Morgunblaðið - 25.03.1965, Side 8

Morgunblaðið - 25.03.1965, Side 8
8 MORGUNBLAÐID Fimmtudagur 25. marz 1965 FramhaM af bls. 1 fiskiskipum þeirra hafsvæðið yf ir vestfirzka landgrunninu. Þeirra líf og þeirra tilvera veltur vissu lega á því, hvað verður um fisk- veiðarnar á þessum slóðum. Síðasta styrjöld færði okkur íslendingum ótvíræðan og glögg an vitnisburð um gildi veiðifrið unar og síðar sáum við glöggt á- hrif rányrkjunnar og ofveiði, sem - fiskistofninn þolir ekki. Háttvirtur 5. þingmaður Vest- firðinga (Hannibal Valdimars- son), vék nokkuð að sögu land- helgismálsins í framsöguræðu sinni og gott eitt er um það að segja. í>ó eru nokkur atriði í því sambandi, eins og einnig í grein- argerð þessarar þingsályktunar- tillögu, sem þarfnast leiðrétting ar eða a.m.k. svolítið skýrari hug- leiðinga við. Ekki vegna þess, að háttvirtur flutningsmaður og framsögumaður þessa máls hafi viljað annað en það, sem réttast er, heldur hins, að nokkuð geta menn bæði misskilið og mismun- að í sögu og meðferð jafn mikils máls og hér um ræðir. Þegar við nú erum að ræða um möguleika til friðunar vest- * firzka landgrunnsins má segja, að við séum svipað á vegi stadd ir og þegar við tókum landhelgis- málið tii meðferðar eftir lok síð ustu heimsstyrjaldar. Þetta kann að virðast einkennileg staðhæf- ing. Menn geta með réttu sagt, — hafið þið ekki fyrst fengið viðurkennda 4 mílna landhelgina með friðunum fjarða og flóa og síðar 12 mílna landhelgina, — og hvað er nú, sem amar að? Allt er þetta rétt, en jafnrétt er það, sem háttvirtur 5. þingmaður Vest firðinga sagði, að þetta hefir ekki skilað Vestfirðingum mikilli réttarbót, vegna þess hvernig til háttar um veiðisvæðin undan Vestfjörðum. Ein míla, úr þrem í fjórar — er örlítið belti á haf- svæðinu og lokar ekki fyrir Vest fjörðum heilum flóum og fjörð um, eins og annars staðar við ís- lenzku strandlengjuna. Sama er að segja um 12 mílur úr fjórum, hvað Vestfirði áhrærir. Ég efast um, að almennt geri menn sér grein fyrir, hvað þessar mílur eru sáralítill hluti af hafinu við strendur þessa lands. Við nutum friðunar gegn fisk- veiðum annarra þjóða á íslenzk- um fiskimiðum meðan styrjöldin síðari geisaði. Við sáum árang- urinn. Þegar ágangurinn byrjaði aftur, sótti í gamla horfið og okk ur varð fullljóst, að ofveiði var að eyðileggja fiskistofninn við strendur íslands. Aðrar þjóðir voru að eyðileggja þann auð, sem líf og tilvera okkar litlu eyþjóð- ar grundvallaðist á, enda þótt hann væri oft torsóttur í fang- brögðum við veður og vinda. Þetta gátum við sannað öðrum þjóðum. Og þetta hafa nú aðrar þjóðir viðurkennt. Þegar við hófum baráttuna eftir síðustu styrjöld fórum við að með fyrirhyggju og gát. Ung- ur þjóðréttarfræðingur var ráð- inn til þess að helga sig málinu og verða ráðunautur ríkisstjórn- arinnar. Það er óþarfi að tala um fræðimennsku ísiendinga á þessu sviði í hæðnistón. Bæði er, að Hans G. Andersen, sendiherra, sem lagði fræðilega á ráðin, er mjög snjall og fær fræðimaður á sviði þjóðarréttarins, og eins vit um við hitt, sem höfum haft að- stöðu til þess að hafa við hann nokkra samvinnu í málafylgju fyrir réttarkröfum íslendinga á alþjóðavettvangi, að þar nýtur hann hinnar mestu virðingar og • viðurkenningar og er ailra manna þrautseigastur. Ólafur Thors sagði um landhelg ismálið eftirfarandi á landsfundi Sjálfstæðisflokksins 1951 — og á vel við að vitna til þess