Morgunblaðið - 03.04.1965, Qupperneq 24
2/
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 3. apríl 1965
ANN PETRY:
STRÆTIÐ
— Þú verður að halda áfram að ausa, annars sekkur báturinn.
Hún hafði aldrei komið inn í
íbúð frú Hedges áður og hún
stanzaði ofurlítið til að athuga
hana og varð hissa á því, hve
vistleg hún virtist. Dyrnar úr
ganginum lágu inn í eldhúsið
og það var ljósleitur dúkur á
gólfinu, eldhúsgluggatjöldin voru
nýþvegin og pottarnir og pönn
urnar, sem héngu yfir vaskinum
höfðu verið þvegnir og fægðir,
svo að þeir gljáðu. Það voru
pottaplöntur á grind undir glugg
anum, og hún hefði gjarna vilj-
að skoða þær dálítið betur, en
vildi bara ekki láta frú Hedges
sjá, að hún væri forvitin, svo að
hún hélt áfram gegnum eldhúsið
og inn í næstu stofu, þar sem frú
Hedges sat við gluggann.
— Komdu með stól handa þér,
Min, sagði frú Hedges. Hún stað
festi það hald sitt, að Min væri
í betri kápunni og sá þá strax, að
henni lá eitthvað mikilvægt á
hjarta, og sagði: — Hvað liggur
svona þungt á þér, góða mín?
— Það er hann Jones, sagði
Min, en þagnaði þá, af því að
hún vissi eekki, hvernig hún ætti
að halda áfram. Dyrabjallan
hringdi og hún hrökk við, af því
að hún hélt, að þetta væri Jones,
að hann hefði séð til hennar og
elt hana, til þess að ganga eftir
erindi hennar þarna.
— Þetta er allt í lagi, sagði frú
Hedges og veifaði hendi til merk
is um, að Min ætti að sitja ró-
leg. Það er bara viðskiptavinur
til einhverrar stúlkunnar. Ég sá
hann ganga fyrir gluggann. Hún
beið eftir að Min héldi áfram,
en þegar Min þagði, en horfði
bara á hana með eymdarsvip á
andlitinu, sagði frú Hedges: —
Hvað er um hann Jones, góða
mín?
En þegar Min var komin í gang
á annað borð, var eins og hún
gæti ekki þagnað aftur. — Hann
er búinn áð koma auga á þessa
ungu frú Johnson. Srðan hún
flutti inn hefur hann verið eins
og soltinn úlfur á eftir henni og
loks er hann orðinn svo leiður,
að það er ekki hægt að búa með
honum Jengur. Hún hallaði sér
að frú Hedges til þess að leggja
áherzlu á mikilvægi málsins. —
Ég hef aldrei fyrr haft neitt fyrir
sjálfa mig. Engan aur til að
eyða í það, sem mig hefur langað
i Og nú bý ég hjá honum leigu
laust, og síðan get ég veitt mér
það, sem mér dettur í hug. Og
þetta var allt í bezta gengi þang
að til þessi frú Johnson fór að
leigja hérna. Ég veit, að hann
rekur mig út áður en langt um
líður. Ég finn það alveg á mér
af því, hvernig hann hagar sér.
Og ég ætla mér ekki að fara
aftur í sömu örbirgðina, þar sem
allt fer í húsaleigu. Jones lætur
mig enga leigu borga og hann
hefur aldrei verið svona leiðin
legur, fyrr en þessi frú Johnson
flutti inn. Og ég ætla ekki að láta
fleygja mér út.
Hún þagnaði til að draga and
ann, en hélt síðan áfram: — Ég
kem nú til þín, af því að mér
dettur í hug, «ð kannski gætirðu
sagt mér, hvar ég gæti fundið
einhvern rótalækni, sem gæti
hjálpað mér. Því að ég ætla
ekki að láta fleygja mér á dyr,
endurtók hún með festu. Svo
opnaði hún veskið sitt og tók
fram þunna seðlavöndulinn. —
Ég get borgað, sagði hún. —
Þetta eru peningarnir, sem ég
hef verið að spara fyrir tönnun-
um, bætti hún við, blátt áfram.
14
Frú, Hedges leit á seðlana og
tók að rugga sér, en leit um öxl
annað veifið, til þess að sjá út
á götuna. — Hlustaðu nú á mig,
góða mín, sagði hún loksins. —
Ég þekki - nú ekkert þessa róta-
lækna. Ég er ekkert spennt fyrir
þeim, af því að ég tel, að það
sem ég þarfnast vegna minnar at
vinnu, geti ég gert eins vel og
nokkur rótalæknir.
• Það fór vonbrigðaskuggi yfir
andlitið á Min og frú Hedges
flýtti sér að bæta við: — En
stúlkurnar mínar segja mér, að
sá bezti í borginni sé í Áttundu
tröð, rétt við 140. götu. Hann er
sagður geta lagt að hvað sem fyr-
ir kemur, hvort sem það er venju
legur eiginmaður eða líkamlegir
sjúkdómar. Hann heitir Davíð.
