Morgunblaðið - 06.04.1965, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.04.1965, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐID Þriðjudagur 6. apríl 1965 ANN PETRY: STRÆTIÐ — já. Min hleypti brúnum meðan hún hlustaði á konuna. Henni fannst þetta líkjast mest því, að maðurinn væri bara að plata hana. Væri liklega hjá annarri konu. — Spámaðurinn veit ekki, hvað hann á að gera við þessu, eða hvað? spurði hún og beið með óþolinmæði eftir svarinu og tók nú að efast um mátt Spán- mannsins og jafnvel um heiðar- leika hans, því að henni fannst hver maður ætti að geta séð, að maðurinn var bara að plata kon- una sína. — Jú, hann hverfur ekki alveg eins oft nú orðið. Spámaðurinn hefur dregið talsvert úr þessu, sagði konan með ákafa. — En Zeke er bara ekki nógu samvinnu fús. Hún benti á fyrirferðarmikla böggulinn, sem konan var með. — Spámaðurinn ætlar að strá dufti á skóna hans í kvöld. Hann hefur verið að draga það, en nú segir hann, að það þýði ekki ann að, úr því að Zeke vilji ekki sjálf ur hjálpa til. Minvlangaði til að spyrja um miklu fleira, en í þessu bili birt- ist Spámaðurinn í dyrunum bak við tjaldið og benti konunni. Hún horfði á eftir henní fyrir tjaldið og datt í hug, að líklega væri þetta nú alveg rétt hjá frú Hedges að vera ekkert að trúa á rótalækna, því að svo mikið væri vist, að freknótta konan þyrfti ekki að vera að koma þarna vikulega. Hún var fegin að hafa talað við hana því að ef sér fyndist Spámaðurinn vera að blekkja si'g, eftir að hafa talað við hann nokkrar mínú.tur, eins og hann væri áreiðanlega að blekkja þessa konu, þá skyldi hann engan eyri fá hjá henni — hún færi bara út — og leitaði til annars rótalæknis, sem væri heiðarlegur maður. Það tók augljóslega ekki lang- an tíma að strá yfir skóna. Það fannst Min að minnsta kosti ekki, því að þegar hún leit upp aftur var freknótta konan að koma fram fyrir tjaldið. Andlitið ljóm- aði af þvílíku sælubrosi, að Min gat ekki annað en starað á hana, hugsandi sem svo: Hvað sem, öðru líður, þá getur Spámaðurinn eitthvað, úr því hann getur kom- ið þessum gleðisvip fram á þess- ari taugaóstyrku konu. Spá- maðurinn gerði bendingu í átt- ina til stólaraðarinnar. — Það er komið að þér, sagði konan, sem sat næst Min. Min gekk að tjaldinu og því nær sem hún kom því heitar óskaði hún, að hafa aldrei komið þarna, eða hefði staðið upp nógu snemma og farið heim. Hún fékk fyrir hjartað og blés mæðilega. Þá féll tjaldið að baki henni og hún var stödd í litlum klefa. Spá- maðurinn sat þá bak við borð og horfði á hana. — Viljið þér gjöra svo vel og loka dyrunum, sagði hann. Hún sneri sér til að gera það og hugsaði: Nú, það var þess- vegna, sem ekkert heyrðist fram. Af því að þarna var þykkur vegg ur ú.t að búðinni, sem náði upp í loft og skildi þennan klefa frá búðinni. Þegar dyrnar voru aftur, heyrðist ekkert á milli. Þegar hún var setzt andspænis honum, fann hún, að hún gat ekki horft á hann sjálfan, svo hún horfði bara á vefjarhöttinn. Þetta var alveg einsog frú Hedges með höfuðklútinn, að það var ekki hægt að segja um hára- litinn, sem þessi höfuðbúnaður huldi. Og meðan hún var að horfa á vefjarhöttinn, greip hana allt í einu sú hugmynd, að frú. Hedges væri alltaf með klútinn af því að hún væri sköttótt, Eitt- hvað hlaut það að vera, að engin sála í húsinu hafði nokkurntíma séð hana klútlausa. Þér eigið í erfiðleikum, sagði Davíð Spámaður. Þetta var verra en þegar hún var að koma sér að því að tjá frú Hedges vandræði sín. Hún hnipraði sig í stólnum og undr- aðist, að sér skyldi nokkurntíma hafa dottið í hug, að hún gæti sagt ókunnugum manni frá sér sjálfri, Jones