nú, — með leyfi hæstvirts forseta: „Um hið mikilvæga mál, land- helgina, skal ég ekki fjölyrða í þessari ræðu. Allt, sem enn hefir verið í því aðhafst er að frum- kvæði Sjálfstæðismanna. Allt er það byggt á hinum stórmerku rannsóknum og tillögum Hans G. Andersen, þjóðréttarfræðings. Við höfum fram tii þessa gætt þess að misstíga okkur ekki, og er það mikill vandi á svo grýtt- um vegi. Ég viðurkenni, að engu minni vandi er að sýna varfærni en festu, því sigurhorfur okkar byggjast ef til vill engu síður á samúð annarra þjóða með okkur og skilningi á siðferðilegum rétti okkar, en beinum lagalegum rétti“. Það, sem Ólafur Thors víkur að í niðurlagi orða sinna, á eins við nú sem áður og ætti að móta sérhverja athöfn okkar í þessu máli um ókominn aldur — og mun þá vel fara. Af islenzkum stjÓMimáiamönn- um áttu þeir Ólafur Thors og Bjarni Benediktsson mestan þátt inn í því að móta leiðina til sig- urs fyrir íslendinga í landhelgis- málinu. Bjarni Benediktsson gerir grein fyrir landhelgismálinu i ræðu á landsfundi Sjálfstæðis- flokksins 1951 og segir þá m.a.: „Til framgans málinu eru tvær höfuðleiðir. Önnur er sú, að leita fyrirfram samþykkis annarra þjóða“. Hina leiðina telur hann þessa: „Hvert einstakt riki geti þvert á móti, innan vissra hóflegra marka að vísu, sjálft kveðið á um, hversu stór landhelgi þess skuli vera, eða a.m.k. kveðið á um vissar friðunarráðstafanir". Síðan segir: „Enginn efi er á því, hver rétt arreglan samrýmist betur réttar- hugmyndum okkar Islendinga. — Það varð því að ráði, eftir að all- ar hliðar þessa máls höfðu ýtar- lega verið ræddar, að íslendingar skyidu hefja framkvæmdir í mál- inu með einhliða ákvörðun“. Enn segir svo: „Áður en þetta var ráðið, hafði Hans G. Andersen, þjóðréttar- fræðingur, safnað margháttuð- um gögnum í málinu og lagði þar með til efniviðinn í hinn lögfræði iega grundvöll, sem framkvæmd ir okkar hvíla á og er á engan haliað, þótt sagt sé, að tillögur hans hafi reynzt heilladrýgstar í þessu máli“. Með þessu er varpað nokkru ljósi yfir forsögu þessa máls, þótt ekki sé meira sagt. En fleira kem ur til, sem ekki skyldi liggja í þagnargildi, — enda var að því vikið af frummælanda, þótt nokkru skakkaði um réttan skiln ing á efni málsins. Mig minnir, að háttvirtur 5. þingmaður hafi sagt eitthvað á þá leið, að engin þjóðréttarleg viðurkenning hafi verið fyrir 4 mílna landhelginni 1952, þegar við ákváðum hana hér. í þessu sambandi er þess að minnast, að árið 1949 höfðu ís- lendingar fengið því áorkað á þingi Sameinuðu þjóðanna, gegn andstöðu Breta, að meðal fyrstu mála, sem alþjóðalaganefndin skyldi rannsaka, væru réftarregl urnar um landheigina. Þetta var í raun og veru upphafið — og fyrir frumkvæði íslendinga — að Genfarráðstefnunum 1958 og 1960 — þar sem 12 milna land- helgin hlaut að vísu ekki form- lega viðurkenningu, en þann efnislega stuðning, sem hefir nægt henni til viðurkenningar „de facto“, eða í raun. En um 4 mílna landhelgina og grunnlínubreytingarnar í sam- bandi við hana er það að segja, að við íslendingar biðum ein- mitt eftir niðurstöðu Alþjóða- dómstólsins, áður en við tókurn úrslitaákvörðunina. Við biðum eftir dómnum í deilu Norðmanna og Breta. Við höfðum svo mikið við að senda tvo lögfræðinga til þess að fylgjast með málsmeðferð inni við Alþjóðadómstólinn í Haag — þá Gizur Bergsteinsson, hæstaréttardómara, og Hans G. Andersen, þjóðréttarfræðing. Það var