Annað stendur ekki á skiltinu —
bara Davíð spámaður. Og væri
ég í þínum sporum, góða min,
mundi ég ekki sýna honum seðl-
ana, alla í einu. Hvort sem hann
er rótalæknir eða ekki, er hann
sennilega eins hungraður og þú
eða ég.
Min stóð upp og svo mikill asi
var á henni að komast til róta-
læknisins, að hún gleymdi næst
um að þakka frú Hedges. Hún
var komin hálf út, þega'r hún átt
aði sig og sneri þá við og sagði:
— Hvernig get ég þakkað þér, frú
Hedges? Hún opnaði veskið og
tók upp einn seðil, sem hún skildi
eftir á borðinu. Ég legg þetta
hérna, sagði hún.
— Það er allt í lagi, væna mín,
sagði frú Hedges. Hún starði
lengi á seðilinn og leit svo af
honum aftur með sýnilegri fyrir
höfn. — Láttu hann í veskið þitt
aftur, sagði hún loksins.
Mih hikaði en tók síðan seðil
inn. Þegar hún leit aftur inn í
stofuna, sat frú Hedges aftur við
gluggann og horfði út yfir göt-
una, rétt eins og hún héldi, að
gatan mundi öll hrynja, ef hún
liti af henni andartak.
Áður en Min fór út í ganginn,
opnaði hún hurðina hjá frú Hed
ges ofurlítið og kíkti út til þess
að tryggja sér, að hún rækist
ekki beint í flasið á Jones. Hún
hlustaði líka til þess að fullvissa
sig um, að enginn væri að koma
upp úr kjallaranum, en heyrði
þá þungt fótatak manns, sem var
að fara af annarri hæð og upp á
þriðju. Og þegar hún hún hafði
hlustað vandlega, vissi hún, að
þetta var Jones. Hvað var hann
að erinda upp? Hún opnaði hurð
ina meira, til þess að heyra bet-
ur. Fótatakið hélt áfram upp og
dofnaði eftir því sem ofar dró.
Hann ætlaði upp á efstu hæð.
— Þú hleypir öllum kuldanum
inn, góða mín, sagði frú Hedges.
Min flýtti sér að loka dyrun
um og skondraði ú,t á götuna . . .
Hún veifaði snöggvast í kveðju-
skyni til frúarinnar og svo lá við
að hún hlypi að næstu strætis-
vagnastöð, sem var úti við horn-
ið. lívað var hann að erinda í
íbúðina hennar frú Johnson? Hún
skalf. Það var annars ekkert kalt
í veðri, en henni fannst samt
næða gegn um kápuna, þegar
hún kom fyrst út. Það er alltaf
kaldast á götunni, hugsaði hún
með gremju og Jones kynti svo
rösklega, að henni fannst alltaf
kalt úti. Og hugsunin um hann
fékk hana til að greikka sporið.
Þetta ferðalag hans upp til frú
Johnson sannfærði hana um, að
frú Hedges hefði ekki mátt seinni
vera að benda henni á Davíð spá
mann.
Strætisvagninn í Áttundutröð
var svo yfirfullur, að hún varð
að standa alla leið að 140. götu
og hanga í hanka, eftir því sem
bezt vildi verkast, því að hand-
leggirnir á henni voru stuttir,
svo að hún þurfti að teygja sig til
að ná í hankann. Ekki var vagn
inn fyrr kominn af stað en hana
tók að verkja í fæturna því að
þeir gerðu uppreisn gegn skón-
um, sem þeir voru svo óvanir.
Því að stífa leðrið þrengdi svo að
líkþornunum á henni, að þau
sveið og verkjaði, þangað til hún
varð að skipta um fætur til að
draga úr mestu eymslunum.
Já, kvelji þau mig bara, hugs
aði hún gremjufull, því að það
var alveg sama, hvað hún yrði
að þola og hverju til að kosta, þá
skyldi hún aldrei sleppa Jones og
láta hann fleygja sér á dyr. Hún
dinglaði til og frá eftir hreyfing
unni á vagninum, og reyndi að
sigrast á fótaverkjunum með því
að endurtaka sí og æ, einbeitt-
lega: — Ég ætla ekki að láta
fleygja mér út.
Hún hugsaði með sér, að fal-
lega hefði það nú verið gert af
frú Hedges að benda henni á róta
lækni. En nú þegar hún var á
leið til hans fyrir alvöru, greip
hana dálítil sektarkennd. Prest-
urinn í kirkjunni, sem hún sótti,
mundi áreiðanlega vera andvígur
þessu, því að hans viti var þetta
að leita til rótalæknis, sama sem
að viðurkenna, að illu öflin væru
máttugri en hin, sem kirkjan
ákallaði. Enda Þótt hún færi
sjaldan í kirkju vegna þess að
hún þurfti oftast að vinna á
sunnudögum, gerði þessi hugsun
um prestinn hana dálítið órólega.
