Morgunblaðið - 06.04.1965, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 06.04.1965, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ Þriðiudagur 6. apríi 1965 Ragaihildur Jónasdóttir frá Fannardal — áttrœð >ó nokkuð seint sé þó ætla ég að senda þér nokkrar afmælis Jínur, Ragnhildur. Ég ætla ekki a'ð gerg neina tilraun til þess að skrifa æfiágrip þitt, heldur aðeins nokkrar minningar, sem leita á hugann. Á innsta bænum í Norðfirði er gamalkunnugur bær, Fannar- dalur, og hann er fjöllum girtur á þrjá vegu og einu sinni ætluðu tröllkonur að spyrna saman Hólafjalli og Kallfelli og fylla dalinn, en þær gátu það ekki vegna þess að fiskur var rekinn í fjarðarkjaft og þetta var kross einn mikill, sem enn er varð- veittur á Norðfirði, og sfðan heit- ir fjaran krossfjara. Tröllkonan á Hólafjalli ætlaði að stökkva yfir dalinn til syst- ur sinnar á Kallfellinu, en þá missti hún annað lærið og það féll niður rétt fyrir utan bæinn í Fannardal. Ég hugsaði oft sem drengur um þessa sögu og mik- ið var ég feginn að þeim systr- um skyldi ekki takast þetta, því að þá hefði hann afi minn kannski dáið, og þá hefðu þau Jósef og Ragnhildur ekki getað átt þar heima. En það var alltaf hátíðisdgur hjá okkur systkin- unum að fá að komast inn í Fannardal. Þó að sólin sæist ekki í Fann ardal fyrr en komið var fram í marz og mikið að gera hjá >ér Ragnhildur, þá var alltaf sólskin hjá þér og þú hafðir slíkt aðdráttarafl fyrir barnssál- ina að undrum sætti. Ragnhildur, mikið var oft gaman að heyra fallegu sögurnar þínar um dýrin og blómin því allt var svo lifandi og fallegt hjá þér og svo áttir þú alltaf svör við mínum barnslegu spurn ingum. Ekki skemmdi það að hlusta á kvæðin þín og söngur- inn þinn var svo fagur að ennþá finnst mér ég heyri hann og þá mega okkar beztu söngkon- ur vara sig á samanburðinum. Ekki var heldur amalegt að koma í eldihúsið til að fá ofur- lítinn kaffisopa hjá þér og mola með kamfóru í. Þá stundina var ég orðinn að fullorðnum manni. Ég veit það, Ragnhildur, að þú manst það eins vel og ég, þegar þú varst að gefa silungnum í bæjarlæknum, sem fékk sinn skammt um leið og þú sóttir vatn í bæinn. Silungurinn þinn var svo gæfur, að þáð mátti strjúka hann og jafnvel taka hann upp, en þú sagðir að ég ætti að vera ósköp góður við hann og ekki halda honum lengi upp úr vatninu, því að þá gæti hann dáið. Ég vissi að allt sem þú sagðir var satt. í eldlhúsinu þínu var gat á þil- inu og einhverju sinni var ég að sniglast kringum þig í eldhúsinu sé ég allt í einu hvar rotta sting- ur út trýninu og ég sem alltaf hef verið me'ð því marki brend- ur að ekki er fyrir hugrekkinu að fara þegar rottur eru annars vegar, rýk upp til handa og fóta og segi: Ragnhildur sjáðu rott- una þarna, á ég ekki að sækja spýtu og negla fyrir gatið. En þú brosir með þínu sólskinsbrosi og sagðir: Nei, ertu nú komin blessunin, ég hef verið svo upp- tekin að tala við hann Svein, að ég hef alveg gleymt aS gefa þér og það er von að þú sért orðin svöng.“ Síðan tókst þú fisk og brauð- mola og settir fyrir framan gat- ið á veggnum og að vörmu spori kom rottan og borðaði róleg og ánægð, en ég stóð sem fjærst og ég gat, bæ'ði hræddur og undr- andi. Einhverju sinni þurftir þú að fara út í Neskaupstað og ég átti að vera hjá Jósef á meðan, og þá var Freyja þín nýbúin að eignast hvolpa og Jósef ætlaði sér að kasta hvolpunum þá um daginn og þú baðst mig að bjarga einum hvolpinum því að Freyju þætti svo undur vænt um þá, og ég var svo hreykinn af þessu trúnaðartrausti, sem þú sýndir mér. En hvernig átti ég að fara áð því að bjarga einum hvolp- inum stóð ég í alveg stökustu vandræðum með. Ég var upp- tekinn af því að hlusta á Jósef um daginn. Hann var mjög bamgóður, fróður og skemmti- legur og ég lifði mig inní sög- urnar, sem hann var að segja mér. Æsir, guðir Rómverja og Grikkja urðu Ijóslifandi á hans góða og þróttmikla máli, sem fáir hafa talað betur, sem ég hef kynnzt. Ekki vantaði heldur spennuna í frásögn hans. Þegar hann var í Ameríska hernum og var að berjast við Indíánana og þegar þeir króuðu hann og liðs- menn hans af og hann komst einn undan af því að hann var afburða góður sundmaður og gat synt yfir fljót, en það var eina undankomuleiðin. Allir dagar eiga kvöld og allt í einu segir Jósef við mig að ég skuli telja hvolpana, því að nú sé þeirra örlagastund upp runninn. Hvolp- arnir voru fimm en ég taldi og