Morgunblaðið - 06.04.1965, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.04.1965, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 6. apríl 1965 EFRI DEILD Lán fyrir Flugfélag íslands Gunnar Thoroddsen fjármála- ráðherra mælti í gær í Efri deild fyrir frumvarpi um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að ábyrgj- ast lán fyrir Flugfélag íslands til kaupa á flugvél, sem aðallega væri notuð á flugleiðum innan- lands, og ábyrgð megi veita fyrir allt að 80% af kaupverði flugvél- arinnar með fylgifé, þó eigi fyrir hærri fjárhæð en 32 millj. kr. í athugasemdum með frum- varpinu segir, að með lögum nr. 43 1964 vax ríkisstjórninni heim- ilað að ábyrgjast lán fyrir Flug- félag íslands til kaupa á nýrri flugvél af gerðinni Fokker Friendship til notkunar á innan- landsleiðum. Mátti ábyrgðarfjár- hæðin nema allt að 80% af kaup- verði vélarinnar með fylgifé, þó eigi hærri fjárhæð en 32 millj. króna. Ábyrgðarheimild þessi hef ur nú verið notuð og mun um- rædd vél koma til landsins í næsta mánuði. Flugfélagið telur sér mikla nauðsyn að eignast tvær Friend- ship flugvélar til þess að geta veitt sem bezta iþj ónustu á innan- landsleiðum í samræmi við áætl- anir, sem gerðar hafa verið um það efni. Hefur því félagið ákveð ið að ráðast í kaup á annarri vél af þessari gerð, en til þess að það geti orðið þarf ríkisábyrgð á láni, sem nemi allt að 32 millj. kr., eða jafnhárri fjárhæð og á- byrgzt hefur verið fyrir fyrri vél ina. Þar eð ríkisstjórnin vill stuðla að þvi, að kaup þessi tak- ist, er með frumvarpi þessu farið fram á heimild Alþingis til að veita umbeðna ríkisábyrgð. Var frumvarpinu vísað til 2. umræðu Og fjárhagsnefndar. Myndlista- og handíðaskóli íslands Auður Auðuns (S) gerði grein fyrir áliti menntamálanefndar um frumvarp um Myndlista- og handíðaskóla íslands og sagði að nefndin legði til, að frumvarpið yrði samþykkt með nokkrum breytingum, sem hún gerði síðan grein fyrir. Alfreð Gíslason (Alþbl.) talaði næstur og gerði grein fyrir breytingartillögu, sem hann hafði flutt um, að ríkið greiddi allan kostnað af skólanum. Auður Auðuns kvaðst ekki sjá ástæðu til þess að víkja frá ákvæðum frumvarpsins ,enda væru þau samin í samráði við fræðslumálastjórn Reykjavíkur. Það væru Reykvíkingar, sem sæktu þennan skóla mest einkum námskeið hans og því ekki nema eðlilegt, að Reykvíkingar bæru einhvern hluta af kostnaði vegna skólans. Var frumvarpinu siðan vísað til þriðju umræðu og breyt- ingartillögur menntamálanefndar samþykktar, en breytingartillaga Alfreðs Gíslasonar felld. Landgræðsla Bjartmar Guðmundsson (S) gerði grein fyrir áliti landbúnað- arnefndar um frumvarp um landgræðslu, sem þegar hefúr verið samþykkt í Neðri deild. Ásgeir Bjarnason (F) kvaðst vilja taka það fram, að hann væri þessu frumvarpi sammála, enda þótt í því kynnu að vera einhver smáatriði, sem deila mætti um. Fór hann fram á að fá upplýsingar um tekjuöflun landgræðslunnar. Bjartmar Guðmundsson svar- aði og sagði, að