Morgunblaðið - 03.04.1965, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 03.04.1965, Qupperneq 8
8 MORCUNBLAÐIÐ Laugarffagur 3. apríl 1065 7tt 6^Í£S Meiri samstaða um iæknaskip- unarfrumvarpið f FYRRADAG fór fram 2. um- ræða um læknafrumvarpið og var hún með talsvert öðrum blæ en 1. umræða, því að í stað mikilla deilna, sem þá urðu um frumvarpið, virtist nú hafa tekizt að samræma sjónarmið þing- maitna til mikilla muna, enda þótt enn bæri talsvert á milli. Atkvæðagreiðsla fór fram í gær og var þá frumvarpinu vísað til 3. umræðu og breytingartillögur frá dómsmálaráðherra og heil- brigðis- og félagsmálanefnd sam- þykktar. Aðrar breytingartillögur voru feUdar, en tvær þeirra voru tekn ar aftur til 3. umræðu ai flutn- ingsmönnum. Matthías Bjarnason (S) gerði grein fyrir áliti heilbrigðis- og félagsmálanefndar um frumvarp ið. Sagði Matthí as m.a., að nefnd in hefði orðið sammála um að leggja til, að þrjú þeirra hér' aða, sem samkv. frumv. upphaf lega átti að leggja niður, yrðu tekin inn í frumvarpið að nýju, en það voru Suðureyrarlæknishérað, Bakka gerðislæknishérað og Raufar- hafnarlæknishérað. Áður en nefndin afgreiddi málið, hefði dóimsmálaráðherra borið fram breytingartillögu þess efnis, að nefndin mælti með samþykkt þeirrar tillögu. Hvað Suðureyrar- lækni.shérað snerti, iþá hefðu íbú- ar þess brugðist vel við, þegar það var gert að sjálfstæðu lækn- ishéraði, og reistu mjög myndar- legan læknisbústað og sjúkra- skýli og benti allt til þess, að með þeim breytingum, sem nú væru gerðar á frumvarpinu, væru meiri möguleikar á því, að þetta hérað fái lækni aftur, en verið hefur að undanförnu. Svipað mætti segja um Raufar- hafnarhérað. Bakkagerðishérað hefði hins vegar mikla sérstöðu. Það væri einangrað hérað. Matthías Bjarnason sagði enn fremur, að nefndin hefði tekið inn í ákvæðin til bráðabirgða tvö læknishéruð, sem væru Djúpa- víkurhérað og Flateyrarhérað. Það væri skoðun flestra, að frem ur litlar líkur væru til þess, að fastur læknir fengizt í svo fá- menn héruð sem þessi, en sjálf- sagt væri að reyna til hlítar, hvort það tækist. Matthías Bjarnason minntist síðan á það, að við 1. umræðu um frumvarpið hefðu umræður þingmanna að miklu leyti beinzt að fækkun læknishéraðanna, en minna að þeim miklu umbótum, sem í frumvarpinu væru. Þrátt fyrir að fjölgun hefði orðið í læknastétt landsins, hefði skortur á héraðslæknum orðið til finnanlegri með hverju árinu sem liði, og hefur það fyrst og fremst gengið út yfir 'þau læknis héruð. sem fámennust eru og búa við lakastar samgöngur. Á s.l. hausti hafði enginn umsækj- andi fengizt í 16 læknishéruð, og voru 7 þeirra læknislaus, en gegnt af nágrannalæknum, en 9 er gegnt af læknakandídötum til bráðabirgða. Fólk, sem býr í þessum héruðum, finnur átakan- lega til þess öryggisleysis, sem því er samfara að hafa ekki lækni. Með þessu frv. er farið inn á nýjar brautir með því að hækka verulega láun héraðs- lækna í fámennustu héruðunum á þann hátt, að í 20 tilteknum læknishéruðum og ef nauðsyn krefur í fimm öðrum ótiltekn- um héruðum, skal greiða héraðs- lækni staðaruppbót á laun, er nemi hálfum launum í hlutaðeig angi læknishéraði. Þá er ákvæði um námsleyfi fyrir héraðslækna, sem gegnt hafa héraðslæknisem- bætti í einhverju áðurgreindra 20 læknishéraða í 5 ár samfleytt um eins árs frí með fullum laun um til framhaldsnáms erlendis eða hérlendis án skuldbinding ar um áframhaldandi héraðslækn isþjónustu og greiðslu fargjalds kostnaðar fyrir sig og f jölskyldu sína til þess lands, er hann hyggst stunda nám