nú svo sem helzt við þessu núna, bætti hann við og horfði út yfir ísinn. Ekki fengizt bein úr sjó síðan í nóvember. Varla hægt að segja að fengizt fyrir salti í grautinn, hvað þá fyrir útá- kastinu. Þetta hefur verið stöð ug ótíð, og svo þetta! Ég hefi ekki komizt á sjó síðan 2. marz. Við vorum búnir að sækja nýja loðnu suður á Akranes, en fengum ekkert á hana í fyrsta róðrinum. Og eftir annan róðurinn var ísinn kominn. — Það hefur verið ságt að fiskur fylgi ísnum. Það hefi ég heyrt, hvort sem það er nú vitleysa eða ekki, segir Jens Aðalsteinsson, gamall trillu- maður. Og við notum tæki- færið og spyrjum hann um hrognkelsaveiðina, sem nú átti að vera í fullum gangi. — Þeir voru byrjaðir bátarn ir frá Drangsnesi, og töpuðu 30 trossum undir ísinn, svarar hann. Síðan hafa ekki verið lögð net í sjó. Það stóð til að stunda hrotgnkelsaveiðina af 7 bátum og 1-2 trillum. Allir ætluðu að grípa grásleppuna. En hún verður engin ef þessu heldur áfram. — Ég skil ekki í að grá- sleppan sýni sig. Sjávarkuld- inn er svo mikill, segir Guð- mundur Guðmundsson. Þeir eru vanir að stunda hrogn- kelsaveiðarnar af 8-10 tonna bátunum héðan frá því endað- an marz til loka maí. Þetta er stórt fjárhagsatriði fyrir okk- ur hér. Menn voru búnir að leggja í óhemju kostnað við að búa sig af stað. Grásleppu- verðið hefur hækkað svo mikið. Allir ætluðu að veiða hana, enda var eniga slöngu að fá í Reykjavík um daginn, þegar ég var þar. — Þið eruð uggandi um bátana í höfninni? — Já, ísbreiðan er enn að mjakast nær, hefur hreyfst heilmikið í dag. Tryggingar- verðmæti bátanna í höfninni er líklega um 10 millj. Við fengum einn jaka inn í gær en komum honum út aftur. Þá strengdum við vír fyrir hafn- arkjaftainn, sem e.t.v. getur haldið smærri jökunum frá, en við höfðum ekki nema tveggja tommu vírdrasl. Við létum svo Bátasamábyrgðina vita, og þeir töluðu um að senda hingað sterkari vír. — Kannski losnið þið við ísinn aftur, áður en hann nær að höfninni. — Það væri óskandi að sá græni færi að fara. ísinn get- ur farið merkilega fljótt, seg- ir Jens. Ég man eftir ísnum 1918. Hann fór á tveimur nótt um. Við vorum á skautum með landinu og allt í einu fóru að koma vakir í hann. Það er nú sá eini ís sem ég man eftir hér. Þá voru hafþök. En hann hefur varla komið síðan. — E. Pá. ’ Mennirnlr á ísnum út af Gjögri sýna stærð jakanna. yiiiifi láixm . - Við Ófelgsfjörð og Ingólfsfjörð. lengjunni og allir firðir og víkur full af ís. Húnaflói virt- ist þó hreinn, aðeins hrafl- rönd nokkuð úti, á leið inn flóann, og ekki gátum við séð betur en borgarísjaki trónaði með fögrum útlínum úti af Skaga. Lent var á flugvöllum þarna á Gjögri oig Hólmavík og haft tal af mönnum. Aðalsteins- Guðmundur Guðmunðsson skipstjóri og Jens trilluformaður á bryggjunni á Hólmavik.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.