ekki lægju fyrir tölur um tekjur landgræðslunnar í framtíðinni, en tók það fram, að um þetta mál hefði verið mik- il samstaða af öilum og kvaðst hann treysta stjórnarvöldunum til fulls til þess að greiða fyrir þessu máli á þann hátt, sem bezt væri. Var frumvarpið síðan sam- þykkt til 3. umræðu. Ríkisborgararéttur Frumvarp um ríkisborgararétt var nú til 1, umræðu í Efri deild, en það hefur þegar verið sam- þykkt í Neðri deild. Var því vís- að til 2. umræðu og allsherjar- nefndar. NEÐRI DEILD Fundur í Neðri deild var stutt- ur. Þar var frumvarp um breyt- ingu á lögum um leigubifreiðar í kaupstöðum og frumvarp um fjölgun nefndarmanna í þing- fararkaupsnefnd alþingismanna úr 5 í 7 vísað til 2. umræðum og nefndar. Frumvarp um sölu dýra læknisbústaðar í Borgamesi var til 2. umræðu og mælti Gunnar Gíslason þar fyrir nefndaráliti og var því síðan vísað tii 3. um- ræðu. Fjaðrir, fjaðrablöð, hljóðkútar púströr o. fL varahlutir margar gerðir bifreiða Bílavörubúðin FJÖÐRIN Laugavegi 168. — Sími 24180. Árshátíð íslendingafélagsins i Finnlandi var haldin 20. raarz sl. Aðalræðuna við það tækifæri flutti rektor háskólans í Helsinki og fjallaði hún um „Tungumálín, vandamál Norðurlanda“. Meðal gesta á ársiiátiðinni vozu ambassador íslanids í Finnlandi og kona hans, frú Sigrún Ögmundsdóttir. Á mynd- inni eru, frá vinstri: Kurt Juuranito aðalræðismaðu r, frú Aline Juuranto Árni Tryggvason ambassador, frú Sigrún Ögmundsdóttir, prófessor Paavo Ravila, dr. Eino E. Suolahti, frú Aili Ravila og frú Ellen Juuranto. — AKbraut Framhald af bls. 1 gæti unnið að meðan hann biði. Ekki vildi hann bera fram mót- mæli við varðmenn, þar sem hann sagði þá ekki rétta aðila til að veita slíkum mótmælum viðtöku. Eftir nokkurra klukkustunda bið kom að bifreið Brandts en þá var honum tilkynnt, að hann fengi ekki að aka um a-þýzkt landsvæði að svo stöddu. Hins vegar var sagt, að einkaritari Nokkurskonar slönuakstur æfður. . . . . , Þegar við yfirgáfum Sigurð — Logreqluþjónar Ágústsson og hans menn, voru þeir að hvíla sig eftir stöðug- Framih. af bls. 3 an og æfingar í meira miklu umferð, að þeir væru en klukkustund, þar sem sí- ekki sjálfir í stöðugri lífs- fellt var ekið hring eftir hring, hættu. Þeir yrðu að læra að hraðinn minnkaður og aukinn fara rétt fram úr öðrum öku- a yíxl og keppzt við að fram- tækjum, vara sig á þeim sem fyigja sem bezt fyrirmælum á undan þeim æskju o. s. frv. Sigurðar varðstjóra. hans, bílstjórinn og sonur hans Lars sem var með í förinni, gætu hindrunarlaust haldið á- fram ferðinni til V-Berlínar. Brandt sneri við, ók til Ham- borgar og tók flugvél þaðan til V-Berlínar. í viðtali við blaða- menn á flugvellinum í Hamborg sagðist hann vona að herstjórnir þríveldanna, Bandaríkjanna, Bret lands og Frakklands, og stjórn V-Þýzkalands tækju með festu á þessum óskammfeilnu aðgerð- um A-Þjóðverja. Veginum lokað Klukkan níu i morgun var svo algerlega tekið- fyrir alla umferð um akbrautina (autobaninn) milli