Morgunblaðið - 06.04.1965, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.04.1965, Blaðsíða 21
Þriðjudagur 6. apríl 19B75 MQRGUNBLAÐID 21 — Landhúnaðurinn Framhald af bls. 19 Svín 1544 (1347), hænsni 106.500 (107.256), endur 830 (856) (>g gæsir 270 (149). Framhaldsskólar í sveitum Eftirfarandi tölur eru fengnar frá Fræðslumálaskrifstofunni um fjölda nemenda í skólum, sem eru staðsettir í sveit eða kauptúnum: Bændaskólinn á Hvanneyri . .., Þar af i framhaldsdeild...... Bændaskólinn á Hólum......... Garðyrkjuskólinn............. í héraðsskólum, alls ......... í húsmæðraskólum í sveit .... í íþróttakennaraskólanum . . .. í Menntaskólanum á Laugarvatni í Samvinnuskólanum .......... íþróttaskólinn í Haukadal ... 1 Mjög skortir á 'að nægilegt húsrúm sé fyrir þá, er sækja um þessa skóla. Verður árlega að vísa mörgum frá skólavist í þeim flestum eða nær öllum. Kynnisferðir bænda Búnaðarfélag fslands skipu- leggur kynnisferðir bæ.nda, en Kagnar Ásgeirsson er þar jafnan fararstjóri. Þessar ferðir eru til gagns og skemmtunar bæði fyr- ir gesti og gestgjafa hverju sinni. Sumarið 1964 voru þátttakendur í þessum ferðum 282 alls. Snæ- fellingar fóru um Borgarfjörð og Suðurland, 112 að tölu. Eyfirð- ingar fóru um Norður- og Aust- urland, 80 talsins. Holtamenn, 90 að tölu, ferðuðust um Borgar- fjörð, Dali og Snæfellsnes. Bændahöllin Sú bygging varð að heita má fullgerð á árinu 1964. Fluttu starfsmenn bændasamtakanna þar inn seint á árinu — í október og nóvember. í árslok 1964 var kostnaður við Bændahöllina orð- inn um 130 millj. króna, þar með talið innbú, vélar og lóð. • Bygging þessa stórhýsis hófst í *naí 1958. Fyrstu leigjendur fluttu þar inn í apríl 1962 og Hótel Saga tók til starfa í júlí 1962. Sæmundur Friðriksson hef ur verið framkvæmdastjóri bygg ingarinnar frá byrjun og unnið þar mikið og gott starf. Erlendir gestir Aðalfundur miðstjórnar nor- ræna bændasambandsins (NBC) var haldinn í Reykjavík dagana 28. og 29. júlí 1964. Sóttu hann 80 erlendir fulltrúar og um 30 innlendir. Forseti fundarins var Sveinn Tryggvason og aðalritari Agnar Guðnason. Fundur landbúnaðarráðherra Norðurlanda og landbúnaðar- nefndar Norðurlandaráðs var haldinn í Reykjavík 1. ágúst 1964. Af öðrum erlendum gestum á sviði landbúnaðarins vil ég nefna finnska prófessorinn P. Kaitera, er fann upp lokræsa- plóg, sem við hann er kenndur og notaður hefur verið með góð- um árangri hér á landi. Enn- fremur P. Bakker-Arkema og frú frá tæknideild landbúnaðar- ins í Wageningen í Hollandi, prófessor C. Clark og frú, bún- aðarhagfræðing frá Oxford í Englandi, danska dýralækninn M. Hesselholt, er vann að áfram- haldandi rannsóknum á blóð- flokkun íslenzkra hrossa. Pró- fessor K. F. Svárdström dvaldi hér um skeið á vegum búnaðar- nefndar. TJtanfarir Allmargir landbúnaðarmenn hafa farið til útlanda tii þess að sitja búnaðarfundi og kynna sér landbúnaðarnýjungar. — Meðal þeirra voru þessir: Óttar Geirs- son, kennari á