Morgunblaðið - 06.04.1965, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.04.1965, Blaðsíða 2
9 2 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagúr 6. apríl 1961 4 sl&stiðnsf í bil- slysum um helgina TVEIR mjög h.arðir árekstrar urðu í Reykjavík og nágrenni sl. laugardag. Annar varð uppi við Baldurshaga, er þrír piltar á fólksbiíreið úr Reykjavík lentu í árekstri við stóra vörubifreið, og slösuðust piltarnir allir. há v.arð mjög harður árekstur við gatnimót Laugalækjar og Laug- arnwvegar milli tveggja fólks- bifreiða og meiddist annar öku- manna. Áueksturinn við Baldurshaga varð laust eftir kl. 2 á laugardag og með þeim hætti, að þrír átján ára piltar voru á leið austur allt að því ónýt eftir árekstur- inn. Um kl. 6 eftir hádegi á laugar- dag varð síðan geysiharður á- rekstur á móts við Laugarnesveg 78. Þar var lítil fólksbifreið af gerðinni Prinz á leið af Lauga- læk norðaustur Laugarnesveg. Suðvestur Laugarnesveg var þá ekið Simcabifreið, og kvaðst öku- maður á Prinzinum hafa séð hann en talið hann vera í það mikilli fjarlægð, að sér væri ó- hætt að aka til hægri yfir Laug- arnesveginn og upp að húsinu nr. 78, þar sem hann býr. Litli NZU-bíllinn var svona útleikinn eftir áreksturinn á Laug- arnesvegi. — (Ljósm. Mbl.: Sv einn Þorm.). Suðurlandsveginn í nýlegri Skoda-bifreið, sem faðir eins þeirra átti. Voru þeir að aka fram úr annarri bifreið á hæð- inni við Baldurshaga, en þár er blindhæð og slæmt útsýni, er stór vöruflutningabifreið kom á móti þeim. Svo er að sjá, sem ökumanni hafi fatazt eitthvað aksturinn, og lenti bifreiðin af miklu afli á vinstra framhorni vörubifreiðarinnar, kastaðist síð- an út af veginum og lenti þar á hliðinni. Allir piltarnir voru 4.- fluttir í Slysavarðstofuna en fengu síðan að fara heim til sín nema ökumaðurinn, sem mest meiddist. Skoda-bifreiðin er talin Svo var þó ekki, og skall Simca-bifreiðin á vinstri aftur- hlið Prinzins með geysilegum krafti. Við höggið snerist Prins- inn í heilan hring, en ökumaður hans kastaðist út úr bifreiðinni. Ökumaður á Simca-bifreiðinni telur sig hafa ekið á 35—40 km hraða, en það virðist fremur ó- líklegt, því að bifreið hans rann stjómlaust áfram 25—30 metra áður en hún stöðvaðist. ökumað- ur Prinz-bifreiðarinnar var flutt- ur á Slysavarðstofuna, en meiðsli hans voru þó ekki talin mjög alvarleg. Hins vegar skemmdist Prinzinn svo mikið, að hann er ónýtur talinn. Bankaráð og bankastjóri Verziunarbankans. Frá vinstri Þorvaldur Guðmundsson, Höskuldur Ól- afsson bankastjóri, Egill Guttormsson og Magnús J. Brynjólfsson. • • Oflug sfarfsemi Verzlunarbankains: Unnið að stofnun stofnlánadeild- ar við Verzlunarbankann Innisfæður námu 436,3 millj. kr. í árslok Aðalfundur Verzlnarbankans var haldinn í veitingahúsinu Sig tún s.l. laugardag og hófst bann kl. 14.30. Fundarstjóri var kjörinn Geir Hallgrímsson borgarstjóri, en fundarritarar þeir Gunnlaugur J. Briem, verzlunarmaður, og Knút ur Bruun, lögfræðingur. Þorvaldur Guðmundsson, for- stjóri flutti skýrslu bankaráðs um starfsemi bankans síðastliðið ár. Kom fram í henni að starf- semi bankans fer vaxandi frá ári til árs. Unnið er nú að stofn- un stofnlánadeilöar við bankann og er