V-Þýzkalands og V-Berlín- ar um Babélsberg. Er það í fyrsta sinn frá því 1948, að leiðin er al- veg lokuð. Tilkynnt var að leiðin yrði lokuð í sjö klukkustundir, en opnað var á ný fjórum klukku stundum síðar. Einnig var lokað leiðinni frá Helmstedt til Berlín- ar, en þar höfðu bílar þurft að bítSa allt að sautján klukkustund- ir eftir að komast framhjá varð- stöðvum. Leiðin milli Hamborg- ar og Berlínar var áfram opin og umferð þar gífurleg. Sem fyrr segir var vegurinn um Babelsberg opnaður aftur eftir tæpar fjórar klukkustundir, en umferð miðaði eftir sem áður jafn hægt. Er þess getið að fjöl- skylda ein, seœ lagði upp frá V-Þýzkalandi í gærdag komst ekki til V-Berlínar fyrr en síð- degis í dag, 23 klst. eftir að hún lagði af stað. Vegalengdin er 175 km. Tveim brezkum herbifreið- um var haldið í Babeisberg löngu eftir að leiðin var opnuð. Sem fyrr segir staðhæfa a- þýzk yfirvöld, að ástæðan til þessara umferðartruflana séu sameiginlegar heræfingar A- Þjóðverja og Rússa, sem standa eigi í sex daga. Geti komið til mála að takmarka verði flug- ferðir Vesturveldanna frá V- Þýzkalandi til V-Berlínar vegna þessara æfinga. Einnig hefur verið tekið fyrir siglingar um Elbu, vegna æfinganna, að sagt er. Af hálfu Vesturveldanna er hinsvegar á bent, að hér sé um að ræða lið í mótmælum Austur- Þjóðverja gegn fyrirhuguðum fundi v-þýzka sambandsþingsins í V-Berlin 7. apríl nk. A-þýzk yfirvöld hafa bannað að v-þýzk- ir þingmenn fari til V-Berlínar með bifreiðum eða lestum. A-þýzk dagblöð segja, að verði af hinum fyrirhugaða þingfundi í Berlín kunni a-þýzk yfirvöld að sjá sig um hönd varðandi heim- sóknir V-Þjó'ðverja til ættingja í A-Berlín um páskana. Aðalmál- gagn a-þýzka kommúnistaflokks ins „Neues Deutschland" sagði í dag, að yrði af fundinum myndi a-þýzka stjómin grípa til alvar- legra gagnráðstafana. Þá hefur a-þýzka fréttastofan ADN lýst Vesturveldin ábyrg fyrir afleið- ingunum af þingfunidi V-Þjóð- verja í V-Berlín. Af hálfu Vesturveldanna hefur umferðartruflununum og hugsan legum takmörkunum flugferða verið harðlega mótmælt og sagt, a’ð flugvélar Vesturveldanna muni fljúga áfram eins og venju lega í 1509—3000 m hæð. Mlál þetta hefur verið til um- ræðu hjá báðum aðilum í dag. í V-Berlín átti Wil'ly Brandt fund með borgarstjórn og fulltrúum herstjórna Vesturveldianna. í Bonn ræddi Ludvig Erhard, kanzlari við sendiherra Vestur- veldanria og hélt síðan ráðuneyt- isfund. f A-Berlín ræddi Walter Uibridht, leiðtogi a-þýzkra kommúnista við sovézka aðstoð- ar-landvarnaráðherrann, Andrei Gretsjko, marskálk, sovézka sendiherrann í A-Berlín, P. A. Abrassvimov, og yfirmann sovézka flughersins K. M. A. Veráhynin. — Alþingi Framhald af bls. 32. ir tollar á ýmsum tækjum og vél um til fiskveiða. Hins vegar var að svo stöddu ekki talið fært að lækka toll á vélum almennt frá þvi, sem verið hafði. í nýju toll skránni er yfirleitt 35% tollur á vélum og tækjum öðrum en þeim, sem notuð eru við fiskveið ar og