Hvanneyri, dvaldi á námskéiði í Noregi með tilstyrk frá OECD til að kynna sér tækni við tilraunastörf. Undirritaður sat fund búreikningamanna frá Norðurlöndum, sem haldinn var í Danmörku svo og fund nor- rænna búnaðarskólakennara, sem haldinn var í Finnlandi. Þeir Halldór Pálsson, Stefán Þorláks- son og Hjörtur Þórarinsson dvöldu úti með styrk frá OECD til þess að kynna sér þróun bún- aðarmála. Ásgeir L. Jónsson sat FAO-ráðstefnu í Rotterdam og ferðaðist um Holland og Þýzka- land. Sveinn Tryggvason og Agn ar Guðnason sóttu út fundi í NBC og sá síðarnefndi sat ráð- stefnu um illgresismál, er haldin var í Noregi. Ólafur Stefánsson sat fund OECD um leiðbeininga- 1960—1961 1964—1965 56 58 5 5 31 31 10 4 839 889 248 248 12 14 94 106 68 73 24 starisemi í landbúnaðinum, en hann var haldinn í Hollandi. Haf- steinn Kristinsson ferðaðist um Norðurlönd með tilstyrk OECD og kynnti sér mjólkuriðnað o. fl. Árni Pétursson sat fund sauð- fjárræktarráðunauta frá Norður- löndum, er haldinn var í Dan- mörku. Haraldur Árnason sat með beinu framlagi frá ríki eða fylki. Búnaðarsamband Suðurlands tók upp þá nýbreytni skólaárið 1962—'1963 að veita nemendum af svæði búnaðarsambandsins nokkurn styrk til búfræðináms og hefur gert það síðan. Fyrir skólaárið 1964—1965 hefur Bún- aðarsamband Dalamanna gert slíkt hið sama. Var styrkurinn afhentur af Ásgeiri Bjarnasyni alþingismanni rétt eftir áramót- in. Kann ég þessum samtökum bændanna beztu þakkir fyrir hlýhug þeirra í garð bændaskól- anna og skilning á gildi búfræði- náms. 75 ára afmæli Bæandaskólans á Hvanneyri Á árúau 1964 varð búnaðar- skólinn á Hvanneyri 75 ára. Hann hóf starf sitt vorið 1889 með ein- um nemanda. Síðan hafa um 1500 nemendur stundað nám á Hvann- eyri. Afmæli skólans var haldið hátíðlegt 9. ágúst 1964. Veður var ákjósanlegt. Um 1000 gestir komu til Hvanneyrar þennan dag, Hvanneyringar og aðrir vel- unnarar staðarins, en meðal Vélrúning. fund OECD í París og skoðaði búvélasýningu í London og heim sótti, ásamt Birni Bjarnasyni, verksmiðjur búvéla. Gísli Krist- jánsson sat fund FATIS í París, ráðstefnu kvikmyndaframleið- enda í Finnlandi. Pétur Gunn- arsson dvaldi 2 mánuði í Hurley í Englandi til þess að kynna sér fóðurrannsóknir og sat fund í París, hvort tveggja með styrk frá OECD. Gunnar Ólafsson lauk á árinu framhaldsnámi sínu í Englandi um meltingarrannsókn ir. Sturla Friðriksson og Bjarni Helgason sóttu fundi OECD um landbúnaðarmál. Steingrímur Steinþórsson og Ólafur Jónsson sátu 40 ára kandídatsafmæli sitt í Kaupmannahöfn og ferðuðust um Danmörku. Magnús Óskars- son, Ragnar Einarsson og Ásgeir Svanbergsson ferðuðust um A- Þýzkaland í boði búnaðarsam- bandsins þar ásamt fulltrúum frá öðrum Norðurlandaþjóðum. Stefán Aðalsteinsson sat fundi með norskum ullarsérfræðing- um vegna norsk-ísl. samvinnu um ullarmál. 