í, hvort sem það er í Evrópu eða Norður-Ameríku, og sömuleiðis með greiðslu á far gjaldakostnaði til baka, ef hann skuldbindur sig til þess að gegna héraðslæknisþjónustu áfram. — Með þessum miklu launahækk- unum og fríðindum, er þess að vænta, að læknar fáist frekar til þessara héraða, sem erfiðast hef ur reynzt að fá lækna til. Hins vegar er því ekki að leyna, að margvislagar aðrar ástæður liggja til rundvallar því, hversu erfitt er að fá lækna til að sækja um héraðslæknisstörf í dreifbýlinu. >á eru í frv. nokkur önnur nýmæli frá gildandi lög- um, sem fela í sér aukin hlunn- indi til héraðslækna almennt, eins og stofnun bifreiðalánasjóðs héraðslækna og ennfremur að veita læknanemum, sem staðizt hafa fyrsta hluta embættisprófs rikislán gegn skuldbindingum um þjónustu í héraði að námi loknu. Heilbrigðismálaráðherra og ríkis stjórnin í heild hafa með þessu frv. sýnt áhuga og góðan vilja til að bæta úr alvarlegu ástandi í læknamálum dreifbýlisins, sem allir hljóta að fagna. Hins vegar má segja að fleira þurfi að koma til og sagðist Matthías sérstak- lega vilja minna á, að efla þarf læknavitjasjóð og vænti hann þess ,að heilbrigðismálaráðherra Iáti hraða endurskoðun þeirra laga. Að lokum tók Matthias Bjarna son það fram, að samstaða hefði orðið um nefndarálitið og mætti vel við una þeirri afigréiðslu þessa máls, þegar miðað væri við umræðurnar, sem urðu um frum- varpið er það var til 1. umræðu í deildinni. Jóhann Hafstein, dómsmálaráð herra, kvaðst vilja þakka heil- brigðis- og félagsmálanefnd fyrir afgreiðslu hennar á þessu máli. Sagði hann, að nefndin hefði gert ýmsar leiðréttingar á frumvarp- |inu og einnig flutt breytingartil- lögur við það sem hvort tveggja væri til bóta. Breytinigar tillögurnar hefði hann kynnt sér og féllist á þær enda væru sum- ar þeirra fluttar í samráði við hann. Þannig væri ljóst, að breytingartillaga, sem hann hafði flutt, um, að Suð ureyrarhérað yrði áfram lækn- ishérað, hefði verði tekin upp .af nefndinni líka. Sagði ráðherrann að hann hefði flutt þessa breyt- ingartillögu fljótlega, því að sér hefði fundizt, að eftir atvikum væri það eðlilegt, sem fram hefði komið í umræðunum og reyndar annars staðar frá, að láta þetta hérað haldast enn um sinn og sjá, hvort ekki myndi fást þar læknir. Ráðherrann kvaðst ekki hafa verið alls kostar ánægður með, hvernig þessu frumvarpi var tekið við 1. umræðu þess. Nú sæist hins vegar hilla undir það, að þetta mál fengi góða afgreiðslu með sameiginlegri afstöðu þing- manna á þessu þingi og þætti sér mjög vænt um það, en þó miklu vænna um hitt, ef það mætti leiða til úrbóta á því mikla vanda máli, sem frumvarpinu væri ætl- að að leysa sem mest. f þessum umræðum tóku til máls auk framangreindra ræðu- manna þeir Einar Olgeirsson, (Alþbi.), Sigurvin Einarsson, (F), Gylfi >. Gíslason, menntamála- ráðherra, og Halldór Ásgríms son (F). Varð umræðunni um frumvarpið lokið en atkvæða- greiðslu fr<’-' ð. fslands, og tók Magnús Jónsson (S) einnig til máls í umræðum um það frumvarp. NEÐRI DEILD Auk frumvarps til læknaskip- unarlaga voru þessi frumvörp á dagskrá: Frumvarp um ríkisborgararétt var afgreitt til Efri deildar. >á var frumvarp um ráðstafan- ir vegna sjávarútvegsins vísað til 3. umræðu. Loks var frumvarpi varðandi eftirlaun vísað til 2. umræðu og nefndar. Enskur prófessor flytur há- skólafyrirlestra í lögfræði MR, John Thomley, M.A., lög- fræðikennari við lagadeild Cam- bridge-háskóla í Bretlandi dvelst hér á landi 2.