Morgunblaðið - 06.04.1965, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.04.1965, Blaðsíða 32
" MAMDBÓK VER2LUMAR MANNA ÁSKRIFTARSÍMt 116688 16688 16688 81. tbl. — Þriðjudagur 6. apríl 1965 HANDBÓK VERZLUNAR IVTANNA ÁSKRtFTARSÍtVTi 16688 16688 16683 Játa ávísanafalsanir og fjölda innbrota Nó fyrir skömmu játuðu 12 piltar á aldrinum 13—19 ára á sig að hafa ýmist verið viðriðn- ir innbrot, ávísanafölsun eða hvort tveggja. Er hér urr. allviða mikið mál að ræða, en hinar fölsuðu ávísanir voru að upphæð samtals 7300 krónur og þýfið var einnig talsvert verðmætt, en ]>að var aðallega sælgæti, vindlingar ©g peningar. Mál þetta komst upp með þeim hætti, að fyrir skömmu komu 3 piitar inn í verzlun eina í aiu.sturbænum. Keyptu þeir þar nokkuð af vörum, sem þeir greiddu með ávísun að upphæð 2,050 kr. Virtist ávísunin vera rétt fyllt út og í bezta lagi. Eigi að síður fékk kaupmaðurinn grun um, að ekki væri allt með feildu. Hringdi hann í banka þann, sem ávísunin hljóðaði á og fékk þær upplýsingar, að hér væri um falsaða ávísun úr stolnu tékkhefti að ræða. Hljóp hann því þegar á eftir drengjunum og náði tveimur þeirra. Játaði ann- ar þá, að hann hefði fengið þetta tékkhefti hjá 13 ára félaga sín- um, er náðist skömmu síðar og játaði að hafa komist yfir það 1 innbroti. Þriðji drengurinn sem hafði peninga þá, sem þeir höfðu fengið til baka, náðist ekki fyrr en daginn e-ftir, og hafði hann þá eytt peningunum í sælgæti og leigubíla. Sá sem tékkheftinu hafði stol- ið, hafði síðan lent í slagtogi með tveimur 19 ára piltum, sem gefið höfðu út 2 ávísanir úr heftinu. Þeir hafa báðir áður komið við sögu hjá lögreglunni. Sjálfur hafði hinn 13 ára inn- brotsþjófur átt aðild að útgáfu *veggja ávísana auk þeirrar, sem fyrr er getið. í öllum tilfellum var sá háttur hafður á, að keypt var eitthvað af vörum, oftast sælgæti eða tóbaki ,og síðan fengnir til baka peningar. Alls voru hinar fölsuðu ávísanir að upphæð kr. 7300, og áttu að þeim aðild alls 7 piltar á aldrinum 13—19 ára. Þegar nánar var farið að rann- saka mál þetta kom } ljós, að 3 þeirra sem þátt tóku í að falsa ávísanirnar, höfðu einnig tekið þátt í mörgum innbrotum ásamt 5 öðrum drengjum á aldrinum 13—15 ára. Innbrotin og tilraun- ir voru alls um 15 og voru dreng irnir í þeim saman til skiptis 2— 3 í ein-u. Þýfið í þessum innbrot- um var talsvert að verðmæti sem fyrr segir. Mál þessara unglinga verða síð an afhent barnavemdarnefnd til I meðferðar. Inflúenzan ekki komin til borgarinnar BLAÐIÐ hafði í gær sam- band við borgarlækni og spurðist fyrir um hvort inflú- enza væri hér að ráði í borg- inni ©g þar með hvort um- gangsveikin norðan úr Húna- vatnssýslu og Skagafjarðar- sýslum væri hingað kon?.in. Borgarlæknir kvað ekki bera á því, enn sem komið væri. Aðspurður sagði hann, að allmikið myndi hafa verið bólusett sér gegn inflúenzu, bæði á Heilsuverndarstöðinni og hjá einstökum læknum. Væri ekki vitað um nákVæma tölu hinna bólusettu, sökuim þess að bólusetningin gengi ekki í gegnuim Heilsuverndax stöðina einvörðungu. Fékk 280 tonn við Grænland BLAÐIÐ hafði af því spurnir í gær, að togarinn Sigurður hefði fengið um 300 tonn af karfa á stuttum tíma og hringdi því til Einars Sigurðs- sonar útgerðarmanns og spurðist nánar fyrir um þetta. Einar kvaðst búast við Sigurði af veiðum í dag með um 280 tonn af karfa nær eingöngu. Hefðí tog arinn verið 8 daga á veiðum og aflað sem svaraði -35 tonnum á sólarhring og teldist það ágætt þegar meðaiafli togaranna væri um 10—12 tonn á sólarhring yfir árið. Blaðið spurði Einar um afla Víkings frá Akranesi, sem nú er á leið til útlanda með afla sinn til sölu og hafði veitt á Græn- landsmiðum. Þeir Vikingur og