15 bændur fóru í kynnisferð til Skotlands undir leiðsögn Ól- afs Stefánssonar. Stóð sú för í 10 daga. Búfræðinám erlendis Nokkrir kandídatar í búfræði stunda framhaldsnám í búfræði við erlenda búnaðarháskóla. Með al þeirra má nefna miðað við ár- ið 1964: Björn Stefánsson, Magn- ús Jónsson í Noregi, Friðrik Pálmason og Jóhannes Sigvalda- son í Danmörku, Stefán Scheving Thorsteinsson í Ameríku Og Jó- hannes Eiríksson ráðunaut í Bret landi, en hann hefur ársstyrk til háskólanáms frá OECD. Auk þess eru nokkrir við háskólanám í Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Skotlandi, Bandaríkjunum og Sovétríkjunum. Styrkir til búfræðináms í mörgum löndum fá piltar verulegan styrk til búfræðináms, ekki aðeins með ókeypis kennslu og ódýrri dvöl á skólasetrunum, eins og er hér á landi, heldur þeirra voru forsetafrú Dóra Þór- hallsdóttir, ráðherrarnir Ingólf- ur Jónsson og Gunnar Thorodd- sen, alþingismenn, fyrrverandi starfsmenn á Hvanneyrarstað, karlar og konur. Margar góðar gjafir voru skól- anum færðar þennan dag og mörg heillaskeyti bárust og kvæði frá Ragnari Jóhannessyni fyrrum skólastjóra. Vigfús Sigur- geirsson tók kvikmynd af hátíð- inni. Elzti Hvanneyringurinn á há- tíðinni var Magnús Jónsson Borg arnesi, en hann útskrifaðist úr skólanum 1899. Frá 1908 voru mættir nemendur frá nær því öllum árgöngum, alls um 360 að tölu, en á lífi munu nú vera um 1200 Hvanneyringar. Ráðningarstofa landbúnaðarins Hún er rekin af Búnaðarfélagi íslands, og er til mikilla hags- bóta fyrir bændur og verkafólk. Á árinu 1964 leituðu 494 bændur til skrifstofunnar eftir verka- fólki. Ráðnir voru 336 íslending- ar og 35 útlendingar, flestir Dan- ir. Eyðmg refa og minka Unnin voru á árinu 1964 alls 4461 dýr, þar af 2089 refir og 2372 minkar. Verðlaun fyrir unna refi (hlaupadýr) er kr. 700,00 og fyrir minka kr. 350,00. Alls varð kostnaður við eyðingu þessara dýra árið 1964 um 3,4 millj. kr. Búnaðarnefndin Seint á árinu 1963 var af Stétt- arsambandi bænda og Búnaðarfé lagi íslands kosin 6 manna nefnd til þess að gera „heildaráætlun um framtíðarskipulag um bú- vöruframleiðslu á íslandi og framtíðarskipulag islenzkra bún- aðarmála yfirleitt“. í nefnd þess- ari eiga sæti: Sveinn Tryggvason (formaður), Kristján Karlsson, Einar Ólafsson, Halldór Pálsson, Hjörtur E. Þórarinsson og Siggeir Björnsson. Til ársloka 1964 hafði nefndin haldið 11 fundi og viðað að sér miklu efni, sem að nokkru er eftir að vinna úr. Tilraunastöðin að Keldum Ég tel engan vafa á því, að Til- raunastöðin á Keldum sé, og hafi frá upphafi verið ein allra merk- asta vísindastofnun hér á landi. Auk margs konar rannsókna, sem þar hafa verið gerðar, má telja það mikið vísindalegt afrek að stofnunin hefur fundið sjúk- dómsveiru þá, sem orsakar mæði veiki í sauðfé. Nýlega hefur til- raunastöðin sent frá sér árs- skýrslu 1964. Þar er skýrt frá þeim verkefnum, sem verið er að vinna að. Við fljótlegan yfir- lestur telst mér svo til, að á árinu 1964 hafi verið birtar eða full- búnar til birtingar 14 greinar eða ritgerðir vísindalegs eðlis um starfsemi þá, sem fram fer á