Morgunblaðið - 06.04.1965, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.04.1965, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 6. apríl 1965 Hátíoleg vígsluathöfn í hinni nýju MosfelIskirkju Vígslu-gestabók skal geyma nöfn 300—400 gesta Reykjum, 5. apríl: — VÍGSLA HINNAR nýju Mos- fellskirkju, á hinum forna kirkjustað að Mosfelli, fór fram að viðstöddu miklu fjöl- menni á sunnudaginn í hinu fegursta veðri. Ýmsar góðar gjafir bárust kirkjunni, en sem kunnugt er, gaf Stefán heitinn Þorláksson hreppstjóri viðtöku úr hendi prestanna, er voru vígsluvottar og tveggja sóknarnefndarmanna ýmsum gripum kirkjunnar svo sem biblíu, kaleik og ob- látudiski. Því næst hringdi for maður sóknarnefndar, Ólafur Þórðarson, hinni gömlu Mos- fellskirkjuklukku, sem komið hefur verið fyrir inni í kirkj- Sigurðsson yfirlit yfir sögu kirkjubyggingarinnar að Mos- felli og minntist Stefáns hrepp stjóra og hinnar stórkostlegu gjafar hans til sveitar sinnar og til kirkju og kristni. Einnig skýrði sr. Bjarni frá gjöfum þeim, sem kirkjunni höfðu borizt þennan dag, sem voru hökull írskur að uppruna rykkilín, skírnarlaug úr kjörviði með silfurskál, þrennir ljósastjakar úr silfri og eiri, silfur blómavasar, patínu úr silfri, altarisbrún og Mosfellskirkja. Sóknarnefndarmennirnir Ólafur um til vígslunnar í kirkjunni í Reykjadal, þorra eigna sinna að sér látnum, til byggingar þessarar kirkju. Athöfnin hófst kl. 2 síðdeg- is. Nokkru áður byrjuðu klukk ur kirkjunnar að hringja og barst ómur þeirra nú í fyrsta skipti um þveran og endilang an Mosfellsdalinn, en veður var stillt, en svalt nokkuð. Á hverjum bæ og býli í sveitinni blakti fáni við hún í tilefni af vígsludeginum. Gestir tóku að streyma heim að Mosfelli laust fyrir klukkan 2. Þegar biskup landsins, herra Sigur- björn Einarsson, ásamt fimm hempuklæddum prestum gengu til kirkjunnar var hún þéttskipuð og mikill mann- fjöldi framan við kirkjuna, því hún rúmaði aðeins lítinn hluta þess mikla fjölda fólks, sem kominn var, sóknarbörn og aðkomumenn. Var gjallar- hornum komið fyrir úti svo og inni í prestsetrinu vegna þessa fólks, svo að það gæti heyrt ræður og söng kirkju- kórsins. Hin fallega, litla kirkja var smekklega skreytt blómum. Er biskupinn var kominn inn í kirkjukór veitti hann Þórðarson og Hreiðar Gottsk álksson ganga á undan prestun- unni og las bæn í kórdyrum. Þessu næst hófst vígsluræða biskups. í ræðunni minntist biskup Stefáns heitins Þor- lákssonar og gjafar hans. — Kirkjukórinn, með 20 söng- röddum undir stjórn Hjalta Þórðarsonar á Æsustöðum organista, söng við athöfnina, en Guðrún Tómasdóttir söng stólvers með undirleik organ istans. Hún er dótturdóttir Magnúsar prests Þorsteinsson ar er síðastur bjó á hinu forna prestsetri á Mosfelli, þar sem núverandi sóknarprestur, sr. Bjarni Sigurðsson lét endur- reisa prestsetur sóknarinnar, fyrir nokkrum árum. Sr. Bjarni flutti prédikunina og þjónaði fyrir altari ásamt biskupi Tvö börn voru skírð við kirkjuathöfnina, annað ungbarnanna er innansóknar barn en hitt úr Biskupstung- um. Lauk svo kirkjuathöfn- inni um klukkan hálf fjögur með altarisgöngu. Á eftir bauð byggingar- nefnd kirkjunnar öllum þeim er viðstaddir voru athöfnina til kaffidrykkju í Hlégarði. Voru þar milli 300 og 400 manns. Þar flutti séra Bjarni altarisdúkur og sálmabækur, svo og bárust margir blóm- vendir og blómakörfur. Einnig þakkaði sóknarpresturinn