Morgunblaðið - 06.04.1965, Blaðsíða 6
6
MORGU N BLAÐIÐ
Þriðjudagur 6. apríl 1965
ÚTVARP REYKJAVÍK
HANNES Jónsson, félagsfræðing-
ur, lauk erindaflokki sínum um
fjölskyldu- og hjúskaparmál
sunnudag 21. marz. Ég held, að
margir hafi fylgzt með þeim
flokki og vafalaust ýmsir sér til
nokkurs gagns. Oig það jafnt fyrir
því, þótt einstakar kenningar
hafi vakið óónægju hjá vissum
aldursflokkum og kunni jafnvel
að orka tvímælis, eins og svo
margar kennisetningar. — Þátt-
urinn „Hvað er svo glatt", sem
fluttur er annað hvert sunnu-
dagskvöld, er greinilega í fram-
för. Verst, ef hann verður felldur
niður mitt í vorbröigguninni, eins
og svo margir skemmtiþættir
vetrardagskrárinnar verða að
þola.
Njörður P. Njarðvík, cand. mag.
talaði um daginn og veginn á
mánudagskvöld. Skólamál og
kjaramál menntamanna voru
honum efst í huga. Hann taldi
óþarft að reisa nýjan háskóla, á
meðan útskrifaðir stúdentar
væru innan við 5000 á ári. Hins
vegar væri þörf nokkurra nýrra
menntaskóla, en þess yrði að
gæta, að þeir væru reistir á stöð-
um þar sem þeirra væri mest
þörf. T.d. væri vafasamt, hvort
rétt væri, veigna fólksfæðar, að
reisa menntaskóla á ísafirði og
Eiðum. Virtist- hann því hafna
þeirri hugmynd að beita mennta-
skólum til að draga úr fólksflótta
úr strjálbýlum landshlutum.
Njörður ræddi hinn mikla
kennaraskort í gagnfræðaskólum
landsins. Víða yrði þar að notast
Finnskir
námsstyrkir
FINNSK stjórnarvöld hafa á-
kveðið að veita íslendingi styrk
til háskólanáms eða rannsóknar
starfa í Finnlandi námsárið 1965
—66. Styrkurinn veitist til 8 mán
áða dvalar og nemur 450 eða 550
finnskum mörkuim á mánuði, eft
ir því hvort um er að ræða há-
skólastúdent eða fræðimann, sem
lokið hefur háskólaprófi.
Þá munu finnsk stjórnarvöld
veita þrjá samskonar styrki til
framhaldsnáms, er íslendingum
við kennara,
sem hefðu ekki
tilskilda mennt
un í sinni
^ kennslugrein.
Þetta kenndi
hann lélegum
launakjörum há-
skólamenntaðra
| manna, sem
* kenndu í gagn-
Njörður P. fræðaskólum. —
Njarðvík Þannig fengju
norrænufræðinigar, sem kenndu
í gagnfræðaskólum ekki nema
9930.00 kr. á mánuði í byrjunar-
laun, en kæmust í 12300.00 eftir
10 ár. Hann taldi óréttlátt, að sá
möguleiki væri fyrir hendi, að
menn með háskólrapróf hlytu
lægri „æfitekjur“ en þeir, sem
ekki hefðu slíkt próf.
Það er ekki mjög langt síðan
orðið æfitekjur var tekið í not-
kun, að ég held. Þetta er ekki
ljótt orð áferðar, stafafjöldinn
myndar meira að segja kvaðrat-
tölu. — Ég hefi þó aldrei getað
fellt mig vel við hugtakið. Því
hefur mjög verið beitt upp á síð-
kastið, m.a. til að afsaka útflutn-
ing sérmenntaðra fslendinga til
starfa erlendis. En í því sambandi
er margs að gæta.
Háskólamenntaður maður, sem
flytur til annars larids í von um
hærri æfitekjur þar en á fóstur-
jörð sinni, verður fyrst að hafa
grandskoðað að hann eigi ekki
kost á lífvænlegum tekjum
heima. Þá verður hann einnig að
líta á það, hve miklar „æfitekjur"
þjóðin í heild kann að hafa af
starfi hans. Það veltur á þeim
tekjum, hvort ríkinu tekst í
framtíðinni, að byggja þegnunum
grundvöll hærri æfitekna.
