Morgunblaðið - 06.04.1965, Side 3

Morgunblaðið - 06.04.1965, Side 3
Þriðjudagur 6. apríl 1965 MORGUNBLAÐIÐ 3 Frá æflngu vélh|óladei!dar Á KRINGLUMÝRAR- BRAUT rétt sunnan Miklu brautar hafa undanfarna morgna farið fram æfing- ar lögreglumanna á vél- hjólum. Alls taka þátt í æf- ingunum 14 lögregluþjón- ar, og stjórnar Sigurður Ágústsson, varðstjóri í um- ferðardeild lögreglunnar, æfingunum. Er fréttamaður og ljós- myndari blaðsins komu á Kringlumýrarbraut í gær- morgun á níunda tímanum, voru þar 7 lögregluþjónar að æfingum í glampandi sólskini á nýmalbikuðum veginum. Þar var komið fyrir gulum blikkdunkum og óku lög- regluþjónarnir á milli þeirra eftir braut, sem myndaði 8. Ýmsir kynnu að halda, að þetta væri lítill vandi, en svo er hins vegar ekki. Allur hóp- urinn varð að gæta þess, að ekki yrði árekstur, þar sem þeir mættust í miðri braut- inni, og sagði Sigurður Ágústs son okkur, að með þessu fengju lögregluþ j ónarnir á- gæta æfingu i að taka krappa beygju, bíða þess að brautin fyrir framan þá yrði auð og halda síðan áfram á fullri ferð, á réttu augnabliki, alveg eins og þeir væru t.d. að koma að gatnamótum, þar sem gult Ijós logaði og grænt væri að koma. Þetta veitti þeim einn- ig ágæta þjálfun í að sýna öðrum í umferðinni tillits- semi, vera gætnir, en þó á- kveðnir. Að þessari æfingu lokinni var gulu dunkunum raðað eft- ir endilangri götunni með um það bil 10 metra millibili. Óku lögregluþjónarnir í fyrstu í einni röð hægt eftir götunni og á milli gulu merkjanna, svipað og þeir væru í svigi á skíðum. Beygjurnar voru mjög krappar og aðalvandinn sá, að halda jafnvæginu. Síð- an var hraðinn aukinn að mun og þá var auðvitað miklu erfiðara að komast hjá því að velta merkjunum um. Sigurður sagði okkur, að einn liður í æfingunum væri það, að vélhjólunum væri ek- ið í fylkingu með jöfnum hraða, og skipt væri um ein- falda, tvöfalda eða þrefalda röð öðru hverju, og gengju skiptingarnar ágætléga fyrir sig. Þá hefðu lögreglumenn einnig farið út fyrir bæinn og allt að því farið í fjallgöngu á vélhjólunum. Hefðu þeir haft af því mikið gagn. Sigurður Ágústsson sagði okkur, að umferðardeildin hefði tekið til starfa sem sér- stök deild innan lögreglunnar vorið 1960. Síðan hefðu 7 til 8 vélhjól verið í notkun. Ekki hefði verið unnið á kvöld- vöktum á vélhjólunum, en full ástæða væri þó til þess. Það hefði háð starfi umferð- arlögreglunnar mikið, að ekki hefði verið auðvelt að fá menn til að starfa í lögregl- unni. Með batnandi launum væri þó horfur á, að úr þessu mundi rætast á næstunni. Þegar við spurðum Sigurð að því, hversu gamla menn væri heppilegast að fá á vél- hjólin, svaraði hann því til, að ekki væri unnt að dæma um það eftir aldri eingöngu. Að öðru jöfnu væri þó heppileg- ast, að ungir menn réðust til starfa hjá lögreglunni. Yæri þá æskilegast, að fyrstu eitt til tvö árin væru þeir í götu- lögreglunni. Að þeirri reynslu fenginni yrðu þeir í vélhjóla- deildinni um tveggja til þriggja ára skeið. Lögreglu- þjónn á_ vélhjóli yrði á eigin spýtur að ráða fram úr marg- víslegum vandamálum í starfi sínu á hverjum degi. Þetta væri svo góður skóli fyrir unga lögregluþjóna, að þeir yrðu að honum loknum full- komlega færir til að gegna hvers konar öðrum störfum í þágu lögreglúnnar. Þýðingarmest af öllu væri þó það, að þeir sem gengju í vélhjóladeild væru menn, sem hefðu áhuga á sínu starfi, afköst þeirra yrðu alltaf mest. Þessum mönnum yrði að veita góða þjálfun, þeir duglegir og ákveðnir, gætnir og hafa gott vald á tæki sínu. Afköst hvers einstaks manns og dugnaður skipti miklu máli fyrir embættið, ekki sízt vegna þess að vélhjólin eru rándýr. Nú kostaði nýtt vél- hjól með talstöð nær fjórð- ungi milljónar króna. Þá sagði Sigurður okkur, að árangur æfinganna hefði ver- ið mjög góður. Meðal þátttak- enda væru þrír menn, sem enga