þeim er varðveitt höfðu hina gömlu kirkjuklukku og hinn gamla kaleik, sem eins og klukkan á merka sögu að baki. í Hlégarði lá frammi gestabók, sem ætlazt var til að allir viðstaddir skrifuðu nöfn sín í. Munu yfir 250 manns hafa gert það. Þeir sem þess óska, geta skrifað nöfn sín í bókina heima á prestsetrinu. Þessari vígslu- gestabók verður komið fyrir í kirkjunni til varðveizlu um ókomin ár. Formaður sóknarnefndar flutti einnig ávarp við þetta tækifæri og gat þess að dag legur kostnaður við hina nýju Mosfellskirkju myndi greidd- ur af safnaðarsjóði. Sem fyrr segir var mikill fjöldi innanhéraðsmanna við- staddur svo og utansveit- armenn við vígsluathöfnina. — Prestar þeir sem komu til að vera vígsluvottar voru þeir: sr. Kristján Bjarna son á Reynivöllum, sr. Jóhann Hlíðar í Vestmannaeyjum, sr. Jón Árni Sigurðsson í Grinda vík og Sr. Guðmundur Guð- mundsson að Útskálum. — Að lokum skal þess getið að næsta messa í Mosfellskirkju verður klukkan 9 að kvöldi páskadags. — Jón. Biskupinn herra Sigurbjörn Einarsson og prestarnir er voru kirkjunnar vigsluvottar, með biskupi i ko . — (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.). Vorfagnaður LIONSKLÚBBURINN Þór efnir til vorfagnaðar næstkomandi föstudagskvöld kl. 7 e.h. Vorfagn aður þessi er haldinn í fjáröflun arskyni til styrktar einstaklingi, sem gangast þarf undir mjög al- varlega og dýra uppskurði er- lendis, en slík aðstoð er einmitt einn höfuðtilgangur Lionklúbba. Haraldur Á. Sigurðsson mun oetja veizluna, en Karl Guð- mundsson kynnir skemmtiatriði, sem verða fjölmörg. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur fyrir framan Sögu frá kl. 6:45. 14 Fóstbræður í Hótel Sögu munu t.d. syngja og nemendur úr 5. og 6. bekk Verzlunarskóla íslands munu sýna vor- og sumar fatnað frá Herradeíld P & Ó, Verzlun Báru Sigurjónsdóttur og Guðrúnarbúð við Klapparstíg. Á miðnætti stjórnar Brynjólfur Jó hannesson, leikari, happdrætti. Vinningar eru fatnaður sá, sem sýndur verður. Aðgöngumiðar að vorfagnað- inum verða seldir í Hótel Sögu milli kl. 5 og 7 í dag og kosta þeir 200 krónur. Jazzkvöld í Súlnasal A. F. S. - félagið í Reykjavík — samtök skólanema, sem dvalizt hafa í Bandaríkjunum á vegum American Field Service — efnir til jazzkvölds í Súlnasal Hótel Sögu nk. miðvikudag, 7. apríl, kl. 9 síðdegis. Þarna munu koma fram tvær íslenzkar jazzhljómsveitir undir stjórn Gunnars Ormslev og Arn- ars Ármanns, en auk þess mun leika 13 manna hljómsveit af Keflavíkurflugvelli. — Kynnir köldsins verður Ólafur Stephen sen. Allir skólanemendur og aðrir eru velkomnir á jazzkvöldið, og verður húsið opnað kl. 8:30 e.h. Færeyingurinn kominn fram RANNSÓKNARLÖGREGLAN lýsti um helgina og í gær eftir færeyskum sjómanni, Sören Djur huus-Höjgaard frá Þórshöfn, en hann er skipverji á báti frá Eski firði. Síðdegis í gær gaf sjómað- urinn sig fram við færeyska sjó- mannafélagið, heill á húfL Smádrengir hnupla úr verzlun SL. föstudag var komið með 4 drerugi 8 og 9 ára gamla, til rann- sóknarlögreglunnar. Höfðu þeir verið staðnir að því að hnupla sælgæti úr verzlun einni í aust- urbænum. Við yfirheyrslu yfir þeim kom í ljós, að þetta var i fyrsta sinn sem þeir höfðu hnuplað úr verzlun. Feður þeirra komu síðan og sóttu þá og munu væntanlega hafa gefið þeim til- tal og hirtingu svo að þeir haldi ekki áfram á þessari hálu braut.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.