Kannske ættu allir íslendinigar
kost á hærri tekjum einhvers
staðar annars staðar. En þá verða
þeir að greiða á milli æfi sína
sem íslendingar. „Æfitekjur“
þjóðarinanr yrðu eftir í ófullnýtt-
um auðlindum landsins.
í heild var erindi Njarðar at-
hyglisvert og rétt stefna hjá út-
varpinu að útjaska ekki um of
þröngum hóp manna í dags og
vegs rabbi.
Síðar um kvöldið ræddust þeir
við í „Tveggja manna tali“ Bjarni
Jónsson vígslubiskup og Matthías
Johannessen, ritstjóri. Kunni
Bjarni frá mörgu að segja af
sínum langa og starfsama æfiferli.
Séra Bjarni er fæddur íReykja-
vík árið 1881. Faðir hann var
ættaður úr Kjósinni, en móðir
hans úr Engey. Ekki fór Bjarni
varhluta af sjúkdómum í bernsku.
Fékk hann t.d. taugaveiki, misl-
inga, lungnabólgu og barnaveiki.
Barnaveikin hafði næstum riðið
honum að fullu, en Jónassen,
landlæknir, bjargaði honum á
síðustu stundu með skurðaðgerð.
Það gerðist 26. júní 1886.
Sama mánaðardag, 24 árum síðar,
var hann vígur prestur í Reykja-
vík.
Stúdentsprófi hafði Bjarni
lokið 1902. Foreldrar hans voru
raunar of fátækir, til gð geta
styrkt hann til náms, en hann
hlaut námsstyrk og fyringreiðslu
góðra manna, sem gerði honum
kleift að legigja út á mennta-
brautina. Að stúdentsprófi loknu
hélt hann til Kaupmannahafnar,
í fyrstu óráðinn í því, hvað hann
skyldi leggja stund á, en þó varð
það úr, að hann nam guðfræði.
Áttu þeir Jón Helgason, síðar
biskup, og séra Friðrik Friðriks-
son drjúgan þátt að því, að hann
lagði þá námsgrein fyrir siig. En
þó kvaðst séra Bjarni aldrei
mundu hafa lagt fyrir sig prests-
skap, ef hann hefði ekki trúað og
treyst Guði. Sú
trú var honum
aflgjafi í öllum
erfiðleikum lífs-
ins.
Sem áður get-
ur var séra
|Bjarni vigður
prestur í Reykja-
vík 1910. Áður
hafði hann verið
jskólastjóri á ísa-
firði um hríð.
Hfefur Bjarni
þannig stundað
prestsstörf hér í
borg í 55 ár.
Séra Bjarni
Jónsson.
Matthías minnti séra Bjarna á,
að eitt sinn hefði ekki munað
nema einu atkvæði, að hann yrði
kjörinn biskup yfir íslandi, og
öðru sinni hefði munað tiltölu-
leiga litlu atkvæðamagni, að hann
yrði kjörinn forseti. Bjarni taldi,
að báðar þær kosningar hefðu vel
ráðizt. Hann kvaðst ávallt frem-
ur hafa kviðið fyrir, að takast á
við stór verkefni. Prestsstörfin
hefðu stundum reynzt nógu erfið,
einkum er hann stóð andspænis
sjúkdómum og þungbærum sorg-
um sóknarbarna sinna. f spænsku
veikinni 1918 varð hann t.d. að
jarðsetja 115 manns á þremur
vikum.
Hér eru ekki tök á að rekja
náið þetta fróðlega viðtal. —
Séra Bjarni er einn þekktasti
humoristi íslenzkur. Aðspurður
sagði hann að vísu, að margt af
því tagi væri ranglega eignað sér,
oig væri slíkt meinlaust, en annað
bar hann ekki af sér. Það er um
að gera að segja alvarlega fyndni
og fyndna alvöru sagði séra
Bjarni.