af hálfu okkar Islend inga talið mikið happ, að um svipað leyti og við hófum sókn ina í landhelgismálinu, skyldi slíkt mál eiga að berast undir al þjóðadómstóL Þetta má vel hafa í minni, þeg ar vitnað er til þess, að með samningi okkar við Breta 1961, var um það samið, að ef ágrein ingur skyldi rísa við þá um frek- ari útfærslu íslenzkrar landhelgi, skyldum við leggja slíka deilu undir úrskurð Aiþjóðadómstóls- ins. Það furðulega hefir skeð, að með þessu hafa sumir hér á landi talið, að við værum að af- sala réttindum. Að afsala réttind um með því að láta dóm ákveða um réttindi! Fær það staðizt? Og ég spyr sérstaklega, — er það, málstaður, sem minnsta þjóðin af öllum litlum þjóðum skyldi til- einka sér? Og leyfist mér í þessu sam- bandi að minna á 94. gr. sáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem við er- um aðili að, en þar segir: „Sérhver meðlimur hinna Sam einuðu þjóða skuldbindur sig til að hlíta úrskurði Alþjóðadóm- Jóhann Hafstein stólsins í hverju því máli, sem hann er aðili að“. Ég ætla mér ekki að fara út í deilur, sem risu, þegar ríkisstjórn in batt enda á deiluna við Breta um 12 mílna iandhelgina. En þeg- ar menn nú láta að því liggja, að sú merka lausn bindi hendur okkar til einhliða útfærslu land helginnar á öllu landgrunninu fyrir Vestfjörðum, sem við ann- ars hefðum, vii ég aðeins spyrja: Af hverju helgaði vinstri stjórn in sér ekki landgrunnið fyrir Véstfjör'ðum, og þá líka allt landgrunnið, sem íslenzka fisk- veiðilandhelgi, — 1958, þegar 12 mílna landhelgin var ákveðin í reglugerð? Við höfum ekki feng ið svar við þessari spurningu. Flutningsmaður þeirrar tillögu, sem hér er til umræðu, má líka vel mín vegna láta undir höfuð leggjast að svara henni. Ég vil ekki í þessum umræð- um særa neinn til umsagnar um það, sem betur væri ósagt síðar, þegar við ailir þurfum að snúa bökum saman í baráttu fyrir rétti og hagsmunum landsins. Frá þessu sjónarmiði tel ég bezt, að umræður yrðu nú sem hóflegastar um þessa tillögu. Henni yrði vísað til nefndar, þar sem við getum borið ráð okkar sem bezt saman. Það er því miður misskilning- ur hjá flutningsmanni þessa máis að lögin frá 1948 — um vísinda- lega verndun fiskimiða land- grunnsins — hafi algjörlega mark að meðferð máls eins og þessa. Háttvirtur 5. þingmaður Vestfirð inga sagði eitthvað á þá leið, að samkvæmt þessum lögum væri aðferðin, að Alþingi feli ríkis- stjórninni að gefa út reglugerð um frekari friðun. Þannig hafi jafnan verið farið að. Þannig hefir ekki verið farið að. Alþingi hefir ekki samþykkt neinar á- lyktanir til fyrirskipunar ríkis- stjórnum til útgáfu reglugerða til útfærslu fiskveiðilandheiginn ar. Enda eru lagaákvæðin frá 1948 allt önnur: „Sjávarútvegs- málaráðuneytið skal með reglu- gerð ákvarða takmörk verndar svæði við strendur landsins inn an endimarka landgrunnsins", — segir í 1. gr. laganna. Alþingi er ekki ætluð nein ákvörðunarað- ild um þetta samkvæmt lögum. Annars eðlis er yfirlýsing Al- þingis, sem gerð var með sam- hljóða atkvæðum allra alþingis- manna 5. maí 1859. Þar var um að ræða mótmæli gegn brotum á íslenzkri fiskveiðilandhelgi, sem brezk stjórnarvöld hofðu efnt til með ofbeldisaðgerðum brezkra herskipa. Jafnframt yfir lýsingu um rétt íslendinga til 12 mílna fiskveiðilandhelgi og að afla beri viðurkenningar á rétti íslands til landgrunnsins alls. Þessi atriði voru síðan staðfest og áréttuð í samningum