stefnt að því að undirbún- ingsstarfi verði lokið á þessu ári. Þá standa nú yfir breyting- ar á húsnæði bankans að Banka- stræti og mun hann þegar þeim er lokið fá til afnota rýmri og betri húsakynni. í skýrslu banka ráðs kom fram að óskir bankans um gjaldeyrisréttindi hafa enn enga áheyrn hlotið, þrátt fyrir stöðugt batnandi ástand í gjald- eyrismálum. HÖ9kuldur Ólafsson, bankastj. Skodinn eftir áreksturinn á blindhæðinni við Baldurshaga. an kjöl. Piltarnir eru að setja bílinn á rétt- (Ljósm. Mbl.: Sveinn Þorm.). Játar á sig n;ósnir fyrir Rússa Réttarhöld hafin í London London, 5. apríl (NTB) í DAG hófust í London réttar- höld í máli 52 ára gamals Breta, Franks Cliftons Bossards, sem er sakaður um að hafa látið Sovét- ríkjunum i té leynilegar upptýs- ingar um brezk vopn. í ákærunni segir, að Bossard hafi viðurkennt að hafa tekið við um það bil 5 þús. pundum (um 600 þús. ísl. kr.) af Rússum fyrir upplýsingar, sem hann veitti þeim. Bossard, sem er sérfræðingur á sviði fjarstýrðra etdfiauga, hef- ur starfað fyrir brezku leyniþjöa- ustuna, verið starfsmaður brezka sendiráðsins i Bonn og flugmála- ráðuneytisins í London. Er hann sakaður um að hafa afhent Rúss- um afrit af fjórum skjölum úr leyniskjalasafni flugmálarádu- neytisins. Segir í ákærunni, að hann hafi einnig viðurkennt af- hendingu afritanna. Mikið fjölmenni var í réttar- salnum, er réttarhöldin yfir Boss- ard hófust í dag. En fáir áheyr- enda sáu hinn ákærða, því að blaSamenn stóðu umhverfis hann í hópum og á borði við hlið hans var raðað fjölda sönnunargagna, þar á meðal myndavélum, út- varpstækjum og segulbandstækj- um. Bossard var handtekinn á gistihúsinu „Ivanhoe“ í London 15. marz s.l. og skýrði ákærand- inn frá því að mánúðina á und- an hefði hann verið undir stöð- ugu eftirliti brezku leyniþjónust- unnar. Bossard hafði herbergi undir nafninu „J. Hathaway", og var að koma þaðan út, er hann var handtekinn. í herberginu fundust m.a. stimpluð leyniskjöl úr flugmálaráðuneytinu, og myndavél til að taka myndir af slíkum skjölum. lagði fram endurskoðaða reikn- inga bankans fyrir árið 1964. Heildarinnstæður við bankann nema í árslok 436.3 millj. kr. og höfðu þær aukizt um tæpar 50 millj. kr. á árinu. Útistandandi lán námu í árslok 350.2 millj. kr. og bundnar innstæður við Seðlabankann, samkvæmt regl- um um innlánsbindingu 67.5 millj. kr., sem svarar til 15.5% af heildarinnstæðum við bank- ann. Innborgað hlutafé, ásamt varasjóði nemur 17.8 millj. kr. Bankastjóri gaf jafnframt ítar- legt yfirlit um starfsemi bank- ans, hag hans og afkomu. Reikningar bankans voru því næst samþykktir samljóða. Þá fór fram kjör bankaráðs Petrell náðist á flot Höfn í Fornafirði, 3. apríl. M. S. PETRELL, leiguskip h.f. Jökla, sem strandaði á sandrifi í Hornafirði 30. marz s.l.; losnaði af sandrifinu um kl. 6 síðdegis á laugardag og var það Dísarfell sem dró það út. Disarfell kom hingað strax á mánudag 0\g á þriðjudag gerði það tilraun til að draga Petrell á flot og tókst það þá strax, en sökum þrengsla þarna lenti Petrell á öðru sandrifi og strandaði þar. Næstu þrjá daga, var þarna svartaþoka og voru þá engar tilraunir gerðar til að ná skip- inu á flot. Á laugardag