og frú Johnson. Því meir sem hú.n hugsaði um þetta, því ringlaðri varð hún, þar til loksins varð henni það á að líta af vefjarhnettinum og framan í Spámanninn. — Segðu mér frá því, sagði hann og þegar hún svaraði engu, bætti hann við: — Er það mað- urinn þinn? — Já, svaraði hún með ákafa en snarþagnaði síðan. Maðurinn .... Jones var nú ekki maðurinn hqnnar, frekar en hinir, sem hún hafði búið með fyrr og síðar. Manninn sinn hafði hún^ekki séð í aldarfjórðung. . Hún hafði verið með hinum, af því að einmana kona á sér fárra kosta völ og það var óþolandi að búa alein í leigu- herbergi. En með mann sér við hlið var hægt að búa í íbúð — reglulegu heimili. — Segðu mér alla söguna, sagði Spámaðurinn. Ef hann er nokkur spámaður, ætti ég ekki að þurfa að segja honum hana, hugsaði hún gremju lega. En svo hvarf gremjan af því að augun í honum voru svo djúpstæð og háðið skein ekki út úr þeim, eins og hún átti mest að venjast hjá öðru fólki. Hann sat og horfði svona á hana, svo rólegur og þolinmóður, að áður en hún vissi af, var hún farin að tala. Það var allt í einu svo auð- velt að segja honum, hvernig hún hefði áður aldrei haft neitt fyrir sig að leggja og svo kom Jones og frú Johnson. — Og ég ætla ekki að láta sparka mér, sagði hún ögrandi. En svo bætti hún við: — Að minnsta kosti er ég þessvegna hingað komin. Getið þér þá ekki gefið mér eitthvað, svo að ég verði ekki rekin út? — Hvort er yður mikilvæg- ara? Að vera kyrr, eða að Jones hætti við ungu konuna? Min leit á hann og stritaðist 16 ummmaammmmmm við að hugsa. — Það er hvort- tveggja jafn mikilvægt, sagði hún loksins, — því að ef hann verður afhuga frú Johnson, rek- ur hann mig ekki út. — Það hangir þá hvorttveggja saman, er ekki svo? — Ja — Flest þannig lagað er með því markinu brennt. Spámaður- inn lagði fingurgómana í lófann og starði á þá: Min elti_ augnatillit hans og sá, að fingurnir voru langir og sveigj anlegir. Húðin á höndunum var jafnmjúk og á andlitinu. Einu sinni eða tvisvar leit hann fast á hana, en fór svo aftur að horfa á hendurnar á sér. — Ég get komið því svo í kring, að þú verðir ekki rekin út sagði hann loksins. Svo skal ég sjá hvað ég get gert með hitt að gera Jones afhuga ungu kon- unni, en þar get ég ekki lofað neinum árangri. Hann stóð upp og opnaði skáp, sem stóð beint fyrir aftan borð- ið. Þar voru hillur fullar af alls- konar glösum og pökkum. — Drekkur hann kaffi með morgunmatnum? spurði hann um öxl sér. Hann fyllti lítið glas með rauð- um vökva. Glasið var svo lítið, að hann notaði dropastaut til að fylla það með. Næst tók hann ljósgrænt duft úr öskju og Min varð fyrir nokkrum vonbrigðum, því að þetta duft var ekki gljá- andi eins og það sem hún hafði séð úti á búðarborðinu, heldur gljáalaust. Hann setti tvö lág kerti á borðið, seildist svo inn í skápinn og dró þaðan út kross einn, sem hann hélt á í höndun- um eitt andartak, en. setti síðan á borðið hjá kertunum. Svo settist hann niður við borð ið og sagði: — Þetta og svo við- talið kostar tíu dali. En ég tek enga ábyrgð á því, unga frú. En þó ábyrgist ég, að þér verður ekki fleygt út. Er það allt í lagi? Min seildist í veskið sitt og tók upp tvo laslega fimmdala seðla og lagði á borðið. Spámað- urinn braut þá saman og stakk þeim í vestisvasa sinn. — Hlustaðu nú vandlega á: Á hverjum morgni seturðu einn dropa af rauða vökvanum í kaff- ið hans. Bara einn dropa. Ekki meira. Þegar Min gaf til kynna, að hún skildi, hélt hann áfram: — Á hverju kvöldi klukkan tíu, skaltu láta þessi kerti loga í f imm mínútur. Þú verður að hreinsa íbúðina á hverjum degi. Hreinsa hana þangað til ekki sér á