við Breta með ályktun Alþingis 9. marz 1961 og eftirfarandi erindaskipt um við þá 11. marz 1961. Þessu næst vil ég leyfa mér að víkja að ýmsum atriðum, sem landhelgina varðar, bæði þeim, sem vikið er að í greinargerð þingsályktunartillögunnar, sem nú er til umræðu, — og öðrum atriðum, sem málið snerta. I greinargerð þingsályktunar tillögunnar, sem hér er til um- ræðu, segir: „Með lögum um vís indalega verndun fiskimiða land grunnsins var því ótvírætt yfir lýst, að allt íslenzka landgrunn- ið heyrði undir íslenzka lög- sögu á sama hátt og landið sjálft“. Þetta fær ekki staðizt. íslenzka landgrunnið heyrir ekki undir íslenzka lögsögu samkvæmt nein um lögum, sem Alþingi hefir sam þykkt. Þótt við óskum, að svo væri, þýðir ekki að telja okkur sjálfum trú um það, sem rangt er í þessum efnum. Hitt er rétt, að að þessu stefn um við. Þó er þess að gæta, að munur er á fiskveiðilandhelgi og lög- sögu, sem hér er orðuð. Lögsaga okkar yfir hafsvæð- inu við landið er því miður nokk uð óljós. Við höfum látið það liggja milli hluta og lagt megin áherzluna á fiskveiðilögsöguna, sem að sjálfsögðu skiptir mestu máli fyrir okkur. Lögfræðilega verður hins vegar að liggja ljóst fyrir, hver hin almenna lögsaga er, eða réttara takmörk hennar. Hjá grannþjóðum okkar á Norð urlöndum er hin almenna lögsaga ýmist 3 eða 4 mílur. Ég tel ráð legast, að hin almenna lögsaga fylgi í framtíðinni fiskveiðílögsög unni, hver sem hún verður. Það er vegna þess, að þau tilvik geta að sjálfsögðu orðið við töku skipa í fiskveiðlandhelginni og á ann an hátt, sem leitt gætu til erfiðra deilna og lögfræðilegra vanda- mála, ef almenna lögsagan fylgdi ekki fiskveiðilögsögunni. Um þetta hefi ég átt viðræður við rektor háskólans, Ármann Snæv- arr og Hans G. Andersen, sendi- herra, og á von á álitsgerð frá báðum um málið. Skal ég því ekki víkja frekar að því að sinni. Samkvæmt tillögu þeirri, sem hér liggur fyrir, er ríkisstjórn- inni falið að breyta reglugerð um fiskveiðilandhelgina þannig, að fiskveiðilandhelgin yfrir Vest- fjörðum taki til landgrunnsins. í greinargerðinni er sagt, — „hitt leikur ekki á tveim tungum, að tiliaga þessi er í fyllsta samræmi við þá yfirlýstu stefnu Alþingis og íslenzku ríkisstjórnarinnar, að halda áfram að vinna að fram- kvæmd ályktunar Alþingis frá 5. maí 1959“, — en í þeirri álykt un sagði, að aflað skyldi viður- kenningar á rétti íslands til land grunnsins alls“. Er þessi tillaga um að afla viðurkenningar á rétti íslands? Það verður tæpast sagt, því að samkvæmt henni á Alþingi að fela ríkisstjórninni að breyta gild andi reglum um fiskveiðiland- helgi — hvað sem viðurkenningu á réttinum til landsgrunnsins líður. Mjög vafasamt er það, sem sagt er í greinargerðinni, , að þegar íslendingar stíga það spor að helga sér landgrunnið allt sem fiskveiðilandhelgi sína, þá erum vér hér aðeins að stíga þau spor, sem þegar hafa verið stigin af mörgum þjóðum á undan oss“. Er til þess vitnað í greinargerð tillögunnar, „að margar þjóðir, sem minna eiga undir fiskveið- um en við íslendingar, hafi þeg ar lýst yfir einhliða rétti sínum til fiskveiða á landgrunninu við strendur sínar. Meðal þeirra þjóða eru t.d. taldar Argentína, Cambodia, Chile, Costa-Rica, Ecuador, E1 Salvador, Guatemala, Suður-Kórea, Mexico, Nicaragua, Panama og Peru“. Um þessa fullyrðingu hefi ég rætt við okkar helzta þjóðréttar- fræðing, Hans G. Andersen, og um þetta atriði hefir hann látið mér í té eftirfarandi yfirlit: 1) Það er rétt, að Argentína, Cambodia, Chile, Costa-Rica Ecuador, E1 Salvador, Guate- mala, Suður-Kórea, Mexico, Nie aragua, Panama og Peru ( og einnig Honduras) hafa í mis- mundandi mynd talið sér lögsögu yfir hafsvæðum allt að 200 míl- um frá ströndum eða yfir land grunnsbotninum og hafið yfir honum. 