Að lokum sagði hann, að menn
skyldu ávallt vera viðbúnir að
mæta Guði sínum. Óttinn hreki
oss ekki af braut, orkan vaxi í
hverri þraut“ voru niðurlagsorð
hans.
Séra Gísli Brynjólfsson flutti
fyrri hluta fróðlegs erindis á
kvöldvöku miðvikudagskvölds,
sem hann nefnir: „Þegar Klaustr-
ið missti kirkju sína“. Nefndi
hann þennan hluta: „Hús Drott-
ins hrörna og falla“. Greinir
hann þar frá því, er kirkja var
reist á Bakkavöllum á Síðu laust
eftir miðja 19. öld, en áður
hafði Kirkjubæjarklaustur verið
kirkjustaður. Síðari hluta er-
iridisins flytur séra Gísli mið-
vikudag 31. marz.
Að lokinni föstuiguðsþjónustu
í útvarpssal, sem séra Lárus
Halldórsson flutti, var þátturinn
„Raddir skálda“, helgaður Thor
Vilhjálmssyni, á fimmtudags-
kvöldið. Einar Bragi bjó þáttinn
til flutnings, en lesarar voru
Helga Bachmann, Helgi Skúla-
son, Hörður Ágústsson, og auk
þess höfundur sjálfur. Einar taldi
ýmsa helztu kosti Thors sem
skálds, eins og andlegt fjör, bar-
dagagleði og þá alúð, sem hann
hefði lagt við að frjóvga sinn
skáldlega anda, m.a. með ferða-
gefst kostur á að sækja um í
samkeppni við umsækjendur frá
öðrum löndum. Loks er boðinn
fram styrkur handa norrænum
fræðimanni til að leggja stund á
finnska tungu, og nemur hann
800 mörkum á mánuði.
Umsóknir um framangreinda
styrki skulu sendar menntamála
ráðuneytinu, Stjórnarraðshúsinu
við Lækjartorg, fyrir 25. apríl
n.k. Sérstök umsóknareyðublöð
fást í rá'ðuneytinu. Umsókn fylgi
síaðfest afrit prófskírtein, með-
mæli tveggja kennara, vottorð
um málakunnáttu og heiibrigðis-
vottorð.
(Frá Menntamálaráðuneytinu).
• VONSVIKINN
Kunningi riiinn fór í Kópa-
vogsbíó á sunnudagskvöldið og
bölvaði mikið, þegar hann kom
heim. Auglýst var ensk gaman-
mynd, en hann sagði, að sýn-
ingin hefði hafizt með tuttugu-
mínútna langri kommúniskri á-
áróðursmynd.
Svo sannarlega fara enskt
grín og kommúniskur áróður
ekki saman og það er illa gert
að svindla slíkri leiðindaþvælu
inn á fólk, sem fer í bíó til að
skemmta sér. A.m.k. ætti að
gefa afslátt af aðgöngumiða-
verði.
• ÍSINN OG AFLINN
Mikill var munurinn á veðr
áttunni hér syðra annars vegar
og fyrir norðan og vestan hins
vegar — í gær. Sumir eru farn-
ir að óttast að við ætlum ekki
að losna við ísinn — og lítið
held ég að þá verði úr síldveið-
um við Norðurland — þ.e.a.s., ef
ísinn hefur sig ekki burt áður
en okkar menn komast í síld-
veiðihaminn.
En samt eru ýmsir bjartsýnir
— og spá mikilli síld undan ísn-
um. Ekki veitir víst af síldinni
— og bjartsýninni. í fyrra öfl-
uðum við nær milljón tonna.
Það, sem af er vetrarvertíð mun
aflinn vera töluvert lakari en í
fyrra — og nú treysta allir á
páskahrotu. En hún getur víst
brugðizt eins og annar afli — og
þá mun okkur sjálfsagt ekki
veita af að góma síldina.