neinu. Hornin. Skáphillurnar. Glugga- kisturnar. Min varð hugsað til ryksins á gólfinu í skápnum, þar sem óhefl uðu fjalirnar virtust gleypa í sig allt ryk, sem þarna var til. Svo mundi hún eftir feitinni, sem hafði safnazt fyrir í bakara- ofninum. Og sót á gluggakistun- um. Hún ætlaði að ráðast að því strax þegar hún kæmi heim. Hann benti á krossin með ein- um fingrinum. — Þetta veitir þér öryggi á nóttunni, sagði hann. Hengdu hann upp yfir rúminu þínu. En hvað duftið snertir . . . hann hallaði sér fram og hægði á talinu — þá er það mjög sterkt. Þú þarft ekki nema lítið af því í einu. Berðu það allt af á þér, því að ef Jones skyldi reyna að reka þig út, kemur duft ið í veg fyrir það. Stráðu dá- litlu af því á gólfið, ef hann ætlar að fara að verða ofsafeng- inn, og þá hættir hann við allt ofbeldi. Krossinn, kertin og meðala- glasið urðu allvænn böggull, því að hann gekk frá því 1 pappa- kassa og hvítum pappírsumbúð- um utan um allt saman. Hann rétti henni öskjuna með duftinu í. — Þessu skaltu stinga í vasa þinn, skipaði hann, — því að þú gætir þurft þess með í kvöld. Þú kemur 'við hjá stúlkunni við búðarborðið, og hún gefur þér dropastaut. — Ó, þakka yður fyrir. Þér vitið ekki, hvað þér hafið gert mikið fyrir mig. Hann kvaddi hana með handa- bandi og henni fannst þetta við- tal það bezta, sem hún hafði lengi haft af að segja. Að vísu hafði hann nú ekki sagt sérlega mikið, fyrr en þarna seinast, þegar hann var að segja henni fyrir um, hvernig hún ætti að nota það, sem hún fékk hjá 'hon- um. En hún naut þess, hve rólega hann hafði hlustað á hana þegj- andi með óskiptri eftirtekt. Slíkt hafði enginn áður gert. Læknir- inn, sem hún talaði stundum við í lækningastofunni, var snöggur upp á lagið og óþolinmóður, og þurfti alltaf að flýta sér. Jafn- vel meðan hann var að spyrja hana, hvort verkurinn væri hérna, hvort það væri skónum að kenna, hvort verkurinn væri oft, þá var ekki eins og hann væri að tala við hana sem sérstaka manneskju. Þessir læknar litu á Höfn í Hornafirði BRÆÐURNIR Ólafur og Bragi Ársælssynir á Höfn í Hornafirði eru umboðsmenn Morgunblaðsins þar. Þeir hafa einnig með höndum blaðadreifinguna til nær- Iiggjandi sveita og ættu bændur, t.d. í Nesjahreppi að athuga þetta. Sandur UMBOÐSMAÐUR Morgun- blaðsins á Sandi er Herluf Clausen. Gestum og gang- andi skal á það bent, að í Verzl. Bjarg er Morgun- blaðið selt í lausasölu. Grundarfjörður VERZLUN Emils Magnús- sonar í Grundarfirði hefur umboð Morgunblaðsins með höndum, og þar er blaðið einnig selt í lausasölu, um söluop eftir lokunartíma. Blaðburðarfólk óskast til blaðbuiðar 1 eítirtalin hveríi Sími 22-4-80 Bergslaðarstræti KALLI KUREKI -Xr* -K- Teiknari: J. MORA [IF YOÚD'VE COME TO TH' RAMCH AM’ ASKED, l'D’VE &IVEM YOU ALLTH’ MEAT l YOU WAWTED/ JUST&O BACK TOTH’ IJESEKVATIOW AW' I WOM'T REPORT YOU/ — Ef þið hefðuð komið til búgarðs- ins og beðið mig, þá hefði ég gefið ykkur allt það kjöt, sem þið þyrftuð með Farið aftur til landsvæðis ykk- ar og ég mun ekki gefa skýrslu um atferli ykkar. WE SOWMA RAISE BI& WAR PARTY-- PI&HT OUR WAY TOMEXICO, LIVE PREE? 1] PLENTY ABACHE COME IWITHUS/ WEGONNA RIDE WHITE MAK3 HORSES, EAT WHITE MAN BEEF/ — Við snúum ekki við. Hvíti mað- urinn hefur ekki leyfi til að staðsetja indíána á afmörkuðu landsvæði Þetta er ekki ykkar land, þetta er land Apacheættbálksins, sem hvíti maðurinn staL —Við munum’stofna til styrjaldar og brjóta okkur leið til Mexico og lifa frjálsir. — Mikill fjöldi Apacheindíána mun fylgja okkur. Við munum ríða hest- um hvítu mannanna og éta kjöt hvítu mannanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.