Morgunblaðið - 13.04.1965, Side 25

Morgunblaðið - 13.04.1965, Side 25
Þriðjudagur 13. apríl 1965 MORGUNBLAÐIÐ 25 Þýzkalands. Við vitum að Loft leiðir hafa mikil viðskipti við Þýzkaland í gegn um stöð sína í Luxemboung. Lufthansa er ekkert andsnúið Loftleið- um, telur að það sé líka rúm fyrir þetta íslenzka félag á flugleiðinni milli Evrópu og Ameríku. — Um þessar mundir held- ur Lufthansa upp á merkilegt afmæli. Þann 1. apríl voru liðin 10 ár síðan Lufthansa var stofnsett á ný eftir stríðið og á þessum 10 árum hefur ökkur tekizt að byggja upp samgöngukerfi, sem teygir sig til allra heimshluta. Á afmæl- isdaginn var farin fyrsta áætl- unarferðin til Sidney í Ástra- líu svo að nú er hægt að kom- ast hvert á land sem er með Lufthansa. Þá voru líka liðin 0 ár síðan fyrsta erlenda flug- vélin ienti á Kastrup-flugvell- inum í Kaupmannahöfn. Og það var flugvél frá Lufthansa. Þetta er því margfalt afmæli, a.m.k. hjá okkur í Kaupmanna höfn. — Nú eru Boeing-727 flug- vélar okkar daglegir gestir á Kastrup-flugvelli. Og þeir, sem fara um Kaupmannahöfn — t.d. á leið til Frankfurt, geta nú farið með Boeing þotum þar á milli. Lufthansa á nú 12 þotur af Boeintg-727 gerðinni og fimm eru í pöntun. Þessar þotur eru notaðar á meðallöng um flugleiðum um alla Evrópu og hafa reynzt mjög vel. Þær taka 96 farþega, 64 í ferðamannafarrými, 12 í fyrsta farrými. Félagið á líka 12 þotur af gerðinni Boeing- 707-430 (Intercontinental), en þær eru notaðar á lengri flug- leiðum, t.d. yfir Atlantshaf. yfir norðurpólinn til Tokyó, til annarra Asíulanda, Ástra- líu, S-Ameríku o.s.frv. Við er- um enn með 7 flugvélar af Viscountgerð, jafnmangar Super-Constellation. Tvær Super-Star-Constellation og 11 tveggja hreyfla Metropoli- tan flugvélar, sem notaðar eru á stuttum flugleiðum, eins og t.d. milli Kaupmannahafnar og Hamborgar. — En fyrir nokkrum dög- um gerðist það, að Lufthansa undirritaði samninga við Boeing um kaup á nýrri þotu- tagund, Boeing-737, og á hún að taka við af Metropolitan á stuttu flugleiðunum. Keyptar verða 21 þota af þeirri gerð og verða þær fyrstu teknar í notkun árið 1967. Þær taka 70 farþega í sæti, verða einungis með ferðamannafarrými. Eftir tvö ár verðum við sem sagt með þotu á leiðinni Kaup- mannahöfn-Hamborg, sagði Ib Kam að lökum. hjh. Lufthansa — risavaxið flugfélag á 10 árum Viðtal við Ib Kam umboðs- mann Lufthansa í Kaupm.höfn fljúga til. Einkum á flugleið- unum milli Kaupmannahafn- ar, Hamborgar og Frankfurt. — Hingað til hefur Luft- hansa ekki flogið til annarra borga á Norðurlöndum en Kaupmannahafnar og Stokk- hólms, en á næstunni verða hafnar reglubundnar ferðir til Osló og Helsingfors. Við er- um ekki að hugsa um að hefja flugferðir til íslands að svo komnu máli. En við mundum bjóða Flugfélag íslands vel- komið til Frankfurt, ef — eða þegar það verður tilbúið að hefja flugferðir þangað. Flug- félagið er búið að setja á stofn skrifstofu í Frankfurt og er ekki ólíklegt, að það skref gæti orðið undanfari frekari tíð- inda. En það væri sennilega ekki hyggilegt fyrir félagið að fljúga til Frankfurt um Kaup- mannahöfn, því Lufthansa og SAS hafa samvinnu um mjög tíðar ferðir þar