En svo hugsaði hún með sér, að
hann þyrfti hreint ekki að kom-
ast að þessu. Auk þess hlaut jafn
vel presturinn að vita, að til var
það, sem kirkjan réð ekkert við,
og hafði ekkert í höndunum til að
ráða við það. Og þarna var eitt
dæmið um það, sem presturinn
stóð máttlaus gegn.
Hún brölti með erfiðismunum
út úr strætisvagninum við 140.
götu og steig varlega í fæturna
til þess að hlífa sér sem mest við
fótaverkjunum, sem mundu
koma ef hún stigi óvarlega til
jarðar. Áður en hún var komin
almennilega út á götuna, var
hún farin að gá að skiltinu róta-
læknisins, og rakst því á far-
þega sem ætluðu upp í vagninn.
Einhver steig ofan á fótinp á
henni og samstundis gripu kval-
irnar líkþornin á henni og þutu
upp eftir öllum fótleggjum, svo
að hún greip andann á lofti.
En þá sá hún skiltið og gleymdi
samstundis kvölunum. Það var
rétt við hornið, eins og frú Hed
ges hafði sagt henni — stórt
skilti, sem blikaði og skein öðru
hverju í myrkrinu, svo að henni
fannst nafnið, „Davíð, spámað-
ur“, rétt eins og vingjarnleg
hönd, sem væri að benda henm
að koma inn úr kuldanum. Hún
starði á það þangað til augun í
henni voru farin að depla, rétt
eins og skiltið, sem sást ekki
nema öðru hverju. Hann var þá
raunverulegur spámaður. Henni
hafði dottið í hug, að ef til vill
hefði frú Hedges bætt spámann
inum við sjálf. Það var ekki
nema ágætt, því að þá gat hann
sagt henni framtíð hennar um
leið.
Þetta var ekkert stórt hús, sá
hún, þegar hún var komin beint
fyrir framan það, enda þótt glugg
inn væri stór og húsið tandur-
hreint. Hún staðnæmdist til að
horfa á það, sem var til sýnis í
glugganum. Sumt kannaðist hún
við, en flest hafði hún aldrei séð
áður og varð að geta sér til um,
til hvers það væri notað. Þarna
voru mislit kerti, reykelsisker,
einkennilega snúnar rætur, fín-
gerðar dufttegundir í öskjum,
draumabækur, happatölubækur,
skrautpeningar, myndir af öpum
og fílum, margar kanínulappir,
apaskinn og svo kertastjakar alla
vega að stærð og gerð. í gluggan
um voru líka margar Maríumynd
ir. Þær voru upplýstar með rauð
um ljósum, og myndirnar voru
svo margar og eins ljósin, að þau
vörpuðn rauðum bjarma alla leið
út á gangstéttina.
Hún reyndi að sjá, hvernig búð
in liti út að innan, en þá voru
tjöld bæði fyrir dyrum og glugg
um, sem hindruðu það algjör-
lega. Kún minntist áminningar
frú He.'.ges og tók nokkuð af seðl
unum úr veskinu og stakk þeim
inn á sig. Síðan opnaði hún dyrn
ar.
Loftið inni var þungt af reyk
elsi og hún sá, að þetta kom
frá reykelsiskeri á borðinu, sem
var fram með öllum veggnum í
búðinni. Fyrst þóttist hún sjá,
eins og í þoku, að búðin væri
full af fólki, en þegar hún að-
gætti vandlega sá hú,n fimm eða
Höfn
i Hornafirðí
BRÆÐURNIR Ólafur og
Bragi Ársælssynir á Höfn í
Hornafirði eru umboðsmenn
Morgunblaðsins þar. Þeir
hafa einnig með höndum
blaðadreifinguna til nær-
liggjandi sveita og ættu
_ bændur, t.d. í Nesjahreppi
að athuga þetta.
Sandur
UMBOÐSMAÐUR Morgun-
blaðsins á Sandi er Herluf
Clausen. Gestum og gang-
andi skal á það bent, að í
Verzl. Bjarg er Morgun-
blaðið selt í lausasölu.
Grundarfjöróur
VERZLUN Emils Magnús-
sonar í Grundarfirði hefur
umboð Morgunblaðsins með
höndum, og þar er blaðið
cinnig sclt í lausasölu, um
söluop eftir Iokunartíma.
Blaðburðarfólk
óskast til blaðburðar í eftirtalin hverfi
Lindargata
Bergstaðarstræti
Sími 22-4-80
KALLI KÚREKI
-k—
Teiknari: J. MORA
. WELL, LE'S 60 COWU AW' TALK
| TO ’EM* BE EEADY T’JUMP K3E.
COVER IF THEY MAKE OME
WeON&MOVE'
I
— Jæja, við skulum ganga niður búinn að hlaupa í skjól ef annar-
i til þeirra og tala við þá. Vertu við- hvor þeirra reynir að komast upp
með eitthvað.
— Heyrið þið þama niðri.
— Kastið riflunum frá ykkur.