• BIFREIÐATRYGGINGAR
Bifreiðaeigendur brugðust
illa við fréttunum um hina stór-
felldu hækkun, sem boðuð var
á bifreiðatrygginigum. Það var
ekkert undarlegt, því minna
hefði nú mátt gagn gera. — Það
er ekkert einkennilegt, finnst
mér, þótt samtök bifreiðaeig-
enda hugleiði stofnun trygg-
ingafélags, þótt fæstir geri sér
auðvitað grein fyrir því hve
hagnaðurinn af slíkri félags-
stofnun yrði mikill, þegar öll
kurl kæmu til grafar. En þetta
er auðvitað alvarleg hótun, sem
tryggingafélögin munu sjálfsagt
taka til greina. Vonandi verður
hægt að ná samkomulagi um
meðalveginn, því það er vafa-
samur hagnaður fyrir þjóðar-
heildina að hafa tryggingafélög
Thor
Vilhjálmsson
lögum. En sérstaka áherzlu sagð-
ist hann sjálfur leggja á það, hve
hugumstór rithöfundur Thor
Vilhjálmsson væri.
Fyrsta bók
Thors: „Maður-
inn er alltaf
einn“ kom út
1950, en síðan
hefur hver bók-
in rekið aðra
með tiltölulega
stuttu millibili.
Nýjasta bók hans
um Jóhannes
Kjarval, kom út
fyrir síðustu jóL
Mörg verk
skáldsins hafa
verið þýdd á er-
lend tungumál.
Thor Vilhjálmsson er fæddur
árið 1925 og stendur því á fer-
tugu. Á hann því vafalaust enn
sín beztu verk órituð.
Jóhann Hannesson, prófessor,
hélt áfram erindaflokknum „Sið-
ir og samtíð“ á föstudagskvöldið.
Hann benti á 12 ráð til að gera
glæpamenn úr ungmennum. Með-
al þeirra ráða má nefna að láta
allt eftir þeim, banna þeim aldrei
neitt, halda þeim ekki til vinnu.
gera grín að þeim, ef þau spyrja
um mun rétts og rangs. Enn
fremur má reyna að kenna þeim
að heimta allt af öðrum og kenna
þjóðfélaginu um allt illt. Fleira
taldi Jóhann koma til greina. Ku
vera unnt að gera flest ungmenni
siðlaus með bessum hætti.
En regla sú er
ekki án undan-
tekninga taldi
Jóhann. Þannig
yrðu sumir ein-
ungis tauga-
veiklaðir aum-
ingja, sjálfum
sér verstir, en
héngju á sið-
gæðinu. Það fer
þá að vera stutt
í myndina, sem
Bólu Hjálmar
dró upp af sveitungum sínum
fyrir hundrað árum:
„Eru því flestir aumingjar,
en illgjarnir þeir, sem betur
mega“.
Nema þar virðist undantekn-
ingin hafa orðið reglunni yfir-
sterkari.
Jóhann
Hannesson
í hverri götu. Yfirleitt dreifum
við kröftunum of mikið, gerum
okkur ekki grein fyrir þvi
hve smáir við erum. íslending-
um hættir við að líta á sig sem
stórþjóð og hegða sér í sam-
ræmi við það.
En — sem sagt: Þetta eru
ósköp eðlileg viðbrögð af hálfu
bifreiðaeigenda.
• KLUKKUNNIFLÝTT
Mér finnst alltaf ánægjulegt
að flýta klukkunni, jafnleiðin-
legt og það er að seinka henni
á haustin — og taka við vetrar-
myrkrinu og skammdegisveðr-
áttunni. Vorið er á næstu grös-
um vonum við — og það lakasta
er í rauninni, að það líður allt
of fljótt. Nú eru ekki nema lið-
lega tveir og hálfur mánuður
þar til sólin fer aftur að lækka
á lofti svo að það er eins gott
að nota tímann og góða veðrið
(þegar það gefst) vel í sumar
— og njóta útiverunnar að svo
miklu leyti sem það er hægt.
B O S C H
þurrkumótorar, þurrkuarmar
og þurrkublöð.
BRÆÐURNIR ORMSSON hf
Vesturgötu 3. -— Sími 11467.