í milli. Senni- legra yrði öllu vænlegra að fljúga um — t.d. Glasgow á Skotlandi — til Frankfurt. Ég gæti trúað að það væri hægt 2-3 ferðir í viku a.m.k. — Ann ars er ég viss um að hægt væri að auka ferðamannastrauminn frá Þýzkalandi til íslands stór lega. Þar í landi er tiltölulega mikill áhugi á íslandi, en mjög mikill skortur á bæklingum og öðru efni til kynningar landinu. Ferðaskrifstofa ríkis- ins ætti að verja örlítið meira fé til útgáfu kynningarbækl- inga, sem yrðu þegnir með þökkum í Þýzkalandi og víð- ar. — Annars fara þýzkir ferða menn aðallega suður á bóg- inn í sumarleyfi sínu — til Spánar, Ítalíu, Grikklands og fleiri landa. En Þýzkaland er sjálft fremur ódýrt ferða- mannaland og þangað kemur geysimikill fjöldi ferðafólks á hverju ári. Rínarhéruðin eru einkar vinsæl, Frankurt er orðin ein helzta viðskiptamið- stöð í Þýzkalandi og flugvöll- -urinn í Frarikfurt er sá þriðji stærsti í Evrópu. Kemur næst- ur á eftir París og London. Og umferðin þar fer stöðugt vaxandi. — Eins og ég sagði áðan höfum við ágæta samvinnu við bæði íslenzku fluigfélögin og við vonumst til að sú sam- vinna fari vaxandi: Að við getum sent íslendingum fleiri farþega — og þeir sendi okk- Ib Kam, fulltrúi Lufthansa í Kaupmannahöfn. ur æ fleiri á komandi árum. Bæði íslenzku flugfélögin hafa lagt niður ferðir sínar til Þýzkalands, en það liggur beint við að fara um Kaup- mannahöfn milli íslands og Lufthansa á 12 þotur af gerðinni Boeing-727 (stærri þotan) og 5 eru í pontun. Félagið hefur pantað' 21 þotu af gerðinni Boeiug-737 (minni þotan) og verða þær notaðar á stuttum flug- leiðum. HÉR var staddur á dögunum fulltrúi þýzka flugfélagsins Lufthansa, danskur maður Ib Kam að nafni, en hann er aðal umboðsmaður Lufthansa í Danmörku, Noregi og íslandi — með aðsetri í Kaupmanna- höfn. — Hingað kem ég þrisvar til fjórum sinnum á ári, sagði Ib Kam í viðtali við Mbl., því viðskipti þau, sem tengd eru íslandi, fara stöðugt vaxandi hjá -okkur. Við höfum góða samvinnu við bæði íslenzku flygfélögin, Flugfélag íslands er umboðsaðili okkar hér — og á ferðalögum mínum hing- að hef ég ekki aðeins sam- band við flugfélögin, heldur einnig ferðaskrifstofurnar — bæði í Reykjavík og á Akur- eyri. — Bæði ferðamenn og kaup sýslumenn, íslenzkir og ann- arra þjóða, fljúga mikið með Lufthansa til og frá þeim borg um, sem íslenzku flugfélögin FHJGM/\LooiooFERÐAMAL—ta. — Aðalfundir Framh. af bis. 23 Aðalfimdur Fél. ísl. kjötiðnaðar- niaima AÐALFUNDUR Félags íslenzkra kjötiðnaðarmanna var haldinn 3. marz sl. aðfélagsheimilinu, Stór- holti 9. Lesin var skýrsla stjórn- ar um starfsemi félagsins á liðnu ári. Reikningar félagsins voru lesn- lr og skýrðir og samþykktir sam- hljóða. Skýrt var frá kosningu stjórn- ar. Stjórn félagsins skipa nú: Formaður Arnþór Einarsson, varaformaður Jens Cr. Klein, rit- *ri Geir M. Jónsson, gjaldkeri Ólafur B. Þórðarson, og með- Stjórnandi Þórir Jóhannsson. Ttrúnaðarmannaráð félagsins skipa nú eftirtaldir menn: Þórð- ur Adólfsson, Jóhann Magnússon, Hinrik Hansen og Sigurður Bjarnason. Endurskoðendur: N. Maríus Blomsterberg og Ingvar Ágústs- son. Félagið opnaði skrifstofu á ár- inu að