Morgunblaðið - 06.04.1965, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.04.1965, Blaðsíða 17
Þriðjudagur S. apríl 1965 MORGVNBLAÐIB 17 Guðmuiidiir Jóussou, skólastjóri á Hvanneyrii MOP;GUNBLAÐIÐ hefur beðiS mig, svo sem nokkur undanfarin éx, að skrifa niður nokkra þætti um landbúnaðinn á s.l, ári. Mun ég í þessari grein safna saman nokkrum tölulegum niðurstöðum eftir því sem þær liggja fyrir. Hins vegar brestur mig bæði Veturinn 1964—1965 starfar sem kennari við skólann Pétur Sig- tryiggsson agronom. Hann er ætt- aður frá Húsavík, en útskrifaður frá landbúnaðarháskóla Norð- manna á árinu 1964, Sr. Guðmundur Þorsteinsson kennir ekki við skólann í vetur, Fella-heytæMa. tíma og heimildir til þess að gera að umtalsefni hina raunveru- letgu fjárhagsútkomu landbúnað- arins árið 1964. Veðrið í heild sinni var árið 1964 hlýtt, eitt af 6—7 hlýjustu árum þess- arar aldar. Einkum voru þrir fyrstu mánuðir ársins hlýir. Sum- arið var þó frekar kalt, um 1 gráðu neðan við meðaltal áranna 1931—1960. Úrkoma var heldur undir meðallagi víðast hvar. Bústærð Nokkur dæmi skulu nefnd um uppskeru og búfénað á stórum búum, en til samanburðar teknar í sviga tölur frá árinu 1963. Bessastaðir: Taða 2500 hestb. (2300), nautgripir 57 (57), sauð- fé 47 (37), hænsni 900 ( 900), kartöflur 15 tn. (10), dráttarvél- ar 4 (4). Vífilsstaðir: Taða 2500 hestb. (2400), nautgripir 82 (82), hross 0 (2), kartöflur 40 tn. (60) drátt- arvélar 4 (3). Blikastaðir: Taða 3000 hestb. (2600), nautgripir 85 (85), sauð- fé 35 (30), hænsni 250 (250), kartöflur 25 tn. (30), dráttarvél- ar 4 (4). Sámsstaðir: Taða 1200 hesbb. (1100), nautgripir 4 (3), hross 6 (7), káTtöflur 40 tn. úr % ha (90 tn. úr sömu landstærð), korn 110 tn. úr 10 ha (185 tn. úr 15 ha), grasfræ 2000 kg, mest tún- vingull. Vetrarbygg lifði af vetur- inn 1963—1964. Er þá sáð síðari hluta sumars og uppskorið næsta haust. Tilraunir eru gerðar á Sámsstöðum á um 1000 reitum. Holt í Stokkseyrarhreppi: Taða 3500 hestb, (3000), nautgripir 70 (70), sauðfé 450 (400), hross 12 (12), hænsni 30 (30), kárt- öflur 50 tn. (100), rófur 100 tn. (100), dráttarvélar 4 (4), nýrækt 6 ha (8). Laugardælir: Taða 6500 hestb. (5800), nautgripir alls að sæðing- arstöð meðtalinni 180 (180), hross 40 (40), hænsni 500 (500), gyltur 8 (8), svín alls 100 (110), dráttar- vélar 4 (4). Afkvæmaprófuð 3 naut árlega, 8 kvígur undan hverju. Hvanneyri: Taða og úthey 4800 hestb. (4500), nautgripir 108 (100), sauðfé 43'2 (418), hross 10 (8), dráttarvéíar 10 (9). Jarð- ræktartilraunir eru gerðar á um 1500 reitum, auk þess allmikið af efnagreiningum í sambandi við tilraunirnar. Verkfæranefnd hef- ur aðsetur á Hvanneyri. Þor- •teinn Þorsteinsson hætti kennslu «g rannsóknarstörfum á árinu. þar sem hann dvelur við nám í Danmörku. Búnaðarsamband Borgarfjarð- ar er að byggja búfjárræktarstöð í landi Hvannevrar fvrir norðan þjóðveginn við Vatnhamravatn. Það vatn hefur raunar að mestu verið ræst fram. Hólar: Taða 5000 hestb. (5000), nautgripir 70 (60), sauðfé 600 þar af 32 gyltur (40). Árlega eru afkvæmaprófuð 2 naut, 10—15 kviguF undan hvoru. Eftir 1 mjólkurskeið eru kvígurnar seld- ar á uppboði og seldust árið 1964 fyrir 6—16 þús. kr. hver. Á sæð- ingarstöðinni eru 20 naut, þar af 3 með 1, verðlaun. Haustið 1964 var byggð sérstök stöð fyrir hrútasæðingar. Tilraunastöðin á Akureyri: Taða 2300 hestb. (2000), nautgrip- ir 60 (50), kartöflur 350 tn. (150). Korn náði þroska, en gaf litla uppskeru. Tilraunareitir um 1000 (1000). Gerðar eru veður- athuganir