reynslu hefðu haft, og hefðu þeir staðið sig með prýði. Þjálfun lögreglumann- anna væri alger undirstaða þess, að þeir gætu rækt starf sitt vel, og hefði lögreglan hingað til verið mjög heppin með þá menn, sem á vélhjól- unum hafa starfað. Ekki væri þó einhlítt að þjálfa lögreglumennina í því að vera duglegir í að starfa fyrir lögregluna. Það yrði einnig að gæta þess, að þeirra eigið öryggi væri sem mest í umferðinni. Einn þýðingar- mesti hluti þeirra æfinga, sem nú standa yfir væri einmitt það, að lögreglumönnum væri kennt að aka þannig í hinni Framhald á bls. 8. Þeir æfa sig reglulega á bifhjólunum til að vera viðbúnir hverskonar vandamálum umferö- arinnar. STAKSTÍIIVAR Á flótta fiá saimleikanum ÞAÐ hefur ekki farið fram hjá neinum, að Framsóknarmenn hafa Xítt ákveðna stefnu í helztú málum, sem leysa þarf á næst- unni. Xil að -breiða yfir stefnu- leysið grípur Tíminn til hreinna falsana um stefnu Sjálfstæöis- manna í stóriðjumálinu. 1 rit- stjórnargrein blaðsins sl. sunnu- dag segir svo: „f sambandi við hið svonefnda alúmínmál hefur verið rekinn furðulegur áróður af hálfu mál- gagna kommúnista og Sjálf- stæðismana. Blöð kommúnista hafa látið eins og allt myndi hér farast og aðrir atvinnuvegir falla í rúst, ef hér væri byggð alúmínverksmiðja, er veitti 300- 500 manns atvinnu. Málgögn Sjálfstæðisflokksins hafa hins vegar látið eins og allur vandi íslenzkra atvinnumála yrði leyst- ur, og þjóðin ætti greiða og auð- velda göngu framundan, ef um- rædd verksmiðja yrði byggð hér. Hvorttveggja eru þetta hin mestu falsrök. Þjóðinni þarf ekki að stafa nein hætta af 300-500 manna alúmínverksmiðju ef tryggilega verður frá samn- ingum gengið við hið erlenda fyrirtæki og framkvæmd samn- ingsins verður í Iagi. Jafn mikil firra er svo það, að bygging slíkrar verksmiðju sé einhver lausn á íslenzkum fjármálum og atvinnumálum, og því þurfi minna að hyggja að uppbygg- ingu annars iðnaðar og atvinnu- greina. Vinnufæru fólki fjölgar um mörgum sinnum 300-500 manns á allra næstu árum, svo að ekki sé lengra horft“. Hér er auðvitað um hreinar falsanir að ræða. Sjálfstæðis- menn og málgögnn þeirra hafa einmitt lagt á það ríka áherzlu, að ekki væri aðeins nauðsynlegt að koma upp stóriðju hér á landi, heldur jafnframt að kapp- kosta að efla þá atvinnuvegi, sem fyrir eru í landinu. Tilgang- ur Framsóknarmanna með þess- um málflutningi liggur í augum uppi: Þeir eru að breiða yfir þá ömurlegu staðreynd, að sjálfir þora þeir ekki að hafa ákveðna skoðun í þessu stórmáli, heldur reyna að láta líta svo út, sem þeir séu þeir einu, sem tryggt geti íslenzka hagsmuni í málinu með einhverri orðagjálfurs- lognmollu, sem enginn skilur, ekki einu sinni þeir sjálfir. Þessi hegðun er auðvitað ekkert nýmæli; Framsóknarmenn hafa aldrei haft kjark til þess að taka afstöðu í neinu stórmáli, sem deilt er um í landinu, vegna þess að þeir vilja alltaf bera kápuna á báðum öxlum til þess að styggja ekki þá sundurleitu hópa meiri og minni hálfkomm- únista, sem að flokknum standa. Framkvæmdir á Vestfjörðum Fyrir skömmu skýrði ríkis- stjórnin frá því, að Fram- kvæmdabankinn ynni nú að undirbúningi fimm ára áætlun- ar um framkvæmdir á Vest- fjörðum. í ritstjórnargrein Al- þýðublaðsins um þetta mál sl. sunnudag segir svo: „Það er merkur viðb.urður í íslenzkri athafnasögu, að gerð skuli í fyrsta sinn heildaráætlun um framkvæmdir í heilum lands- hluta. Tilgangur áætlunarinnar er að efla byggð á Vestfjöröum ög reyna að snúa við þeim brott- flutningi fólks, sem þaðan hefur verið. Er talið nauðsynlegt að byrja á að bæta stórkostlega samgöngur milli fjarðanna, þann- ig að þeir verði ein held með tveim höfuðbyggðum, á ísa- firði og Patreksfirði. Mun marg- víslegt gagn hljótast af bættum samgöngum, enda eru þær æða- kerfi þjóðarlíkamans“.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.