Stórholti 19, sér hún um alla innheimtu og rekstur sjúkra- sjóðs félagsins; skrifstofan er op- in alla fimmtudaga kl. 5—7 e. h. Sjúkrasjóður félagsins hóf bótagreiðslur 1. janúar sl. Fullgildir félagar eru nú 45 að tölu. Aðalfundur Fél. útvarpsvirkja ÞRIÐJUDAGINN 6. apríl var haldinn aðalfundur Félags út- varpsvirkja í Reykjavík. Auk venjulegra aðalfundar- starfa fóru fram umræður um lagaberytingar, m.a. um breyt- ingu á heiti félagsins, sem raun- verulega er landsfélag útvarps- virkja, en sú lagabreyting nær þó ekki fram að ganga fyrr en á næsta félagsfundi. Fráfarandi formaður, Einar Stefánsson, baðst undan endur- kosningu og einnig fráfarandi rit ari, Þórmundur Sigurbjarnason. Núverandi stjórn skipa: Vil- berg Sigurjónsson, formaður, Jó- hannes Helgason, ritari, og Bjarni Karlsson, gjaldkeri. Aðalfundur Málarafélags Reykjavíkur AÐALFUNDUR Málarafélags Reykjavíkur var haldinn í Lind- arbæ þriðjudaginn 23.marz sl. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins og reikningar félagsins voru lesnir upp og samþykktir. Tveir menn úr fráfarandi stjórn, sem lengi . höfðu gegnt trúnaðarstörfum fyrir félagið, þeir Leifur Ólafsson, varaform., og Magnús Stephensen gjaldkeri, báðust undan endurkosningu: í stjórn voru kjörnir: Formaður: Sigursveinn H. Jó- hannesson, varaformaður: Jón D. Jónsson, ritari: Rúnar Ágústsson, gjaldkeri: Símon Konráðsson, rit ari stjórnar: Kristján Magnús- son. Varastjórn: Einar Kristjáns- son og Róbert Gestsson. Trúnaðarmannaráð: Þorsteinn B. Jónsson, Guð- mundur Þ. Bjömsson, Lauri Hent tinen, Jón Í.Ragnarsson, Haukur Sigurjónsson, Þórir Skúlason og Lárus Bjarnfreðsson. Til vara: Ingólfur Jökulsson, Sæmundur Bæringsson, Sigurður H. Þor- steinsson, Elí Gunnarsson, Hans A. Clausen, Hjálmar Gunnarsson og Leifur Ólafsson. Endurskoðendur: Grímur Guð- mundsson og Gestur K. Árnason. Á fundinum voru einnig rædd kjaramál og samþykkt að segja upp kaup- og kjarasamningi fé- lagsins við atvinnurekendur. Aðalfundur Sveinafél. húsa- gagnasmiða AÐALFUNDUR Sveinafélags húsgagnasmiða í Reykjavík var haldinn 16. marz sl. Á fundinum flutti Bolli A. Ól- afsson, formaður félagsins, skýrslu um starfsemi félagsins á liðnu starfsári, og gjaldkerinn, Ólafur E. Guðmundsson, lagði fram reikninga félagsins. Félagið gerðist á sl. ári einn af stofnaðil- um Sambands byggingamanna. Á árinu var hafinn undirbúning- ur og athugun á því hvort ekki væri hægt að taka upp ákvæðis- vinnu í húsgagnasmíði hér á landi. Hagur félagsins er mjög góður. Árgjald félagsmanna er krónur 1560.00. Félagsmenn eru nú 89. f stjórn félagsins voru kjörnír: Formaður Bolli A. Ólafsson, vara formaður Eyjólfur Axelsson, gjaldkeri Ólafur E. Guðmunds- son, ritari Jón Þorvaldsson og að- stoðargjaldkeri Ottó Malmberg. í varastjórn: Jón V. Jónsson, Haukur Pálsson. f trúnaðar- mannaráð voru kosnir auk stjóm ar: Guðmundur Benediktsson, Guðmundur Samúelsson, Auðunn Jóhannesson og Sveinn Helgi Sig urðsson. Endurskoðendur: Guð- mundur Benediktsson og Auðunn Þorsteinsson og varaendurskoð- andi Þórólfur Beck. Sveinafél. húsgagnasmiða hef- ur aðsetur að Skipholti 19.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.