—10. apríl nk. í boði Háskóla íslands og á veg- um British Council. Mr. Thome- ly mun flytja hér fimm fyrir- lestra fyrir laganema og unga lögfræðikandídata um nokkra þætti í enskri lögfræði. Fyrir- lestramir verða fluttir á ensku og mynda nokkra samstæða heild. Heiti fyrirlestranna eir sem 'hér segir: 1. The Englislh Legal Systern and Methods. 2. Sonsumer Protection I. 3. Consumer Protection II. 4. Decolution otf Property oa Death. 5. Some Problems of Consti- tutional Law. Fyrsti fyrirlesburi.nin verður fluttur laugardaginn 3. april kL 2 e.h. í VI. kiennslustoÆu, en hin- ir fyrirlestrarnir mánudag 5. apríl, þriðjudag 6. april, fimmtii dag 8. apríl og fiöstudag 9. apríl, alla dagana kl. 5 e.h. í kennslu- stoíuim, sem síðar verða áikveðn- ar. Frumvarp um breytingu á um- ferðarlögum, sem þegar hefur verið rætt í Neðri deild, var þar til 1. umr. og var vísað til 2. umr. og nefndar Frumvarp um breytingu á lög um um leigubifreiðar í kaupstöð- um var afgreitt til Neðri deildar, og einnig frumvarp um fjölgun nafndarmanna í þingfararkaups- nefnd Frumvarp um breytingu á lög- um um hundahald var vísað til 3. umr. Þá gerði Páll Þorsteinsson (F) grein fyrir frumvarpi um breyt- ingu á lögum um Búnaðarbanka Nýr tekjustofn fyrir húsnæðismálastjórn FRAM eru komnar breytingar- tillögur frá meirihl. heilbrigðis- og félagsmálanefndar við frum- varp um Húsnæðismálastofnun ríkisins. Helztu ákvæði þeirra eru þessi: 4. gr. b-liður orðist svo: Framlag úr ríkissjóði, að fjár- hæð kr. 40.000.000.00. Til þess að mæta þessum útgjöldum skal miða eignarskatt við gildandi fasteignamat þrefaldað Þetta gildir þó ekki fyrir þá skatt- greieðndur, sem eiga lögheimili á sveitabæjum. 7. gr. B. orðist svo: Lánsupphæðin má nema allt að kr. 280.000,00 á hverja íbúð, þó ekki meira en % hlutum verð mætis íbúðar samkvæmt mati trúnaðarmanna veðdeildar Lands banka íslands. Heimilt er þó að veita hærra lán til efnalítilla með lima verkalýðsfélaga, og skal í þessu skyni verja 15—20 millj. kr. árlega af tekjum Byggingar- sjóðs ríkisins. Húsnæðismála- stjórn ákveður lán þessi að fengn um tillögum stjórnar viðkomandi verkalýðsfélags. Um viðbótarlán þessi skal í samráði við mið- stjórn Alþýðusambands íslands setja nánari ákvæði með reglu- gerð. — Þorsteinn Framhald af bls. 6 tröllið Þorstein. Þar stendur opið skarð og ófyllt, sem hann var, ljómi og sómi bekkjarins. Ég sendi eiginkonunni, börnum hans, foreldrum og systkinum einlægar samúðarkveðjur og bið guð að styrkja þau í sorg þeirra. Ef hann sjálfur má nema hug minn, fullan þakklætis fyrir ára- langa og einlæga vináttu, skulu orð mín að skilnaði vera þau, sem hann sjálfur notaði gjarnast í kveðjuskyni í niðurlagi bréf- anna, sem ég geymi vel: Au revoir! Sverrir Pálsson. Á FÖGRU síðsumarskvöildi 1963 var ég á ferð um firnindi hiinnar undurfögru Austur-Barðastrand- arsýslu. Barst mér þá sú fregn, að héraðslæknirinn á Norðfirði, Þorsteinn Árnason, hetfði orðið fyrir alvarlegu bílslysi og hon- um væri vart hugað líf. í sama mund dró bliku fyrit skínandi sól, sem hafði ljómað um hénuð og eyjar Breiðafjarðar daglangt, og mér fannst þetta fyrirbrigði táknrænt fyrir líf og ævistarf þessa æsikuvinar míns, þar sem lítf hans bafði verið fram til þessa samtfelldur athafna- og gæfudagur, en virtist nú ætla fá snöggan endi. Brátt glæddist þó von um, að betur mundi fara en áhorfðist fyrir tilstuðlan mikilhætfra sér- fræðinga og vegna hins karl- mannlega viljastyrks og lífsorku, sem Þorsteinn sálugi var svo ríkulega gæddur umtfram aðra memn. Hann náði þeirri heilsu að verða rólfær, en kunnugir sáu sér til mikils harms, að