Morgunblaðið - 05.05.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.05.1965, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 5. maí 1965 MORGUNBLAÐID 3 Á LAUGARDAG hófst í Ás- mundarsal við Freyjugötu 41, sýning á verkum nemenda úr Myndlistarskólanum en skól- anum hefur nú verið slitið og má segja að þetta sé seinasti þátturinn í starfsemi hans. í Blaðamaður Morgunblaðsins | brá sér í gær upp í Ásmundar- eal og hitti þar að máii Ragn- ar Kjartansson formann skóla etjórnar-þar sem hann var að einna þremur nemendum skól- ans, er voru að hyggja að j verkum sínum, og bað hann að Ekýra nokkuð frá starfsemi skólans. i — Þetta er átjánda árið sem ekólinn er starfræktur, en skólinn er rekinn af áhuga- mannafélagi, sem starfrækir hann sem kauplaust hugsjón- arstarf. Ásmundur Sveinsson á húsnæði það sem skólinn er Starfræktur í og hann hefur verið mikil driffjöður í allri starfsemi skólans frá upphafi. — Hvað voru margir nem- endur við skólann á þessu ekólaári? — Þeir voru 140 og skipt- ust á milli deilda, barnadeild, Seð yfir Asmunarsal en þar heiur um það bil heiming verkanna verið komið fyrir. Jónas Guðvarðsson ásamt einu abstraktmálverki sinu. Sitjandi strákur eftir Þorbjörgu Höskuldsdóttur en hún er ein af efnilegustu nemendum skólans. fiunnar Ólafsson ásamt einni af höggmyndum sínum. ' — Nemendurnir vinna mest megnis eftir modelum. En til þess að þreyta þá ekki um of og til þess að gera kennsluna fjölbreyttari fer Hringur Jó- hannesson með þá öðru hverju út um bæinn, þar sem þeir teikna skipin í höfninni, blóm- in í garðyrkjustöðinni Alaska og einnig teikna þau ýmislegt markvert á söfnunum. — Á hvaða aldri eru nem- endurnir helzt — Það má segja að þeir séu á öllum aldri. Þt-ir yngstu eru fimm ára og elzti nemandinn Guðbjörg Ólafsdóttir á tvær teikningar á sýningunni. Hér sést hún við hlið annarar þeirrar. son, sem kennir við málara- deildina, Kjartan Guðjónsson sem kennir hraðteiknun, og Ásmundur Sveinsson sem kennir við höggmyndadeild og ég er aðstoðarkennari hans. — Hvernig fer svo kennsl- an fram? er kona sem ég held að sé komin á sjötugs aldur. — Svo við snúum okkur aftur að þessari sýningu. Hvað álítur þú að séu mörg verk á henni? — Þau eru rúmlega 180. Framh. á bls. 31 Litið inn á sýningu á verk- um nemenda úr IVfynd- listarskólanum málaradeild, teiknideild, vatns litadeild og höggmyndadeild. — Og hvað eru kennarar við skólann margir? — Þeir eru sjö, Björn Birn- ir sem kennir barnadeildinni, Hringur Jóhannesson, sem kennir við teiknideildina, Hafsteinn Austmann, sem kennir við málara og vatns- lítadeild, Jóhannes Jóhannes- LiSTAMENN A ÖLL UM ALDRI SIAKSTEINAR Batnandi lífskjör f grein í „Þjóðviljanum" í síð-* ustu viku komst Tryggvi Emils- son svo að orði: „f ályktun ráðstefnn ASf na kjaramál er ekki sett fram á- kveðin kaupkrafa en ég held það flökri ekki að nokkrum mannl að nú verði sætzt á lágt kaup, þar sem vitað er að lágmarks- kauptextar Dagsbrúnar eru óvíða. greiddir en víða um miklar yfir- borganir að ræða og hafa at- vinnurekendur þannig viður- kennt að hægt er að greiða mikln hærra kaup en það umsamda.“ Auðvitað er það staðreynd, aS mjög víða er um miklar yfir- borganir að ræða. Hitt er sv* annað, að þegar Tryggvi Emils- son og aðrir kommúnistar taka sér blað og blýant í hönd og» leitast við að sannfæra almenn- ing um versnandi lífskjör eftir að viðreisnarstjómin tók við völdum, þá er alltaf miðað við lægstu kauptaxta Dagsbrúnar, sem Tryggvi nú viðurkenndir, að „óvíða séu greiddir.“ Sannleikurinn er auðvitað sá, að lífskjör almennings hafa stór um batnað eftir að viðreisn at- vinnuveganna hófst að ioknu ráð leysistimabili vinstri stjórnarinn- ar. Hvar sem er á landinu getur að líta ný og betri íbúðarhús en áður þekktust, almenningur kaup ir sér nýja bíla, fer í siglingar, ojs.frv. Allt ber þetta vott utn ört batnandi lífskjör islencka þjóðarinnar eftir að viðreisnin hófst. Áfturganga frd Keflavík Kommúnistar og nokkrir skrita ir fuglar innan Samtaka hernáms andstæðinga hafa nú ákveðið að efna til nýrrar Keflavíkurgöngn á næstunni, og á tilgangurinn að vera hinn sami og ávallt áður; sá, að reyna að svipta ísland vörnum sínum með því að gat- slíta nokkrum skópörum. 1 Kefla víkurgöngum síðustu ára hefur rútubill verið látinn fylgja hin- um „Vegmóðu göngumönnum“ eftír, svo að þeir gætu notið nokkurrar hvíldar milli þess sem þeir röltu smáspöl í góða veðrinu eða drykkju Coca-cola í skjólgóðum tjöldum frá US Navy. Þrátt fyrir öll þessi þægindl hefur þátttakan verið næsta rýr og farið siminnkandi ár frá ári. í fyrra báðu foringjar göngukapp anna Iögregluna um að fylgja sér eftír, og báru lögreglumenn það eftir á, að „innan viff 120 manns“ hafi tekið þátt í göng- unni. Nú hafa þau tíffindi hins vegar gerzt, að Þjóðviljinn flutti mönnum sínum þá gleðifregn í gær, að „rösklega 120 manns“ hafi látið skrá sig til göngunn- ar! ! ! Frétt Þjóðviljans af þess- um mikla liðsafnaði endar síðan, á því að skora á menn aff láta skrá sig til göngunnar, þótt þeir labbi ekki nema NOKKUBN HLUTA UEIÐABINNAB. Er ekki vitað, hversu margir hinna 120, sem tekizt hefur að skrásetja, ætla að labba aðeins hluta leið- arinnar, t.d. spottann niður Bankastræti, allan eða hluta hans. /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.