Sigurður höfðu farið út á svip- uðum tíma, þó Vikingur 1—2 dögum íyrr og héldu báðir til Grænlands. Sigurður varð að halda heim á leið sokum veik- inda eins skipsmanns, sem þó tókst að lækna á heimleið og varð því að ráði að leita karfamiða. Ef borið er saman við Víking er þetta önnur veiðiför Sigurðar og má gera ráð fyrir að hann verði búinn að vera á veiðum í hinni þriðju nokkra daga-áður en Vik- ingur kemur úr siglingunni. Hef- ur Sigurður þá farið tvær veiði- ferðir og dregið að landi um 500 tonn á sama tíma. Stöövast i HINAR stóru flugvélar Loft- , leiða, sem Canadair-verk- smiðjurnar hafa hyggt fyrir I félagið, eru nú stöðvaðar sök- | um krafa flugmanna um kaup i hækkun. Fundir stóðu í gær með 1 sáttasemjara frá kl. 13.00 til 21.30 og var engar fréttir af j þeim að segja. Blaðafulltrúi félagsins | skýrði blaðinu frá því í gær, I að félagið myndi taka leigu- I vélar til að halda uppi áætl- I unarflugi. Væru þær af gerð- inni DC6. Einar kvað verðmæti afla Sig- urðar um 1650 þúsund úr sjó, en 3 milljónir af fullunnri vöru. Ástæðan til þess að Sigurður fékk svo mikinn afla á svo skömmum tíma er sú, að hann var einskipa framan af. Skipstjóri á Sigurði er Auð- unn Auðunsson. Innbrot í geymslur við Rauðavatn f SÍÐTJSTU viku hefur verið brot izt inn í tvær stórar vörugeymsl- ur, sem éru rétt sunnan vegarins við Rauðavatn. Þar voru brotnar margar flöskur og glös af ýmsum gerðum. Einnig voru brotnar tvær 60 lítra flöskur, var önnur þeirra full af brennisteinssýru en hin af saltsýru. Hér hafa börn greinilega verið að verki, og eru foreldrar vinsamlega beðnir að láta rannsóknarlögregluna vita, ef þeir verða varir við, að föt barna þeirra eru sýrubrunnin. Fótbrotnaði KLUKKAN 9 á laugardagskvöld- ið varð maður fyrir bifreið á Kársnessbraut. Hafði hann geng- ið vinstri vegarkant, dökkklædd- ur og bifreið ók aftan á manninn. Hiaut hann fótbrot. • • Olvaður nnaður ræðst á dreng KL. rúmlega 8 sl. laugardags- kvöld voru nokkrir drengir að leika sér á íþróttavelli norðan við Ljósheima. Þar á vellinum var ölvaður maður, og voru dreng- irnir að áreita hann. Brást hinn ölvaði maður ókvæða við og réð- ist að drengjunum? Náði hann einum þeirra, sem var 9 ára gam- all, tók fyrir kverkar honum og neri andliti hans við sandinn og rauðamölina. Meiddist drengur- ínn nokkuð í andliti. Lögreglan tók manninn í sínar vörzlur. Tollar 3 vélum lækki Frumvarp um lagt fram í GÆR var lagt fram á Alþingi frumvarp frá ríkistjórninni um nýja toilkrá. Meginbreytingin, sem þetta frumvarp hefur í för með sér, er lækkun I©Ila af vél- urn, sem nú eru yfirleitt 35%, þannig að t©llar af almennum iðn aðarvélum verði 25%, en 10% al vélum og tækjum ti! vinnslu fiýja tollskrá á Alþingi útflutningsafurða, öðrum en þeim véium, sem jafnframt eru framleiddar í landinu. Aí þeim verði tollur 15%, í athugasemd með frumvarp- inu um tollskrána segjr m.a.: „Hinn 12. desgmber 1963 skrif- aði fjármálaráðherra tollskrár- nefnd svo hljóðandi bréf: „Það er og hefur verið stefna núverandi ríkisstjórnar að hafa gjöld á innfluttum vélum og öðr- um tækjum til atvinnuveganna eins Jág og fjárhagur ríkissjóðs frekast leyfir. í samræmi við það var með setningu nýrra tollskrár laga á síðasta vori ákveðin veru leg iækkun á tolli landbúnaðar- véia, og sömuieiðis voru lækkað Framhald á þis. 8. AB MORGNI laugardags s.I.| fórst Hörður Magnússon, starfs | maður flugumferðarstjórnar- . innar á Keflavíkurflugvelli,' af slysförum á flugbraut þar | i vellinum. Hörður var mað-{ ur um fertugrt ©g lætur eftir, sig konu af enskum ættum ogj fjögur börn. Niðurstöður rann-' sóknar nlvfKÍM eru ekki ennj kwukar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.