m.a. hitamælingar og rakamælingar I jarðvegi niður í 1 m. dýpt, Efnarannsóknastofa var stofn- sett á Akureyri árið 1964. Á hún að efnagreina jarðveg, áburð og fóður f yrir bændur. Forstöðu- maður hennar er Jóhannes Sig- valdason licentiat í landbúnaðar- vísindum. Stórólfsvöllur: Korn um 360 tunnur af 80 ha. Grasmjöl 670 tonn (385). Graslendi 240 ha. Grasmjöl sett í fóðurblöndur, allt að 7% í kúafóðurblöndur. Ekk- ert af grasmjöli er flutt út. Grasamjölsverksmiðjan i Brautarholti Kjalarnesi: Hún hóf starfsemi sína sumarið 1963 og voru það sumar framleidd 100 tonn af grasmjöli, en s.l. sumar tæp 200 tonn. Nokkuð flutt úr til reynzlu í janúarmánuði 1965 í Brautarholti eru auk þess 30 rpjólkurkýr, 11 gyltar með um 70 grísi. Svínin eru fóðruð með gras- mjöli, um 30—40% af fóðrinu. Aftanítengd sláttuvél. (550), hross 100 (55), Stefán Jónsson kennari andaðist 7. okt- óber 1964. Ekki hefur enn komið kennari í hans stað. Tilraunir eru á Hólum undir umsjá Stefáns Aðalsteinssonar varðandi ull og arfgengi hjá sauðfé. Gunnarsholt: Taða 13000 hestb. sauðfé 1600 (1600), hross 15 (16), dráttarvélar 6 (6). Tvær flugvél- ar dreifðu tilbúnum áburði á 17 stöðum, alls um 500 tonnum. Kornuppskera varð um 600 tunn- ur af 60 ha. Framleitt grasmjöl um 100 tonn og 60—70 tonn hey- kögglar. ^ Egilsstaðir: Taða 4600 hestb. (4000), nauhgripir 112 (107), sauðfé 240 (230), hross 6 (6), gyltur 5 (5), svín alls 30—40, korn 300 tn. af 25 ha. Á Héraði var alls korn I um 150 ha. Skriðuklaustur: Taða 1600 hestb. (1250), sauðfé 750 (730), hross 8 (7), hænsni 15 (15). Til- raunareitir eru um 600 (600). Allt fé er fært inn á sérstök spjöld til þess að auðvelda útreikning á af- urðagetu. Er þetta gert undir umsjá Stefáns Aðalsteinssonar. Lundur við Akureyri: Taða 3300 hestb. (3000). nautgripir 152 (152), svín alls 840 (400), Fólksfjöldi í sveitum Manntal fer fram 1. desember ár hvert. Tölur frá síðasta mann- tali liggja enn ekki fyrir, en 1. desember 1963 var mannfjöldi í landinu alls 186,912 (183,478). Mannfjölgun frá árinu áður er því tæpl. 1,9%. Þrátt fyrir þessa miklu mannfjölgun, fækkar þó stöðugt fólki í sveitum. Árið 1963 nam sú fækkun 200 manns. í des- ember 1963 bjuggu í sveitum 31,411 manns. Síðastliðin 7 ár hefur fækkun í sveitum landsins numið alls 2,763 eða tæpl. 400 manns að meðaltali á ári. Af þjóðinni býr nú í sveitum 16,7%, miðað við 1. desember 1963 (17,2%). Þar sem eðlileg mannfjölgun í sveitum ætti að vera um 600 manns á ári, er auðsætt, að árið 1963 hafa flutt búferlum úr sveit í kaupstaði og kauptún um 800 manns. Jarðbætur Hér verður sýnt yfirlit yfir jarðabætur ársins 1963, en tölur frá 1964 eru enn ekki komnar fram; tölurnar eru teknar úr skýrslu Búnaðarfélags íslánds: Jarðabótamenn, tala. 3307 Nýrækt, ha 4421 Túnasléttur, ha 225 Matjurtargarðar, ha ' 97 Akrar, 'ha 277 Grjótnám, m3 15936 Handgrafnir skurðir, m3 6703 Lokræsi, m 9505 Plógræsi, km 946 Girðingar, km 591 Þvaggryfjur alst., m3 747 Áburðarhús, ms 15165 Haugstæði, m2 127 Þurrheyshlöður, m3 136573 Súgþurrkunarkerfi, m2 19741 Votheyshlöður, st., m3 14211 Matjurtageymslur, m3 5353 Vélgrafnir skurðir, m* 3488397 Ríkisframlag v/ jarðabóta 33,4 millj. kr. greitt á árinu 1963. Miðað við árið 1962 hefur ný- rækt aukist talsvert. Uppþurrkun lands hefur vaxið til mikilla muna, og verður rætt nánar um það í næsta kafla. Framræsla Á árinu 1964 voru í gangi 24 skurðgröfur hjá Vélasjóði (22), 4 hjá Landnámi rikisins (4), 16 hjá ræktunarsamböndum (13) og 12 hjá einstaklingum (6) alls 56 gröfur, þar af kom fullur vinnu- tími á 52. Talið er, að þessar gröf- ur hafi afkastað 1230 kn. löngum skurðum eða 5,2 millj m*, en þar við bætist landnámið, svo að alls verður rúmmálið nálægt 5,3 millj. m* (3,45). Mest afköst á gröfu urðu 283 þús. m*. Skurð- gröftur kostaði 6,08 kr. á m3 árið 1963, en búist er við, áð kostnað- urinn 1964 verði um 6,25 kr. á rúmmetra. Þessi afköst við fram- ræslu eru þau mestu, sem verið hafa hér á landi. Næst kemur árið 1958 með 4,1 millj m3. Lokræsaplógar af finnskri Köfnunarefni (Na), tonn .... Fosfórsýra (PaOs), tonn.... Kalí (KaO), tonn .......... gerð voru 3 I gangi, 2 sunnan- lands frá Finnlandi, en með þeim var ræst 1740 km. (946), og 1, sem var smiðaður af Eggert Hjartarsyni á Hvammstanga í nokkuð breyttu formi frá þeim finnska. Eggert vann með honum í Borgarfirði og Húnavatnssýsl- um alls 960 km. Plógræsi voru því alls gerð á árinu 1964 um 2700 km. en það svarar til að þau hafi þurrkað 2700 ha lands. Telja má líklegt, að opnu skurðirnir þurrki 4—5 þús. ha, svo að alls hefur verið þurrkað á árinu ekki minna en 7.000 ha. Landnám Nýbýlanefnd samþykkti árið 1964 stofnun 38 nýbýla (38). Veittur var styrkur til endur- byggingar íbúðarhúsa á 110 býl- um (125). Aukajarðræktarstyrk- ur, kr. 2500,00 á ha, er nú veittur öllum býlum, sem hafa tún undir 25_ha. Á vegum landnámsins unnu 4 skurðgröfur sumarið 1964. Þær grófu alls fyrir landnámið 71,000 m3 og fyrir bændur 353,103 m3. Guðmundur Jónsson Stofnlánadeild landbúnaðarina Úr A-deild stofnlánasjóðs, þ.e. til útihúsa, ræktunar, verkstæða, sláturhúsa o.fl. voru veitt alls 1164 lán (1275) að upphæð kr. 86,475,100,00 (89,950,000,00). Mik- ið af þessum lánum eru til 20 ára og með 6Vz vöxtum. Úr B-deild stofnlánasjóðs voru alls veitt til byggingar íbúðar- húsa 133 lán með fyrstu útborg- un (123) og 117 lán með annarri útborgun (96) að upphæð alls kr. 16,004,000,00. Þessi lán eru til 25—42 ára með 6% vöxtum. . Úr veðdeild Búnaðarbankans voru veitt 82 lán aðalleiga til jarðakaupa að upphæð kr. 5,560,000,00. Alls eru þá lán Búnaðarbank- ans út í sveitirnar um 108 millj. króna (109). Tilbúinn áburður Áburðarverksmiðjan í Gufu- nesi hóf framleiðslu á tilbúnum áburði 7 .marz 1954, en var vígð 22. maí sama ár, og telst það af- mælisdagur hennar. í tilefni af 10 ára afmæli verksmiðjunnar 1964 gaf hún 1 milljón krónuf, sem verja skal til jarðvegsrann- sókna. Fénu hefur enn ekki vec- ið ráðstafað. Sala tilbúins áburðar hefur verið sem hér segir: 1959 1962 1963 1964 7686 8998 9618 10020 3978 4322 4715 ' 5100 2252 2500 2973 3186 Pantanir árið 1965 hafa aukizt af fosfórsýru um 9%, en aðeins minnkað af köfnunarefni (um tæpl. 2%). Hafa því hlutföllin milli þessara tveggja áburðar- tegunda tekið allmiklum breyt- ingum frá fyrri árum. Á árinu 1965 verða að mestu fluttar inn sömu tegundir áburðar og s.l. ár, en auk þess nokkuð af áburðar- tegund frá Hollandi, sem hefur 25% köfnunarefni og 15% fos- fórsýru (P2O5), og er forfórsýran öll leysanleg í vatni. Nokkuð verður flutt inn af kalksaltpétri, en ekki meira en sem svarar V.t af því sem pantað hefur verið a£ honum. Heyfengur Á tímabilinu 1882—1890 var útheysfengur landsmanna að magni til næstum tvöfaldur á við magn af töðu, þ.e. 579 þús. hestb. af útheyi og 302 þús. hestb. af töðu að meðaltali á ári. Á tíma- bilinu 1931—1935 var magn af töðu og útheyi svo til jafnt eða um 7 millj. hestburða á ári af Framhald á bls. 19 Steypuurærivel a traktor.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.