var svo komið bjart veður og gerði þá Dísarfellið aftur tilraun til að ná skipinu út oig tókst það, eins og áður segir um 6 leitið á laugardag. Petrell er með öllu óskemmt og er það nú að lesta síldarmjöli á Höfn. — Gunnar. Við handtökuna kvaðst Bossard fús til að gefa upplýsingar til að auðvelda rannsókn málsins, en bað um að konu sinni yrði hlíft. Hefði hún allan tíman talið, að maður hennar væri að starfa fyr- ir brezku leyniþjónustuna. Ákærandinn skýrði frá því, að Bossard hefði sótt árs námskeið í útvarpstækni í Múnchen 1933. í síðari heimsstyrjöldinni var hann i her Breta í Egyptalandi, Palestínu og Aden, og 1951 varð hann einn af æðstu mönnum brezku leyniþjónustunnar í Þýzkalandi. Hann var sendiráðu- nautur í Bonn frá 1956, en 1958 tók hann að starfa í leyniþjón- ustu varnarmálaráðuneytis Breta. Þar hætti hann nokkru síðar, gekk í þjónustu flugmálaráðu- neytisins og vann við gerð áætl- ana um fjarstýrðar eldflaugar. Sámkvæmt yfirlýsingu, sem Bossard hefur sjálfur gefið, var fyrir næsta starfsár og voru eift- irtaldir menn endurkjörni: Egill Guttormsson, stórkaupmað'Ur, Þorvaldur Guðmundsson, for- stjóri, og Magnús J. Brynjólfs- son, kaupmaður. Varamenn í bankaráð voru kjörnir: Sveinn Björnsson, skókaupmað ur, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, stórkaupmaður, og Haraldur Sveinsson, forstjóri. Endurskoðendur voru endur- kjörnir þeir Jón Helgason, kaup- maður og Sveinn Björnsson, stór kaupmaður. Fundurinn var fjölsóttur og sátu hann u,m 200 hluthafar. 70-80 flitsk- íyi um af vl ' " stolið | í FYRRI NÓTT var brotizt inn í kjallara hússins nr. 22 | við Laufásveg. Þar býr Carl Olsen aðalræðismaður og | geymdi hann í kjallara sinum m. a. ganialt áfengi, sígarettur ’ og nokkur af vindium af ýms- | um tegundum. Þjófinum tókst að komast inn í kjallaranm , með því að brjóta rúðu i ' glugga, og stal hann 70—80 ) flöskum af vískýi, en margar | flöskurnar voru mjög gamlar, frá þeim tíma er það kostaði ' aðeins 65 krónur. Einnig viar I stolið 12 kartonum af Camel | og nokkru magni af vindlum af ýmsum tegundum. Á einni vindlategundinmi sem var með „magabelti" var mynd af I Olsen sjálfum á beitinu yfir vindilinn þveran. Þeir, sem eitthvað kynnu að vita um I innbrot þetta, eru vinsamlega ) beðnir að láta rannsóknarlög- , regluna vita. hann í peningavandræðum, er hann kom heim frá Þýzkalandi, 1961 hitti hann mann á veitinga- húsi, sem virtist vita allt um störf hans, þótt hann hefði ekki minnzt á þau. í næsta skipti, sem þeir hittust, sagðist maðurinn vera fulltrúi frá sovézka sendi- ráðinu og Sovétríkin myndu borga Bossard vel fyrir leynileg- ar upplýsingar. Maðurinn af- henti Bossard 200 pund (24 þús. kr.) og þeir komu sér saman um að Bossard skyldi leggja skjölin, sem um var að ræða, ein- hvers stáðar, þar sem Rússarnir gætu auðveldlaga nálgazt þau án þess að vera veitt athygli, Meðal felustaða, sem Bossard not- aði voru hol tré í görðum og rif- ur í húsveggjum. Þegar Bossard kom með skjölin á fyrsta felu- staðinn, biðu hans frekri fyrir- mæli og peningaupphæð. En alla fékk hann, sem fyrr segir, um 5 þús. pund fyrir starfsemi sína.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.