Keldum. Að sjálfsögðu ná rann- sóknir þær, sem á bak við liggja lengra aftur í tímann. Flestar þessar greinar birtast í þekktum erlendum fræðiritum. Tilrauna- stöðin á Keld.um hefur aldrei haft þann sið að auglýsa sig mik- ið í dagblöðum, enda fer bezt á að vísindastörf séu unnin í kyrr- þey. Hafi þeir þökk, sem þarna vinna, en forstöðumaður filrauna stöðvarinnar er Páll A. Pálsson yfirdýralæknir. Á fjárlögum 1964 og 1965 er hvort árið veitt úr ríkissjóði til reksturs stofnunarinnar á Keld- um tæplega Vz millj. króna. Það er lítii upphæð fyrir mikið starf. Lokaorð Árið 1964 mun hafa verið frem ur hagstætt í heild sinni fyrir bændur landsins, þegar miðað er við fyrri ár. Með því búvöru- verði, sem samið var um sl. haust og bústærð um 10 nautgripi, 137 kindur og 5 hross, er gert ráð fyrir, að bóndinn hafi í heildar- arð af búskapnum rúmlega 300 þús. kr. Af þeirri upphæð þarf hann að greiða allan kostnað við búskapinn og framleyta sér og fjölskyldu sinni. Búin eru stöðugt að stækka, þótt hægt fari. Á síðustu 20—25 árum hafa þau stækkað um ná- lega 50%, en á sama tíma hefur fólki fækkað í sveitunum um ca. 10 þúsund manns. Þetta eru fram farir, sem engan vegin má van- meta. Ég óska bændum árs og friðar og flyt þeim kveðjur frá Hvann- eyri. Guðm. Jónsson. Að gefnu tilefni Kæri Jón S. Jónsson. Þér senduð nýlega í blaði yðar, Alþýðublaðinu, orðsendingu til Tónlistarfélagsins, ábendingu, sem ég hef um tíma átt von á frá igagnrýnendum tónleika, og er þakklátur að kemur fram nú. Ég hef ótvíræð ummæli fjöl- margra heimskunnra listamanna fyrir því, hve ánægjulegt hafi verið á undanförnum árum, að túlka hér list fyrir meðlimi Tón- listarfélagsins. Ýmsir jafnvel haft um það hástemmd orð. Aúgljós áhugi fyrir góðri tónlist, lýsir sér í háttvísri, einbeittri athygli meðan flutningur fer fram og rniklun) fagnaðarlátum að leiks- lokum, ef listamaðurinn náði hjarta þeirra. Undanfarin tvö þrjú ár, hafa orðið allmikil mannaskipti á styrktarfélagalista Tónlistarfé- lagsins, gömlu stofnendurnir að heltast úr lestinni en nýir og yngri komið í þeirra stað, og sem betur fer langflestir með sama hugarfari. Örlítill hluti þessa nýja fólks, kannske ekki mikið meira en einn tugur manna, virðist enn ekki hafa samlaigazt þessum reynda hópi eða ekki gert sér fyllilega ljóst hver hl-ut- deild þeirra er í þessum gamla söfnuði. Orðsending yðar er tímabær og réttmæt, og vildi ég vekja athygli gagnrýnenda að hafa þannig auga með fleiri hliðum hljómleikastarfseminnar en að- eins sjálfum flutningnum. Það sem hér er um rætt er alveg nýtt fyrirbæri á þriðjungs aldar starfsemi okkar, og sannarlega óþolandi móðgun, jafnt við hrifna áheyrendur og góða listamenn. Að rísa úr sæti og sýna á sér fararsnið strunza jafnvel til dyra, er síðasta nótan er slegin, veldur slíkri ókyrrð, að eyðilagt getur áhrif hátíðlegrar stundar. Þetta verður að breytast aftur í gamla góða horfið. Sökum þess að kvikmyndasýn- ingar fara fram í húsinu strax