honum var stórlega brugðið og þótt örl- aði á nokkurri batavon, fór svo, að hjarta hans brast 24. marz sl. Þorsteinn var somur hjónanna Heiðbjartar Björnisdóttur og Árna Daníelssonar, sem lengst af hafa búið að Sjávarborg í Skaga firði, og átti því kyn að rekja tii gagmmerkra gáfu- og manmkosta ætta í Skagafirði. Á Sjávarborg óist Þorsteinn upp með systkin- um sínum, Hlíf og Haraldi, sem búa þar nú, og naut ástúðarfulls atlætis foreldra. Þar var mann- gildisihugsjónin í uppeldinu sett ofar öllum framgangi í efnisleg- um gæðum og bjó Þorsteinn ríkulega að þeirri skaphafnar- mótun. Svo mikla rækt lögðu þau hjón við uppeldi bama sinna, að þegar kom til fram- haldssikólagömgu þeirra, þá bjó Heiðbjört, móðir þeirra, þeim sérstakt heimili á Akureyri, með am þau gengu þar í menntaskól- ann. Á því heimili ríkti æsku- þrungin glaðværð, þar sem kímni og skopskyggni leysti flesta erfiðleika upp í viðráðan- lega smámuni, en skyldustörf við nám og skóla sátu þar ævinlega í ömdivegi, Var emgin furðá, þótt ýmsir skólafélagar Þorsteins sál- uga, sem meira urðu að treysta á eigin ræði á misvindagjörnum lífssjó, leituðu þar vars og heil- ræða. Sá, sem þetta skrifar, tel- ur það einn af fegurstu ham- imgjuþáttum æsku sinnar, að hafa eigmazt einlæga vináttu Þor steins og þessa heimilis hans, og mun vera þar um alla framtíð I stórri ógoldinni skuld. Þorsteinn sálugi var gæddur fljúgandi mámsgáfum og skarpri almennri greind, enda sóttist hon um nám létt atf hvaða tagi sem var. Meðal félaga sinna var hann hverjum manni vinsælli og bar þar einkum til, hversu ríka til- hneigingu hann hafði til að leysa hvers manns vandræði, etf það var á valdi hans, svo og hve hóglátur og hreinskiptinn hann var við hvem, sem hann umgekkst. Hann var söngvinn með ágætum, hatfði fallega tenor rödd og létt var honum að láta fjúka í kviðlingum, þótt hann léti lítt á því bera. Að stúdentsprótfi loknu, 1942, stóðu honum ýmsar dyr opnar til náms, en ég hygig að hann hatfi valið þá leiðina, sem bezt reyndist í samræmi við hæfi- leika hans og hugsjónir. Eftir glæsilegan námsferil i lækna- deild Háskóla íslands útskrifað- ist hann læknir vorið 1949. Síð- an tókst honum að komast i framlhaldsnám í Bandaríkjunum um eins árs skeið. Naut hann þeirrar veru ríkulega og stóð þar til boða áframihaldandi sérnám. Hins vegar hygg ég, að rótgróin ást á landi og þjóð og óttinn við að ílengjast erlendis fjarri skyld mennum og vinum hafi að mestu ráðið um, að hann sneri sér þá þegar að héraðslæknisstörfuim. fyrst á Selfossi og Kirkjubæjar- klaustri, en sótti síðar um Norð- fjörð, og var veitt það hérað 1952. Þar varð hann brátt ást- sæll og etftirsóttur læknir, enda mun hann hvorki hafa sparað orku né tíma til að sinna sjúkl- ingum sínum sem nákvæmast. Á Norðfirði kvæntist Þorsteinn sál ugi eftirlifandi konu sinni, Önnu Jóhannsdóttur. Áttu þau fjögur böm, sem öll eru nú innan ferm ingaraldurs. Eftir hið mikla átfall sumarið 1963, varð Þorsteinn sálugi að hætta öllum störfum og fluttist þá heim til Sjávarborgar með fjölskyldu sína. Sem áður segir, örlaði á nokkurri batavon með heilsu hans, en sú von brást 24. marz sl., öllum, sem til hans þekktu, til mikils harms. 1 dag er hann borinn til mold- ar í kirkjugarði Sauðárkróks- kirkju. Hötfug tár eiginkonu og barna, aldraðra foreldra og syst kina væta hinzta spöl jarðvistar hans og æskuvinum hans er trekt um tungutak, en líf hans var okkur öllum mikil gjötf, sem skai þakkað af heitu hjarta. Andrés Davidsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.