sagði að þeir væru fjórir. Nokkru síðar kom Jósef með poka og bað mig að láta hvolpana ofan í hann og ég tók hvern hvolpinn á fætur öðrum, en ég sá hinsveg- ar að Jósef myndi þykja það harla einkennilegt, ef Freyja myndi ekki rísa upp, svo að mér hugkvæmdist það snjallræði að stinga einum hvolpinum í vasa minn. Síðan var Freyja lokuð inni og ég fór með Jósef að ganga frá hvolpunum, sem hann gerði á hreinlegan hátt. Ég var alltaf með hendina í vasanum á meðan á þessu stóð og hugsaði stöðugt um þáð hvað ég ætti að gera, ef Jósef skyldi nú heyra ýlfrið í hvolpinum og á heim- leiðinni lagði ég aldrei aftur munninn. Freyju var nú sleppt út og skömmu síðar sá ég tæki- færi til þess að lauma hvolpin- um út í skemmu og mikið var nú Freyja sæl, þegar hún fékk hvolpinn sinn aftur og vafði sig utanum hann og gaf honum að sjúga. Ég fór mína leið og lokaði skemmunni. Nokkru sfðar sakn- aði Jósef Freyju og við fórum út til þess að kalla á hana, en Freyja var greind því að hún svaraði okkur ekki, en mér fannst nú samt hálf leiðinlegt að geta ekki sagt Jósef frá þessu leyndarmáli því að hann var mjög áhyggjufullur út af Freyju. En svo komst þú heim og Jósef spurði þig strax hvort þú hefðir orðið var við Freyju, en þú sagð- ir nei við því, en sagðist strax skyldir fara út að kalla á hana og um leið horfðir þú til mín og ég gat sagt þér hvar Freyju væri að finna. Þú fórst út og sóttir mæðginin, og þegar þú komst inn aftur með þau, sagð- ir: „Sjáðu Jósef minn, hún Freyja okkar hefur eignast einn hvolp í viðbót.“ Jósef lét sér þessa skýringu vel líka og á meðan að þú varst að mjólka kúna sagði ég þér frá því hvernig ég gat bjargað hvolp inum, og þegar þú komst inn úr fjósinu þá sagðir þú Jósef frá því að þú hefðir ákveðið að láta hvolpinn heita Vasa og Jósef spurði, hvers vegna, og þú sagðist hafa verið að hugsa um Gústaf Vasa Svíakonung, en ég þóttist vita betur. Eitt af því sem við eigum lengst eru bernskuminningar og þær eru venjulegast það síðasta, sem er tekið frá okkur. Ég tel þáð mikið lán fyrir mig að hafa eignast vináttu þína og vinátta þín hefur oft hjálpað mér yfir erfiða hjalla í Jífsbraut minni, því áð mörg hvatningar og leið- beiningarbréf frá þér hafa mark að spor í sálarfylgsni mínu. f fyrra kom út bókin þín „Und ir Fönn“, sem Jónas Árnason rithöfundur skrásetti. Þegar ég heyrði talað fyrst um þessa bók hélt ég að það væri venjuleg æfi saga þar sem sagt væri frá mönnum og málefnum, en þú gazt ekki valið betur, en að segja frá samvistum þínum við dýrin, — þar lýsir þú bezt sjálfri þér. Si*tinn Guðmundsson. f VÉLABOLTAR BORÐABOLTAR BILABOLTAR FR. SKRÚFUR RÆR — SKÍFUR MÚRBOLTAR BODDÍSKRUFÚR Heildsala — Smásala Vald. Poulsen hf. Klapparstíg 29. Sími 13024. Viftureimar Bremsuborðar Kristinn Guðnason hf. Klapparstíg 25-27. Sími 12314. LAUGAVEGI 59..slmi 18478 ■ Innilegar þakkir til allra vina og vandamanna, sem glöddu mig sextugan. — Guð launi fyrir mig. Hjálmar Jónsson. Innilegar þakkir færi ég öllum þeim er sýndu mér vinarhug á sjötugsafmæli mínu þann 1. apríl. Einar Angantýsson. EIRÍKUR KRISTJÁNSSON fyrrv. kaupmaður á Akureyrí, andaðist að heimili sínu 5. þessa mánaðar. María Þorvarðardóttir og synir. Eiginmaður minn og faðir okkar ÞORVALDUR ELLERT ÁSMUNDSSON útgerðarmaður, Akranesi, andaðist sunnudaginn 4. apríl. Aðalbjörg Bjarnadóttir og börn. Sonur minn og bróðir okkar, EINAR FRIÐRIKSSON frá Bakka, Bakkafirði, andaðist 3. apríl í Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar. Guðrún Vigfúsdóttir og systkinin. KRISTÍN SVEINSDÓTTIR Bólstaðarhlíð 14, lézt í Landsspítalanum mánudaginn 5. apríl. — Jarðar- förin verður auglýst sýðar. Aðstandendur. Móðir okkar, UNA GÍSLADÓTTIR Hverfisgötu 106, Reykjavík, andaðist að Sjúkrahúsinu Sólvangi, Hafnarfirði, að kvöldi 3. apríl 1965. Börnin. Móðir mín, HERDÍS EINARSDÓTTIR sem andaðist 30. marz, verður jarðsungin frá Álfta- neskirkju fimmtudaginn 8. apríl kl. 2 e.h. Einar Sigmundsson. Móðir okkar, SIGURRÓS KRISTJÁNSDÓTTIR verður jarðsungin frá Þjóðkirkjunni, Hafnarfirði, fimmtudaginn 8. apríl kl. 2 e.h. Börn hinnar látnu. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarð- arför mannsins míns, föður, bróður, tengdaföður og afa JÓNS SIGURÐSSONAR frá Drangsnesi og SIGURÐAR JÓNSSONAR frá Litla Búrfelli. Klara Sigurðsson, börn, systkini tengdaböm og barnabörn. einaK oq plÖtUK

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.