að tónleikum loknum, höfum við yfirleitt orðið að binda listamenn við tvö aukalög, og má það heita orðið föst regla. Fullkomin kyrrð á tónleikum, eins og í kirkju, afleiðing sam- stillingar huga og tauga, er al- gert skilyrði fyrir því að fjöldi manns fái notið þeirra til fulls. Og ekkert er fjær tilganginum en að þeir leysist upp fyrir ann- arleg viðbrögð eins áheyanda eða dyravarðar, sem ekki höfðu áttað sig _ á því hvar þeir voru staddir. Útidyr á ekki að opna fyr en áheyrendur hafa kvatt listamanninn, og sú útrás sem hugurinn fær, einnig í ótrufluðu þakklátu klappi og jafnvel ópum, er hluti þessarar tegundar guðs- þjónustu, og þarf að fá að dvína út eðlilag og fallega. Það getur ekki talizt ósann- gjarnt að ætlast til að hljóm- leikagestur, sem kemur eftir að tónleikar hefjast, ryðjist ekki inn meðan leikið er, setjist hljóðlega í sæti milli efnisskrár- atriða, og hafi eins og unnt er hemil á hóstakjölti, sem orskast af snöggum hitabreytingum. Og sé einhverjum brýn nauðsyn að yfirgefa húsið áður en ílutningi lýkur, væri sjálfsögð kurteisi við listamenn og félaga, að koma sér eftir hlé fyrir aftast í húsinu, að hægt sé að hverfa án þess að eftir sé tekið, eins og háttur er flestra nærgætinna manna. Og börn eiga auðvitað ekki heima á þungum tónleikum, nema þá í fylgd með fullorðnum, og þau mega ekki sitja á fremstu bekkj- um. II. Svo er annað, sem þér minn- ist á, val efnisins sem flutt er. Hér gætu gagnrýnendur einnig aðstoðað okkur og þ^ sem tón- leika sækja. En það er yandrat- að, og erfitt að gera öllum til hæfis. Hlutverk Tónlistarfélags- ins er eins og kunnugt er marg- þætt. í fyrsta lagi að kynna fólki eftir því sem tök eru á, það bezta í heimslistinni, hvað snertir efni og flutning, og ekki síður, að að- stoða innlenda listamenn að kynna sig og það sem þeim ligg- ur á hjarta. Margir ungir hljóð- færaleikarar hafa komið í fyrsta sinn fram á vegum félagsins, en af skiljanlegum ástæðum hefir það erfiða aðstöðu um frumkynn ingu nýrrar tónlistar, nema ó- beint með stuðningi við Tónlist- arskólann. Félagið er tilneytt, 1 sambandi við tónleikastarfsemi sína að taka tillit til styrktarfé- laganna, sem borga brúsann, og komnir eru á tónleika til að fræð ast ekki síður en njóta andlegs munaðar, sem þeir þekkja, en þó fyrst og fremst til að njóta upp- byggilegrar skemmtunar. Mjög margir listamenn, sem hér koma, eru á konsertferðum með ákveðin prógröm, sömu efnisskrá í mörgum löndum, sem þeir hafa undirbúið í marga mán uði, og litlu hægt þar um að þoka, jafnvel þó samið sér mörg ár fram í tímann. Margir heims- frægir listamenn eru líka frægir fyrir túlkun sína á verkum á- kveðinna höfunda og þjóðernis. Þannig leggjum við, eins og skilj anlegt er áherzlu á að listamenn- irnir fái fyllilega notið sín, sem oft skiptir meira máli, en hitt hvað þeir flytja. Við leggjum þó að jafnaði áherzlu á að fá menn frá ýmsum löndum og að þeir Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.