2) Það er ekki kunnugt að i nokkru ofangreindra tilvika hafi erlendir fiskimenn verið útilok- aðir frá veiðum utan 12 mílna frá ströndum. Sérstaklega má geta þess, að í Chile, Ecuador, og Peru, sem eru þýðingarmestu fisk veiðiþjóðir Suður-Ameríku, hafa fiskveiðar verði heimilaðar Jap önum, Bandaríkjamönnum og öðrum, sem hug hafa á veiðum þar. Heíir því ekki komið til átaka, er annars hefðu orðið. Þess ber einnig að geta, að 1 Suður-Ameríkuríkjunum er mjög auðvelt að setja erlend skip undir fána þeirra og geta þá er- lend skip stundað veiðar sem inn lend. 3) f framkvæmdinni er það algengt hjá Suður-Ameríku ríkj unum, að lögsaga yfir fiskveiðum tákni aðeins eftrlit með veiðum, þannig að erlend skip og innlend hlíti sömu reglum við veiðarnar og séu jafn rétthá. Þannig hafa ákvæðin verið túlkuð opinberlega, sérstaklega í Chile, Ecuador og Peru. Þegar ýms ríki mótmæltu þarlendri fiskveiðilöggjöf árið 1954, lögðu ríkisstjórnir þeirra allar á það áherzlu, að það væri alls ekki tilætlunin að útiloka erlenda fiskimenn frá því að hagnýta sér auðlndir sjávarins, heldur sjá um að þeir færu eftir þeim reglum, er giltu fyrir borgara strandrík- isins. í ýmsum tilvikum kemur það greinilega fram í ákvæðunum um lögsöguna, að það sé alls ekki ætlunin að setja upp fisk- veiðilögsögu eins og þá, sem Is- land hefir, heldur aðeins eftirlit á jafnréttisgrundvell. Þetta kem ur fram í löggjöf Panama frá 1946, reglum Costa Rica frá 1949, Honduras frá 1957 og E1 Salva- dor frá 1955. 4) Að því er Argentínu snert- ir, er Ijóst, að forsetayfirlýsing unni frá 1946 um lögsögu yfir landgrunnssvæðinu hefir aldrei verið framfylgt, enda hefir argen tínskri löggjöf ekki enn verið breytt með hliðsjón af henni. Samkvæmt gildandi löggjöf er landhelgi Argentínu 3 mílur, en fiskveiðilögsaga 12 mílur. Svipað er að segja um löggjöf ýmisra annarra ríkja Suður-Ame ríku, þ.e. forsetayfirlýsing hefir verið gefin út varðandi víðtæk svæði, svo sem landgrunnið og hafið yfir því en löggjöfinni síð an breytt, t.d. Mexiko og Hond- uras. Stendur þá þannig á, að grundvaliarheimild er fyrir hendi, sem ekki hefir verið not uð í framkvæmd til að útiloka erlenda aðila. 5) Heildarniðurstaðan er sú, að í þeim löndum, sem vitnað er til í greinargerðinni, er fylgdi þingsályktunartillögunni um ú.t- færslu fiskveiðalandhelginnar fyrir Vestfjörðum, hefir heimild inni til víðtækrar lögsögu ekki verið framfylgt gegn mótmælum annarra þjóða, nema í Chile, Ecuador og Peru, en þar eru veiðar leyfðar erlendum mönn um á sama hátt og innlendum. Það verður víst ekki ofsögum af því sagt, að í málum sem land helgismálinu beri allt að vanda í ákvörðunum og aðgerðum okk ar. Um hitt blandast okkur ekki hugur, og það viljum við að um- heimurinn viðurkenni, að land- grunnið er hluti af íslandi. Með hverjum hætti við komum öðrum þjóðum í skilning um þessi sann indi, skulum við bera ráð okkar saman. Við sækjum fram að settu marki. Landgrunnið er takmark ið. Þetta höfum við sagt öðrum Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.