landbúnað. Ráðuneytið telur nú tímabært, að kannaðir verði möguleikar á því, að tollar á vélum og tækjum verði lækkaðir, og er tollskrár- nefnd hér með falið að gera þá athugun samkvæmt því, er hér segir: 1. Athuga þarf, hvort og þá að hve miklu leyti sé framkvæman- legt að ákveða tolla á vélum og tækjum til vinnslu útflutningsaf urða lægri en er á vélum og tækj um til annarra nota. Áætla mundi þurfa tekjumissi ríkissjóðs ef til slíks kæmi. 2. Athuga þarf, hve mikið það mundi kosta ríkissjóð, ef lækkað ir yrðu tollar á vinnuvélum og öðrum tækjum þess iðnaðar, sem framleiðir vörur og veitir þjón- ustu fyrir innlendan markað. í því sambandi verði athugað, hvort framkvæmanlegt sé, að tak marka tollalækkun við slíkar vél ar og tæki, eða hvort óhjákvæm anlegt sé, að takmarka tollalækk un við slíkar vélar og tæki, og þá hvern. — Þessu ætti að fylgja áætlun um áhrif slíkra ráðstaf ana á fjárhagslega afkomu ríkis sjóðs. 3. Athuga þarf aðrar hliðar þessa máls, svo sem hvaða aðrar breytingar kynni að þurfa að gera á tollskránni, ef tollar á vél um og tækjum yrðu lækkaðir, sbr. það, sem segir í liðum 1. og 2., og hverjar yrðu fjárhagslegar afleiðingar slíks fyrir ríkissjóð. í þessu sambandi mundi einnig þurfa að athuga áhrif lækkunar vélatolla á samkeppnisaðstöðu innlendra vélaframleiðenda. Ráðuneytið leggur áherzlu á, að nefndin hraði athugun sinni á þessu máli eins og frekast er kostur“. í samræmi við bréf þetta hófst tollskrárnefnd handa um undir búning að athugunum þeim, sem bréfið gerir ráð fyrir og hefur skilað frv. því, sem hér er lagt fram. Meginbreytingin sem frv. hefur 1 för með sér, er lækkun tolla af vélum, sem nú er yfir- leitt 35%, þannig að tollar af al mennum iðnaðarvélum verði 25%, en 10% af vélum og tækj- um til vinnslu útflutningsafurða, öðrum en þeim vélum sem jafn framt eru framleiddar í landinu. Af þeim verði tollur 15%. í frv. eru einnig nokkrar tæknilegar leiðréttingar og staðfestingar á eldri úrskurðum. — Hlutföll Framhald af bls. 1 um er skotið úr neðanjarðar- byrgjum, sem ekki eyðileggj- ast nenra vetnissprengja hittl þau beint. 54 langdrægar eldflaugar aí gerðinni Titan 11. 416 Polaris-eldflaugar i kafbátum. 630 sprengjuflugvélar ai gerðinni b-52. 80 sprengjuflugvélar aí gerðinni b-58. 225 sprengjuflugvélar al gerðinni b-47. McNamara sagði, að hlutföllin milli herstyrks Bandaríkjanna og Sovétríkjanna nú væru þrír eða fjórir móti einum. Og yfirburð- irnir nærri þeir sömu á ölluim sviðum vopnaframleiðsl'U. Me Namara bætti við, að ofangreint aetti auðvitað aðeins við uim fjölda vopnanna, en ómöguilegt væri að meta gæðin á raunbæf- an hátt. Síðan ræddi McNamara kjam- orkusprengingu Kínverja á dög- unum og sagði, að Bandaríkja- menn óttuðust ekki kjarnorku- sbyrk Kínverja. Kvaðst hann telja, að mörg ár myndu líða áð- ur en Kinverjnr eignuðust eld- flaugar, sem þeir gætu notað til að senda kjarnorkusprengj.ur til Bandaríkj anna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.